Morgunblaðið - 26.03.1953, Page 6

Morgunblaðið - 26.03.1953, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. marz 1953 orgnttMa&id Otg.: H.f. Arvakur, Reyfcjavx*. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyinO«rru.> Lesbók: Árni Óla, sími 304*. Augiýsingar: Árni Garðar KnstinMou Ritstjórn, auglýsingar og afgreiOai* Austurstræti 8. — Sími 1600. Askríftargjald kr. 20.00 á mánuði, tnn«ni«iria» t lausasölu 1 krónu eintafcis Hvers vepe er her á Ísíandi ? IBR skorar á Fjárhagsráð al vesfa leffi fil byggingar fimleikahúss Frá þingi baacSalagsÍRS i . ... , áfram. ARSMNGI Iþróttabandalags Reykjavífcur lauk s.l. manudagskvold. ]eiklr HVERS vegna er erlendur varn- J arher á íslandi í dag? Það er á- | stæða til þess að varpa þessari spurningu fram og svara henni. En til þess verður að rekja í stuttu máli þá þróun, sem gerzt hefur í alþjóðamálum síðan síð- ustu heimsstyrjöld lauk. I iok þessarar mestu heims- styrjaldar, sem mannkynið hefur háð, gætti töiuverðar bjartsýni um það að unnt myndi að út- rýma styrjöldum og skapa þjóð- unum frið og öryggi. Til þess að hafa forystu um friðarstarfið voru mynduð víðtækustu al- þjóðasamtök, sem sagan greinir, hinar Sameinuðu þjóðir. Þau áttu að standa vörð um heimsfriðinn og stuðla að réttlæti og sann- girni í viðskiptum þjóða í milli. I samræmi við þessar hugsjón- ir, sem lágu til grundvallar sam- tökum hinna Sameinuðu þjóða tóku hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir þegar í styrjaldarlok að afvopnast. Hinir miklu herir Breta og Bandaríkjamanna á meginlandi Evrópu voru fluttir heim. Hermennirnir þráðu að kasta sem fyrst frá sér vopnun- um og fólkið í heimalöndum þeirra vildi fá þá sem fyrst heim. Það var þannig þráin eftir því, að losa sig við vopnir, og taka upp friðsamlegt starf í þágu uppbyggingar þjóðfélag- anna, sem mótaði svip þjóð- lífsins meðal vestrænna þjóða, fyrstu mánuðina og árin eftir að heimsstyrjöldinni lauk. En viðhorf Rússa undir for- ystu kommúnistaflokksins var allt annað. Þeir höfðu að vísu verið með í stofnun hinna Sam- einuðu þjóða. En strax á stofn- þingi þeirra hófu þeir harða bar- áttu gegn því, að samtökin gætu orðið virkt afl í þágu frÆarins. Jafnhliða héldu Rússar áfram stórkostlegri vígbúnaði en nokkru sinni fyrr. Þeir sendu heldur ekki heri sína heim frá hinum hernumdu löndum. — í skjóli rauða hersins, hrifsuðu kommúnistaflokkar fjölmargra landa vöidin í sínar hendur, enda þótt þeir væru þar aðeins örlitlir minnihlutaflokkar. Þegar þannig var komið hófst stríðsóttinn að nýju í hinum vestrænu löndum, sem mörg voru að meira eða minna leyti í rústum eftir ógnarátök heimsstyrjaldarinnar. Hinir rússnesku herir stóðu gráir fyrir járnum við Iandamæri þeirra. Þegar þannig var komið tóku þjóðir Vestur-Evrópu að litast um eftir leiðum til þess að tryggja sig gegn sömu örlögum og nágrannar þeirra í austri höfðu hlotið. Þær mynduðu sam- tök sín í milli, samtök, sem urðu víðtækari með hverju árinu sem leið. Að lokum var svo komið að ailar hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir undir forystu Breta og Bandaríkjamanna höfuð myndað með sér öflug varnarsamtök. Síð- an var að nýju hafizt handa um vígbúnað og varnarundirbúning. Óttinn og öryggisleysið settu svip ginn á líf þjóðanna. ■— Skuggi ofbeldisins grúfði yfir þeim, hræðilegri og ógnþrúngnari en nokkru sinni fyrr. Þegar við þetta bættist að , kommúnistar hófu sumarið 1950! árásarstyrjöld í Kóreu, sjrrti enn í lofti í aiþjóðamálum. Enginn vissi, hvenær sá neisti, sem tendr aður hafði verið á Kóreuskaga, myndi valda alheimsstyrjaldar- báli. Það er vegna þessarar þró- imar, ofbeldis og brjálaðrar vígbúnaðarstefnu Rússa, sem hinar vestrænu lýðræðisþjóð- ir hafa neyðst til þess að hef ja endnrvopnun. Það er af þess- um ástæðum, sem þær verða nú að leggja á sig þungar byrðar til þess að geta eflt landvamir sínar og treyst sjáifstæði sitt og öryggi. íslenzka þjóðin var vopnlaus, og gat hvorki né vildi vegna fæð- ar sinnar og fátæktar hafið und- irbúning landvarna á eigin spýt- ur. En að henni steðjaði sama hættan og öðrum þjóðum, smáum og stórum, sem hrægammur hins kommúniska ofbeldis og herveld- is vofði yfir. Hún átti þess vegna ekki annars kosta völ, en þær þjóðir, sem henni voru skyldast- ar, smáþjóðirnar á Norðurlönd- um, Danir og Norðmenn, sem báðar gengu í varnarsamtök hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Svíar tóku hins vegar þann kost að verja miklum hluta þjóðar- auðs síns til stórfelldari vígbún- aðar en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Með þessari sögu, sem hér hefur verið rakin, er svarað spurningunni um það, hvers vegna erlendur her sé á ís- Iandi í dag. Ástæða þess er einfaldlega sú, að hið kcmm- úniska ofbeldi ógnaði frelsi og sjáifstæði íslenzku þjóðarinn- ar eins og annarra vestrænna þjóða. íslendingar hefðu að sjálf- sögðu kosið, eins og aðrar frið- elskandi þjóðir, að geta lifað óttalausir í friði og notið frelsis síns og örýggis. En þess var ekki kostur. Hver smáþjóðin á fætur annarri hafði verið rænd frelsi sínu. Kommúnistar höfðu auk þess hafið árásarstyrjöld í Kór- eu. Enginn vissi hvert yrði næsta fórnarlamb þeirra. íslenzka þjóð- in, gat ekki frekar en aðrar smá- þjóðir, lokað augunum fyrir því, sem var að gerast. Hún gat ekki frekar en t.d. Norðmenn, Danir og Svíar, vanrækt að gera raun- hæfar ráðstafanir tii varnar landi sínu. En hún átti engan her og vildi ekki og gat ekki stofnað sinn eiginn varnarher. — Þess vegna hlaut hún óumflýjanlega að ganga í samtök þeirra þjóða, sem henni voru skyldastar að hugsjónum og uppruna, til þess að treysta sjálfstæði sitt og ör- yggí- Það eru þannig kommúnist- ar, sem bera einir ábyrgð á því, að í þessu landi er í dag erlendur varnarher. Það er of- beldisstefna þeirra, sem neytt hefur þessa þjóð og fjölmarg- ar aðrar smáþjóðir til þess að snúast til varnar og leggja á sig margvíslegt óhagræði til þcss að geta skapað löndum sínum og frelsi fólksins nokk- urt öryggi. I Ijósi þessarar sögu verður íslenzka þjóðin, cins og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir, að Iíta þær ráðstafanir, sem gerð- ar háfa verið á undanförnum árum í öryggismálum þeirra. Snjéleysi í óbyggS- um - engin snjébíla ferðalög þangað ÞAÐ kom fram á fundi í Jökla- rannsóknarfélaginu, sem haldinn var í fyrrakvöld, að horfur eru á að hætta verði alveg við páska- ferðalög sem ráðgerð höfðu verið. Komið hafði til tals að efna til ferðar að Hagavatni í sam- bandi við Ferðafélag fslands, sem ráðgert hafði för þangað. Vegna rigninga undanfarið voru litlar horfur taldar á því að bílfært myndi vera upp fyrir Gullfoss. Eins munu ferðalög snjóbíla inn á hálendið falla niður vegna snjóleysis. Snjóbíll Jöklarann- sóknarfélagsins, sem er austur á Reyðarfirði, átti að