Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 1. okt. 1953 f * s iUÐURRÍKJAFÚLKII - 1 ! SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE Framhaldssagan 47 kom inn sá ég hvar Mady sat raunamædd á stól, augu hennar . litu á mig þurr en örvæntingin ' skein út úr þeim. Cade lá á ein- hverju fleti úti í horninu, og virtist vera sofandi, en hann stundi kvalarfullum stunum. — Skyrtan hans var rifin á brjóst- j inu og þar sást í blóðugt sár, éins og eftir svipuhögg. | „Hver hefur verið hér að verki, Mady?“ spurði ég. „E.t.v.' Dude?“ j Hún kinkaði kolli. „Hann barði Cade með leðurbeltinu eínu“. j Eg fór til hennar, kraup á kné, tók yfir um axlir hennar og sagði: „Ég skal lofa þér því, Mady litla, að þetta kemur aldrei fyrir aftur“. Ég fann hvernig | hún róaðist við komu mína. — „Heyrðu Mady mín“, ég reyndi að sjá framan í hana, en hún grúfði sig niður, „líður þér eitt- hvað illa, vina mín?“ Það var eins og flóðgátt opn- aðist við spurningu mína. Mady litla tók litlu höndunum fyrir andlit sitt og hágrét. Litlar og horaðar axlir hennar hrisstust af ekkasogunum. Eftir skamma stund tók hún hendurnar frá ándlitinu, þurrkaði af sér tárin með pilsfaldi sínum. „Dude er farinn“, sagði hún. I „Nú skulið þið, þú og Cade litli, koma heim með mér. Held- urðu að ykkur muni líka að búa hjá mér?“ ! Hún hugsaði sig vandlega um. „Jú, það væri skemmtilegt að búa hjá þér, en við Cade verðum að komast niður í verksmiðjurn- ar til þess að vinna“. „Nei, vina mín. Þið eigið ekki áð vinna lengur. Nú eigið þið bara að vera börnin mín. Ég lofaði henni móður ykkar að ég skyldi sjá um að ykkur liði vel. Hingað til hef ég ekki staðið við það loforð mitt, en upp frá þessu ætla ég að hugsa um ykkur“. Seinna, — þegar ég horfði á Andrés leika sér við Cade og Mady, flaug mér í hug hve hann mundi verða börnum sínum góð- ur faðir. Hann var nú orðinn vel- þekktur meðeigandi fyrirtækis- ins og allir, sem til hans þekktu virtu hann. Hann var nú í þann- ig stöðu að eiginlega vantaði ekkert nema eiginkonu og börn, en í svipinn vissi ég ekki til þess að hann ætti vingott við neinar stúlkur. Einn sunnudag færði ég í tal við Andrés um hugmyndirnar, sem ég hafði um kvonfang hans. Hann kvaðst aftur á móti efast um að hann kvæntist nokkurn tíman. Ég tók einlæglega um hendi hans. „Andrés, mér finnst það óbæri leg tilhugsun. Það mundi vera sóun á dásamlegum eiginmanni og faðir“. Hann tók um hendi mína. — „Meinarðu þetta virkilega?" spurði hann með rólegri rödd. Ég sagði honum að ég meinti þetta af öllu hjarta. Ég sagði honum að það væri ekkert til í heiminum sem gleddi mig meira en að hann hitti einhverja fall- ega og góða stúlku, sem hann myndi kvænast. Hann dró hendur sínar hægt að sér, neri þeim saman og starði á gólfið góða stund. En þá leit hann allt í einu á mig. „Þú skalt ekki hafa áhyggjur út af mér“, sagði hann. „Ég er nefni- lega búinn að hitta þá réttu fyrir lifandis löngu“. Er ég leit í hin staðföstu bláu augu hans vissi ég við hvað hann átti, ég hafði vitað þetta — t t • datt mér í hug — lengi, þó ég hefði ekki gert mér grein fyrir þvi. „Já“, sagði hann hæglátlega, „það er hið leynda ástarævin- týri mitt“. Hann brosti hryggur í bragði. „Og það hefur eiginlega verið meiri leynd yfir því, held- ur en almennt gerizt, því stúlkan veit ekkert um tilfinningar mín- ar. í hvert skipti, sem ég ætlaði að segja henni frá þeim, kom eitthvað í veg fyrir það. En áður en ég hafði fengið tækifæri til þess að segja henni frá tilfinn- ingum mínum tilkynnti hún mér að hún hefði í hyggju að giftast öðrum manni“. Ég hugsaði aftur til þess tíma. „Og ég, sem var svo áköf að segja þér frá því“, sagði ég hrygg í bragði. „Auðvitað áttir þú að vera það“, sagði hann, „ég var vinur þinn“. „Já, svo sannarlega varstu vin ur minn“, sagði ég, „meira að segja bezti vinur minn. Mér þyk- ir vænzt um ykkur Mitty af öll- um sem ég þekki“. Hann brosti. „Það er, ekki amarlegur félagsskapur". Daginn sem síðasta hönd