Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. des. 1952 MORGUNBLA91Ð T£ Aður en fiflöonsnar komu fiS raræðu Tvær Rússar komu í veg fyrir framgang indversku tillög unnar í Kóreu-vandamálinu. Hlutu þær fylgi all'a bandaiagsríkja Sameinuðu þjóðanna nema járntja idsmanna. Mymiin hér að oí'an var tekin áður en umræðurnar hófust, er þeir lieilsast Andrci V'isjinskij og Krishna Meaon, aðalfullti-úi Indverja á alls- herjarþinginu. Sauðárkrókskirkja 60 ára SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA á 60 ára afmæli nú um þessar mundir. Var kirkjuhúsið vigt á jólaföstu 1892. Voru þá tvær sóknir, Fagra- nessókn og Sjávarborgarsókn, sameinaðar í eina, Sauðárkróks- sókn með hinni nýju kirkju á Sauðárkróki. Þessara tmaamóta í sögu kirkjunnar var minnzt sunnudaginn 30. nóv. á fagran og áhrifaríkan hátt. 1. Hátíðaguðsþjónusta i kirkj- Unni kl. 14. Var kirkjan ftillskip- ] uð fólki m. a. þrír skrýddir prest- ar. Sóknarpresturinn sr. Helgi Konráðsson flutti hátíðaræðu af stól. Sr. Björn Björnsson þjónaði; fyrir altari. Auk venjulegrar altarisþjónustu fór fram mikill og fagur vixlsöngur milli prests og kirkjukórsins. Svavar D. Þor- valdsson söng einsöng. Að end- ingu var lofsöngurinn sunginn. ) 2. Kirkjuhljómleika hafði svo kórinn kl. 20.30 fyrir fullu húsi áheyrenda. 12 lög eftir innlenda og erlenda höfunda voru á söng- skrá, þar af eitt eftir sangstjór- ann Eyþór Stefánsson. — Þeir Svavar Þorvaldsson og Sigurður P. Jónsson sungu einsöng, en undirleik annaðist frú Sigríður Auðuns. Alllangt hlé varð að, hálfnaðri söngskrá. Þá flutti Jón Þ. Björnsson form. sóknarnefnd- ar mjög fróðlegt erindi um kirkj- i una, byggingu hennar í önd- verðu, tilgang hennar og starf í 60 ár. í upphafi máls síns færði | hann kirkjukórnum þakkir og árnaði honum heilla með 10 ára afmælið, en 10 ár eru síðan kór- inn var formlega stofnaður. Frumkvöðlar að kirkjubygg- ingunni munu á sínum tíma hafa verið nokkrir af ráðandi mönn- um þorpsins, en þá mun íbúatala Sauðárkróks hafa verið tæpl. 200, eða í hinni nýju sókn 4—500 manns; annars verður að styðjast við minni og sagnir gamals fólks, því kirkju- og manntalsbækur <og sennilega fyrsta gerðabók) munu hafa eyðilagzt í bruna hér á staðnum árið 1898. Fremstur í flokki tn fram- kvæmda var vissulega Ludvig Papp kaupmaður, er hafði alla yfirumsjón með byggíngunni, en hann dó stuttu eftir að kirkjan var vígð; en kirkjuyfírsmiður var Þorsteinn SigurðSson húsa- smíðameistari. — í stíl þessarar kirkju hefur mátt sjá margar kirkju síðan hér á landL Stökur Fyrsti form. sóknarnefndar mun hafa verið Valgarð Claus- sen kaupm. og aðrir síðan Jó- hannes Stefánsson 1901—1908, Stefán Jónsson, Pálmi Pétursson, Þorlákur Þorláksson, Cristjan Papp og Jón Þ. Björnsson frá 1912 til þessa dags. Prestar við Sauðárkrókskirkju: Sr. Árni Björnsson 1892—1913, Björn Stefánsson 1913—1914, Hálfdán Guðjónsson 1914—1934 og Helgi Konráðsson frá 1934. Fyrsti organisti var Kristján Gíslason kaupm., en hann mun vera sá eini af fyrstu föstu starfs- mönnum kirkjunnar, sem enn er á