Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 16
Yeðurúflíf i dag: Hægviðri, skýjað. Úrkomulaust að mestu, — Mildara. 8fi. tbl. — Föstudagur 17. apríl 1953 Hernaðarúfgjeldin að sliga etnahag Kínverja. Sjá grein á bls. 9. Bæjarfttllfrúi segir á soiii eigna sinna EÆJARFULLTRÚI Fratnsóknarflokksins flutti í gær k bæjar- stjórnarfundi tillögu um skipun þriggja manna rannsóknarnefndar til þess að rannsaka fjárhag s/f. Faxa og sambandið milli þess fyrirtækis, Reykjavíkurbæjar og h/f. Kveldúlfs. Kvað flutnings- maður slíka rannsókn nauðsynlega vegna þess, að Eimskipafélag íslands hefði nýlega keypt töluverðar eignir af h/f. Kveldúlfi og hefði efnahagur Kveldúlfs versnað mjög við það. Ersnfremur væri vitað, að Kveldúlfur hefði tapað miklu fé undanfarin ár. ENGAR NV JAR FRETTIR • Borgarstjóri kvað það engar nýjar fréttir, að íslenzk útgerð- arfyrirtæki og síldarverksmiðjur hefðu tapað á undanförnum ár- um. Það gæfi ekki tilefni til sér- stakrar rannsóknar gagnvart ein stöku fyrirtæki, eins og fulltrúi Framsóknarflokksins hefði lagt lagt til. Kvað áhrærði s/f Faxa, væri það að segja, að 'oæjarstjórn skipaði meirihluta í stjórn þess fyrirtækis. Væru hæg heimatökin hjá bæjarfulltrúum, sem þar ættu sæti að kynna sér fjárhag þess. Ennfremur mætti á það minna, að nýlega hefði bæjarstjórn verið gefin mjög ítarleg skýrsla um stot'nun og rekstur s/f Faxa. Því færi þess vegna víðs fjarri, að nokkur ástæða væri nú til þess að skins sérstaka þriggja manna nefnd til athugunar á fjárreiðum fyrirtækisins. Eðlilegast væri að vísa tillögu Framsóknarfulitrúans til stjórnar þess. MÓTSAGNIR FRAMSÓKNAR Annars væri það einkenni- legur málflutningur hjá bæj-’ arfulltrúa Framsöktiarfiokks- ins, að á sama tíma og því erj haldið fram i Tímanum, að Kveldúlfur hafi stórgrætt á sölu eigna sinna til Eimskipa-] félags íslands, skuli hann kref j ast rannsóknar á efnahag Kveldúlfs, vegna þess hve mjög hann hafi versnað við þessa sölu!’ Þannig ræki eitt sig á annars horn hjá Tímamönnum. Væri það gleggsti vottur þess um hvert fleipur þeirra væri í þessu máli. ENGINN ÁGREININGt R ITM FAXAVERSMI0JVNA Þórður Björnsson hellti nú úr skálum reiði sinnar. yfir Faxa- verksmiðjuna. Jóhann Hafstein benti á, að eng inn ágreiningur hefði verið í bæj arstjórn á sínum tíma um þátt- töku bæjarins í þessu fyrirtæki. Brýn nauðsyn hefði verið talin á að koma upp síldarverksmiðju við Faxaflóa. Ef síld hefði komið eftii' að verksmiðjan var risin, myndi hún hafa skapað útflutn- ingsværðmæti fyrir milljónir kr. árlega og auk þess veitt mikla at- vinnu. Þá hefðu færri orðið til þess að lýsa vanþóknun sinni á þessu framieiðslutæki. Akureyringar skjóta saman handa bóndanum að Auðnum AKUREYRI, 16. apríl: — Hér á Akureyri er hafin fjársöfnun til bóndans að Auðnum í Svarfaðar- dal, — en sem kunnugt er hljóp snjóflóð á bæinn á föstudaginn langa. — I flóðinu fórust unn- usta hans og aldraður faðir, en bæjarhúsið braut flóðið, ásamt peningshúsum. A hádegi í dag höfðu safnazt hér á Akureyri kr. 9.740. Hafði Rrauða krossdeildin safnað 5000 kr., þ:jú blöð bæjarins'höfðu safnað 2740 kr. og hreinn ágóði af kvikmyndasýningu í Skjald- borgarbíói í gærkvöldi, kr. 2000. Söfnunin heldur áfram. Útför fólksins sem fórst, fer fram á morgunýfrá Urðum. __________— H. Vald. Mikil snjóþyngsii Á Skjaldbreið oy Langjökii. Kariakér Reykjavík- ur íær mjög géða dóma í Barcelóna GIULLFOSSI, 16. apríl: — Karla- kór Reykjavíkur söng í Barce- lona s.L