Morgunblaðið - 21.11.1953, Side 2

Morgunblaðið - 21.11.1953, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. nóv. 1953 * Utwarpsræfe Bjama OenedikfssoiBar Framh. af bls. 1. Veitir þess vegna mjög mikið öryggi gegn árásum. Fullkomið öryggi í þessum efnum fæst hins vegar aldrei, ef svo illa fer, aö tii styrjaldar komi. MESTU MÁLI SKIFTIR AÐ IIINDRA STYRJÖLD Öllu máli skiftir þess vegna, a0 komið verði í veg fyrir nýja stórstyrjöld. Að þvi hlýtur við- leitni okkar sem annarra frels- is- og friðarunnandi þjóða fyrst og fremst að stefna. Nýtt ófrið- arbál verður uggvænlegt fyrir allar þjóðir heims, ekki síður fýrir okkur íslendinga en aðra. Dví veldur lega landsins og hern- aðarþýðing þess í nútíma styrj- öld. Við skulum af fullri hrein- skilni gera okkur grein fyrir þeirii hættum, sem að okkur steðja, ef til slíkrar styrjaldar kemur. Þær eru áreiðanlega miklar. En nokkuð er þá til þess vinn- ■ancli að koma í veg fyrir, að ný heimsstyrjöld brjótist út. 1 >ví skyr.i gerðumst við aðilar Atlantshafsbandalagsins og sam- þykktum síðar að hafa um sinn erlent varnarlið í landi okkar. Auðvitað höfum við með þessu lagt kvaðir og nokkur óþægindi ái þjóð okkar, því neitar enginn. En er það að ástæðulausu? Það er sagnfræðileg staðreynd, að kommúnistar hrifsa til sín yfir- Táðin hvarvetna þar, sem ekki er nógu sterklega tekið á móti. Ef þeir létu þetta undanfallast ihundu þeir -Lregðast þeim boð- skap, er þeir vita helgastan, að engri þjóð geti liðið vel nema hún lúti kommúnistiskri stjórn. Frægt er orðið, þegar Halldór JKiljan Laxness Iýsti því við árás Itússa á Pólverja haustið 1939, „að ekki væri hægt að sjá nokk- urt hneyksli í því, að 15 milljón- ir manna eru þegjandi og hljóða- laust innlimaðir undir bolsé- ■vismann“. Ætli þeim félögum þætti meira hneyksli, þótt 150 þúsundir íslendinga færu sömu leiðina? HERNAÐARÞYÐING ÍSLANDS Við vitum um hinn mikla á- huga Lenins fyrir örlögum fs- lands. Hann lýsti því strax 1920 Jiverja hernaðarþýðingu ísland hefði og að það mundi ekki geta haldið hlutleysi í nýrri styrjöld. Atvik síðustu heimsstyrjaldar sýna, hversu ríka áherzlu Bret- land og Bandaríkin lögðu á, að hindra að óvinaríki þeirra fengi yald á íslandi. Þau þurftu ekki á íslandi að halda til að gera héðan árásir á Þýzkaland, en þeim var lífsnauðsyn að hindra að Þjóðverjar fengju hér fót- festu til árása bæði í austur og vestur, auk þess sem bækistöðv- ar á íslandi gerðu samgöngur á sjó og lofti yfir Atlantshaf mun Öruggari en ella. Á sama veg mundu Vesturveldin nú ekki, þurfa að gera árásir frá íslandi á óvinaríki sitt, ef til nýrrar | stórstyrjaldar kæmi. Flest lönd Atlantshafsbandalagsins liggja miklu nær höfuðstöðvum hins al- þjóðlega kommúnisma en ísland. Atlantshafsbandalagið, sem beint og óbeint tekur til mikiis hluia allrar Evrópu, nema þeirra landa, sem eru á valdi kommúnista, þarf ekki ef styrjöld brýzt út,! að sækja til íslands í því skyni að gera héðan árásir á Austur- Evrópu, þar sem stöðvar þess á meginlandinu og í Englandi eru miklu nær. En nú sem fyrr mundi lýð- ræðisþjóðunum það óbætanlegt "tjón, ef óvinir þeirra næðu ís- landi á sitt vald. Og einmitt þess vegna er yfirvofandi hætta á, að tilraun til slíks yrði gerð, og 3»eim mun meiri, sem varnir eru jér