lífi. Aðrir organistar: Hailgr. Þorsteinsson í 12 ár, Gísli Magn- ússon 15 ár, Pétur Sigurðsson 6 ár og Eyþór Stefánsson í 23 ár eða alla tíð síðan 1929. Ýmsar merkar og góðar gjafir hafa kirkjunni borizt nú allra síðustu árin m. a. frá Ragnheiði Jósepsdóttur Schram og móður hennar Sigurlínu, sem búsettar eru í Ameríku. Þær gáfu kr. 2000.00, sem varið var til kaupa á veglegri silfur ljósastiku á alt- arið ásamt rósofnu gólíteppi við altarið. I Frú Elinborg Jcnsdóttir gaf kristlíkneski á fagurgjörðri súlu. Aðrir gefendur: Oddgnýr Ólafs- son sjóm. Sauðárkróki. Peninga- gjöf eða áheit 1000 kr. Guðmunda Björnsd., Gísli Tómasson, Pétur Jakobsson. — Bæjarstjórn Sauð- árkróks veitti nokkurra þús. kr.: styrk til girðingar um kirkju-' húsið. Og kvenfélagið hefur tek- ( ið að sér að sjá um ræktun innan girðingarinnar. Síðasta gjöfin, sem barst var I frá Kvenfél. Sauðárkróks; er það i mikill og framúrskarandi vel gerður aitarisdúkur, gefinn í, minningu um hina merku ágæt- I iskonu frú Hansínu Benedikts-; dóttur, og saumaður af dóttur j hennar, ungfrú Rannveigu Jón-1 asdóttur. j Eftir að Jón hafði lokið móli sínu, og kórinn lokið söng sín-i um þakkaði sr. Helgi Konráðsson| öllum hlutaðeigendum fyrir hinn indæla dag. Beindi hann svo sér- stökum þakkarorðum til tveggja starfsmanna kirkjunnar, söng- stjórans og organistans Eyþórs Stefánssonar og Jóns Þ. Björns-, sonar, er báðir hafa starfað í Framh. á bls. 12 Þó ég tíðum lofi því: ljóðasmíði vanda, flyt og sníði formið í fyrritíðar anda. Aðeins horft á heima blað. — þar hefur skort á línu — Því ég orti eitt um það, sem er á korti mínu. Lengi hafa liðið skort, ljóðin mín hjá snilli. Það sem ég hef illa ort, okkur ber á milli. Ljóðið mitt er löngu þekkt, lágt þó hlyti gjaldið Fer það svo í fullri nekt fynr dómara valdið. Þó að degi halli haust, held ég vegi og linu. Sólarmegin sigli i naust Suðra fleyi mínu. Hjálmar frá Hofi. i vinningur fcr. fyrir 11 rétta ÞÓTT nokkrir leikjanna á laug- ardaginn færu ekki skv. því, sem almennt hafði verið gert ráð fyr- ir, tókst 2 þátttakendum að geta rétt til um úrslit 11 leikja. Báðir eru með kerfisseðla, og koma 888 kr. í hlut annars, en 878 kr. í hlut hins. Vinningar skiptust annars þannig: 2 raðir með 11 réttum á 533 kr. röðin 20 raðir með 10 réttum á 53 kr. röðin. 101 röð með 9 réttum á 10 kr. röðin. Síðasti getraunaseðillinn á þessu ári liggur nú frammi hjá umboðsmönnum og verða síð- ustu leikirnir á laugardag. Fyrsti seðillinn eftir áramót verður með leikjum, sem fram fara laug- ardaginn 10. janúar. — Það hlýtur að vera nokk- uð áhættusamt að verzla með timbur. — Nú, því þá það? — Ég heyrði að einn. hefði tapað tugþúsundum á einu bretti. Langt inn í liðna tíð. Kristinundur Bjainason sá um útgáfuna. Norðri 1952. ÞJÓÐLEGUR fróðleikur hefur jafnan veríð oss íslendingum hjartfólgið og kært efni. Það verður varla borið í bakkafullan lækinn af sliku, sé um veruleg- an fróðleik að ræða og vel með efnið farið, en stundum hefur viljað bregða út af þessu í öílu þvi mikla flóði af bókum og rit- gerðum