Alþýðublaðið - 09.08.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kenslumálaráðherrann gengur erindi íhaldsins. Steinþór Guðmundsson skólastjóri settur af embætti gegn tillögum fræðslumálastjóra og meirihluta skólanefndar á Akureyri. Flokksmenn ráðherranshafaþómeð atkvæðagreiðslu á alþingi lýst yfir pví, að peir álíti rétt og leyfi- legt að beita likamlegum refsingum við skólabörn. Flestum er í minni ofsókn sú. er ihaldsmenn á Akuneyri hófu á hendur Steinþóri Guðmundssyni skólastjóra s. 1. vetur. Um bæjarstjórnarkosningarnar dreifðu þeir út um bæinn níð- skrifi um Steinpór. Var honum þar borið á brýn, að hann hefði á hættulegasta hátt misþyrmt ein- um af skóladrengjunum. Voru lýsingarnar pannig, að ætla mátti af peim, að' um tvímælalaust brot á hegningarlögunum væri að ræða. Samt sem áður var rit þetta stilað sem kæruskjal til skólanefndar, en alls eigi kært yfir því, að skólastjórinn hefði orðið brotlegur við hegningarlög- in. Faðir drengsins hafði ritað skjál þetta; er hann aðalforystu- maður íhaldsins þar nyrðra, næst Birni Líndal, og hefði áreiðanlega ekki hlífst við að kæra . skófa- stjórann fyrir brot á hegningair- lögunum og heimta hann dæmdan til þyngstu refsingar, ef hann hefði búist við, að hægt væri að fá skólastjórann dæmdan fyrir að hafa brotið þau með því að mis- þyrma drengnum. E nmitt það, að kært er til skólanefndar, er sönn- un þess, að í augum kærandans hefir ekki verið um lagabrot að ræða, þótt frásögnin væri í kæru- skjalinu ýkt svo og færð úr lagi, að svo liti út. Kunnugir menn á Akureyri' eiru heldur ekki i vafa um, að tilgangurinn með níðskrifi þessu var sá einn að spilla fyrir jafnaðarmönnum v;ð bæjarstjórn- Brkosningamar og að reyna að flæma Steinþór frá embættinu. Skólanefndin á Akureyri tók þegar málið til rannsóknar. Kom þá í Ijós, að skólastjórinn hafði að vísu beitt líkamtegum refs- ingum, en um misþyrmingar, eins og lögin og dómarar hafa skil- greint það orð, var alls ekki að ræða. Samþykti því meiri hluti skóianefndar að láta kyrt um, en skólastjóri hætti kenislu í einum bekk. Pess skal getið, að jafn- aðarmenn hafa að eins 2 menn af 5 í skójanefndinni. Bjuggust nú flestir við, að mál þetta væri þar með fallið niður. Á alþingi í vetur flntti Harald- ur Guðmundsson frumvarp þess efnis, að banmað yrði meö lögura að beita iíkamtegum refsingum við börn og ungiingá í skólum, við iðnnám og í heimáhúsuim. Sýndi hann fram á, að sú uppeld- isaðferð að hræöa börn meÖ vendinum til hlýðni, náms eða starfs, væri fordæmd af öllum uppeldisfræðingum, að líkamlegar refsingar barna gerðu oftar ógagn en gágn, kendu börnunum að Ijúga tíl að komast hjá refsingu. Jafnframt benti hann á, að líkam- legar refsiragar í skólum væru af- ar. óþokkasælar fmeðal almennings, og væri því auðvelt að taka fyrir einstaka kennara, er beittu þeim, ófrægja þá og jafnvel flæma frá starfi þeirra, ef óvildarmenn þeirra vildu raota sér þetta, eins og gert hefði verið við skólastjór- ann á Akureyri. Við ýmsa aðra skóLa sætu kennarar í fullum friði, er beittu sömu aðferðum og refsingum