veikari. ÍSLAND GÆTI HAFT IfRSLITAÞÝÐINGU - Auðvitað væri miklu þægi- legra rétt í bili að loka augunum fyrir þessum staðreyndum og kaupa sér með athafnaleysi frið fyrir rógi kommúnista og nokk- urra skammsýnna manna út af vörnunum. Til þess þyrfti enga dirfsku, heldur það hugarfar að forða sér frá óþægindunum með því að svíkja þjóðina, sjálfstæði hennar og jafnvel tilveru. Bætir það sízt úr skák um af- neitun staðreyndanna, þótt það sé gert undir því yfirskini, að ef slík hætta væri fyrir hendi gætum við ekki kinnroðalaust falið öðrum að verja landið, held- ur yrðum að gera það sjálfir. Því miður erum við svo fáir, að ekki raunar verulega um okk- ar til varnar landinu ef verulega reynir á, og þess vegna höfum við ekki annað úrræði en leita bandalags við önr.ur ríki, sem hafa að þessu leyti sömu hags- muni og við. Sú fullyrðing, að vegna þess að andstæðingar lýðræðisþjóð- anna geti ekki haldið íslandi í stríði, muni þeir ekki reyna að taka það, fær ekki staðizt. Því að jafnvel þó að hernám fs- lands, af hálfu ofbeldisárásar- aðila, stæði aðeins stutta stund, mundi það geta gert ómetanlegt tjón. Héðan væri hægt að gera skyndiárásir bæði á löndin til austurs og vesturs og trufla alla umferð um norðanvert Atlants- haf. Ýmsir halda, að ný stórstyrj- öld mundi verða mjög skamm- vinn, vegna þess að á stuttum tíma væri hægt að koma til vegar slíkum eyðileggingum, að úrslitum réði. Ef sú kenning er rétt, er greinilegt ,að einmitt í slíkri styrjöld gæti ísland haft megin þýðingu. Sú staðreynd, að hægt væri að hertaka ísland fyr- irhafnarlaust, af því að það væri með öllu óvarið, kynni því að vera lokaástæðan, sem réði því, að ofbeldisárás væri hafin. Með þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu og vörnum á íslandi höfum við lagt lóð okkar á vog- arskálina, friðnum til framdrátt- ar, og hver er sá, sem ekki kýs fremur núverandi ástand en nýja heimsstyrjöld? ENN ER YFIRVOFANDI ST YR J ALD ARHÆTTA Að sjálfsögðu vona allir góð- viljaðir menn, að núverandi á- stand breytizt svo í friðarátt, að ekki sé þörf á erlendu varnar- liði á íslandi. En því fer fjarri, að enn sé svo. Löngun lýðræðisþjóðanna til friðar er svo rík, að menn grípa hvert tækifæri, sem veit þang- að fegins hendi og reyna í lengstu lög að vona, að nú horfi svo, að eigi séu sömu líkur til yfir- vofandi hörmungar nýrrar heims styrjaldar sem áður. í von sinni um betri tíma halda sumir, að Fróðafriður sé á næstu grösum, aðeins ef ofbeldismaðurinn staldrar við um sinn eða ef í milliríkjaviðskiftum er ekki ein- göngu viðhaft orðbragð götu- stráksins. Þessi tilfining gerir jafnt vart við sig á íslandi sem í öðrum lýðræðislöndum. Alls staðar heyrast raddir um, að nú hljóti að mega slaka á klónni, draga úr vörnunum, af því að versta hættan sé liðin hjá. En þeir, sem svo tala, gleyma því, að ef hættan er minni, sem enginn veit þó með vissu, er það fyrst og fremst vegna þess, að þau lönd, sem áður voru óvar- in, eru nú varin svo að árásar- maðurinn hefur ekki jafn greiða yfirferð sem áður. Það er einmitt aukið valdajafnvægi í heiminum, sem á hefur komizt við varnir lýðræðisþjóðanna, sem gerir að verkum, að nú virðist friðvæn- legra en stundum fyrr. Sú stefna að efla samtök lýðræðisþjóðannr hefur þess vegna nú