Morgunblaðið - 02.10.1953, Page 7

Morgunblaðið - 02.10.1953, Page 7
Föstudagur 2. okt. 1953 MORGVNBLAÐIÐ 7 Fjölþæft stnrfsemi Þjóðieikhús- sins á komnndi vetri FIMMTA starfsár Þjóðlcikhúss- ins er nú fyrir skömmu hafið. Af því tilefni hefur Mbl. snúið sér til Guðlaugs Rósenkranz, þjóðleikhússtjóra og rætt við hann hitt og þetta um starfsemi leikhússins. Leikárið hófst að þessu sinni rneð sýningum danska ballett- flokksins frá Konungslega leik- húsinu í Kaupmannahöfn undir forustu Friðbjörns Björnssonar. Var hinum danska balletti mjög yel tekið og nokkur fjárhagsleg- Ur hagnaður varð af sýningum hans, segir þjóðleikhússtjóri. Þá hefur og verið haldið áfram í haust á sýningum á Tópazi úti um land og einnig hér í Reykja- vík. Einnig hefur gamanleikur- inn, „Koss í kaupbæti“ verið sýndur nokkrum sinnum. FYRSTA NÝJA LEIKRITIÐ En fyrsta nýja leikritið, sem frumsýnt hefur verið er Einka- líf eftir Noel Coward. Þjóðleik- húsið keypti réttinn til að sýna þetta leikrit fyrir nokkrum ár- um. Það hafði þá verið sýnt bæði í London og Kauþmannahöfn, fengið þar ágæta dóma og verið sýnt mörg hundruð sinnum. Síðan var það einnig sýnt í Osló með hinni frægu leikkonu Lille- bil Ibsen í aðalhlutverki. Einnig þar hlaut það mjög góðar mót- tökur. Á s. 1. vori vildi svo til að Leikfélag Reykjavíkur var byrj- að að æfa þetta leikrit en þar sem Þjóðleikhúsið átti sýningar- réttinn samdist svo um milli þess og Leikfélagsins að aðalleikstjóri þess, Gunnar R. Hansen, kæmi til leikhússins, ásamt einum af helztu leikurum félagsins, Einari Pálssyni og leikritið yrði sýnt þar í haust. Reynsla er fengin fyrir því að bezt er að taka held- ur létt leikrit til sýningar fyrst á haustin. Þykir það gefast bet-. ur heldur en efnismeiri og þyngri verk fyrst eftir að leikárið hefst. Það er ennfremur nauðsynlegt fyrir leikhúsið að sýna nokkuð á víxl létt og efnismikil leikrit á leiksviði sínu. Annars hljóta mörg sjónarmið jafnan að koma til greina við leikritaval. Þar verður að hafa í huga bókmenntalegt og listrænt gildi verksins og sömuleiðis verð- ur að gera sér grein fyrir, hvort leikhúsgestir munu líklegir til þess að sækja þau. Fram hjá því atriði kemst ekkert leikhús. „SUMRI HALLAR“ NÆSTA VERKEFNI — Hvað verður svo næsta viðfangsefni leikhússins? — Það verður leikritið „Sumri hallar“, eftir bandaríska rithöf- undinn Tennessee Williams. Það leikrit er alvarlegs eðlis og fjall- ar á mjög listrænan hátt um ýms vandamál nútímans. Það er fyrsta leikrit þessa höfundar, sem sýnt verður hér á landi, en Tenn- essee Williams er einn frægasti núlifandi leikritahöfundur Amer- íku. í því leikriti kemur fram ný leikkona. Er það Katrín Thors. Hún hefur stundað leiklistarnám erlendis undanfarin ár og getið sér ágætt orð m. a. fyrir leik sinn hjá Leíkfélagi Reykjavík- ur. Ég álít að það sé m. a. hlut- verk Þjóðleikhússins að gefa ungum leikurum sem auðsýnt þykir að búa yfir góðum hæfi- leikum tækifæri til þess að neyta þeirra. Þá hlýtur það og að vera hlut- verk Þjóðleikhússins að sýna verk eftir íslenzka höfunda. Fyrsta íslenzka leikritið, sem það sýnir á þessu hausti verður „Val- týr á grænni treyju“ eftir Jón Björnsson, rithöfund. Er það „dramatísering“ á samnefndri skáldsögu eftir þennan höfund. Eins og kunnugt er, er það byggt á austfirzkri þjóðsögu og er mjög „spennandi“. í þessu leik- riti koma fram margir af þekkt- ustu leikurum okkar. Samfa! við GuðEaug Rósinkranz, þjcóleikhússfjóra Guðlaugur Rósinkranz JÓLALEIKRIT Þá er áformað að taka til sýn- ingar ameríska gamanleikinn Harwéy eftir Mary Chase. En jólaleikritið verður svo Piltur og stúlka eftir Emil Thoroddsen, með músík eftir sama höfund. Er sú ráðabreytni í samræmi við það, að s.l. tvenn jól hefir leik- húsið haft gömul og þjóðleg ís- lenzk leikrit á sýningarskrá sinni. Er áformað að halda þeim sið framvegis. Þá er gert ráð fyrir að sýnt verði barnaleikrit, „Ferð Péturs litla til tunglsins", eftir þýzka höfundinn Basserman. AFMÆLI IÍOLBERGS í tilefni af 200 ára afmæli Ludvigs Holbergs geri ég ráð fyr- , ir að sýnt verði leikrjt eftir hann. i Loks er svo þess að geta að ballettskólinn mun starfa í vet- ur og má því reikna með ballett j sýningum seinni hluta vetrarins. ' Mun danski ballettmeistarinn, Erik Bidsted, stjórna honum eins og áður. Mun kona hans Lise Kjergaard koma hingað ásamt honum. FRIÐUR UM TÓNLISTARMÁLIN — Hvað er að frétta af tón- listarmálum leikhússins? — í þeim má nú segja að full- ur friður sé á kominn. Dr Urban- cic hefur, eftir nánari yfirveg- un tekið uppsögn sina aftur og hefur verið ráðinn hljómsveitar- stjóri við leikhúsið með sömu skilyrðum og kjörum og áður út þetta leikár. NAUÐSYN AUKINS STYRKS — En hvað er tíðinda af efna- hagsmálum stofnunarinnar? — Um þessar mundir er verið að ganga frá fjárhagsáætlun leik- hússins fyrir árið 1954. — Hve mikill var hallinn á rekstri þess á s. 1. ári? — Rekstrarhallinn á s. 1. ári varð um 590 þús. krónur eftir að skemmtanaskatturinn hefur ver- ið reiknaður með tekjunum, en hann nam á árinu 1.3 millj. kr. Fyrstu árin hafa orðið nokk- uð erfið í rekstri leikhússins, segir þjóðleikhússtjóri að lokum. Margt hefur þurft að kaupa á þessi tímabili. Ég geri ráð fyrir að hallinn á rekstri leikhússins verði eitthvað lægri á næsta ári en hann varð s. 1. ár. En það er skoðun mín að út-ilokað sé að leikhúsið beri sig án aukins styrks. Á það má benda að síðasta leik ár gekk mjög vel. Aðsókn að leikhúsinu var ágæt. sérstaklega! undir lokin að sýningum óper- unnar La Traviata. Er áformað að halda áfram að setja upp einn söngleik á ári. En á því eru ýms- ir örðugleikar, m. a. þeir að ís- lenzkt listafólk dvelur oft lang- dvölum erlendis. S. Bj. GunnQrsson Minningarorð HANN lézt á sjúkrahúsi ísafjarð- ar 25. f.m. Jarðarför hans fer fram kl. 2 í dag í Fossvogi. Loptur var fæddur á Syðri- völlum í Kirkjuhvammshreppi í Húnavatnssýslu 1. október 1877. Hann var því tæpra 76 ára að aldri. Banamein hans var heila- blæðing. Orka sólarljóssins mun leysa atómorkuna af Forelarar Lopts voru Uunnar Þórðarson og Soffia Jónatans- dóttir. Móður sína missti hann 5, ára gamall. Fór þá i fóstur til ömmu sinnar, Guðrúnar Lopts- dóttur. Um fermingaraldur fór hann í vist til þjóðkunns manns, Þorláks bónda Þorlákssonar í Vesturhópshólum, og var hjá hon' um til tvitugsaldurs. Þá fór hann i Ólafsdalsskóia og lauk þar námi á næstu tveim