Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 17. apríl 1953 1 Ræða Eisenhowers Frh. af bls. 1. jþá einkum kjárnorkustyrjöld — hefði í för með sér, þá gífurlegu «yðileggingu, sem slík styrjöld ylli á verðmætum, sem þjóðirnar hafa reynt um langt skeið að skapa, ef til nýrrar styrjaldar kaemi yrði allt það afl, sem heim urinn ætti að leggja í uppbygg- ingu, sett í eyðileggingarstarfsemi svo að ekki séu nefnd þáu manns líf. er fórnað yrði á altari her- guðsins. — Varpaði forsetinn síð- an fram þeirri spurningu, hvort þjóðirnar hlytu ekki að fara aðra leið í framtíðinni en leið styrj- aldar og eyðileggingar, ekki sízt eftir að hafa athugað hverjar af- leiðingar slík styrjöld hefð’. Brotið blað í sögunni við dauða Slalíns. 1 „Allur heimurinn veit“, 1 hélt forsetinn áfram, „að á- j kveðnu tímabili í heimssög-; unni lauk með dauða Jósefs Stalins. — Á 30 ára valda- ■tímabili hans teygði veldi hans sig frá Eystrasalti alla leið ■austur til Japar.sstranda og íbúar þess komust upp í 800 milljónir. Ríki það, sem hann og fyrirrenn- arar hans sköpuðu reis úr rústum fytri heimsstyrjaldar. Það stóðst síðari heimsstyrjöldina og rúss- neska þjóðin sýndi frámunalegt hugrekki oft á tíðum. — Og nú •ógnar það sjáift heimsfriðnum.“ Þá ræddi forsetinn um stjórnar •skiptin í ráðstjórnarríkjunum og kvsð Malenkovstjórina vaxna úr jarðvegi harðýðgi og miskunnar- lausrar ógnarstjórnar Stalíns, en þó hlyti hún að móta framtíðar- stefnu síná á eigin spýtur. En hver sem hún yrði, væru lýð- ræðisþjóðirnar staðráðnar í því að i'órna öllu fyrir frelsi sitt. „Þær vita“, sagði forsetinn, „að varnir Vestur-Evrópu krefjast samheldni og gagnkvæms skiln- ings iýðræðisþjóðanna og lykill- inn að því samstarfi er Atlants- hafsbandaiagið". — Síðan kvað hann Þjóðverja verðskulda fullt frelsi og þátttöku í vörnum Evrópu. Kvað hann það einu leið- ina til sameiningar Þýzkalands. Vinstri flokkarnir snérust gegn gæzluheiniiii fyrir áfengissjúkliuga Frá umræðum á bæjarsljórnaríundl. TÖLUVERÐAR u.mræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær um ráðstafanir til hjálpar áfengissjúkiingum. Ræddi Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri nokkuð tillögur sérfræðinganefndar þeirrar, sem Reykjavíkurbær skipaði til þess að gera tillögur í þessu máli. Ein þeirra, stofnun áfengisvarnarstöðvar í Reykjavík, hefði komið til framkvæmda um síðustu áramót. Að starfsemi hennar væri áreiðanlega veruleg bót. Rússar geta sýnt friðarvilja sinn í verlíi. Forsetinn kvað hina nýju kommúnistastjórn Rússlands verða að horfast í augu. við þá stáðreynd að lýðræðisþjóðirnar vaeru sameinaðar og litu á sér- hýerja árás af þeirra hendi sem ■ógnun við frelsi sitt. Hefði hún nú tækifæri til þess að breyta um .stefnu, taka upp raunhæft sam- starf við hinar frjálsu þjóðir og leggja hönd á plóginn til að veita framtíðarstraumi heimssögunnar í annan farveg en hann hefur rdnnið í á síðustu 8 árum. — „En gérir hún það þá?“, spurði for- setinn. „Við vitum það ekki enn Þá. Hins vegar hafa síðustu við- brögð hennar gefið mönnum von- iélum, að hún verði neydd til að taka nokkurt tillit til hinna hormulegu aðstæðna, sem hún héfur skapað sjálf. Við fögnum hverju ákveðnu sporí í friðar- átt. Við erum orðnir þreyttir á tómri ræðumennsku. Þá minntist forsetinn á það, hvernig Rússar gætu sýnt frið- arvilja sinn í verki og komst m. a. svo að orði: Raunhæfar aðgerðir af hendi Sovétstjórnarinnar til að sýna friðarviija sinn kæmu með- al annars vel í ljós, ef hún vildi undirrita friðarsamninga við Austurríki hið bráðasta og leysa fanga, er Rússar tóku höndum í síðustu styrjöld, úr haldi.