þegar sann- ast að vera rétt, enda sést að ófriðaröflin, forsprakkar hins al- þjóðlega kommúnisma, hafa bein línis gert um það samþykkt, að láta nú vinalegar en áður, ekki vegna þess að þeir hafi breytt um skoðun, heldur til þess að reyna með þessu að sundra lýð- ræðisþjóðunum. —- Enginn sá; sem yfirsýn hefur lætur hins vegar ginnast til að hverfa af þeirri braut, sera til friðarins leiðir. Raunveruleg breyting á hugarfari forsprakka hins alþjóð- lega kommúnisma, er fram kem- ur í verki eða öflug samtök lýð- ræðisþjóðanna tryggja bezt frið- inn. Þessi skilningur lýsti sér t. d. í samþykkt, sem flokksþing verkamannafiokksins brezka gerði í lok september s. 1., er hljóðar svo: „Á meðan árásarhætta er verður Bretland ásamt banda- mönnum sínum, að taka á sig byrðarnar af varnarráðstöfun- um“. • Yfirgnæfandi meirihluti fs- lendinga er sömu skoðunar um þetía og brezki verkamanna- flokkurinn. j Við viljum leggja fram okkar skerf til þess, að friður megi haldast jafnvel þó að af þeim ráðstöfunum leiði nokkra röskun á okkar högum um sinn, vegnay þess, að sú hætta er smávægileg við þá hættu, sem yfir okkur vofir, ef nýtt heimsstríð skell- ur ,á. Seinni hluti AFSTAÐAFRAMSOKNAK Menn hafa mjög rætt um fram- kvæmd varnarsamningsins og vitnað til ýmiskonar gagnrýni á hana og m. a. haldið því á lofti, að Framsóknarmenn hafi tekið undir hana, Af því tilefni þykir mér rétt að lesa hér upp um- mæli, er ég hafði á fundi í Varð- arfélaginu nú í haust, sama dag- inn og núverandi ríkisstjórn tók við. Þau hljóða svo: „Tíminn hóf strax eftir kosn- ingarnar skrif og réðist á mig og varnarmálanefndina mjóg harkalega. Mér var strax ljóst í hvaða tilgangi þetta mundi vera gert. Ef svo færi að Framsóknar- menn fengju utanríkismálin í stjónarsamningum og það var við því að búast og alltaf ráðgert að þeir mundu fá þau, ef við mynduðum ríkisstjórnina, þá var um að gera að hafa rakkað þetta niður allt sem allra mest, gert allt sem ljótast til þess svo að þegar Framsóknarmennirmr kæmu og tækju við, þá gætu þeir á skammri stundu þótzt breyta öllu og látið nú líta úr eins og bætt væri úr allri þeirri van- rækslu, sem ég og mínir aðstoð- armenn og meðstarfsmenn bæru ábyrgð á. Þetta er hyggilegur undirbúningur og kemur sjálf- sagt að gagni nú þegar þeir hafa fengið málin“. Mér virðist þessi ummæli mín hafa rætzt, en vil að öðru leyti óska eftirmanni mínum, núver- andi hæstv. utanríkisráðherra, allra heilla í hans vandasama starfi, og heiti honum fullum og afdráttarlausum stuðningi. ALLIR LYÐRÆÐISFLOKK- ARNIR STÓÐU AÐ SAMNINGNUM Um varnarsamninginn og fram kvæmd hans koma einkum tvö sjónarmið til greina. Annars veg- ar, að varnirnar verði eins ör- uggar og atvik leyfa. Hins veg- ar, að þær trufli ekki þjóðlíf okk- ar meira en brýnasta þörf er á. Um samningagerðina er það að segja, að af hálfu ríkisstjórnar íslands, sá ég, sem utanríkisráð- herra um hana og ber að því leyti ábyrgð á henni, öðrum fremur. Samstarfsmenn mínir við samn- ingsgerðina voru þó ýmsir, þar á meðal sérstaklega tilnefndir fulltrúar frá hinum lýðræðis- flokkunum, ty^mur, Framsóknar flokknum óg : Alþýðuflokknum. Öll atriði samninganna, smá og stór, vorú jafnóðum borin undir ríkisstjórnina og áður en samn- ingum var lokið, undir þing- flokka