Morgunblaðið - 02.10.1953, Side 14

Morgunblaðið - 02.10.1953, Side 14
14 MORGUNBLAÐiÐ Föstudagur 2. okt. 1953 rpa- =r I s iUÐURRÍKJAFÚLKIC =0 í i SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE Amerískir Framhaldssagan 48 Ur kosið sér“, gladdi mig ósegjan lcga rnikið. Kvöld eitt, er við Mitty sátum og spjölluðum saman heyrðum við að bifreið ók upp eftir hæð- inni og nam staðar fyrir framan búsið. Ég stóð upp og fór til J>ess að athuga hver kominn væri og mér til mikillar undrun- ar sá ég Poteat koma með erfiðis- niurwm upp brattar tröppurnar, og mér virtist hann vera skjálf- .andi. Ég fór á móti honum og leiddi hann inn. Við Mitty kom- um honum fyrir í þægílegum «tól og færðum honum bolla af heitu kaffi. Ég sat við hlið hans á meðan hann sötraði í sig kaff- iS, og útlit hans hryggði mig. Þó hann væri enn all drukk- ánn var hann orðinn dálítið ró- legri og var nú fær um að segja okkur Mitty frá því, sem hafði fengið svo mjög á hann. Hann hafði lent í ofsalegu rifrildi við ungfrú Camillu. Rifrildi, sem var út af mér og upplýsingum um mig. Hann hafði farið í heimsókn til ungfrú Camillu og tjáð henni hvað hann hefði heyrt. Hann .sagðist hafa sagt henni að hún ætti að skammast sín og hún hefði svikið hann, gert hann að fífli. „Ég hef hugsað um þetta lengi“, sagði hann. „Það er um þig. Það var kvöld eitt, áður en gamli Purefoy dó, að ég hafði ■drukkið of mikið....“ Hann vætti varirnar og auðséð var að honum var mikið niðri fyrir. „Ég sagði ungfrú Camillu frá þér. En ekki hvað þú hézt samt. Ég hafði orð á að þú myndir einhverntíman verða vel efnuð. Og þegar ég vissi um að gamli maðurinn ætti ekki langt eftir •ólifað, minntist ég á þetta aftur. Hún féllst á að taka þig inn á sitt heimili, og — seinna gifti hún þig syni sínum“. Jæja, svo Wes hafði þá haft á réttu að standa um móður sína Það var aðeins eitt sem mér tnislíkaði núna og það var að Ed Wangle birtist einn daginn, ekki einn síns liðs, heldur var hann með heilan hóp af sínum líkum með sér. Ég lét samt ekki hugfallast, ekkert gat bugað mig, vegna þess að nú áttu vélarnar að koma þennan dag og þeim yrði ekið á sinn stað með stórum og voldugum flutningavögnum. Frá glugganum mínum rétt við skrifborðið mitt sá ég fyrsta fíutningavagninn, dreginn áfram af fjórum stórum hestum, koma í áttina að hliðunum. Við Darty flýttum okkur út til þess að taka á móti þessari þungavöru. Ég heyrði að verksmiðjuflautan flautaði að komið væri að mið- degisverðarhléinu. An þess að líta við heyrði ég að verksmiðju- fólkið flykktist allt á eftir okk- ur Darty til þess að sjá. Áður en fyrsti vagninn var kominn inn fyrir hliðið veitti ég því athygli að einhver aðkomu- hópur var kominn í hóp verka- fólksins, og það var — það var hópur Ed Wangles. Ég horfði á þá þegar þeir gengu allir saman eftir veginum og stóðu þannig að vagnarnir gátu ekki komizt fram hjá þeim og urðu að nema staðar. Þetta gerðist alit svo skyndi- lega að ég hafði eiginlega ekki gert mér grein fyrir hvað var á seiði fyrr heldur en það var búið. Óróaseggirnir voru byrj- aðir að leysa böndin, sem héldu vélunum uppi. Allt í einu ruddist luralegur tlitilliiliiliiíiifiilii maður upp á vagninn, sem hafði farið fyrstur. Hann breiddi út faðminn og hrópaði í átitna til j fólksins: „Ég ætla aðeins að segja ykkur hvers vegna við höfum stöðvað þessa flutninga- vagna. Við viljum ekki að vél- arnar taki vinnuna frá verka- mönnunum. Þess vegna ætlum við að eyðileggja þær allar“. j Ég færði mig nær vagninum um leið og hann talaði og skeytti ekkert um aðvaranir Dartys sem reyndi að toga í ermina á káp- unni minni. Ég tók varla eftir því að ég færðist alltaf nær og nær vagninum. „Þú ert lygari!“ hrópaði ég. | Maðurinn, sem stóð upp á , vagninum leit niður á mig, og sagði: „Hvað voruð þér að segja frú?