“ Síðan ræddi forsetinn um það, á hvern hátt hægt væri að hefjast handa um að hlúa að friði í heim- inum og sagði, að eitt fyrsta skref ið í þá átt væri vopnahlé í Kóreu. Mundi það, verða til þess, að ör- yggi Indó-Kína og Malajalanda yrði tryggt, því að það væri bein svik ef kommúnistar semdu um vopnahlé í Kóreu, en gerðu inn- rás í Indó-Kína og önr.ur Austur- Asíulönd. Er þeim áfanga væri náð, gæti hafizt víðtækt samst.arf milii austurs og vesturs, þar sem hver tæki tillit til hins og rétt- lætið yrði iátið ráða. Kvað for- set.inn Bandaríkjamenn ætíð hafa barizt fyrir því, að friðarsamning ur yrði gerður við Austurríki og kvað þá eir.dregiö styðja hug- myndina um nánara bandalag Evrópuríkjanna. Einnig kvað hann það vilja stjórnar sinnar, að aliur erlendur her yrði á brott úr Austurríki. GÆZLUVISTARHÆH i Annað atriði i tillögum sér- fræðinganefndarinnar, sagði borg arstjóri, var stofr.un gæzluvist- iarhælis fyrir drykkjusjúka menn. jAuglýst het'ði verið eftir jörðum, ’sem hentugar væru til slíkrar j starfrækslu. Einróma álit nefnd- arinnar hefði vcrið á þá lund, að jörðin Skeggjastaðir í Mosfells- ! sveit hefði verið hentugust af j þeim stöðum, sem til greina | komu. En bæjarstjórn hefði þótt j kaupverð hennar of hátt og á því I hefði strandað. ÞÁ STRANDAÐI Á HEIL- BRIGÐISSTJÓRNXNNI Borgarstjóri kvað bæjarstjórn áður hafa samþykkt að stofna slíkt hæli. En þá hefði það strandað á heilbrigðisstjórninni, sem hefði úrslitaáhrif þegar um slíkar framkvæmdir 1 heilbrigð- ismálum væri að ræða. Borgarstjóri kvaðst vilja leggja áherzlu á nauðsyn þess, að hið fyrsta yrði komið upp gæzluvistarhæli fyrir drykkjusjúklinga. En það hefði verið skoðun bæj- arstjórnarinnar, að ríkissjóður ætti að bera kostnaðinn við stofnun þess og rebstur. Ríkið hefði árlega mikinn hagnað af söJu áfengis í landinu, og því bæri sérstaklega skylda til þess að draga úr því böli, sem áfenigsneyzlan skapaði sumum borgurum þess. Enn fremur væri þess að geta, að sérstakur sjóður væri til, sem lögum samkvæmt ætti að nota í þessu skyni. í honum væri nú á þrioju inilljón króna. Borgarstjóri gat þess því næst, að hann hefði ásamt frú Kristínu Sigurðardóttur, flutt á síðasta Al- JákvæSar lillögur til að vlðhalda friði. Þá sagði forsetinn, að Banda- ríkjamenn vildu vinna að friði í heiminum, m. a. með því: að takmarka herafla allra þjóða við ákveðið hámark. að takmarka alla vopna- framleiðslu að koma á alþjóðaeftirliti í kjarnasprengjuframleiðslu, banna nofkun þeirra og nota kjarnorkuna einungis til friðsamlegra starfa, að banna framleiðslu allra annarra ‘gereyðingavopna, og loks að skipa sérstaka eftirlitsnefnd á vegum S.Þ., er sjái um, að fyrrgreindum skilyrðum sé fullnægt. Ef allar þjóðir heims geta sam- elnazt um öll fyrr nefnd atriði kvað Eisenhower unnt að hefja nýtt stríð, — ekki stríð í venju- légum skilningi, heldur allsherjar styrjöld gegn fátækt og skorti. Forsetinn sagði cnn fremur, að Bandaríkjamenn hefðu reynt að leggja eitthvað að mörkum til að 'Vinna gegn skortinum og að úpp- byggingunni í heiminum þegar á árinu 1947. Hefðu þeir ætíð síðan reynt það eftir fremsta megni bæðí í Evrópu og annars staðar og kvað þá reiðubúna að halda þvi starfi áfram. — „En“, hélt for sctinn áfram, „hvað er rússneska stjórnin fús til að leggja að mörk- um?