Morgunblaðið - 21.11.1953, Side 16

Morgunblaðið - 21.11.1953, Side 16
Veðurúllif f dag: SA-stinningskaldi. Þykkt loft. — Dálítil rigning. F]árha|iráð lagt niður. Sjá blaðsíðu 9. 266. tbl. — Laugardagur 21. nóvember 1953 Maður játor að hafa pbbað Slökkviliðið 7—10 sinnam í ár i Slökkviliðsmenn fóku hann höndum í fyrrinóff í FYRRINÓTT tókst að hafa hendur í hári manns nokkurs, sem mánuðum saman hefur verið grunaður um að gera sér leik að gabba slökkvilið bæjarins. — Slökkviliðsmaður sá til ferða hans á Lindargötunni í fyrrinótt. Skömmu síðar var brotinn brunaboði á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. — Slökkviliðsmenn handtóku rnanninn og afhentu hann lögreglunni. — Við yfirheyrslur í gær viðurkenndi hann að hafa gabbað slökkviliðið 7—10 sinnum. SLÖKKVILIÐSMAÐUR SÁ HANN Laust fyrir klukkan 1 í fyrn- nótt er Gísli Jónsson brunavörð- ur var að fara heim til sín, en hann á heima að Lindargötu 13, sá hann hvar hinn grunaði var j á gangi á götunni, og var hann' mjög drukkinn. Hann hringoi strax að heiman frá sér og gerði viðvart á slökkvistöðinni, um að nú væri maðurinn á ferli, og rétt, væri að hafa gætur á honum í nótt. Gísli sá til ferða hans unz hann gekk upp Smiðjustíginn cg j beygði niður Hverfisgötu, en þar við hornið er brunaboði. Meðan Gísli ræddi við varð- stjórann kom brunakall frá þessum brunaboða og brá Gísli þá þegar við og hljóp upp að boðanum. Hann sá hvar hinn grunaði maður hljóp við fót, en síðan hægði hann á sér og fór sér í engu óðslega, en Gísli veitti honum stöðugt eftirför, upp á Laugaveginn og niður í Banka stræi. Þar sneri Gísli við og fór að brunaboðanum. EFTIRFORIN Þar voru komnir brunaverðir ásamt Jóni Sigurðssyni slökkvi- liðsstjóra. Sagði Gísli slökkvi- liðsstjóra.um ferðir mannsins. —- Brá slökkviliðsstjóri þegar við á bíl sínum ásamt fjórum bruna- vörðum. — Þegar þeir komu neðst í Bankastrætið, sáu þeir hvar hinn grunaði stóð á gang- .stéttinni fyrir utan Verzlun Har. Árnasonar. —* Hafði slökkviliðs- stjóri slökkt einkennisljósið á þaki bílsins. Hinn grunaði hélt að um leigubíl væri að ræða, og veifaði honum. — Það var stanz- að hjá manninum, og í stað þéss að bjóða honum inn í bílinn, var honum stungið inn í hann og ek- ið beint niður á lögreglustöð og hann afhentur lögreglunni. VIÐURKENNDI Við yfirheyrslur hjá rann- ' sóknarlögreglunni í gær við- urkenndi maðurinn að hafa brotið brunaboðann og að það væri ekki í fyrsta skiptið, — heldur í 7.—10. skipti, — sem hann hefði gabbað slökkvi- liðið. — Slökkviliðið telur þó mann þennan hafa verið oftar að verki og einkum í sam- bandi við göbb frá brunaboð- anum á húsi Gamla Kompan- ísins við Snorrabraut, en þangað hefur slökkviliðið verið gabbað milli 15—20 sinnum á þessu ári. Reynt var að hafa verði við þennan brunaboða margar nætur, en yfirleitt koma gabbköllin milli kl. 1 og 2 á nóttunni. Maður sá sem hér um ræðir er fulltrúi hjá. einu tryggingar- félaganna hér í bænum. — Það er allt að 10 þús. kr. sekt til bæjarsjóðs að gabba slökkvilið- ið, en auk þess verður hlutað- eigandi að greiða allan kostnað, ®m af gabbinu hlýzt. — Þá mun vera állt að 3 mánaða varðhald fyrír verknaðihn. Vöruskipiajöfnuður- inn óhapSæður um 283 mi!!j, kr. TÍU fyrstu mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðúrinn óhagstæð ur um 283,5 millj. króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 813,1 millj. kr., en