átölulaust. Væri því sjálfsagt að gera öll- um jafnt undir höfði og bamna líkamlegar refsingar, þótt ekki kvæði svo að þeim, að um mis- þyrmingu væri að ræða. — Ann- aðhvort yrði að ieyfa öllum Slík- ar aðferðir við kenslu og upp- eldi barna eða þá aö banma öll- um að nota þær — og væri hið síðara réttara. Við þetta var ekki koinandi. Frumvarpið var felt í neðri deild með jöfnum atkvæðum, og þar með fengin yfirlýsing um þing- viljann, þamn, að leyfilegt væri að berja börn í skólum, ef ekki hlytist misþyrming af. — Er slík yfirlýsing þinginu tÁ lítölis sóma. „Framsóknar“- og íhaids-menn féllust í faðma um að drepa frv. Flokksmenn kens I u m ála r á ðhe rr- aras hafa því flestir ekkert á móti því, að kennarar hafi ieyfi til að berja börn í skólum. Skömmu áður en Jónas kenslu- málaráðherra fór utan, tekur hann rögg á siig og setur Steinþór skólastjóra frá embætti. Meiri hluti skólanefndarinnar á Akur- eyri og fræðslumálastjórinn sjálf- ur var þessu eindregið mótfall- inn. Ráðherrann hefir virt vilja beggja þessara aðilja að vettugi,. sett skólastjorann af embætti giegn vilja þeirra. En fyrir hvað? Ekki fyrir misþyrmingar. Kensl umála ráðherrann er jafn* framt dómsmálaráðherra. Ef hann hefði iitið svo á, a-ð skólastjórinn hafi misþyrmt drengnum og brot- ið með því lög, átti hann að láta dómstóla laradsiras kveða á um sekt hans. Ef skólastjórinn hefði verið dæmdur sekur um mis- þyrmingar, þá var sjálfsagt, að hann færi. En einmitt það, að hvorki ráðherrann né óvildar- menn skólastjörans treystust að kæra hann fyrir brot á hegning- arlögunum, sýnir, að þeir álita ekki, að haran hafi brotið þau. þ. e. misþyrmt drengnum. Tæp- lega er hugsanlegt, að ráðherrann hafi sett skóla'stjórann af fyrir að beita likamlegum refsinguni við skólabörnin. Meiri hluti al- þingis, þar á meðal flestir flokks- bræður ráðherrans, vilja ekki banna slíkt með lögum. ihaldsmenn eru glaðir, hrósa sigri og syragja Jónasi llof og dýrð fyrir þetta afrek hans. Þeir hafa haft sitt mál fram. Skóla- stjórinn, hættulegur stjómmála- andstæðingur þeirra, er flæmd- ur frá embætti. En flokksmenn „Framsóknar“- og íhalds-marana, sem í kennarastétt eru, rraega ó- hræddir berja börnin í skóluraum. Alþiragi hefir sagt, að slíkt eigi ekki, megi ekki banna. Það er bara Steinþór, sem ekki má leyfa sér slíkt athæfi — af því að hann er jafnaðarmaður. Um sama ieyti og Steinþór var settur af embætti, vísaði ráðherr.- ann Steándóri Gunnlaugssyni stjórnarráðsfulltrúa úx vistinni. Ástæðurnar þekkir Alþýðublaðið ekki. Auðvitað vissi ráðherrann fyrir, að „Mgbl.“ og ihaldsliðlð yfirleitt myndi taka þetta óstinl upp- Er engu líkara en að hann hafi hugsað sér að blíðka í- haldið með því að setja Steinþór af líka. Hefir hann þá reynt að kaupa sér frið hjá íhaldirau eða í öllu falli minni skammir, með því að fórna Steínþóri. Er slík háttsemi ærið lítiimann- leg: að níðast á manrai, setja hann af embætti fyrir róg óvild- armanna hans, til þess eins að' kaupa sér frið hjá pólitískum andstæðingum. Þýznir ferðameim villast. Þýzkur ferðamaður, dr. Wolf- ski, koraa