Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 12
12 MORGVNELAÐIÐ Þriðjudagur 16. dcs. 1952 Hapús Óskarsson kjörinn formaður Vöku AÐALFUNDUR var haldinn í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta í gær. Formaður félags- ins var samhljóða kjörinn Magn- ús Óskarsson, stud. jur. Aðrir í Stjórn voru kosnir Halldór Þ. Jonsson, stud. jur. — Þórður H. Jónsson, stud. med., Þorvaldur Ari Arason, stud. jur. og Guð- jón Valgeirsson stud. jur. Landheigismálin rædd á fundi Stúdentðfélags Akureyrar AKUREYRI, 17. des. — Fimmtudagskvöldið hinn 11. þ. m. var haldinn fundur í Stúdentafélagi Akureyrar. Til umræðu var land- helgismálið. Auk íélagsmanna voru boðnir á fundinri útgerðar- mennirnir Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyrar h.f., Guðmundur Jörundsson, Helgi Pálsson og Valtýr Þor- steinsson. Vaka vífir Alþingi EFTIRFARANDI tillaga var sam þykkt með samhljóða atkvæð-, um á aðalfundi Vöku, félags lýð- j ræðissinnaðra stúdenta: Aðalfundur Vöku, félags lýræðissinnaðra stúdcnta, haldinn 15. des. 1952, vítir eindregið það athæfi Alþing- is að fella frumvarp um fjölg- un prófessora við Háskólann og teiur það vanþekkingu á þörfum skólans og stúdenta, er kemur fram í því athæfi. — Bókmonnfir Framhald af bls. 6 engum ætti að vera oívaxið að eignast það. Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar. Mál og Menning 1952. ÞETTA er önnur útgáfa af Ijóð- mælum Sveinbjarnar Egilssonar, en fyrri útgáfan kom fyrir tæp- Um hundrað árum, svo að hún er ekki í höndum margra, enda munu kvæði Sveinbjarnar lítt þekkt að undanteknum jólasálm- inum Heims um ból og nokkrum lausavísum. Sveinbjörn var aldrei í tölu stórskáldanna, enda vóru honum samtíða skáld eins og Jónas og Bjarni. Skáldskapur hans hefur horfið í skuggann fyr- jr hinum ágætu Hómersþýðingum hans og öðrum störfum, svo sem skáldamálsorðabókinni miklu. í þessari útgáfu kvæðanna, sem Snorri Hjartarson hefur séð um, eru sömu kvæðin og í fyrri út- gáfunni, engu sleppt úr. Verður það að teljast rétt að gefa allt Út eftir skáld fyrri aldar; siðar má svo gefa út úrval, ef þurfa þykir. Sveinbjörn var lipurt skáld og mörg kvæði hans n unu falla lesendum vel í geð, einnig á tímum nýtízkuskáldskapar. — Framan við ljóðmælin er hin stórmerka ævisaga skáldsins eít- ir Jón Árnason þjóðsagnaritara, en hann var lærisveinn og viiiur Sveinbjarnar. Það er fengur að því að fá rit klassisku höfund- anna út á ný 1 jafn aðgengileg- um útgáfum og þessi er. Jón Björnsson. Það er kvart að, og það með réttu, yf ir gæðum sumra krydd tegunda í er- lendum og innlendum umbúðum. ff.illu- kryddvörur fá alltaf hrós fyrir gæði. Þær eru líka seldar tneð tryggingu fyrir þvi, að þær péu ekta og ekki blandaðar eða falsaðar með öðrum efnum. — fÆunið að biðja um Lillu-krydd- lýprur, þá fáið þér góðar vörur. , Efnagerð Iteykjai íkur h.f. Frummælandi var Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti.' w' Ræðumaður gerði grein fyrir hvað væri landhelgi og hvaða reglur giltu þar um í ýmsum löndum heims. Þá gerði hann sér- staklega grein fvrir landhelgi íslands, — rakti sögu hennar nokkuð og aðdraganda að-deilu- máli því, sem nú er uppi milli Breta og íslendinga um fiskveiði- landhelgi íslands. Hann skýrði frá kenningu dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um 16 sjómílna land helgi og á hvaða rökum sú kenn- ing væri byggð. Þá sagði ræðu- maður m. a., að þannig væri mál- um nú komið, að vér höfum fært út landhelgina frá því, sem ákveð ið var í hinum alræmda dansk- brezka samningi frá 1901, og jafn framt, að Bretar neita að viður- kenna rétt vorn til þess. Þeir hafa tekið upp gagnráðstafanir, sem brezka stjórnin sjálf stendur að vísu ekki