Morgunblaðið - 02.10.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1953, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Léttir til með stinningskalda af NV. 223. tbl. — Föstudagur 2. október 1953 Efnahagsorðiígleikar Finna. Sjá greín á bls. 9 Nauðsynlegt að byggja 600 íbúð iir á úú í Reykjavík Tillaga Sjálfsíælismaona á bæjarstjórnarfundi I gæ Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær flutti Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins tillögu um umbætur í húsnæðismálum bæjarbúa, sem samþykkt var með 15 samhljóða atkvæðum allra bæj- arfulltrúa. Var þar í fyrsta lagi lýst yfir, að nauðsynlegt sé að byggja 600 íbúðir á ári í Reykjavík trl þess að full- nægja eðlilegri fólksfjölgun og útrýma lélegu húsnæði. Þá fól bæjarstjórnin borgarstjóra að efna til ráðstefnu með þeim aðiljum í bænum, sem mest hafa starfað að bygging- arframkvæmdum í því skyni að sameina alla krafta um stórt átak til umbóta í húsnæðismálum. TILLAGA SJÁLFSTÆÐISMANNA Tillagan er svohljóðandí: „Bæjarstjórnin telur að byggja þurfi a. m. k. 600 nýj- ar íbúðir á ári hverju í Reykja vík til þess að fullnægja eðli- legri fólksfjölgun og útrýma lélegum íbúðum. — Þar sem á undanförnum 6 árum hafa ekki f engizt leyfi til að byggja nema tæplega 400 íbúðir á ári að meðaltali, er Ijóst, að auka þarf íbúðarhúsabyggingar í Reykjavík stórlega nú þegar og á næstu árum. Bæjarstjórn- in telur brýna nauðsyn til bera, að bær og ríki leggist á eitt. ásamt öllum öðrum byggingaraðiljum til þess að leysa húsnæðisvandræðin hið fyrsta. SAMEIGINLEGT ÁTAK Bæjarstjórn felur bæjar- ráði og borgarstjóra að hefja þegar samninga við ríkis- stjórnina um fyrirgreiðslu og framkvæmdir í þessum mál- nm. Felur bæjarstjórnin borg- arstjóra að efna til ráðstefnu mn byggingar íbúðarhúsa með þeim aðiljum, sem most hafa starfað að byggingar- framkvæmdum, i þvi skyni að fá sameiginlegt átak allra aðilja til stóraukinna íbúða- bygginga." MARSHALL HATUR XOMMÚNISTA Einn af bæjarfulltrúum komm- ánista, Guðm. Vigfússon, hélt ]>ví fram í umræðunum, sem urðu um húsnæðismálin á fund- ánum, að það væri efnahagssam- Miklar skipakomur lil ísafjarðar ÍSAFIRÐI, 1. okt.: — Miklar skipakomur hafa verið hér í þess ari viku og hafa mörg skipin orð- ið að bíða nokkuð eftir afgreiðslu vegna þess að ekki hefir verið hægt að fá vinnuafl eða bíla til afgreiðslunnar. Á mánudag kom kolaskip með 2000 tonn af kolum til Kaup- félags ísfirðinga og Lagarfoss, sem lestaði hér um 7 þús. kassa ¦af freðfiski. Einnig kom togarinn Isborg af veiðum frá Grænlands- miðum og sigldi með aflann áleið is til Esbjerg á þriðjudag. Þá kom og þýzka flutningaskipið Aistaerpark og tók hér saltfisk til Grikklands. I dag bíður Mophrid veðurs til að geta byrjað að lesta saltfisk [ til ítalíu. Hér er nú norð-austan stormur og snjóslydda, svo að ekki hefir verið hægt að skipa út saltfiski, — J. , i vinnu hinna vestrænu lýðræðis- þjóða, Marshall-hjálpinni svo kölluðu að kenna að ekki hefði verið byggt nægilega mikið í Reykjavík á undanfórnum árum. Ólafur Björnsson prófessor rak þessa marghröktu staðhæfingu ofan í kommúnista. Hann kvað það viðurkennda staðreynd, að efnahagssamvinnan hefði stór- aukið gjaldeyriseign þjóðarinnar. En til þess að geta byggt, þyrfti þjóðin fyrst og fremst erlendan gjaldeyri til kaupa á byggingar- efnum. Það lægi í augum uppi, að