“ — „Er ráðstjórnin tilbúin til að beita áhrifum sínum í hin- um kommúníska heimi til að koma vopnahléi á í Kóreu og friði í allri Asíu? Er hún reiðubúin til að leyfa öðrum þjóðum — og þá einnig Austur-Evrópuþjóðunum — að ráða sínum eigin stjórnar- háttum og gefa þeim tækifæri til að hafa eðlileg samskipti við aðr- ar þjóðir heims? Er hún reiðu- búin að ganga til móts við Yestur- veldin í afvopnunarmálunum og fela nefnd S.Þ. strangt eftirlit í þeim efnum? — Ef ekki, — hvar er þá hinn raunhæfi friðarvilji Sovétstjórnarinnar?“ — Að lok- um kvað Eisenhower bandarísku stjórnina hafa sett fram þessar tillögur sínar vegna þess að hún vissi, hversu mjög allar þjóðir þráðu frið og hér væru um að ræða að hennar dómi jákvæðar tillögur í friðarátt. Lán til járnbrautarbyggingar NEVf YORK — Alþjóðabankinn veitir 14 millj. dala lán til bygg- ingar járnbrautar í brezku Mið- Afríku. Er járnbrautin nauðsyn- leg til útflutnings á hráefnum frá Rhodesíu og Nysalandi, en þau eru stærri að landflæmi en Frakkland,, Fortúgal og Spánn samanlögð. þingi frumvarp um að ríkið byggði gæzluvistarhæli En það hefði ekki fengizt samþykkt. Að- eins þingmenn Sjálfstæðisfiokks- ins hefðu viljað samþykkja það. Framsóknarmenn, kommúnistar | og Alþýðuflokksmenn hefðu snú- izt gegn því. Væri þetta illa farið, þar sem hér væri um merkilegt ! heilbrigðis- og menningarmál að ræ'ða. Imeðmæli BÆJARFULLTRÚ- ANNA DUGÐU EKK.I Magnús Ástmarsson kvað sig hafa talað við fulltrúa Alþýðu- flokksins í þingnefnd þeirri, sem um mái þetta fjallaði. Hefði hann ekki tekið ólíklega á stuðningi við málið. Guðmundui' Vigfússon sagiðst líka hafa beðið um stuðn- ing frá fulltrúa kommúnista í nefndinni. Þórður Björnsson kvaðst að iokum hafa rætt við Framsóknarmanninn, sem var formaður heilbrigðis- og félags- málanefndar Neðri deildar Al- þingis. En hann hefði þá sagt sér, að í Framsóknarflokknum hefði verið gerð flokkssam- þykkt um andstöðu við máiið. Þar yrði því engu um þokað. Borgarstjóri kvað það allkyn- legt fyrirbrigði, að bæjarfulltrú- ar' kommúnista og Alþýðuflokks- ins þættust jafnvel hafa fengið loforð hjá flokksmönnum sínum á Alþingi um stuðning við frum- varp um gæzluvistarhæli En svo hefðu báðir þessir flokkar snúizt gegn málinu. Á Framsókn- arflokkinn tæki naumast að minn ast. Hann hefði beinlínir gert ílokkssamþykkt um andstöðu við þetta nauðsynjamál, sem fyrr en síðar myndi borið fram til sig- urs. — Malanstjórn íær traixst kjósenda líkiegf að flekkur Nalasis bæfi við sig þingsæfum Einkaskeyti tii Mbl. frá NTIí-Reuter. JÓHANNESARBORG, 16. apríl. — Útlit er fyrir, að Malansstjórn- in hafi bætt við sig allmörgum þingsætum í kosningum þeim, er fram fóru í Suður-Afríku í gær og styrkt þannig meiri hluta sinn a þingi. — Er litið á það sem traustsyfirlýsingu kjósenda á kyn- þáttastefnu stjórnarinnar, þar sem kosningarnar snerust aðallega um hana. Seint í kvöld hafði flokkur' Malans hiotið 51 þingsæti, en aðal andstöðu flokkur hans, flokkur Strauss, hafði þá hlotið 49 þing- sæti. Verkamannaflokkurinn hafði hlotið 4 þingsæti og flokkur innfæddra 3. Enn hefur ekki ver- ið talið í 52 kjördæmum. MUNAÐI 12 ATKV. Stjórnmálafréttaritarar álíta, að meiri hluti flokks Malans auk- ist úr 12 þingsætum í 18. Ekki er álitið að úrslit verði kunn, fyrr en n.k. föstudag. Þess má geta, að í einu af þeim kjör- dæmum, sem flokkur Malans vann nú, munaði aðeins 12 atkv. og í öðru um 200. SÍÐUSTU FRÉTTIR U Sýnilegt er, að Malanstjórn- in hafi unniö glæsilegan kosningasigur við þingkosning- arnar í Suður-Afríku. — Um mið- nætti