þriðjudagskvöld við mikla aðsókn. Blaðadómar um sönginn eru sérstaklega góðir. Lofa blöðin mjög söng Guðmund- ar Jónssonar, er þau telja frá- jæran einsöngvara. Við fórum írá Barcelona á há- degi í dag. Næsti viðkomustaður verður Cartagena á Suður-Spáni. Verður þar tekinn ávaxtafarmur á morgun. — Gunnar. Um páskana fóru nokkrir menn í snjóbíl á Skjaldbreið og Lang-! jökul. Voru þeir veðurheppnir og á bls. 7 er grein um þessa at- hyglisverðu páskaferð. — Þessi mynd er tekin á vestari hábungu Langjökuls í þeirri för. — í baksýn rís Eiríksjökuil. (Ljósm. Magnús Jóhannsson). Góður afli, en j)ó nokkuð misjafn, hjá Eyjabátnm Mikii þrengsii eru á miðunum. ' VESTMANNAEYJUM, 16. apríl. — Undanfarna daga hefir yfir- . leitt verið góður afli hjá Vestmannaeyjabátum, en alla dagana hefir afli þó verið nokkuð misjafn að magni. Sem dæmi má nefna 1 að i gær fékk báturinn, sem mestan afla hafði um 5 þús. fiska, en | sá lægsti kom að landi með aðeins rúma 100 fiska. Vörubílar á 100 þús. kr li! útgerðarmanna FJÁRHAGSRÁÐ hefur ákvcðið að leyfa innflutning á 35 vöru- bílum frá Bandaríkjunum, til út- gerðarmanna. Hefur Fjárhagsrá# jafnframt falið Landssambandl ísl. útvegsmanna, að sjá um út- hlutun bilanna. Vörnbílar þessir verða kevptif við bátagjaldeyrisverði og munu kosta með álögöum tollum og með vörupallslyftu, um 100 þúsund krónur hver. I „Helga" kom með ágælan af!a í gær VÉLSKIPIÐ Helga kom hingað til Reykjavíkur í gær úr veiði- för af miðum fyrir sunnan lánd. Var skipið með einn mesta afla, sem skip af þessari stærð hefir komið með úr einni veiðiför. Var alls landað úr Helg'u 77 tonnum af fiski. Vai' þessi afli nær eingöngu þorskur, og fékk báturinn hann í 6 lögnum. M.b. Hvítá kom einnig í gær með ágætan afla eða 68 tonn. Míkið annríki og ahinna í fyjam VESTMANNAEYJUM, 16 april: — Mjög mikið er n'ú að starfa við höfnina í Eyjum. Míkill afli berst á land og svo er einriig mikið um skipakomur. f dag voru þrjú vöruflutn- ingaskip í höfninni. Tvö voru að lesta ýmsar útflutningsvörur, en eitt var að losa salt. Utan hafnar biðu þrjú skip eftn að komast inn til að fá afgreiðslu. Eitt þessara skipa var með efni í fiskþurrkunarhjplla ,en hin skipin áttu að taka hér saltfisk Og hrogn. — Bj.Guðm. Mikil fannkoma hefir verið fyrir norðan að undanförnu. Þessi mynd er frá Húsavík, þar sem göng hafa verið mokuð í gegnum fönnina. Þessi skafl er á Ásgarðs- vegi. Rétt sést í götuljósið á veg- arbrúninni. — Ljósm. S. P. B. Horræna félagið í KVÖLD efnir Norræna félagið til skemmtifundar í Þjóðleikhús- kjallaranum. Þessi fundur félags- ins er tileinkaður hinu nýstofn- aða Norðurlandaráði. Munu fjór- ir af þeim íslendingum sem stofn fundinn sátu flytja á skemmti- fundinum stuttar ræður um stofn un ráðsins og starfsvið þess. Ræð- urnar flytja Magnús Jónsson alþ.m. frá Mel, Stefán Jóh. Stefáns son, Sveinbjörn Sigurjónsson og Sveinn Asgeirsson. Þó skemmtir norski sendikenn arinn við Háskóla íslands, iVar Orgland, með söng og þjóðdanáa- flokkur Þjóðdansafélags Revkja- víkur sýnir norræna þjóðdansa. Flyja þarf rúmf. 21,060lonnaf ahurði tii fandsins í ár TVÖ leiguskip Eimskipaf'élagsins eru nú á leið til landsins með til- búinn áburð, alls um 5500 tonn. Innan skamms mun þriðja leigu- skipið lesta áburð og kemur Goða foss með áburðarfarm er hann kemur næst að utan. Áburðar- flutningunum til landsins lýkur í maímánuði, en alls nemur inn- flutningurinn í ár nær 22.000 tonnum. Kosið í stjórn Sparisjóðs Rvíkur og nágrennis BÆJARSTJÓRN kaus í gær tvo menn í stjórn Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis. — Kjörnir voru þeir Bjarni Bene- diktsson ráðherra og Ragnar Þórarinsson trésmíðameistari. Endurskoðendur Sparisjóðsins voru kjörnir þeir Björn Stephen- sen og Magnús H. Jónsson prentari. 