þau miklu framlög, sem ís- lendingar hefðu fengið frá M'ars- hall-stofnuninni hefðu auðveldað byggingarframkvæmdir þeirra en ekki hindrað þær. skipsf jóra og slýri- msnni fVan Dyck' MORGUNBLAÐIÐ leitaði seint í gærkvöldi upplýsinga hjá dóms- málaráðuneytinu um mál belg- iska togarahs Van Dyck, er kærð- ur var fyrir margföld landhelgis- brot, er hann kom inn til Vest- mannaeyja í fyrrakvöld. Var blaðinu skýrt frá því, að mál hefði verið höfðað bæði gegn skipstjóra skipsins og 1. stýri- | manni fyrir landhelgisbrot, en stýrimaðurinn hafði haft skip- stjórn á hendi í eitt skiptið er 1 skipsins varð vart að veiðum í landhelgi. Báðir hinir ákærðu fengu skip- aðan verjanda samkvæmt ósk sinni, en líklegt er talið, að dóm- ur falli í málum þeirra i dag. kósmiður brennist ti! bana í vinnustofu sinni i i Sviplegur afburður hér í bæ í gærdag. ! ÞAÐ SVIPLEGA slys vildi til í gærdag, að Stefán Steinþórssora skósmiður, beið bana af völdum brunasára í skósmíðastofu sinni^ í Brennu við Bergstaðastræti, árdegis í gær. marki. Var slökkviliðinu og lög- reglu þegar gert viðvart, en Stefán var látinn er sjúkraliðs- menn komn á vettvang um leiSB og slökkvslíðsmenn. REYKUR ÚT UM DYR Þetta gerðist um klukkan 11. — Börn er voru á götunni veittu I því eftirtekt, að reyk lagði út I um dyrnar á skósmíðastofu ' Stefáns, sem var í suðurenda' hússins Brenna, Bergstaðastræti 13. — Börnin gerðu frú Valgerði Árnadóttur, sem í húsinu býr, j viðvart. Brá hún þegar við. Uti : á götunni bað hún mann nokk- 1 urn að athuga hvernig á reykn- um úr skósmíðaverkstæðinu stæði. Er'maður þessi opnaði hurð skósmíðastofunnar, lá Stefán þar fyrir i'ótum hans. Föt hans log- uðu og voru mjög brunnin. — Sjálfur var hann þá með lífs- Crípur til Taft- Jartley-laganna WASHINGTON, 1. okt. — Eisen- hower sagði í dag, að verkfall hafnarverkamanna í hafnarborg- um á austursönd Bandaríkjanna stofnaði bandarísku þjóðinni í hinn mesta voða, og mundi hann því grípa til Tafl-Hartley lag- anna, þar sem svo er fyrir mælt, að verkfallið megi ekki standa yfir nema í 80 daga NTB-Reuter. KVIKNAÐI FÖTUNUM Ekki hafði annað brunnið þat í skósmíðaverkstæðinu og virð- ist sem kviknaði hafi í fötuns Stefáns, en með hvaða hætti ett ekki vitað, en benda má á, atS Stefán heitinn reykti. Hann vaU bæklaður mjög, einfættur. Mun honam þvi hafa gengið erfiðlega að komast út úr vinnustofunni. Stefán var einhleypur maðus og átti heima að Bergstaða-t stræti 30B. Annar þeirra seirj gcrðu hús- rasl á Bessastölui fundinn Var ölvaður, kveðsi ekki hafa þekkf hinn EINS OG SKÝRT hefir verið frá í blöðurn komu tveir ölvaðir menn aðfaranótt sunnudagsins 6. september s. 1. í íbúðarhús starfs- fólks Bessastaðabúsins og gerðu þar nokkurs ónæði. Þegar þeiir voru farnir þaðan út tóku þeir sendiferðabifreið forsetasetursins, G 578, í heimildarleysi og fóru burtu í henni, en daginn eftií fannst bifreiðin óskemmd við Þóroddsstaði í Reykjavík. A myndinni sjást greinilega skemmdirnar á herskipinu „Swiftsure". — (Ljósm.: Óskar Gíslason). Kvikmynd tekin af skemmdum ,Swiftsure fyrir brezka sjónvarpio STRAX og fréttir bárust um það, að brezka herskipið „Swiftsure", sem laskaðist í árekstrinum við tundurspillinn „Diamond", hafi leitað hafnar hér við land, sendi brezka sjónvarpið Slysavarna- félagi íslands fyrirspurn um það, hvort félagið gæti útvegað sjón- varpinu kvikmynd