haras og systir, komu með ,Brúarfossi“ frá Lei,th ög fóru á larad í Húsavík. Paðan geragu þau fyrst til Akureyrar og síðara upp í Mývatnssveit, en þaðan tjl Öskju, fylgdarmanns- laus. M. a. höfðu þau með sér stóran haka og litla skoflu, sem • þau ætiuöu að róta með í göml- um gígum til rannsókna. Áður en þau fóru frá Akureyri höfðu þau tal af þýzka ræðismáraninum þar og sögðu honum áætlun sína- hvenær þau myradú koma aftur úr Öskjuleiðangrinum; en er tveir dagar voru liðnir fram yfir þá áætlun og þau voru þá ekki kom- in aftur, símaÖi hann til þýzka ræðismantísiras hér og skýrði hon- um frá því. Það var á þriðjudag- inn. Seinna fékk ræðismaðurinn hér þá fnegn hjá flugmönnunum. að ferðafólkið væri komið fram. Hefði það vilst í óbygðunum, því að áttavi'tiran var í ólagi. Hins vegar hafði1 það ágætan uppdrátt af óbygðunum og tökst því að átta sig aftur. Dr. Wolfski er ferðagaj'pur mikill, og vílar hann og konum- ar, sem með honum eru í ferð- irani, ekki fyrir sér að reyna á fæturna. .----- (NI.) Framundan blasir við stór og reisuleg bygging. Yfir súlnaröð- uraum við inraganginn stendur letrað stórum, gyltum stöfram: SORIA MORIA. — Þetta er bíó — segir Aamot, — eitt af mörgum bæjarbíóuraum okkar. Og nú berst taláð að bæjarbióunum i Osló. Þegar leita átti sér fræðslu um þetta efrai, pá var Aamot einmitt sá réttí maður að veita rapplýs- nragar. Hann er sem sé aðalfor- stjóri fyrir hinum. bæjarreknu bí- óum. Og Aamot skýrði riiér þann- ig frá: Víða í Nonegi hafa bæirnir tek- ið að sér rekstur bíóa í minná eða stærri stíl. Um.nokkurra ára sikeið hiefir Osló rekið bióstarfseini. Nú er svo málum komið, að bær- inn á algerlega 13 bióhús og rek- ur þau að öllu leyti. Öærinu hefár einnig yfirráð yfir öllum öðrum bíóum í Osló, sem eru 6 að tölu. Era 6 síðamefndu bíóin eru einnig eign einstakra manna, þó þann- ig, aÖ bæriran á meiri. hlrata i þeim og hefir yfirráð yfir alLrí starfseminni. BJórekstur bæjarins hefir geng- ið ágaetleiga. Síðast liödð ár, 1928. voru heinar tekjur bæjarins af bíónekstri, arak alls skatts af bí- óunum í bæjarsjóð, rúm hálf milljón króraa. En bíótekjunum er eingöngu varið til menningar- mála. til ieikhúsa. Msta, vísirada. Þannig getur bærinn all-verralega styrkt menningarmálefni. Af andstæðingunum hefir því ‘verið haldið fram, að bæjarbíóin sýndu verri myndir en þau bíó, sem eru eirakaeign. En þetta er hinn mesti misiskilningur. — £g hefi, — bætir Aamot við — v-erið í vetur bæði í París, Berlín. Lundúnum, Kaupmannahöfn og, Stokkhólmi til þess að kynna mér þessi mál. Og ég hefi komist að» raun um það, að Osló-búar eiga yfirleitt kost á jafn-góðum mynd- um í sinujn bæjarreknu bíóum, eins og alment gerist í þessuni stórborgum. Og við leggjum kapp, á að velja myndimar sem allra beeztar og fáum margar fræðsiu- myndir, sem er menningarjaiiki að horfa á. Og nú, þegar að hinar talandi kvilcmyndir komu til sög- unraar, bijá ég mér strax til' Lund- úna til þess að athuga þetta raýja fyrirbæri. Mér ieizt ágætlega á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.