árum. Eftir V)ú- fræðinám sitt í Ólafsdal var Loptur ráðinn til jarðabótastarfa vestur að Isafjarðardjúpi. Þau störf stundaði hann í fimm ár, og átti heima í Múla hjá Kristjáni bónda Þorlákssyni, sem þá «og lengi síðan bjó þar hinu mesta fyrirmyndarbúi. ■ Árið 1907 giftist Loptur eftir- lifandi konu sinni, Ragnhildi Guðmundsdóttur i Æðey. Sama ár fluttust þau tii Bolungarvíkur og bjuggu þar næstu 7 ár. I Bol- ungarvík rak Loptur verzlun, en fékkst auk þess við ýms störf, bæði á sjó og landi. Árið 1914 fluttist Loptur til Reykjavikur. Þar dvaldi hann. næstu þrjú ár, var starfsmaður hjá dagblöðunum Morgunblað- inu og Vísi. Hann var fyrsti áskriftarkaupandi Morgunblaðg- ins. í viðurkenningu þess hafa eigendur Morgunblaðsins um. langt árabil sent honum blaðið án endurgjalds. Árið 1917 fluttist Loptur til ísafjarðar og hóf þar verzlun. Hann var jafnframt starfsmaður við blaðið Vesturland frá því er það hóf göngu sína, og þar til hann fluttist til Reykjavikur aft- ur árið 1931. Hóf hann þá þegar verzlun hér, og stundaði þá nt- vinnu þar til skömmu fyrir aúd- lát sitt, er þau hjónin settust im kyrrt hjá einkadóttur si ml Soffíu og manni hennar Kjart ini Steinbach símritara. Önnur di tt- ir Lopts, Svava, er gift Vilhe lm Jensen stórkaupmanni hér ^ 1 >æ. Loptur Gunnarsson vakti at- hygli manns um leið og maðín sá hann fyrsta sinni. Og fu nn. gleymdist ekki heldur fjj >tt. Kom þar fyrst til hinn m kli hraði, er varð á hverju því vei ki, er hann rétti hörd til. Sejja mátti um hann með sanni, að hann væri bæði mikilvirkur og' góðvirkur, því verkið lék í hepdi hans. Og svo mikið snyrtimermi var hann, að blettur eða fis m: .tti ekki sjást á neinu, er hann :ór með. Hann var því eftirsótjur maður til starfa frá fyrstu. EÍJi- legt hefði því verið, að honþm safnaðist fé. En svo varð ekki. Til þess var hann of ör. Hann afl- aði ekki skjótar en hann eyöjdi. Var hann og hinn mesti liðsinnis- maður, ef vinir hans þurftu ejn- hvers með. Loptur var skarpgreindur máð- ur og mjög bókhneigður. Hann var því betur að sér en flestir þeir, sem farið hafa að mestu á mis við skólanám. Eftirlæti hans var saga og ljóð. Ea hann las varla annað en úrvalsbækur fyr- irleit bókasorp og hataði rrlis- þyrmingu móðurmálsins og iaf- bakaðar söguheimildir. ■ Sjá'fur var hann mjög vel ritfær og skóJdmæltur. Vandalaust var að skilja skap- ferli Lopts Gunnarssonar. Hgnn. var maður opinskár og enginn flóttamaður, varði sér öllum jtil, hvort sem hann átti skoðanir sán- ar að verja, eða málstað vlna sinna. Hann var trvgglyndur ma?íur, og mikill vinur vina sinna. Sigurður Kristjánsson. IMERÍKUMAÐURINN Palmer Putman, sem er félagi í kjarn- J orkuráði Bandaríkjanna, varpaði 'fyrir skömmu síðan nokkru nýju (ljósi yfir framtíðarmöguleika sólarljössins sem orkugjafa, en rannsóknir á þessu sviði eru þegar alllangt komnar, og er talið , víst, að sólin muni áður en mjög langt um líður leysa atómið af hólmi, sem orkugjafi til almennrar hagnýtingar. ALLT URANIUM BUIÐ ÁRIÐ 2198 Sá dagur mun renna upp, seg- ir Putman, þegar öll kol, allt gas, öll olía verður gengin til þur.rðar. Hvar eigum við þá að | fá orku? Uranium og thorium forði ' heimsins, hin einustu