lýræðisflokkanna þriggja, þar á meðal \ekki aðeins sjálfur aðalsamningurinn og samning- arnir um réttarstöðu og annað slíkt, heldur einnig samkomulag um þau einstök framkvæmdar- atriði, sem menn komu sér saman um strax í upphafi, svo ekki yrði ágreiriingur síðar um fram- kvæmdina. j FERÐIR VARNAR- LIÐSMANNA Meðal þeirra framkvæmdar- atriða, sem þannig voru lögð undir flokkana, og engar athuga- semdir komu þá íram um, var það ákvæði, sem Guðmundur í. Guðmundsson gat áðan. Þetta orðrétt: | „Bandaríkin fallast á, að menn í herliði þeirra, ásamt skyldu- liði og starfsmenn verktaka Bandaríkjastjórnar, þeir, sem ekki eru íslenzkir þegnar, skuli búa á samningasvæðunum, nema íslenzk stjórnarvöld samþykki annað. Ákvæði þetta skal eigi skýrt svo, að fólki þessu sé ó- heimilt, ef það er á ferðalagi eða i í leyfi, að dveljast um stuttan tíma á gistihúsum eða öðrum slíkum stofnunum á íslandi, sem opnar eru almenningi eftir því, sem húsrými er fyrir hendi“. Þetta ákvæði sýnir svo glöggt, að ekki verður um villst, að rétt er, það sem ég hefi haldið íram j áður hér á Alþingi, að frá upp- hafi var um það samið, að varn- arliðsmenn skyldu frjálsir ferða sinna á íslandi, með þessum tak- j mörkunum, á sama veg og aðrir . erlendir menn, sem löglega eru | inn í landið komnir. Menn geta 1 talið að þetta sé heppilegt eða i óheppilegt, en svona var um þetta samið, og því verður ekki breytt einhliða af íslenzkum stjórnar- völdum nema með hæfilegri upp- sögn, heldur þarf um það nýja samninga, og lýsir það sannast sagt lítilli karlmennsku, að ein-1 mitt sumir þeirra manna, sem frá upphafi voru þessu ákvæði full- 1 kunnugir, skuli eftir á ráðast á . mig og samstarfsmenn mína fyr- ir að framfylgja því. Einkum ( þegar að því er gáð, að um þetta j hafa síðar fengizt settar miklu strangari reglur en samkvæmt samkomulaginu voru ráðgerðar. Verður ekki komizt hjá að benda á, að háttvirtur 1. landkjörinn þingmaður, Gylfi Þ. Gíslason hefur sagt svo rangt frá, um þessar staðreyndir, og ranglega hermt upp á tilgreindan trúnaðar mann ríkisstjórnarinnar, að hann hafi gefið aðrar upplýsingar, þar sem þvert á móti er sannanlegt, að Gylfi Þ. Gíslason fékk full- komna vitneskju fyrir samnings- gerðina um öll þessi atriði. REYNSLAN HLÝTUR AÐ RÁÐA Við hér á Alþingi, sem sitjum mánuðum saman yfir því, að breyta og bæta lög, sem við höf- um oft nýlega sett um efni, er við gerþekkjum, ættum hins veg- ar ekki að láta sem það væri ( nokkur nýung, þótt reynslan sýni að einhverju þurfi að breyta um samningsákvæði um svo ný- stárleg efni fyrir okkur, sem varnir landsins. Ákvæði samn- ingsins og endurskoðun hans og uppsögn sýna að fyrir þessu var ætíð gert ráð. Enda er það eft- irtektarvert, að vestan hafs hef- ur samningurinn einmitt sætt harðri gagnrýni af þvi, að hann ( sé okkur of hagstæður að þessu leyti. Samningur sá, sem Banda- ríkjamenn hafa nýlega gert við Grikkland um stöðvar þar í landi, er að þessu leyti ólíkur, því að hann á að standa allan gildistíma Atlantshafssamningsins eða til 1969. I Uppsagnarákvæðið í samningi okkar sýnir. hins vegar svo skýrt sem verða má hversu marklaust það tal er, að hægt sé að þvingá 'okkur.til að hafa varnirnar leng- . ur en við sjálfir viljum. 