Morgunblaðið - 02.10.1953, Síða 11

Morgunblaðið - 02.10.1953, Síða 11
Föstudagur 2. okt. 1953 MORGUNBLAÐI9 11 Stjörnubíó sýnir um þessar mundir bandaríska dans og söngva- mynd, „Stúlka ársins", sem er í eðlilegum litum, frá Columbía. Þau Kobert Cummings og Jean Gaulfield fara með aðalhlutverk- in, en auk þess koma fram í myndinni fjöldinn allur af öðrum leikendum og sömuleiðis heil tylft af gullfallegum glæsimeyjum Hollywoodborgar. 478 neimdur stunda nám vio Menntaskólann í Reykjavík í vetur MENNTASKÓLINN í Reykjavík var settur í gær að viðstöddum kennurum og nemendum. Hófst skólasetningin kl. 3 e. h. Skólinn starfar í 21 bekkjardeild í vetur og er það einni færra en s. 1. yetur og nemendafjöldi er einnig nokkru minni eða 478 nemend- Ur í stað 510 í fyrra. Erfndi Schydiovskys um ístand SÍÐASTLIÐINN sunnudag flutti E. Schydlowsky, sem var sendi- kennari þrjá undanfarna vetur í Reykjavík, erindi á frönsku í danska útvarpinu. Hann kom víða við og bar íslendingum yfir- leitt vel söguna. Taldi hann nokk uð erfitt fyrir útlendinga að kynnast IslendingUm, þeir væru seinteknir, en þeim mun vin- fastari, og kvaðst hann hafa tengzt sumum þeirra mjög sterk um vináttuböndum. Hann minnt ist á starfsemi Alliance Fran- caise, sem hann taldi mjög öflugt félag miðað við stærð Reykja- víkur og allar aðstæður. Einnig gerði Schydlowsky það að um- talsefni, hversu vel hefði verið tekið þeim frönsku leikritum, serrt hér voru sýnd. í lok erindis- ins vék hann nokkrum orðum að hinni fáránlegu grein, sem birt- ist fyrir nokkru í franska tíma- ritinu „Les Temps Modernes" um Island og fslendinga. Kvað hann íslendinga standa jafnrétta fyrir slíkum skrifum, sem væri samsafn af lygum og fyrrum. Þeir hefðu stundum áður orðið fyrir slíku aðkasti og vekti höf- undurinn meðaumkun og fyrir- litningu í brjóstum þeirra. Leikfélag Akureyrar RÆÐA REKTORS Rektor skólans, Pálmi Hannes- son, bauð kennara og nemendur velkomna til vetrarstarfsins og hvatti þá til elju og samvizku- semi við nám og starf. Minnkun nemendafjöldans kvað hann stafa af því, að óvenjulega marg- ir nemendur hefðu fallið við síð- ustu vorpróf. Þannig hefðu 46 fallið af um 150 nemendum, sem þreyttu próf upp úr þriðja bekk. ÓSKAÐI TIL HAMINGJU Rektor minntist á stofnun Menntaskólans á Laugarvatni og óskaði hinni nýju menntastoín- un til hamingju með framtíðar- starfið. Lét í því sambandi svo um mælt að hin mesta gæfa, sem einum menntaskóla gæti hlotnazt væri sú, að stúdentar þeir, sem hann útskrifaði reyndust dug- andi menn í þjóðfélaginu. SAGA MENNTASKÓLANS I REYKJAVÍK Þá vék rektor að sögu Mennta- skólans í Reykjavík þau 24 ár, sem hann hefir farið með skóla- stjórn. Minntist hann á hinar ýmsu breytingar, sem gerðar hefðu verið í skólastarfinu. Þær Væru fæstar þeirra, komnar frá skólanum sjálfum, heldur utan að frá og hefðu þær fæstar reynzt skólanum til góðs. Gat Akareyrarbær styrkir Múlaveg AKUREYRI, 30. sept. — Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar var lögð fram samþykkt bæjarstjórn ar Ólafsfjarðar, þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórnir Siglufjarðar og Akureyrar og hreppsnefnd Dalvíkurhrepps að þær styrki með fjárframlögum vegaruðning frá Sauðanesi og út á Múla, jafnframt því að þær hlutist til um að þingmenn kjör- dæma þeirri vinni að því að Múlavegur verði tekinn í þjóð- vegatölu á næsta Alþingi. Tillögu þessari fylgir greinar- gerð frá bæjarstjórn Ólafsfjarð- ar og afrit af bréfi vegamála- stjóra. Meiríhluti bæjarstjórnar sam- þykkti að mæla með því að veg- ur þessi verði tekinn í þjóðvega- tölu og einnig að lofað verði að taka upp á fjárhagsáætlun næsta árs kr. 4,000 til styrktar þessari vegalagningu. — Vignir. hann í því sambandi hinna nýju fræðslulaga og lýsti vanþóknun sinni á þeirri ráðstöfun að inn- tökupróf í menntaskólann væri nú ekki lengur á vegum skólans sjálfs. HÚSNÆÐISMÁLIN Einnig vék rektor að húsnæð- ismálum skólans. Lýsti hann ánægju sinni yfir því að málinu væri nú loksins það langt á veg komið að byrjað hefði verið að vinna að byggingu hins nýja menntaskólahúss 15. sept. og yrði unnið að henni eins lengi og veð- ur leyfði í vetur. Kennaralið skólans verður ó- breytt frá fyrra ári að öðru