Morgunblaðið - 09.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1953, Blaðsíða 8
8 MOKGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. des. 1953 toratsstMtaMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3048. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ^ UR DAGLEGA LIFINU Göngum hægt unr gleðinnar dyr FRÁ því hefur verið skýrt að samkvæmt breytingartillögum fjárveitinganefndar muni tekju- áætlun ríkissjóðs næsta ár hækka um 16,6 millj. kr. Hins vegar muni gjöldin hækka samkvæmt tillögum nefndarinnar um 15,8 millj. kr. Samkvæmt þessu munu heild- artekjurnar á rekstraryfirliti verða 443,7 millj. kr., ef tillögur nefndarinnar verða samþykktar og gjöldin 404,8 millj. kr. Rekstr- arhagnaður ríkissjóðs árið 1954 yrði þá 38,8 millj. kr. og greiðslu- jöfnuður hagstæður á sjóðsyfir- liti um 2,4 millj. kr. Á fjárlögum ársins 1953 voru tekjur ríkis- sjóðs áætlaðar samtals tæplega 419 millj. kr. Lítur út fyrir að sú áætlun standist vel. Gerir fjár veitinganefnd ráð fyrir að heild- artekjur ríkissjóðs á árinu geti orðið nær 480 millj. kr. Ber þess þó að gæta að af tolltekjunum eru 25 millj. kr. tollar af vélum og efni til virkjananna við Sog og Laxá og Áburðarverksmiðj- unnar. Er því ekki hægt að miða við þessa upphæð í fjárlögum næsta árs. Fjárlögin fara hækkandi ár frá ári. Leiðir það í senn af breytingum á verðgildi pen- inganna og stöðugt auknum útgjöldum til ýmiss konar þarfa þjóðfélagsins. í nefndar- áliti meirihluta fjárveitinga- nefndar er vakin athygli á þvi að tveir liðir í rekstrarkostn- aði ríkisins liækki sérstaklega ár frá ári. En það eru skóla- málin og tryggin.garnar. Nefndin bendir á það að verk- fallið í fyrrahaust hafi hækk- að mjög útgjöld tryggingar- stofnunarinnar og einnig hafi lausn þess leitt af sér mikla hækkun á niðurgreiðslum á verði ýmissa nauðsynja, Þá bendir nefndin og á þá stað- reynd að hinn síhækkandi rekstrarkostnaður ríkisins og hækkun lögboðinna útgjalda hafi valdið því, að verklegar framkvæmdir verði með ári hverju minni liður í heildar- útgjöldum ríkisins. Hér er vissulega um ískyggi- lega þróun að ræða. Ríkisbáknið verður stöðugt viðameira. En bolmagn ríkisins til þess að halda uppi verklegum umbótum í landinu verður minna. Um það getur engum bland- ast hugur að þótt stórfelldum verklegum framkvæmdum hafi verið haldið uppi hér á landi undanfarna áratugi, þá eru þó mikil verkefni óleyst á þessu sviði. Fjöldi fljóta víðsvegar um land er ennþá óbrúaður. Heilir landshlutar eru án sambands við akvegakerfi landsins. Hafnar- og lendingarskilyrði í mörgum ver- stöðvum eru ennþá gjörsamlega óviðunandi og fullnægja ekki þörfum atvinnulífsins. Til þess ber því brýna nauðsyn að unnt verði að halda uppi þróttmiklum framkvæmdum til umbóta á þessu sviði. En þjóðin verður að sníða sér stakk eftir vexti. Hún verður að gera sér Ijóst að hún getur ekki gert allt í einu. En hún þarf ekki aðeins að skilja, að það er ekki hægt að byggja allar brýr, allar hafnir og alla vegi í einu. Hún þarf ekki síður að gera sér ljóst, að hún getur ekki í það óendanlega þanið út ríkisbákn sitt og hlaðið útgjöldum á það opinbera. Afleiðing slíks hlytu að verða þverrandi fr<m- kvæmdir. Þjóðin talar um nauðsyn sparn aðar, en hún krefst aukinna framkvæmda og meiri útgjalda úr rikissjóði til margvíslegrar þjónustu. Stjórnmálamennirnir tala líka um sparnað. En fjár- lögin hækka stöðugt í höndum þeirra. Þessi saga hefur ekki aðeins gerzt á íslandi. Hún hefur gerzt í flestum löndum eftir síðustu heimsstyrjöld. Verðgildi pening- anna hefur yfirleitt farið þverr- andi og þörfin fyrir framkvæmd- ir og félagslegar umbætur hefur verið mikil. En þjóðirnar verða yfirleitt sjálfar að standa undir sinni eigin eyðslu. Kröfurnar um aukin útgjöld og fjárveitingar til margvíslegra framkvæmda, þarfra eða ónauðsynlegra, eru þess vegna oftast jafnframt kröf- ur um auknar álögur í einni eða annarri mynd. Við íslendingar hljótum að sjálfsögðu að leggja kapp á, að halda áfram uppbyggingu lands- ins og umbótum á fjölmörgum sviðum þjóðlífs okkar. En við verðum jafnframt að gæta þess að ofbjóða ekki fjárhagslegri getu einstaklinga og þjóðarheild- ar. Við verðum að gæta þess að hið unga lýðveldi kollsigli