“ ! Ég sagði eins eðlilega og mér var unnt: „Ég sagði að þér vær- uð lygari“. Ég setti annan fótinn upp á vagninn og reyndi að kom- ast upp hjálparlaust. „Farið þér frá“, skipaði ég. „Nú kem ég , hér upp“. Og ég komst upp á ' vagninn og stóð við hlið manns- ins, en hann var svo hávaxinn að höfuð mitt náði honum ekki einu sinni í axlir. Undrun hans var smátt og smátt að breytast í reiði. En ég var einnig reið, en ekki æst eða óstyrk. Ég ákvað með sjálfri mér að þessi leiguþý ungfrú Camillu skyldu ekki fá vilja hennar framgengt. Ég talaði hátt og greinilega og horfði beint á mannfjöldann til þess að allt verksmiðjufólkið mitt skyldi heyra orð mín. j „Mennirnir, sem stöðvuðu vagnana tilheyra ekki okkur verksmiðjufólkinu. Þeir eru utan að komandi menn, sem vilja reyna að spilla fyrir okkur á all- an hátt. Þeir eru leigðir til þess að gera það, en ástæðan fyrir því kemur ekki verksmiðjunum eða okkur við á nokkurn hátt. Ég gef ykkur loforð mitt um að vélarnar munu ekki á nokkurn hátt taka frá ykkur vinnuna, né verða til þess að lækka laun ykk ar. Þvert á móti. Vélarnar þýða hækkað kaup og einnig líka nokkuð annað og meira. — Þær þýða það að verksmiðjan okkar, Carrebee-verksmiðjan, verður fræg fyrir naikla og góða fram- leiðslu sína og við höfum öll fyllstu ástæðu til þess að bera höfuðið hátt og stolt okkar verð- ur mikið“. Ánægjuhróp fóru um hópinn — og í mínum eyrum lét það betur en nokkur englasöngur. Hundruðin af verksmiðjufólkinu sem þarna var saman komið bjóst til þess að ráðast á Wangle og menn hans, sem nú sáu sitt óvænna og flýðu hver sem betur gat. Og nú fyrst var ég orðin yfir- maður Carrebee-verksmiðjanna og eftir hinum vingjarnlegu kveðjum sem ég fékk á leiðinni á skrifstofuna að dæma þá hafði fólkið nú loks ákveðið að ég ■ ætti að halda stöðu minni í verk- I smiðjunni. ) ■ Allt næsta ár vann ég eins og ' : ég hefði ekki getað ætlast til af ■ undirtyllum mínum, — ég vann : til þess að afla Carrebee-baðm- ■ ullarverksmiðjunni vinsælda og : það leið ekki á löngu áður en * framleiðsluvörur verksmiðjunn- : ar voru þekktar um gjörvöll ■ Bandaríkin. j : Smám saman lærðist mér að ■ minnka vinnustundir mínar í : verksmiðjunni og ég fór að vera' - heima. Ég gat þó ekki lengur j litið á heimili mitt sem hvíldar- j mm stað. Ég óskaði þess heldur ekki.' : Það gladdi hjarta mitt ósegjan-) ■ lega mikið að heyra sönginn og : gleðilætin í Cade og Mady, þeg- ■ ar þau voru að leik. Uppreisnin á Pintu Eftir Tojo 26 Tveir menn voru að koma niður stigann. Það var Sir John og Jói annar stýrimaður. — Þegar þeir voru komnir niður, gekk James fram úr fylgsni sínu. | „Upp með hendurnar og látið byssurnar falla á gólfið,“ l skipaði hann með þrumandi raust. i Þessí árás kom svo óvænt, að þeir hentu byssunum þegar frá sér. Komu þá hinir hásetarnir fram úr fylgsnum sínum. — James skipaði yfirmönnunum að fara inn í skip- stjóraherbergið og gera engan hávaða. Ef þeir hlýddu ekki skipunum sínum strax, yrðu þeir tafarlaust skotnir. Sir John og Jói gengu nú inn í herbergið og virtust mjög taugaóstyrkir. — Allt í einu sneri Jói sér snögglega við og ætlaði að þjóta upp stigann, en þá kvað við skothvellur og hann hné niður. Þeir, sem uppi voru komu nú að stigagatinu og spurðu hvað á gengi. Þá grunaði nefnilega alls ekki, að James og þrír hásetanna væru þarna niðri. „Segðu þeim að gefast upp,“ sagði James við skipstjórann og otaði að honum byssunni. „Fljótur nú“. Skipstjórinn sá sér þá ekki annars kost en kalla upp til mannanna, að þeir skyldu leggja niður vopn. Síðan skýrði hann í fáum orðum hvernig komið var. James skipaði nú skipstjóranum að ganga fyrstur upp stigann, því að hann vildi ekki eiga það á hættu, að hann fengi kúlu í brjóstið um leið og hann birtist í dyrunum. Hann gekk þó fast á hæla honum og otaði byssunni að skip- ! stjóranum. Þegar Sir John var að stíga á þilfarið, sparkaði hann með leiftursnöggu bragði í James, sem kom á hæla honum. — > Hann féll aftur fyrir sig og lenti á hásetunum, sem komu á eftir honum. borðlampar í fjölbreytíu úrvali, fyrirliggjandi. JUL kf. Austurstræti 14 — Sími 1687 NY BOK É mmu i mmn bHkmennta | TIL MIÐRAR ÁTJÁNDU ALDAR : m Sigurður Nordal Guðrún P. Helgadóttir o ■ Jón Jóhannesson : m settu saman : Fæst hjá bóksölum : Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hf. : .................................. . ......................■■■■■■■■■..... Hús til sölu i! á hitaveitusvæðinu ■ ■ • ■ ■ ■ : Sex herbergi eldhús og bað á efri hæð, þrjú herbergi ■ * eldhús og salerni á neðri hæð. Stór útigeymsla og þvotta- : j ■ ■ ! I hús fylgir. — Allt húsið selt í einu eða hvor í sínu lagi. : ■ ■ • — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laugardagskvöld, • t • merkt: „Hitaveitusvæði — 889“. * Aprikósur þurrkaðar Fyrirliggjandi. I. Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.