1 Veiðisvæði bátanna eru bæði fyrir austan og vestan Eyjar, en þótt það sé stærra en oft áður, er örtröð mikil á miðunum, þar sem mikill fjöldi aðkomuskipa stundar nú veiðar á hinum venju- legu miðum Eyjabáta. Hafa þessi þrengsli orsakað talsvert veiðar- færatjón, svo ekki sé minnst á þau óþæginði og erfiði, sem þetta skapar. í gær mun hafa komið á land yfir þúsund smálestir af fiski ó- slægðum. Þrátt fyrir góðan afla að undan förnu, er afli ekki orðinn eins góður og á vertíðinni í fyrra. Má marka það af því, að lifrarsam- lagið hafði tekið á móti 1220 smá lestum af lifur 15. þ.m., en á sama tíma í fyrra var lifrarmagnið orð ið 1470 smálestir. Rétt er þó að geta þess, að vertíðin í fyrra var einhver sú bezta, sem komið hefir um margra ára skeið. — Bj. Guðm. Loflleiðir öðiasf rétiindi vestra LOFTLEIÐIR hafa nú öðlast rétt- indi til þess að flytja farþega sem þurfa að fara gegnum Bandarík- in án þess að viðkomandi farþeg- ar þurfi á ferðaleyfi (visum) að halda. Vegna þessa leyfis geta Loft- leiðir boðið farþegum til Kanada mjög hagkvæmar ferðir enda hef ur félagið gert samning við ,.Trans Canada Air Lines“ urn flutninga farþega frá New York til Kanada. Farþegar til Suður- og Mið-Ameríku geta einnig feng- ið greiðar ferðir um New York með „B.O.A.C.“ Loftleiðir geta selt farseðla til áframhaldsflugs fró New York til flestra staða í Norður- og Suður- Ameríku. Farþegar sem ætla að fara til þessara landa án dvalar í Banda- ríkjunum þurfa að kynna ser ýms ar reglur þar að lútandi og geta fengið allar upplýsingar á af-1 greiðslu Loftleiða. Ræflum hilaveilumál BORGARSTJÓRI skýrði frá því á bæjarstjómarfundi í gær, að stöðugt væri unnið að undirbún- ingi framkvæmda á grundvellí þeirra tillagna, sem hitaveitu- nefndin hefði gert á sínum tíma, Það væri því alger fjarstæða, sem fram hefði komið í ummæl- um Guðmundar Vigfússonar á fundinum, að ætlunin væri að þegja þessar tillögur í hel. —■ Nefndin hefði verið skipuð að frumkvæði Sjálfstæðismanna, Og tillögur hennar myndu verða framkvæmdar eins greiðlega og tök væru á. Borgarstjóri kvað bæjarráð hafa hiitn 7. okt. sj. falið hita- veitastjóra að halda áfram undirbúningi hitaveitufram- kvæmda í Hlíðarhverfið og víðar. TiUaga Guðmundar Vigfússonar nú um að hefja franikvæmdir í bessurn hverf- um væri því algerlega óþörf. LánsúWegun tii 11 sméíbúða verði hraðað Á FUNDI bæjarstjórnar í gær flutti Hannes Stephensen tillögu um áskorun á ríkisstjórmna um að hraða lánsútvegun til smá- íbúðabygginga. Gunnar Thoroddsen borgarstj, kvað bæjarstjórn í lok febrúar í vetur hafa beint þeirri ósk til ríkisstjórnarinnar að hraða sem mest mætti verða útvegun láns- fjár í þessu skyni. Kvað borg- arstjóri sér kunnugt um, að rík- isstjórnin hefði Imál þetta til meðferðar í samræmi við álktun, sem síðasta Alþingi samþykkti. En þar var henni heimilað að taka allt að 16 millj. kr. lán., sem síðan yrði varið til stuðnings við smáíbúðabyggingar í land- inu. Borgarstjóri kvað það von sína, að sem allra fyrst reyndist kleift að útvega lánsfé þetta. Mælti hann með því, að fyrrgreind tillaga yrði samþykkt. Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.