fara suður yfir Fljótsdalsöræfin, suður Vatnajökul að Breiðá, og koma þar til móts við skíðamenn, sem ætluðu inn til Esjufjalla. — Úr þessu ferðalagi getur ekkert orð- ið. Árni Stefánsson fór um síð- ustu helgi á flugvél yfir öræfin os Ijósmyndari. Kom í ljós, að snjór er þar mjög lítill og minnstur vestan Snæfells. Verð- ur því ekki lagt upp í að fara þessa för. Sú páskaferð á jökul, sem far- in verður að öllu forfallalausu, er ferð Fjallamanna á Tinda- fjallajökul. — Eins var á það bent á fundinum, að engin ferð muni hafa verið ráðgerð á Snæ- fellsnesjökul. Ætti að vera auð- velt að komast þangað verði veg- urinn vesíur að Arnarstapa fær. HeHa SANTIAGO, 25. marz. — Fyrir nokkrum vikum gengu brezkir sjóiifíar* á land á Falklandseyj- um, handtóku nokkra Chilebúa og jöfnuðu við jörðu kofa, sem þeir höfðu bvget þar. Chilestjórn sendi Bretum í dag orðsendingu, þar sem hún krefst þess að Bretar reisi kofann við og láti chileanska landnema á eynni í friði. — NTB. Á þinginu voru kjörnir fulltrúar á íþróttaþing n.k. sumar, en þar mæta 20 fulltrúar frá Reykjavík. — Formaður bandalagsins fyrir í ræsta starfsár var í einu hljóði kjörinn Gísli Halldórsson, arkitekt. Endurskoðendur bandalagsins voru kosnir Gunnar Vagnsson og Gunnlaugur Lárusson. — Meðal tillagna, er samþykktar voiu á þinginu, voru þessar: | Þingið samþykkti að fela stjórn p---- j bandalagsins að sjá svo um, að I bændaglíma yrði fastur liður í hátíðahöldum íþróttamanna hér í bæ 17. júpí. Þingið samþykkti áskorun til Ríkisútvarpsins um að láta Is- lenzkum getraunum í té viku- i legan dagskrárlið til upplýsinga um getraunir fyrir almenning í landinu. j Samþykkt var áskorun til Fjár- hagsráðs um að veita 400 þúsund króna fjárfestingarleyfi á þessu ári til byggingar íþróttahúss á lóð Bandalags Æskulýðsfélag- anna í Reykjavík, enda er nú íþróttahús ÍBR við Hálogaland svo úr sér gengið, að það verður naumast talið nothæft öllu lengur til íþróttaiðkana. f sambandi við rekstur íþrótta- húss bandalagsins við Háloga- land samþykkti þingið að fela stjórn bandalagsins að athuga möguleika á því að koma á fót knattspyrnukeppni innanhúss. — Fór slík keppni fram í iþrótta- húsinu fyrir skömmu síðan Og þótti takast með ágætum. Hafa áhorfendur mjög mikla ánægju af innanhúss knattspyrnu keppni, en auk þess er hér um mjög athyglisverða möguleika að ræða fyrir knattspyrnumenn hvað snertir æfingar að vetrin- um. Þess má geta að á Norðurlönd- um hefur verið tekin upp innan- hússknattspyrna og náð miklum vinsældum. HandknafS!eiksi«é!lð í GÆRKVÖLDI hélt handknatt- leiksmót íslands áfram. Úrslitin í gærkvöldi urðu sem hér segir: II. fl. kvenna Ánr.ar.n — FH 5:4 Fram -— Haukar 4:2 Þ.óltur — Valur 5:2 II. fl. karla: KR — Haukar 18:1 Þ-cttur — ÍR 10:5 I. flokkur karla: Fram — Valur 8:6 í kvöld kl. 8 heldur rrrótið — Fara fram spennandi í meistaraflokki kvenha, er ÍA og Ármann keppa og Valnr — Haukar og í 3. fl. karla keppa ÍR og Víkingur, KR og Ármann, Valur og Fram, FH og Þróttur og í 1. fl. karla IBS og Þ, óttur. Eldur í íbúðarhúsí í Hafnarfir®! HAFNARFIRÐI — Á áttunda íím anum í gærkvöldi kviknaði í að Hverfisgötu 23C, sem er einlyft hús rneð háu risi. — Slökkvilið- ! inu tóltst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins, og urðu frekar i litlar skemmdir af völdum hans i en nokkrar af vatni. Eldurinn kom upp undir þak- I súð, er verið var að þýða þar