að, en eru þó al- vax-legar og geta orðið örlagarík- ar, og ekki verður nú séð hvernig lykta muni. Gagnráðstafanir þessar miða að því að svelta oss til hlýðni, þannig lítur það a. m. k. út í augum vor íslendinga. í lengstu lög hljótum vér að vona, að augu þeirra opnizt, ekki að- eins fyrir því, að þetta er ó- drengilegt og ósamboðið hinni miklu brezku þjóð, heldur einnig óskynsamlegt. Friðunarráðstafan ir þær, sem gerðar hafa verið á landhelgi fslands munu einnig koma brezkum fiskimönnum að gagni þegar stundir líða fram með aukningu fiskistofnsins á hinum leyfðu veiðisvæðum. Þá minnti ræðumaður á það, að mesta auðlind íslendinga væru fiskimiðin umhverfis landið. Það væri næsta eðlilegt, að sú skoðun fengi stöðugt fleiri formælendur, að vér eigum einir rétt á að sitja að miðunum á landgrunninu um- hverfis landið. Fyrir því væri hægt að færa bæði jarðfræðileg og þjóðhagsleg og siðferðisleg rök, og að því bæri að stefna að fá þann rétt viðurkenndan. Hann benti á, að nokkur ríki hefðu þeg- ar tekið sér slíkan rétt með ein- hliða yfirlýsingum. Hins vegar taldi hann, að litlar líkur væru til þess, að oss héldist uppi að taka oss þennan rétt meðan ver- öldin væri enn á því stigi, að réttur hins sterkarí virtist í ýms- um tilfellum á hávegum hafður í milliríkjaviðskiptum. Að lok- um sagði ræðumaður, að það væri skoðun sín, að þótt sú háska lega deila, sem nú er uppi um fiskveiðilandhelgina yrði leyst, þá væiú málinu ekki þar með lokið. Þau ein málalok gætu orð- ið endanleg, að vér fengjurrí vi$- urkenndan rétt vorn yfir lar.d-. grunninu. Ásgeir Valdemarsson verkfraeð ingur þakkaði bæjarfógeta snjalla ræðu, en siðan var setzt að kaf’ft- drykkju. Að henni lokinni hófust umræður á ný. Fyrstur tók til máls Valtýr Þorsteinsson. Benti hann á, að ósennilegt væri, að Bretum héldist uppi aðgerðir sín- ar í landhelgismálinu, bæði vegna áhrífa innan Bretlands og utan þess. Lagði hann áherzlu á meiri vinnslu aflans hér á landi. Beindi hann fyrirspurn til bæjarfógeta 'várðandi landhelgislínuna fyrir Norðurlandi. Kvað hana koma mörgum undarlega fyrir sjónir. Guðmundur Jörundsson taldi of lítið gert að því að leiðrétta þann misskilning í Bretlandi, að íslenzkir togarar veiddu innan riýju landhelgislínunnax. Fannst honum æskilegt, að verðskipinu Ægi yrði breytt í hafrannsókn- arskip, því að til þess hefði það hagkvæma stærð og hæfilegan ganghraða, en nýtt varðskip yrði fengið í þess stað. Guðmundur Guðmundsson gagnrýndi m. a. landhelgislinuna í Faxaflóa. Taldi hann mikilsvert að vinna aftur .markaði í Bret- landi, því að Þýzkalandsmarkað- urinn væri lítill og rhæpinn, og Frakklandsmarkaðurinn hverf- andi. Hallgrímur Björnsson verk- smiðjustjóri áleit m. a., að land- helgislínan væri brezkum tog- araeigendum að miklu léyti að-- eins átylla til að bola íslenzkum togurum af Bretlandsmarkaðin- um. Friðjórr Skarphéðinsson svar- aði fyrirspurnunum um lögfræði lega hlið málsins. H., Helgi Pálsson lagði rika áherzlu á vöruvöndun, til þcfis. að hægt væri að vinna fleiri markaði. íje Dr. Kristinn Guðmundsson benti á, að rrieð úrskurði Haag dómstólsins hefðu Bretar viður- kennt fjögurra mílna landhelgi Norðmanna og að engin ástæða væri því fyrir íslendinga að víkja frá kröfum sínum. Síðan tóku þeir Guðmundur Jörundsson og Valtýr Þorsteins- son aftur til máls. — f lok fund- arins vöru rædd félagsmál. '__ —Vignir. — Fátt er svo með ölíu illt áð efcki fylgi nokkuð gott, sagði sköllótti maðurinn, þeg- ar konan ætlaði að hári’eita hann. Prenterar hafna samúðarrerkfalli sinni HIÐ íslenzka prentarafélag hélt fund s. 1. sunnudag að ósk 41 félaga, er töldu ýmsa vankanta hafa verið á allsherjaratkvæða- greiðslunni um samúðarverkfall