Morgunblaðið - 02.10.1953, Síða 1

Morgunblaðið - 02.10.1953, Síða 1
40. árgangur 223. tbl. — Föstudagur 2. október 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Virðuleg setning Alþingis í gær Olíudeilan að le>sast \ * X TEHERAN, 1. okt.: — Pers- W neska stjórnin hefur tilkynnt að nauðsynlegt sé að fá erlenda sérfræðinga til Persíu til þess að unnt verði að hefja aftur olíu- vinnslu í Abadan. Það hefur komið í ljós við at- huganir, að Persar verða að hafa handa í milli um 40 milljónir dali, þegar olíudeilan hefir ver- ið leyst, til þess að geta náð sömu framleiðslu og áður en deilan hófst. — Einnig verða þeir að fá um 600 tæknisérfræðinga frá ýmsum löndum. Pei’sar hafa einungis selt olíu fyrir tæpar 2 milljónir dala eftir að olíudeilan hófst. * Kosningar í Sameinuðu þingi og deildum í dag forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Thors, forsætisráðherra og séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup ræðast við í anddyri Alþingis- hússins áður en setning Alþingis hófst í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kínverskar herdeildir fíópasl að landamærum Sndé Kína Hyggjasl kínverskir komniánistar <rcra ofbeldisárás á Indó-Kína? c HANOI, 1. okt. — Víet Mín herirnir í Indó-Kína hafa nú safnað saman um 80 þús. manns fyrir utan Hanoi og liggur víglínan í háífboga umhverfis borgina. Búast Frakkar við, að kommúnistarn- ir hefji árásir á þessa mikilvægu virkisborg í einu auðugasta hrís- grjónaræktarhéraði landsins áður en langt um líður. Gengur á fund Eisenhowers WASHINGTON, 1. okt. — Leið- togi stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum, Adlai Stevensen, gekk í dag á fund Eisenhowers forseta til að s"kýra honum frá ferðalagi sínu um heiminn á s.l. sumri. — Eru stjórnmálafrétta- I ritarar þeirrar skoðunar, að hann sé með einhver skilaboð til for- [ setans frá áhrifamiklum stjórn- málamanni, sennilegast Sir Win- ston eða Nehrú. NTB-Reuter. HIÐ NÝKJÖRNA Alþingi var sett í gær. — Söfnuðust þing- menn og ríkisstjórn saman í fordyri Alþingishússins og gengu þaðan fylktu liði til Dómkirkjunnar, en þar hófst guðsþjónusta kl. 1,30. — Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup predikaði og lagði út af þessum orðum Lúkasarguðspjalls: Lögvitringur nokkur stóð upp, freistaði Jesú og mælti: „Meistari, hvað á ég að gera til þess að eignast eilíft líf?“ En hann sagði við hann: „Hvað er skrifað í lögmálinu?“ — „Hvernig les þú?“ En hann svaraði og sagði: „Elska skalt þú Drottinn guð þinn af öllu hjarta og af allri sálu þinni, og af öllum mætti þínum, og af öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ — En hann sagði við hann: „Þú svaraðir rétt, gjör þú þetta, og þá muntu lifa.“ 80 þúsund sendir heim ★ KAIRÓ, 1. okt. — Nú mun ákveðið, að brezki herinn á Súez- eiði, 80 þúsund manns, hverfi þaðan á næstu 18 mánuðum, eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um. Hins vegar verða um 4000 brezkir sérfræðingar áfram í her- stöðvum Breta við eiðið til þess að halda herstöðvunum við, ef til styrjaldar dragi. Álitið er, að verðmæti stöðv- anna á eiðinu sé um 250 millj. punda. HERGOGN FRA KOMMÚNISTUM Kommúistaherir Víet-Míns styðjast nú við stórskotalið í fyrsta sinn síðan styrjöldin í Indó-Kína hófst í nóvember 1946. — Hefur franski herinn tilkynnt, að þeir hafi fengið vopn og ann- an útbúnað handají öflugum stór skotaliðsherfylkjum frá kín- versku kommúnistastjórninni. LIÐSSAFNAÐUR Enn fremur berast fregnir þess efnis, að mikill og öflugur kín- verskur her sé nú á leið suður á bóginn; hefur hann farið um Kanton, að því er ferðamaður nokkur hefur skýrt frá, sem ný- kominn er þaðan til portúgölsku nýlendunnar Macao. — Hafa a. m. k. 3 herfylki farið um borgina á leið sinni til landamæra Kína og frönsku Indó-Kína. Fer heim. ÓSLÓ — Ólafur krónprins Norð- manna leggur af stað heim til Noregs frá Bandaríkjunum 2. okt. — Fer hann flugleiðis til Kaupmannahafnar. Sama verð PARÍS, 1. okt. — Fulltrúar 21 útgerðarfélags bæði í Evrópu, Asíu og Ameríku samþykktu á fundi sínum í dag, að hafa áfram sama verð á farseðlum á leiðinni yfir Atlantshaf þrátt fyrir hækk- andi útgerðarkostnað. Það sem af er þessu ári, hafa 250 þúsund farþegar siglt með skipum viðkomandi félaga frá Ameriku til Evrópu. Er það 10% fleiri farþegar en á s.l. ári. NTB-Reuter. Dæmdir til dauða KAÍRÓ, 1. okt. — Eyltingardóm- stóll Egyptalands kvað í dag upp fyrstu dauðadóma