af skemmdum skipsins. Þótt slíkt sé að sjálfsögðu ekki í verkahring SVFÍ, brá félagið skjótt við sem jafnan, þegar til þess er leitað og fékk Óskar Gíslason Ijósmyndara, til þess að fara upp í Hvalfjörð og taka 'kvikmynd af skemmdum skips- ins, og gerði hann það í gær. Verður myndin send utan með fyrstu ferð. Sennilegt er að brezka sjón- varapið hafi snúið sér til SVFÍ í sambandi við myndatöku þessa vegna kvikmyndar félagsins um björgunina við Látrabjarg, sem kunn er orðin ytra. ANNAR MANNANNA FUNDINN Ljóst er nú orðið hver annar þessara manna var og hefir hann fyrir dómi skýrt frá atburðum þessum eftir því, sem hann man þá, en upplýst er að hann var mjög ölvaður þessa nótt og eigi man hann ýms atvik, sem vitni hafa lýst. Maður þessi er tvítug- ur að aldri og hefir einu sinni sætt áminningu fyrir brot á um- ferðarreglum, en að öðru leyti hvorki sætt ákæru né refsingu. Hann kveðst hafa verið hér á götum bæjarins umrædda nótt og þá hitt af tilviljun annan ölvað- an pilt og hafi þeim komið sam- an um að fara suður að Bessa- stöðum, en engan þekktu þeir þar og áttu ekkert erindi þangað. Þeir fóru síðan í leigubifreið að Bessastöðum og þar inn í starfs- fólksbústaðinn og er upplýst með vitnisburðum fólksins þar, sem sá þá og talaði við þá, að þeir voru nokkuð uppivöðslusamir. Einn starfsmanna búsins fékk þá til að fara aftur út í leigubifreið- ina og fylgdi þeim að henni, en fór síðan sjálfur inn. og burt. Að því búnu ók hinn bifreiðinni suður að Þóroddsstöð- um og skildi þar við hana. ÞEKKIR EKKI HINN MANNINN Sá mannanna, sem uppvíst er orðið um, staðhæfir að hann viti ekki hver hinn sé, að hann hafi alls ekki þekkt mann þennan þegar þeir hittust um nóttina og að hvorugur þeirra hafi gefið hinum neinar upplsýingar um sig, svo sem um nafn, heimili eða starf. TOKU BIFREIÐ Mennirnir vildu ekki aka burtu í leigubifreiðinni og létu hana fara. Síðan tóku þeir í heimild- arleysi jeppabifreið bústjórans og ætluðu burt í henni, en komu henni ekki í gang. Ýttu þeir henni nokkurn spöl, en skildu svo við hana. Þá tóku þeir G-578, slitu rafleiðslur hennar og tengdu þær síðan saman þannig að þeir gátu komið bifreiðinni í gang og ók síðan sá þeirra, sem uppvíst er orðið um, henni til Reykja- víkur, en hinn sat í bifreiðinni. Ekið var að bifreiðastöðinni Hreyfli við Kalkofnsveg og num- ið þar staðar um stund og þar fór sá, sem ekki ók, úr bifreiðinni Finim menn slasast í bílaárekstri Á HORNI Þvottalaugavegar og Suðurlandsbrautar varð í gær- dag harður árekstur. Fimm menn en þeir voru í fjögurra manna bíl og jeppa, hlutu meiðsl, en ' ekki alvarleg. Þeir voru þó allir fluttir i sjúkrahús. , Fjögurra manna bíllinn, R- 3025, var á leið til bæjarins og sveigði inn á Þvottalaugaveg- inn, er jeppinn R-6233, sem var á leið austur eftir Suðurlands- braut, kom á hasgri hlið bílsins og velti honum. Þrír þeirra, sem | í 3025 voru meiddust, og þurfti að flytja þá í sjúkrahús, en það ^voru Kristinn Eyjólfsson, Lind- argötu 22 A, sem fékk heilahrist ing, Óskar Einarsson, Hverfis- götu 42, sem handleggsbrotnaði I og Þórður Einarsson, sem er bróðir Óskars. í jeppanum meiddust bílstjór- inn Stefán Jóhannsson Sjafnar- götu 8 og Birgir Ólafsson, Skipa- sundi 34. Voru þeir einnig fluttir í Landsspítalann vegna meiðsla. Minni bíilinn stórskemmdist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.