hafði flokkur Malans hlot- ið 80 þingsæti af þeim 159 þing- sætum, sem kosið var um. Eftir er að telja í 14 kjördæmum, en þau hafa flest verið örugg vígi Malans og því sennilegt, að hann fái stuðning mikils meiri hluta á hinu nýja þingi. — Á síðasta þingi hafði flokkur hans 85 þing- sæti. Þjóðernissinnaflokkurinn ^ hafði um miðnætti hlotið 57 þingsæti, en áður hafði hann 64, og Verkamannaflokkurinn 6. LUNDÚNUM — Bandaríkst olíu- félag, Aminoil, hefur fundið miklar olíulindir í jörðu á svæði, sem er milli Kuwait og Saudi Arabíu. STAKmiMR Hver myrti f Zshdanov3 Fyrir rúmum þremur mánuð- um lýsti Moskvustjórnin því yfir, að rússneskir Gyðingalækn ar hefðu árið 1948 myrt Andrei Zshdanov, einn af áhrifamestn mönnum kommúnistaflokkfi Sovétríkjanna og stofnanda Koriúnform. Nú hefur hin nýja stjóru Malenkovs tilkynnt, að þetta s£ á misskilningi byggt. Læknarn- ir hafi alls ekki gert þetta. Þeir hafi verið neyddir til þess meS pyntingaraðferðum, að játa á sig glæpi, sem þeir alls ekkl höfðu framið. En cftir stendur þó sú stað- reynd að Zshdanov var myrtuc á miðjum aldri árið 1948. Þó stendur dæmið þannig, samkvæmt yfirlýsingurn Sovét- stjórnarinnar; u 1. Zshdanov var myrtur. 2. Læknarnir myrtu hany ekki. j 3. Hver myrti þá Zshdanov? Vill nú „Þjóðviljinn“ gjöra svo vel og ráða þessa krossgátu? Hann fær alltaf fréttir frá fyrstu hendi þarna að austau. Honum ætti því ekki að vcrða skotaskuld úr að svara þessari spurningu. ( 11 „Að muna hið liðna‘® Kommúnistablaðið segir S gær, að Brynjólfur Bjarnasoit hafi komizt þannig að orði á flokksfundi í fyrradag, að aðal- atriðið í þeim kosningum, senj framundan eru sé „að muna hi<S Iiðna“. Það er nokkuð til í þessu hjá Brynjólfi. íslenzka þjóðin verð- ur t. d að vera þess minnug, hvernig kommúnistaflokkurina og Brynjólfur hafa snúist eins og vindhani á bæjarburst fyrií liverjum andblæ að austan, Hún verður að muna það, að! Brynjólfur vildi einu sinni full- nægja þeirri kröfu Rússa, að ís- lendingar segðu tveimur stór- veldum stríð á hendur og gerð- ust þar með beinir styrjaldar- aðiljar. Hún verður að muna sólskinsdaginn þegar kommún- istar rifu grjót úr fótstalli Jóns Sigurðssonar íil þess að grýta með því Alþingi. Hún verðu/ að muna hina vitfirrtu baríítu kommúnista gegn hverskona* viðleitni til þcss að tr.yggja sjálf stæði og öryggi íslands. Allt þctta og ótal margt fleira verður íslenzka þjóðin að m.ina á kjördegi. Ef hún gerir það fæf Brynjólfur og flokkur hans áreiðanlega eklti mörg atkvæðl íslenzkra kjósenda. (T T i Undarleg viðbrögð Frá því hefur nýlcga verið skýrt hér í blaöinu, að Fram- sókn og nýkommúnistar í Al- þýðuflokknum væru um þessar mundir að brugga ráðagerðic um „frjálslynda umbótastjórn*® að kosningum loknum. En eina og kunnugt er hafa þessir flokk- ar aldrci þreytzt á að lofa ágæti slíkrar stjórnar enda þótt þjóð- in hafi sárbitra reynslu af sam- starfi þeirra, sem leiddi fátælct og hallæri yfir þúsundir manna í landinu- Svo undarlega bregður nú vi8 að hvorki kratar né Framsóktt vilja heyra, að þeir séu að undic búa slíka stjórnarmyndun. Tím- inn segir þetta vera hugarórá Morgunblaðsins!! 11 Hvað er að heyra þetta? Ú. Eru kratar og Framsóknar- menn virkilega orðnir smeyki* við að vera orðaðir við „frjáls- l.ynda umbótastjórn“? Við hvað eru mennirnir hræddir? ÞafS skyldi þó aldrei vcra vantrú al- mennings á f.yrirtæki þeirra, haftastefnunni, einokunarfarg- aninu og hitlingagræðginin? j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.