efni, þar ; sem hægt er að beizla atómork- una, verður uppurinn árið 2198. Við munum þá verða knúnir til að snúa okkur til sólarorkunnar. SÓLARLJÓSIÐ TIL SUÐU OG IIITUNAR Þegar eru til nokkur dæmi þess, að ljósorka sólarinnar hafi verið hagnýtt til að hita upp hús' og sjóða mat. Við tæknilega háskólann í Massachusetts hefir verið haldið uppi stöðugum rannsóknum á þessu sviði síðan árið 1938. VÉLAR KNÚNAR SÓLSKINI — GÖMUL IIUGMYND í rauninni er hugmyndin um velar knúnar með „sólskini'1 býsna gömul. Franski efnafræð- ingurinn Lavoisér, sem tekinn var af lífi í frönsku stjórnarbylt- ingunni hafði jafnvel brætt plat- ínum í brennipunktinum á feyki mikilli alkohól linsu. Síðan hef- ir ótal margt nýtt komið upp á teninginn í þessum efnum og er' nú beðið með eftirvæntingu hver- muni framvinda þessara rann- sókna, sem kann að ráða ótrú- lega miklu um lífskjör manna á' komandi öldum. Sér grefur sröf c? ö þótt grafi ^ VÍNARBORG 30. sept. — í sprengingu, er varð í dag í skrifstofu sjúkrahúss eins í Vín- arborg, fórust tveir menn, þrír særðust alvarlega, en ellefu hlutu minni háttar meiðsli. ^ Lögreglan segir, að sprengi- efnið hafi verið borið íil sjúkrahússins í kistu af sjúklingi einum, er áður lá á sjúkrahúsinu. Það var hann sjálfur, ásamt starfs manni á sjúkrahúsinu, sem lét lífið. —NTB-Reuter. Ný rétt í Staðarhreppi, er rúmar tæp 10 þús. íjár SAUÐARKRÓKI, 24. sept. — Þriðjudaginn 22. sept. s.l. var tekin til afnota ný fjárrétt í Staðarhreppi í Skagafirði. Vorið 1952 hófst bygging rétt- arinnar og var henni .valin stað- ur skammt norðan og austan Skagafjarðarvegar, vestan Reyni staðar. Réttin sjálf er byggð úr járnbentri steinsteypu, en skil- rúmin milli dilka úr timbri, fellt í steyptar máttarstoðir. Talið er að almenningur rúmi 2200 fjár, en dilkar 7500. Utanmál hennar er 61x41 m. Stærð almennings um 600 ferm. Dilkar eru 26 talsins, þar með talin ómerkingakró. Talið er að byggingarkostnað- ur muni nema kr. 150 þús. — Hreppar á upprekstrarsvæðinu kostuðu réttarbygginguna, en' þeir eru: Staðar-, Seylu-, Rípur- og Skarðshrepnar og Sauðár- króksbær. — í byggingarnefnd mannvirkisins hafa verið frá upphafi, f. h. Staðarhrepps, bændurnir Steindór Benedikts- son, fjallaskilastjóri, Birkihlíð; Haukur Hafstað, Vík og EUert Jóhannsson, Holtsmúla; f. ;h. Seyluhrepps bændurnir Jón Jó- j hannesson, fjallaskilastj., Ytra- Skörðugili; sr. Gunnar Gíslaspn, : Glaumbæ og Tobías Sigurjóns- ; son, Geltingaholti. Framkvæn|da j stjóri nefndarinnar hefur frá upphafi verið Steindór Beíie- diktsson, Birkihlíð, en yfirsmáð- ! ur Svavar Ellersson, Ármilla, j fyrra árið, en Stefán Friðrijrs- son, Glæsibæ, nú í ár. Af sérstökum ástæðum reyúd- ist ekki unnt að ganga fullkc^n- lega frá verkinu nú í ár, en það 1 mun verða gert á n.k. sumri :og þessara merku tímamóta í uþp- rekstrarmálum fyrrgreimjra j þreppa þá væntanlega minþzt næsta haust á viðeigandi hátt.j — jón.; Herraenn á friðartorgi. PEKING — í dag var haltíið hátíðlegt afrnæli kínverska „al- þýðulýðveldisins" mað því að 1 geysiöflugur her gekk um Frið- artorgið i Peking og heilsaði j foringja sinum, Mao Tse Tung.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.