út fyrir 529,6 millj. — Á sama tima í fyrra var jöfn- uðurinn óhagstæður um 248,4 millj. Innflutningur nam þá 753,4 millj., en útflutningur 505 millj. í októbermánuði var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 53 millj. Út var flutt fyrir 66,6 millj., en inn fyrir 119,6 millj. Af innflutningsverðmætinu í október 1953 voru 17.681 þús. kr. vörur til Laxárvirkjunarinnar, og þar af voru vörur að upphæð 16.781 þús. kr. fluttar inn á árinu 1952, þó að þær væru ekki toll- afgreiddar, og þar með teknar á innflutningsskýrslur, fyrr en í október 1953. — Af þessum 17.681 þús. kr. voru 10.150 þús. kr. raf- magnstæki. Á rúmum 5 fímum fil Kaupmannahafnar GULLFAXI, millilandaflugvél Flugfélags íslands, setti í fyrra- dag nýtt hraðamet á flugleiðinni Reykjavík—Kaupmannahöfn. — Var hún 5 klst. og 13 mínútur á leiðinni. Hraðasta ferð áður var 5 klst. 22 mín. Flugstjóri í þessari ferð var Anton Axelsson. Kirkjuleg uíltöfn er skipbrotsmenn GRUNDARFIRÐI 20. nóv. — I gær fóru skípbrotsmennirnir af Eddu heim tíl sín. Áður en þeir kvöddu fór fram kirkjuleg at- höfn í Setbergskirkju. Þangað fjölmenntu Grundfirðíngar í hluttekningar- og samúðarskyni Séra Jósep Jónsson flutti bæn og kirkjukórinn söng. Vinna var lögð niður hér í Grundarfirði í gær eftir því sem við var komið. — Emil. Edda liggur á hlið- inni Óákveðið iim björgunartil- rairnir GRUNDARFIRÐI, 20. nóv. — í gær fór kafari niður að flaki Eddu. Skoðaði hann skipið og komst að þeirri niðurstöðu að það myndi vera óbrotið. Liggur það á stjórnborðshlið. Hann vildi lítið ræða um hvaða möguleika hann teldi á því að bjarga skip- inu, en þar sem það liggur er það á siglingaleið og verður að fjar- I lægja það á einn eða annan hátt.' Skipið er nú eign vátryggj-' enda, og þeir munu taka ákvörð- J unina um björgun þess, en slíkt kostar stórfé. Það mun kosta allt að 3 milljónum króna að byggja skip á stærð við Eddu. HALLVARÐUR rennur af stokkunum inn við kirkjusand. Fallegt skip, íslenzk smíði. — Ljósm. Mbl. G. R. Ó. \vr bátur Sú2Íirðin»a j O var sjósettur í gær o FaElegS skip, s@m kosfar um 725 þús. kr. í GÆRKVÖLDI, klukkan 5.15 var nýtt skip sjósett í skipasmíða- stöð Landssmiðjunnar við Kirkjusand. Skipið var jafnframt skírt við þessa athöfn, en það hlaut nafnið Hallvarður og er eign hluta- félagsins ísvers í Súgandafirði. „AWís" •- ný „rauð bók" komin út ,,ALDÍS elzt af systrunum sex“, heitir níunda og nýjasta „rauða bók“ Bókfellsútgáfunnar. Er hún eftir Carol R. Brink, en Frey-1 steinn Gunnarsson hefur þýtt hana. | Aldís á eflaust eftir að verða „bezta vinkona“ ungu stúlkn- anna, eins og stallsystur hennar, Pollýanna, Rebekka, Sigga Vigga og Stína Karls hafa verið áður. Bókfellsútgáfan hefur lagt kapp á að „Rauðu bækurnar“ séu ætíð úrvalsbækur. Fiskaflinn yfir 20 þús. smál. meiri en á sama fíma i fyrra FISKAFLINN frá 1. janúar til 30. september 1953 varð alls 295.430 smál. þar af síld 61.576 smál., en á sama tíma 1952 var fiskaflinn 274.750 smál. þar af síld 27.585 smál. og 1951 var aflinn 329.678 smál. þar af síld 82.007 smál. Fiskaflinn í september 1953 varð alls 27.062 smál. þar af síld 13.004 smál. Til samanburðar má geta þess að í september 1952 var fiskaflinn 27.117 smál. þar af síld 12.394 smál. Hagnýting þessa afla var sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1952): Smál. Smál. ísaður fiskur 1.654 (24.038) Til frystingar 74.782 (106.751 V Tilherzlu 74.757 (14.