sína. Voru þeir kveðnir upp yfir þeim Abdel Mady fyrrum forsætisráðherra og Múhameð Awad rafmagnsverk- fræðing, sem báðir voru taldir hafa gerzt sekir um föðurlands- svik. 4 Var forsætisráðherrann V einkum ákærður fyrir að hafa látið undan vilja Farúks kóngs, og farið með hernað gegn Gagnkvæmur griðasátt- máli Rússa og Banda- ríkjamanna! ★ WASHINGTON, 1. okt. — Eisenhower forseti Bandaríkj- anna sagði í dag, að hann at- hugaði nú gaumgæfilega samn-' NOKKRIR ÞINGMENN ingsuppkast að gagnkvæmum ÓKOMNIR griðasáttmála milli Bandaríkja-1 Nokkrir þingmenn voru í gær manna og Rússa, sem Bandaríkja- ókomnir til þings. Voru það þeir stjórn hyggðist e. t. v. bjóða rúss- Ásgeir Bjarnason, Emil Jónsson, Fyrir predikun var sunginn sálmurinn „Þú ríkir hátt yfir kærleikans straum.“ Síðan var lesinn ritningarkafli, og þar næst sunginn sálmurinn „Sannleikans andi.“ Á eftir predikun var sunginn sálmurinn „Upp þúsund ára þjóð“. Ennfremur flutti vígslu- biskup fagra bæn. Að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. ALÞINGI SETT Þá var gengið til Alþingis- hússins, og setti forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Alþingi þar með ræðu, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Að henni lokinni minntust þingmenn fósturjarð- arinnar með ferföldu húrra hrópi. Þá tók aldursforseti, Jörund- ur Brynjólfsson, við fundarstjórn. Minntist hann fyrst þriggja fyrr- verandi alþingismanna, sem lét- ust á árinu. Voru það þeir Ólafur Thorlacius, Jón Auðunn Jóns- son og séra Kristinn Daníelsson. Risu þingmenn úr sætum sínum í virðingarskyni við hina látnu þingmenn. nesku stjórninni upp á. Naufilus hleypt af stokkunum i janúar WASHINGTON, 1. okt. — Fyrsta kjarnaknúða kafbát Bandaríkj- ísraelsmönnum, áður en egypzki anna, Nautilus, verður hleypt af herinn var undir það búinn. Enn stokkunum í janúar næst kom- fremur voru báðir hinir dauða- ' andi, að því er tilkynnt var í dag. dæmdu ákærir fyrir að hafa verið Kafbáturinn er sá stærsti, sem í sambandi við stjórnir erlendra byggður er í Bandaríkjunum og þingi sér í kjördeildir til þess að Hermann Jónasson, Jóhann Þ. Jósefsson, Jóhann Hafstein, Kjartan J. Jóhannsson og Lúð- vík Jósefsson. En fyrir hann var mættur sem varamaður Ásmund- ur Sigurðsson og fyrir Jóhann Hafstein var mætt frú Kristín Sigurðardóttir. Ein kona átti þannig sæti á hinum fyrsta þing- fundi þess kjörtímabils, sem nú er hafið. FORSETAKJÖR Á fundinum í gær skipti Al- ríkja. NTB-Reuter. ikostaði 30 milljónir dala. 9 barna móðir HINN nýi viðskiptamálaráðherra Dana, frú Lis Groes, er fyrsta konan sem fer með viðskiptamál í danskri ríkisstjórn. Hún er 42 ára að aldri og er formaður í neytendasamtökum húsmæðra. Frú Groes hefur aldrei setið á þingi. — Þess má geta að lokum, að frúin er 9 barna móðir. Svívirða konutr og myrða menn þeirra BONN, 1. okt. — Eftir upp- reisnartilraunirnar í Austur- Þýzkalandi hinn 17. júní s.l. hafa rússnesku hermennirnir fengið um það fyrirmæli að blanda geði við íbúða landsins, en áður var þeim það bannað. Er nú reynt að láta líta svo út, sem þeir séu „verndarar og vinir“, þjóðarinnar. Hafa liðs- foringjarnir nú leyfi til að göltr- ast úti þangað til kl. 2 að nóttu, en óbreyttir til kl. 10. Reynsla Austur-Þjóðverja af þessari nýbreytni er allt annað en góð, og má segja, að hræðslu- alda hafi gripið um sig meðal þjóðarinnar síðan hún var upp tekin. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að rússnesku hermenn- irnir hafa bæði framið rán og morð að næturlagi og eru menn á engan hátt óhultir fyrir ágengni þeirra. Er vitað um 50 Austur- Þjóðverja, sem þeir hafa drepið og fregnir berast því sem næst daglega um kventolk, sem þeir hafa svívirt. rannsaka kjörbréf þingmanna. Mun því starfi verða lokið ár- degis í dag og fundur hefjast í Sameinuðu þingi kl. 1,30 e. h. Munu kjörbréf þá verða sam- þykkt og forsetar kjörnir í Sam- einuðu þingi og báðum þing- deildum. Ekki er gert ráð fyrir, að nefndarkosningar fari fram fyrr en á mánudag. RÆÐA VÍGSLUBISKUPS Hér fer á eftir niðurlag hinn- aT merku ræðu, sem séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flutti við guðsþjónustuna í Dómkirkjunni í gær: „Látum þessa stund vera þakk- arstund og heitstrengingarhátíð. Um leið og vér þökkum veitta blessun, þá strengjum þess heit, að starfa að landsins heill, að fela Guði allan þjóðarhag, um 1 Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.