um þessi efni. Hér er þó á ferðinni bók um fólk og at- burði frá 19. öld, sem mé^ finnst verulegur fengur að, því bæði er vel með efnið farið, víðast, og svo er þar mörgu rnerku og svo fjölda af sprekum bjargað und- an sjó gleymskunnar. Vil ég sér- staklega geta minninga Stefaníu Ferdínandsdóttur, sem taka yfir langan kafla bókarinnar og eru bæði fróðlegar og vel ritaðar. Geri ég ráð fyrir að hinn snjalli rithöfundur og menntamaður, Kristmundur Bjarnason, hafi skráð þær eftir fyrirsögn og fyr- Iirlestri Stefaníu, en hún er stál- mirmug og prýðilega greind J k«na. Heita kaflar þessir: Mar- ^grét í Stafni, Um daginn og veg- inn og Hafnaheimilið. Ágæt er ævisaga Margrétar í Stafni og get ég, sem í æsku var kunnugur þessari stórbrotnu konu, ekki annað sagt, en þar mun farið alveg rétt með og Mar- grétu lýst rétt. Er þetta betri mynd af henni, en sú er kom í öðru riti fyrir nokkru, að mínum dómi. Eitt man ég, sem Stefanía veit ekki, það er að veitingatjald Margrétar stóð sunnan við Stafns réttina, ekki inni í horni á nein- um dilkanna, að minnsta kosti ekki í fyrri réttum. Sá ég það, oft, sjálfur. Var þar oft glatt á Hjalla, man ég er Brynjólfur í Þverárdalhéltþar, eitt sinn, langa og góða ræðu fyrir minni Mar- grétar. — Um daginn og veginn fyrir 60—70 árum er góð ritgerð og hefur Stefanía þar bjargað ýmsum fróðleik og vísum frá glötun, vil ég til dæmis nefna hina ágætu vísu Sigvalda „skálda“, er hann kvað er fátæk kona færði honum mjólk í brotn- um bolla: Drottinn fyrir drykkinn holla dygðakonan, launi þér, þó hann væri í brotnum bolla brotlegum það hæfir mér. Svona vísur eiga ekki að gleym ast. — Þá er kafli Stefaníu um Hafnaheimilið ágætur. Yfir höfuð hafa minningar hennar rhikið menningarlegt gildi og væri gott að fá meira af líku tæi. ' Bréf Ara Arasonar: Frá þjóð- hátíðinni 1874, ér skemmtilegt og fróðlegt mjög. Ari var höíð- ingi svo og Þorvaldur sonur hans, á Viðimýri, — hef ég varla séð nokkurn mann, sem svo mjög bar með sér í öllu fasi og fram- komu, að hann var af höfðingja- ætt kominn. \ Alls eru ellefu kaflar í bók þessari, allir hafa þeir eitthvert erindi til lesenda, þótt misjafnir séu að gildi. Bókin er 205 bls. í allvænu broti og lesmál mikið. Mjög góð bók, þegar á allt er litið og óskandi að henni verði svo vel tekið að framhald geti orðið á söfnun fræða og útgáfu þeirra hjá hinum ötula mennta- manni og rithöfundi, Kristmundi Bjarnasyni. Eins og ég hef áður drepið á, í grein um bók, er nú áríðandi að safna sem mestu af fróðleik frá hverfandi kynslóð, því á þessari öid hefur margt gerbreytzt í Iifnaðafháttum, hugsun og viðhorfi fólks til lífs- ins. I Erlend óhrif kollvarpa fornum venjum og hugsunai'hætti, má vera að bók sem þessi, hamli nokkuð á móti því. m læknr Elinborg Lárusdóttir. Miðillinn Hafstcinn Björnsson. Önnur bók ! (1952). MÉR er e'nn í minni það öldu- rót er spíritisminn vakti í hug- um manna, já, andlega vakn- ingu eftir skynsemistrú og efnisp- hyggju, þegar þeir Björn Jóns- son, Einar H. Kvaran og Harald- ur Níelsson gerðust forgöngu- menn