Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐID Föstudagur 17. apríl 1953 ÍÞRÓTTIR Fullkomnasta íþróttasvæði lands- ins er oð rísa í Laugadal Þar verður íþróttavettvangur tvær sundlaugar og útisvæði Á FUNDI bæjarstjórnar í gær gaf Jóhann Hafstein skýrslu um framkvæmdirnar við íþróttasvæðið í Laugardalnum, en meiri- hluti bæjarstjórnar hefur látið sér mjög annt um framgang þessa máls. Rakti hann í skýrslunni gang málanna allt frá því að hafizt var handa um landþurrkun og framræslu í dalnum og þar til nú að náðst hefur samkomulag um endanlegt fyrirkomulag á íþrótta- svæðinu og línurnar eru teknar að skýrast um það, hvenær áætla má að hægt verði að taka leikvanginn í notkun í boðlegu standi, hvenær hann verði fullgerður og hver heildarkostnaðurinn er áætl- aður, við þetta fullkomnasta íþróttasvæði landsins og miðstöð alls íþróttalífs í landinu. HEILDARSKIPULAG Allar framkvæmdir og skipulag í Laugardalnum hafa miðast við það að þar gæti í framtíðinni orðið: 1. Aðalleikvangur og æf- ingavellir til íþróttaiðkana. 2. Almeimingsbaðstaður með stórri útisundlaug, einn- ig keppnislaug íþróttamanna, sem jafnframt yrði notuð til dýfinga og loks vaðlaug fyrir smáböm. 3. Útivistarsvæði Reykvík- inga. Ekki eru tök á því að gera fulla grein fyrir því sem unnið hefur verið að Laugardalssvæðinu né kostnaðaráætlun að sinni, en nánar mun verða skýrt frá því innan skamms hér í blaðinu. Að aðalleikvanginum hefur verið unnið fyrir um 4 millj. — Minningarorð Framhald af bls 11 vera nær því með eindæmum. Með þeim Gerðakots-systrum var mikill kærleikur, sem meðal annars birtist í því að minnast þeirra daga innan fjölskyldunn- ar, sem þess þóttu virði eða minn ingar geymdu. Var Tómasínu slíkt hugstætt því frændrækni, greind og óvenjugott minni gerði henni auðvelt að skemmta meðan aðrar ástæður leyfðu. Hún var fríð kona sýnum, fínleg og hið bezta á sig komin. Með Tómasínu er hugprúð kona gengin. Ok hennar var þungt og mætti því gleðjast yfir fenginni hvíld. Þó gleymist ekki að söknuður ástvinanna er jafn- mikill fyrir því. Heimilið missir miikls, því heimilisstjórn öll var ekki vanrækt til hins síðasta, heldur fylgst með öllu frá degi til dags og þess gætt að allt héldist í lagi. Ekki gleymist heldur að stuðla að menntun og góðu upp- eldi* Við ættingjarnir og vinirnir sameinumst í því að votta samúð okkar í djúpum söknuði. — Við gleðjumst með bjartar og Ijúfar minningar. í þeim og við þær munuð þér ættingjarnir finna huggun, sem okkur venslafólk- 3hu er Ijúft að vera þátttakend- ýr í. Hún lézt að heimili sínu 10. apríl s.l. Þ. St. E. Alltaf er það LILLU-súkkulaði, ssem líkar bezt. kr. Gerð sjálfs leikvangsins er nýlokið og var fyrst sáð í hann á síðastliðnu sumri. Hlaupa- brautin er langt á veg komin og byrjað er á áhorfendasvæð- um. Áætlað er að vinna að svæðinu á þessu ári fyrir allt að 700 þús. kr. SUNDSVÆÐIÐ Mjög ítarleg rannsókn hef- ur farið fram á þvi hvernig sundsvæðinu í Laugardalnum