levti en því, að í stað dr. Sigurðar Þórarinssonar, sem kennir við háskólann í Stokkhólmi fram að hátíðum í vetum, kemur dr. Her- mann Einarsson, fiskifræðingur, til kennslu í náttúrufræði. Læknarnir haf a ekki inælt með mj ólk urgj öfuiium FRÖKEN Katrín Thoroddsen skaut fram hjá markinu, sem svo oft áður á fundi bæjarstjórnar í gær, er hún ræddi um mjólkur- gjafir til skólabarna. Fröken Katrín vildi láta í veðri vaka, að hún ein hefði vak- ið umræður um mál þetta í bæj- arstjórn. Taldi ástæðuna til þess, að mjólkurgjöfum væri ekki hald ið uppi, væri sú, að Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn hefðu alltaf verið mjólkurgjöfunum andvíg- ir. Fór frökenin nokkrum orðum um hina heilsufræðilegu hlið þessa máls og taldi það mjög al- mennt, að börnin færu hálf svöng að heiman frá sér af ótta við að mæta of seint í skólanum. Borgarstjóri benti fröken Katrínu á, að frá öndverðu hefði verið leitað álits skólalækna um hvort taka bæri mjólkurgjafir upp í skólunum, en þeir hefðu ekki mælt með því. Embættispréf ÞESSIR kandidatar hafa nýlokið embættisprófi í lögfræði við Há- skóla Islands: Baldvin Tryggvason, Einar Árnason, Guðmundur W. Vjl- hjálmsson, Hafsteinn Baldvins- son, Haukur Davíðsson, Höskuld ur Ólafsson, Jóhann Jónsson og Þórhallur Einarsson. AKUREYRI, 30. sept. — í gær var haldinn hér framhaldsaðal- fundur Leikfélags Akureyrar. Hin nýkjörna stjórn lagði fyrir fundinn áætlun um starfsemi fé- lagsins á komandi vetri. — Mun vera í ráði að félagið sjái um flutning á einu útvarpsleikriti fyrir jól, en ekki er enn ákveðið hvaða leikrit verður fyrir valinu eða hver stjórnar því. Ákveðið er að sýna banda- rískan gamanleik, sem séra Áre- líus Níelsson hefir þýtt fyrir fé- lagið. Leikstjóri verður Guðm. Gunnarsson. Einnig mun í ráði að félagið hefji sýningar á „Skugga Sveini“ Matthíasar síð- ar í vetur, undir leikstjórn Jóns Norðfjörðs. Þó mun það ekki endanlega ákveðið. Fundurinn samþykkti nýtt launakerfi fyrir leikara og fasta starfsmenn félagsins, sem þeir Guðmundur Gunparsson, Vignir Guðmundsson og Jón Kristins- son höfðu samið. Urðu um það all fjörugar umræður. Fundurinn samþykkti tillögu frá stjórninni um að leggja í hár- kollusjóð Leikfélagasambands fs lands kr. 1000. Nokkur fleiri mál voru rædd á fundinum og í lok hans flutti formaður, frú Sigurjóna Jakobsdóttir, athyglis- verða ræðu. — H. Vald. Góður áranauur í frjálsíþróttum Á INNANFÉLAG SMÓTI, sem Ármann hélt nýlega náðist góður árangur í nokkrum íþróttagrein- um, og eitt drengjamet sett. í 200 m hlaupi hljóp Hörður Haraldsson á 21,9 sek., Guð- mundur Lárusson 22,0, Þórir Þor- steinsson 23,0 og Hilmar Þor- björpsson 23,2 sek. f 4x100 m. boðhlaupi náðist tíminn 43,7 sek. Hörður Haraldsson hljóp 300 m. á 34,5 sek. — Hallgrímur Jónsson kastaði kringlu 46,29 m. í 1000 m. boðhlaupi setti drengjasveit Ármanns nýtt drengjamet (Hreiðar Jónsson, Þórir Þorsteinsson, Hilmar Þor- björnsson og Þorvaldur Búason), tíminn 2.02,5 mín. Ræðast við? WASHINGTON — Ráðgert er, að Eisenhower Bandaríkjafor- seti fari til Evrópu með haust- inu til viðræðna við Sir Win- ston. — Ekki hefur þetta þó verið fullákveðið enn þá. ■ ■ í Ú tlendir hattar m ■ teknir upp í dag. ■ ■ Einnig mjög fallegt úrval af fjöðrum. * Topphúfur koma fram daglega. ■ ■ ■ j ^JJattaláÍm ^JJaicl m m \ (Erla Vídalín) m : Kirkjuhvoli — Sími 3660 Þaksatimiir Saumur, venjulegur, ferkantaður, Ný sending — lækkað verð. JJeia lcji / v /a^nuóóon Hafnarstræti 19 — Sími 3184 & Co. i) VORVfBÍLL Heppilegur vörubíll fyrir sveita- bú, óskast Upplýsingar í síma 6140 frá kl. 4-8 í dag. imiiiiiiiini! Skrifstofustúlka ^imiiiiiiinni með Verzlunarskóla- eða hliðstæða mcnntun óskast ; strax. Umsóknir, er greini aldur, menntun ög fyrri stnrf, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merktar: ! '• „Heildverzlun“ —90S. % 1. Og 1/1 1. Voxdúkur mjög fjölbreytt úrval íaSTÖÐIN H.F. Heildsala — Umbcðssala. Vesturgötu 20 — sími 1067 og 81,438. Nýkomið: (hvítar) Fyrsta flokks tegund* — mjög ódýrar. Handlaugar, margar stærðir Eldhúsvaskar emaill. Baðker, svo lítið gölluð. Byggingavöruverzlun ísleifs Jónssonar. Símar 3441 og 4280. VEGGFLÍSAR í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.