og frömuðir sálarrannsókna og rannsóltna dularfullra fyrir- brigða, nokkru eftir aldamótin síðustu. Þetta voru engir meðal- menn, hvorki að gáfum né áhuga, menn brennandi í anda og fuJÞ vissir um mikilvægi málefnisina, Fjöldi fólks fylgdi þeim að máí- um en þeír fengu, auðvitað, , einnig harða mótspyrnu eins og öll góð málefni fá jafnan, 'eink- um ef um andleg verðmæti er að ræða. Spiritisminn varð þ« aldrei að trúarbrögðum hér, sem betur fór, enda ekki til þess ætl- ast af forgöngumönnunum. hvorki fyrr né síðar. Fyrir mönn- , um hefur jafnan vakað tvent, að mér skilst, þeim er aðhyllasrt kenningar spiritista: Að rannsaka merkilegt mál, hvort unt sé a* . komast í samband við framliðna menn, virðist slíkt enginn hégómi heldur sjáifsögð skylda til auk- innar þekkingar og’ betrunar ■ hverjum manni. í öðru lagi að færa þeim huggun sem syrgja ; horfna ástvini, þá miklu huggun ! og gleði að öðlast vissuna una ' að hinir framliðnu lifi áfram eft- ir hinn jarðneska dauða. Hvort tveggja, þekkingarauki og hugg- un sorgbitinna virðist göfugt og gott markmið og er því með öllú . óskiljanlegt, að nokkur heilvita jmaður geti haft nokkuð á móti . spiritistum, sem i einlægni leita sannleikans og vilja nota sét- hjálp góðra afla til huggunar , sjálfum sér og öðrum. I Því verður 'ekki neitað, að ó- vandað fólk hefur alltof oft notað sér trúgirni manna og sorgir til fjárdráttár, én þetta er því miður gert á öllum sviðum. Bók þessi er rituð af mikilli vandvirkni og samvizkusemi, eins og við má búast af frú Elin- borgu Lárusdóttur. Hefur hún notað beztu heimildir enda eru mörg þau nöfn er í bókinni standa, þeirra sem á samkomum með Hafsteini Björnssyni hafa verið, trygging fyrir því, að rétt er með farið. Virðist vandlega gætt, að fyrirbyggja öll svik og mistök, eftir því sem bezt verður við komið. Margt hefur gerzt merkilegt á þessum fundum og ! veigamikil líkindi fengist fyrir því, að um skilaboð frá öðrum heimi sé að ræða eða, a. m. k. ekki skiljanlegt að öðruvísi sé. I Virðist að Hafsteinn sé merkileg- ’ ur miðill og þeir sem til þekkja telja hann hiklaust, ráðvandan heiðursmann. Ég tel það góða tryggingu fyrir að svo sé, að frú Elinbqrg Lárusdóttir hefur varið miklu erfiði og aiúð við að semja tvær fcækur um Hafstein Björns- son og þau dularfullu fyrirbrigði i scm gerzt hafa í sambandi við hann. 1 Bókinni er skift í 4 aðalkaíla: 1. Ðulskyggni — Dulheyrn. 2. Kafli frá fundunum. 3. Reimleik- ar. 4. Lækningar. Auk þess er umsögn aðstoðarmanna og Hvernig bókin varð til, eítir Elinborgu Lárusdóttur. Segir hún þar m. a.: „Trú mín er sú að tak- ist mönnum að öðlast vissu í stað trúar, muni birta um heim allan. Að mínu áliti er það spíritism- inn einn, sem er þess megnugur að gjörbreyta heiminum, afnema stríð og blóðsúthellingar og mynda það bræðralag, sem Krist- ur talar um“. Já, það mætti undarlegt vera, ef „vísindaleg'* sönnun á fram- haldslífi breytti ekki hugsunar- hætti alls fjolda fólks til hina betra. , < Þorsteinn Jónsson. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.