yrði bezt hagað. Hafa teikn- ingar og tillögur verið marg- endurskoðaðar en nú fyrir skömmu hefur náðst endanlegt samkomulag allra aðilja um tilhögun þeirra. Hefur Og verið sótt um fjárfestingar- leyfi og hefur Fjárhagsráð leyft að á þessu ári verði unnið að framkvæmdum við sund- svæðið fyrir allt að 700 þús. kr. — Lausleg kostnaðaráætl- un sýnir að gröftur, púkkun og steypa á laugarþró almenn- ingslaugar mun kosta um 600 —700 þús. kr. Vegna fjár- hagsaðstæðna Laugardals- nefndar er Ijóst, að ekki verð- ur hægt að hef jast handa um þessar framkvæmdir nema hægt sé að tryggja lánsfé til þeirra. - Leikfél. Hf. f Framhald af bls. 9. Arndal, Hulda Runólfsdóttir, Jóhanna Hjaltalín, Ásthildur Brynjólfsdóttir og Guðrún Reyn- isdóttir. Leiktjöld málaði Lothar Grund, en ljósameistari er Róbert Bjarna son. Höfundur leiksins, Oskar Braaten, er leikhúsgestum m. a. kunnur af því, að hann stað- færði hinn sprenghlægilega gamanleik „Ráðskonu Bakka- bræðra“ til Noregs. HOIMIG MACCAROEMUR JULIANNESOUP nýkomið. (L.cj(ýert CJrió tjánóóovi CS? CJo. L.f. Cfanóóon Mosfellssveit — Kópavogur Sýni myndina Til sjós og laaids í Kópavogi í kvöld klúkkan 9 í samkomuhúsinu. Að Hlégarði, sunnudag klukkan 9 e. h. Myndin sýnir m. a.: 1. Vetrarmynd í Vestmannaeyjum (heildarmynd). 2. Mjólk frá framleiðanda til neytanda. 3. 40 mínútna litmynd: Heyskapur: gamalt og nýtt. Tómatrækt. Skóggræðsla (heimsókn Norðmanna s.l. vor). Frá Siglufirði. Úr Reykjavík, unglingavinna, fisk- breiðsla o. fl. Knattspyrna: K. R. Akranes o. fl. Aðg. 5 kr. og 10 kr. Njáll Þóroddsson. Deildarhjúkrunarbna óskast Fávitahælið í Kópavogi vantar dcildarhjúkrunar- konu í maí mánuði n. k. — Upplýsingar hjá yfir- hjúkrunarkonunni í Kópavogi, sími 3098, og í skrif- stofu ríkisspítalanna. Skrifstofa ríkisspítalanna Pappírspokar hvítir mjög góð teguncl Stærðir V2, 1 og 2ja kílóa JJcjCjert ^JJriótjánóóon CJ (Jo. li.j. Skemmtileg 4ra herbergja íbúðarhæð 120 ferm. ásamt óinnréttuðum íbúðarkjallara í Kópa- vogi til sölu. — Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar fyr- ir þá, sem aðgang hafa að lífeyrissjóðsláni. Meðlimir B.S.S.R. ganga fyrir. — Uppl. gefa Steinn Jónsson hdl., Tjarnargötu 10 — sími 4951 og Guðjón Baldvinsson c.Jo. skrifstofa B.S.S.R., Lind- argötu 9 A. í rLUORCSCENT 1 G. E. (. (General Electric Co.) Rafmagnsperur taka öllu fram hvað end- ingu snertir. Sparið og notið aðeins G. E. C. Allar stærðir fyrirliggjandi. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. I dag: Fyrsta sendingin af stuttkápum vortízkan Cja ttfoóó Aðalstræti M A R K Ú S Eftir Ed Dodd MhCK HAS SUCCEeDED IN SAVING Tl-’" MOOSE CAl-F FPOM YELLOWFANG 1 , -ID HI5 VICIOU5 WOLF PACK/ 1) Markús hefur tekizt að bjarga elgkálfinum frá hinum grimmu og hungruðu úlfum. 2) En lífi elgkýrinnar er lokið. Iþú 3) — Mamma þín er farin, 'be.< litli kálfurinn minn. Býst við, að verðir þessu. að treysta á mig úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.