á dögunum, en þá synjuðu prent-: arar þeirri beiðni Alþýðusam-1 bandsins að leggja niður vinnu. Á fundinuxn kom fram tillaga: um að allsherjaratkvæðagreiðsla færi aftur fram í íélaginu um samúðarverkfali, en liún var felld með miklum atkvæðamun, 71:23. | Fundurinn samþykkti aftur á1 móti að félagið veitti 10 þús. kr. í verkfallssjóð og tilmæli um það við félagsmenn, að hver einstakur legði 10% launa sinna í verkfallssjóðinn á meðan á virinudeilunni stendur. A iþmgi Framhald af bls. 7 menningsnota hafi fasta af- greiðslu á bifreiðastöð, enda mundi allt eftirlit með slíkri lög- giöf verða mjög erfitt, ef bifreið- arnar hefðu ekki skyldu til þess að vera í fastri afgreiðslu á bif- reiðastöð. Með tilvísun til framanritaðs erum við undirritaðir því sam- mála um, að nauðsyn beri til þess, að sett verði löggjöf um heimild til takmörkunar á fjölda leigubifreiða til vöru- og fólks- flutninga í kaupstöðum landsins og að það gæti orðið á Alþingi því, sem nú situr. — SauSárkróksk. Framhald af bls 11 kirkjunni mjög lengi, annar nær 40 ár, en hinn fullt það. Tvær sóknarnefndarkonur, frú Jóhanna Þorsteinsdóttir og frú Guðrún Bjarnad. o.fl. höfðu mik- ið unnið við skreytingu og prýði kiikjunnar fyrir afmælishátíð þessá, með ljósum, blómum, fán- um og á annan hátt. Og í tilefni dagsins blöktu fánar á stöngum meðan skammur dagur entist. — jón. — Enska knalfspyrnan ' Framhald af bls. 9 bikarkeppninnar gegn Neweastle, og stóð þá til, að hann kæmi hingað með Middlesex Wander- ers, en það fórst fyrir. Árið eftir fluttist hann til Bi'entford, en gat enn ekki komið með þeim á síðastliðnu vori. W olves Sunderland W. B. A. Arsenal Blackpool Burnley Preston Newcastle Bolton Middlesbro Liverpool Manch. Utd Tcttenham Charlton Sheffield W Portsmouth Cardiff Aston Villa Derby Chelsea Stoke Manch. City 2. deild: Birmingham 3 — Brentford 1 Bury 0 — Everton 5 Fulham 3 — Barnsley 1 Leeds 5 — Swansea 1 Leicester 5 — Hull 0 Luton 1 — Doncaster 2 Notts County 5 — Blackburn 0 Piymouth 0 — Huddersfield 2 Rotherham 0 — Sheffield Utd 2 Southampton 2 — Nottingham 2 AVest Ham 5 — Lincoln 1 Sheffield U 22 14 4 4 51-30 32 Huddersfld 21 13 5 3 37-12 31 Plymouth 20 10 6 4 33-24 26 Leicester 21 11 4 6 53-43 26 Birmingh. 21 9 7 5 32-34 25 Rotherham 21 11 2 8 40-32 24 21 11 6 4 43-31 28 20 11 4 5 33-30 26 20 11 3 6 29-20 25 19 9 6 4 37-25 24 20 10 4 6 44-35 24 20 9 6 5 29-24 24 19 8 6 5 34-29 22 20 9 4 7 32-32 22 19 7 6 6 25-30 20 20 8 4 8 34-33 20 20 8 4 8 35-36 20 20 8 4 8 32-34 20 21 7 6 8 29-23 20 19 7 5 7 39-38 19 20 6 7 7 27-30 19 21 6 6 9 35-38 18 18 6 5 7 27-23 17 19 6 5 8 23-28 17 20 5 4 11 23-30 14 20 5 4 11 28-36 14 21 5 3 13 26-44 13 21 4 4 13 32-45 12 Blackburn 21 6 3 12 24-41 15 Brentford 20 5 4 11 28-43 14 Southampt. 22 4 6 12 36-48 14 Barnsley 26 5 3 12 29-46 13 MAGNÚS JÓNSSON Málf lutnir. g spkri fgtof s. 4asturstræti 5 (5. hæð). Sími 5669 Viðtalstími kl. 1.30—4. Prjt Pe> 5nakjólar /sur QJtfo* —^aiítrœti M A R K tJ S Eftir F,d Hodrl gazasí"— GOSW, CHERBV, THAT'S IT'S GOOD TO 4 WHAT' I SEE YOU,..LET'S ) WANT TO GO OUT AND DO, JEFF 1) — Mikið er gaman að hitta þig, Sirrí. Við skulum koma út og skemmta okkur. — Já, við skulum skemmta okkur konunglega. 2) Á meðan. | 3) — En mér lízt ekkert á það — Komdu sæll, Bjarni. Hvað að þú farir þessa ferð. Það eru segirðu gott? jvægast sagt mjög litlar líkur til — Allt ágætt. Ég fékk skeytið að þú sleppir lifandi í gegnum í fyrradag og ég héf gert eins og .Mikla Gljúfur. þú baðst úrn, er búinn að kaupa allar vistir. 1 „:i.. ... a___ __ 4) — Ég vérð að gera það, Bjarni. Pabbi hennar Sirrí er rcikíð veikur og við verðum að fá nóga peninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.