‘313) Til söltunar 79.192 (93.985) í fiskimjölsvinnslu 897 (6.275) Annað 2.572 (1.803) Síld til söltunar 30.671 (13.279) — — frystingar 10.112 (6.936) -----bræðslu 20.793 (7.316) -----annars (54) Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undan- skildum þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er ó- slægður. Skipting aflans milli veiðiskipa til septemberloka varð: Bátafiskur 184.894 smál. og togarafiskur 110.536. (Frá Fiskifélagi íslands;. Bátur þessi er um 40 rúmlestir ’ að stærð byggður eftir teikning- um Egils Þorfinnssonar í Kefla-’ vík, en bátar af þessari gerð þykja mjög hagkvæmir í rekstri.' Á vertíð þarf alls 10 menn við bátinn, fimm í landi og jafn marga skipverja. Vél bátsins er Catepillar-dieselvél 170 hest- afla. BÁTURINN SJÓSETTUR Þegar Hallvarður rann af stokkunum út í sjóinn lauzt mannfjöldi sá, sem safnazt hafði saman hjá bátnum, upp fagnað- arópi. Báturinn skreið fallega frá landi, en þar tók hafn- sögubátur við honum og dró til hafnar. Báturinn var skírður skömmu áður en hann var sjo- settur. — Jana Magnúsdóttir braut kampavínsflösku á stefni skipsins og gaf því nafnið Hall- varður. Það var samhljóða álit leikra sem lærðra, að bátur þessi væri hið fallegasta skip. Forstjóri ís- vers, Óskar Kristjánsson, lýsti ánægju sinni yfir bátnum og smíði hans við tíðindamann Mbl. Óskar sagði að báturinn myndi kosta með vél og rá og reiða um 725 þús. krónur, en þar af mun vélin ein kosta rúmar 200 þús. kr. LÍTILL VERÐMUNUR HÉR OG ERLENDIS Óskar Kristjánsson sagði, að úti í Svíþjóð væri nú verið að smíða bát eftir teikningum Egils Þorfinnssonar. — Myndi þessi sænskbyggði bátur kosta afhent- ur í skipasmíðastöðinni um 500 þús. ísl. krónur, en við það bæt- ist svo kostnaðurinn við að flyt.ja bátinn heim, sem er mjög rhikill. — Þegar allt kemur til alls þá mun verðmunurinn ekki verða svo gífurlegur á Hallvarði og þessum sænska báti. FLJÓTT OG VEL Smíði þessa báts hefur gengið mjög vel. — Byrjað var á honum í maímánuði, en þar til í ágúst- mánuði var unnið við hann í ígripum, en í ágúst var settur hraði á framkvæmd verksins og má því segja að smíði bátsins hafi gengið bæði fljótt og vel. ■ Yfirsmiður var Páll Pálsson, en verkstjóri Haraldur Guðmunds- son. Hallvarður mun verða afhent- ur eigendum sínum á miðviku- dag eða fimmtudag og mun bát- urinn þá sigla heim. Kjölur verður nú lagður að öðrum fjörutíu tonna báti, sem fullsmíðaður á að verða í júní næstkomandi. — Hann er einnig byggður fyrir Súgfirðinga. Eig- andi hans verður Óskar Krist- jánsson framkvæmdastjóri. — Þá mun Landssmiðjan nú eiga 1 samningum um smíði á þriðja bátnum. r Eg man þá líð — endurminningar Steingríms Arasonar í GÆR komu endurminningar Steingríms Arasonar á markað og nefnist bókin: Ég man þá tíð. — Bókin er tæpar 200 blaðsíður að stærð, gefin út af Hlaðbúð, en prentuð í prentsmiðjunni Hólum. Jakob Kristinsson bjó bókina til prentunar og er frá- gangur hennar hinn vandaðasti í alla staði. Fromst. í bókinni er löng grein um höfundinn eftir Jakob Krist- insson, en síðan taka við end- urminningar Steingríms Arason- ar, og er þeim hluta bókarinn- ar skipt í 21 kafla. — Margar myndir prýða bókina og aftast í henni er einnig nafnaskrá. Skdkeinvigi MbL: Akranes-Keflavík KEFLAVIK AKRANES 14. leikur Keflavíkur: 0—0.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.