var lögð á nýja skólahúsið fór ég þangað sem það stóð milli tveggja hávaxinna furutrjáa og virti það ánægð fyrir mér. Þetta var einföld bygging, en sólin glampaði á ný málaða veggina og ég hugsaði með sjálfri mér að þessi leið, sem ég hafði valið mér í sambandi við verksmiðj- una og verkafólkið þar, væri vafalaust heppileg.. Verksmiðjuþorpið var orðið hið vistlegasta, húsin öll nýmál- uð og grasfletirnir fallega græn- ir og ræktarlegir. Dag nokkurn hringdi blaðamaður frá Atlanta Journal og spurði hvort hann gæti ekki fengið leyfi til þess að skoða endurbæturnar og vildi hann fá viðtal við mig út af þeim. Hann sagði mér að honum skildisf að ég færi nýjar og góð- ar leiðir í baðmullarverksmiðju- málum þjóðarinnar. Þegar blaðamaðurinn kom spurði hann mig spjörunum úr og ég sýndi honum verksmiðju- þorpið og nýja skólahúsið. A sunnudagsmorgninum vakn- aði ég við að Mitty kom inn til mín með Atlanta Journalinn undir hendinni. „Eins og ég hef alltaf sagt“, sagði hún með ánægðri rödd, „frá því að þú varst lítil telpa, þá myndir þú einhvern tímann fá tækifæri til þess að verða mikil manneskja“. I Hún opnaði dagblaðið og inni í blaðinu var löng grein um verk smiðjuna og mig. j Þetta var löng og greinargóð grein, og hann hafði ekki rang- fært neinar af þeim upplýsing- ; um, sem ég hafði gefið honum. Mér fannst svörin, sem ég hafði gefið honum við spurningum hans svo gáfuleg, að ég átti bágt með að trúa því að ég hefði gef- ið honum þau. Setningin „Frú Carrebee er ein af hinum fallegu og fluggáfuðu ungu konum í Atlanta, sem fær að njóta sín og nær undraverðum árangri í 1 þeirri atvinnugrein, sem hún hef , Uppreasnin á Pintu Eftir Tojo 25 Sér til mikillar gleði sá hann, að hurðin að ganginum, sem lá niður í íbúðir yfirmannanna, var opin. Hann gat ekki betur séð en allir yfirmennirnir væru samankomnir uppi á dekki. An þess að hugsa um þá hættu, sem hann var kominn í, snaraði hann sér niður um stigann. Hurðin að skipstjóra- herberginu var opin og þangað hljóp hann rakleitt. ; Allt var á tjá og tundri í herberginu. Vinir hans láu enn bundnir á gólfinu. Hann hljóp þegar til þeirra og leysti af þeim böndin. Mennirnir voru alllerkaðir eftir að hafa legið bundnir á gólfinu í heilan sólarhring og voru því töluvert miður sín fyrst í stað. Þegar þeir höfðu áttað sig, bentu þeir á skotfæraskápinn, sem stóð enn opinn upp á gátt. Skipstjórinn hafði bersýnilega ekki gefið sér tíma til að loka honum. J James var um það bil að komast að skápnum, þegar hann varð þess var, að einhver var að koma niður stigann. Hann hafði þó tíma til að ná einni byssu, en því næst földu þeir félagar sig bak við hurðina. 1 Þeir höfðu ekki beðið lengi, þegar höfuð birtist í gættinni. Maðurinn reyndist vera matsveinninn. Hann læddist mjög hljóðlega inn í herbergið. | Allt í einu varð hann mannanna var og ætlaði þá að hlaupa út, en þá .var gripið sterklega í hann. — Annar hásetanna batt hann vandlega og stakk tusku upp í hann, svo að hann gæti ekki gefið frá sér hljóð. Þeir gengu síðan að skotfæraskápnum og tóku þar allar byssurnar, sem þar voru, en þær voru 10 talsins. Því næst fóru þeir út úr herberginu og upp stigann. Þeir urðu þó að hörfa niður stigann aftur, því að þeir heyrðu mannamál beint fyrir ofan hann. — James skipaði mönnunum að taka sér stöðu í ganginum og bíða þess að einhver kæmi niður. „Það getur orðið of mikil áhætta að fara upp við svo búið. Við stöndum betur að vígi hérna niðri. Það getur ekki liðið á löngu þar til er einhver kemur niður og þá afvopnum við hann. Kannske það verði Sir John, ef svo skyldi vilja til, þá er leikurinn unninn,“ hvíslaði James. Þeir þurftu ekki að bíða lengi, því að nú heyrðu þeir einhvern ganga niður stjgann. IMýjar amerískar ■■ vorur Fyrsta haustsending af amerískum kjólum og amerískum blússum. „Coctail“-kjólar Síödegiskjólar Ballkjólar „Peggy Bates“ nælon blússur Mjög fallegt úrval QJtfo* ^ú^aíóttœti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.