1 RÍKISSTJÓRNIN ÖLL ÁKVAÍ> FK A M KVÆ.MDI N A Um framkvæmd samningsinð vil ég geta þess, að henni vag svo háttað, að ég sem utanríkis- ráðherra hafði yfirstjórn henn- ar, en ég tilnefndi síðan einn trúnaðarmann og lýðræðisflokk- arnir tveir, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn, sinn hvorn, og skyldu þessir þrír menn fara með dag- lega framkvæmd og yfírleitt hafa milligöngu við hina erlendu að- ila, jafnvel þó að mörg og jafra vel flest þau atriði, er upp kæmu, heyrðu undir önnur ráðuneyti en utanríkisráðuneytið. Öll þan mál, er nokkra þýðingu voru tal- in hafa, voru hins vegar borira undir ríkisstjórnina alla og eft- ir atvikum fulltrúa frá lýðræð- isflokkunum þremur. Segja má, að þessi aðferð hafi verið þung í vöfum, en hún átti að leiða til þess, að öll sjónarmið kæmusfi að og að framkvæmdinni væri ekki hagað neinum einum flokki eða aðila til framdráttar, heldup allri þjóðinni. Auðvitað. er í þessu sem öðru hægara að vera vitur eftir á en sjá allt fyrir, en mjög efast ég um, að þrír hæfari, skeleggari og betur menntaðri menn verði fengnir til meðferðar þessara mála, en þeir Hans G. Andersen, Guðmundur í. Guðmundsson og Agnar Kofoed Hansen. Hvað sem stjórnmálaágreiningí að öðru leyti líður, hefur þaS ásannast, að þeir unnu íslandi gott starf í varnarnefndinni. Vandamálin, sem upp koma við dvöl erlends varnarliðs í land- inu, eru auðvitað mörg og ein- mitt þess vegna er eftirtektar- vert, að ekki hefir tekizt að nefna eitt einasta raun- verulegt dæmi þess, að ég og samstarfsmenn mínir höf- um haldið linlega á íslenzkum málstað, eða að við höfum ekki lagt okkur alla fram til að bæta úr þeim misfellum, sem fram hafa komið. SAMEINAÐIR VERKTAKAR Með þessu er ekki sagt, að ekki standi margt til bóta í þessurra efnum. Hér eins Og ella verður að læra af reynslunni og haga svo til, sem á hverjum thna er hentast. — Af þessu hef- ur stöðugt verið unnið og væri allt of langt að rekja það hér. — Þess skal þó getið, að meðal þeirra veigamiklu at- riða, sem nú er öðru vísi háttað en í fyrstu var ráðgert, er það, að í upphafi var íslenzkum verk- tökum ekki tryggður forgangs- réttur fram yfir erlenda verktaka til starfa hér á vegum varnarliðs- ins, heldur gert ráð fyrir almenn- um útboðum. — Um það voru hins vegar skýlaus fyrir- mæli, að innlendir verkamcnn skyldu sitja fyrir vinnu og ís- lenzk stjórnarvöld hefðu í hendi sér að hindra hingað komu er- lendra verkamanna, ef þau teldra hérvist þeirra óþarfa. Til að tryggja betri aðsteðu íslenzkra verktaka beitti ég mcr skjótlega í samráði við ríkis- stjórnina fyrir því, að þcir mynd- uðu samtök sín á milli, er ölliint skyldu vera opin. Þessi samtök, Sameinaðir verktakar, hafa orðið til þess, að íslendingar hafa get- að tekið að sér miklu meira af verkum, en þeim ella hefði verið unnt. Vorið 1952 var í samræmi við þetta gert viðbótar samkomulag, sem varnarmálanefndin beitti sór fyrir, þar sem berum orðum er ákveðið, að íslenzkum verktök- tim skuli falin verk eftir því, sem fremst sé framkvæmanlegt. Síðan hafa íslenzkir verktakf ar ætíð tekið við fleiri og fleirf verkum. Að vísu hafa nokkur ágreiningsatriði komið upp, ei» á þessu varð gerbreyting td bóta strax mcð viðbótarsamkomu Framh. á bls. 7. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.