vatnsrör. —G. VelvcLKuncii skriícu: ÚB DAGLEGA LIFEMU Óskastundin. og plötubrotin. U' TVARPSHLUSTANDI einn, M. H. hefir skrifað bréfkornið sem hér fer á eftir: „Kæri Velvakandi! Ég er ein af þeim, sem hefi hlustað á „Óskastundina“ í- út- varpinu og finnst mér þeir, sem að henni standa eiga þakkir skild ar fyrir fræðandi og vel valda skemmtun. S.I. sunnudagskvöld hlustaði ég eins og venjuiega og varð ekki lítið undrandi yfir því uppátæki að brjóta grammófónplötur jafn- vel þótt einhver kunni að óska eftir því. Mér finnst það ekki ná nokkurri át að verða við slíkum óskum. Hversvegna að eyðileggja 1 það, sem keypt hefir verið og verðmæti er í? Er ekki nóg að | láta vera að spila plötuna, ef fólk I óskar ekki eftir að heyra hana, í' staðinn fyrir að brjóta hana. Ég held, að flestir, sem hlust- uðu á Óskastundina hafi fyllzt réttlátri vandlætingu vegna þessa uppátækis. — Kærar þakkir fyrir birtinguna. — M. H.“. Fáránlegar aðfarir. EG er sannfærður um, að mikill meiri hluti útvarpshlustenda er á sama máli og M. H. um þetta atriðl og er leitt til þess að vita að þeir, sem standa að þessum vinsæla útvarpsþætti skuli hafa gert sig seka i slíkum skríls- látum í áheyrn alþjóðar. — Það er satt að segja furðulegt að nokkur sæmilega skyni borinn maður skuli geta mælt með öðru eins athæfi, sem ég sé ekki, að sé á nokkurn hátt frumlegt eða fynd ið, heldur þvert á móti lítilsiglt og flónslegt. Og ennþá sorglegra er, að þessa sömu menn, sem Óskastundina annast skuli hafa skort einurð og þroska til að spyrna fótum við ósómanum og neita að verða við svo fráleitum óskum. Slíkt mætti kalla skríls- ræði fremur en lýðræði. Mér finnst það engin afsökun þótt svipaðar aðferðir kunni að tíðkast í brezka útvarpinu eðá annars staðar erlendis. Það væri heldur neyðarlegt, ef að við þyrft um endilega að hlaupa til og apa það sem þeir brezku hafa lélegast og skrípislegast upp á að bjóða í sínu útvarpi. Fyrirspurn um Hótel Borg. AÐUR. en kunnugt varð um þá ákvörðun eiganda Hótel Borg ar að opna veitingasali gistihúss- ins að nýju barst mér bréf það, sem fer hér á eftir. Það er á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að spyrja þig einnar spurníngar. I umræðunum um áfengismál- in í vetur kom í ljós, að þó Fram- sóknarmenn vildu láta hindra að löglegar vínveitingar væru i samkvæmum, sem haldin eru á öðrum veitingahúsum, þá vildu þeir umfram allt láta vera opna stöðuga vínsölu á Hótel Borg. Ég og ýmsir fleiri veltum þvi þá fyrir okkur, hvort þessi einkenni- lega umhyggja kæmi af því, aS Hótel Borg hefur stundum virzt vera einskonar annað heimili Framsóknarmanna. Flokksþing í veizlusölum. UNDANFARNA daga hefur Framsóknarflokkurinn haldl- ið flokksþing sitt í veitingasölun- um á Hótel Borg. Hafa þeir salir þó verið lokaðir öllum cðrum undanfarna mánuði, en eru núi opnaðir skyndilega fyrir Fram- sóknarmenn og í kvöld hefur þar verið auglýst mikið hóf fyrir þá. Nú spyr ég: Hvaða samband er á milli þeirrar undanþágu, sem Framsóknarflokkurinn vilái veita Hótel Borg til vínveitinga, og þeirrar undanþágu, sem Hótel Borg veitir Framsóknarflokknum til afnota veitingasalanna til funda- og veizluhalda? — For- vitinn". Jú, víst er eitthvert samband á milli þessa tvenns. En mér finnst eftir atvikum bezt fara á því, að þið lesendur góðir gerið ykk'ur ljóst, hvers eðlis það sé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.