ekki efnahagslegu sjálfstæði sínu. Fjárhagur hins íslenzka rík- is er um þessar mundir góður. Greiðsluhallabúskapnum hef- ir verið útrýmt og jafnvægi skapast milli tekna og gjalda. Er það vel farið. En við verð- um að ganga hægt um gleð- innar dyr og gá að okkur. Þess vegna er fyllsta ástæða til þess að vara við hinni árlegu hækkun fjárlaga frá ári til árs. Aðkoma á friði LOKAYFIRLÝSING Bermuda- ráðstefnunnar sýnir í allra stærstu dráttum eðli þeirrar ógn- ar og strífishættu sem hefur þjakað heiminn næstum frá lok- um síðustu styrjaldar. I yfirlýsingu sinni segja Vest- urveldin að þau óski eftir friði í Evrópu. Nú átta árum eftir lok styrjaldar, er ennþá ófriðar- ástand í Mið-Evrópu. Engir frið arsamningar hafa verið gerðir hvorki við Þjóðverja né Austur- ríkismenn og landi þessara þjóða er skipt niður milli hernáms- velda. í skjóli þessa halda Rúss- ar enn við hernámi í ýmsum þjóðríkjum Austur-Evrópu, sem þó voru sumar bandamannaþjóð- ir í síðustu styrjöld. Vesturveldin lýsa því yfir, að þau vilja binda enda á þetta smánarlega ástand og semja sann gjarna friðarsamninga þar. Vesturveldin lýsa því einnig yfir að þau vilja frið á vígstöðv- unum í Kóreu og Indó-Kína. Sá friður fæst bezt með því að Rússar hætti að styðja ofbeldis- herina, sem hindra að þjóðir Indó-Kína fái að stíga fyrstu sporin í sjálfstæði. Það er sama hvert sem litið er, hvar sem ó- friðar er von. Ófriðarhættan staf ar hvarvetna af ofbeldis og árásartilhneigingum Rússa. Vest- urveldin ógna engri þjóð. * í SLENDIN G AR hafa ætíð haft mikil samskipti við Dani, þangað sóttu þeir alla æðri menntun sína fyrr á tímum og allt að síðari heimsstyrjöld settust margir íslendingar að í Danmörku. Enda þótt við íslendingar sé- um ekki nema um 170 þús. er gert ráð fyr- ir, að 2000 Skúli Guðjónsson landar okkar séu búsettir í Danmörku einni saman. Má segja að það sé allstórt brot af jafnlít- illi þjóð og við érum. Nokkrir pótt fá, lan^förull leipr., þeirra eru giftir Dönum og hafa sumir gerzt danskir ríkisborgar- ar, en þó má fullyrða, að þeir líta allir fyrst og fremst á sig sem íslendinga og halda tryggð og sambandi við þjóðina sína gömlu. O—O—O MARGIR af þeim íslending- um, sem nú eru búsettir í Danmörku, fóru þangað til náms og hugðust halda heim aftur að VeU andi skritar: H Góðar kvikmyndir um jólin. VERNIG skyldi standa á því, að góðar kvikmyndir ! virðast vera orðið óþekkt fyrir ’ brigði hér í höfuðborginni. Um langan tíma hafa aðeins örfáar myndir af öllum þeim sæg, sem hin sjö kvikmyndahús bæjarins hafa boðið gestum sínum upp á I — aðeins örfáar þeirra, segi ég, hafa verið þess verðar að eyða í þær fé og tíma. Þetta er alveg ótækt, það er sanngirniskrafa j kvikmyndahúsgesta, að hér verði úr bætt — að þeir eigi, að minnsta kosti öðru hvoru, völ á að sjá myndir, sem hafa einhvern snefil af menningarlegu gildi“. Svo farast m. a. orð einum bréf ritara minna og mun því miður mikið hæft í aðfinnslum hans. Það er ekki nema ánægjulegt, að almenningur skuli ekki taka þegjandi og gagnrýnislaust við I hverju sem að honum er rétt, ' hversu ómerkilegt, sem það er. ' |— Við verðum samt að vera það bjartsýn, að vona að kvikmynda- húsin eigi í pokahorninu góðar og skemmtilegar myndir til jól- anna — það væri þegar nokkur raunabót. „Filmia“ hefur farið vel af stað. ÞAÐ ER í þessu sambandi ástæða til að fara viðurkenn- ingarorðum um „Filmiu“, hinn nýstofnaða kvikmyndaklúbb, sem þegar hefur haft þrjár kvik- myndasýningar í Tjarnarbíói. — Þær hafa almennt vakið ánægju meðal þeirra, sem þær hafa sótt, enda hefur hér verið urn úrvals- myndir að ræða, hverja á sínu sviði: „Jeanne d’Arc“ fyrir ó- venjulega afburðagóðan leik, „The long Voyage home“ bæði fyrir efnið sjálft og listræna upp- . byggingu þess og sú síðasta, ! „Heksen“, fyrir hið mikla fræði- og sögulega gildi hennar. Nokkuð þungt yfir. j 17KKI er hægt að segja, að hér j M-J hafi verið um skemmti- J myndir að ræða, það hefur verið æði þungt yfir þeim öllum, en hvað um það, þær hafa vakið áhuga og umhugsun áhorfenda, [ sem er meira en hægt væri að segja um hávaðann af kvikmynd um þeim,sem við eigum hér að jafnaði völ á. Líklegt er samt, að „Filmiu“-félagar tækju feg- ins hendi góðum, léttum skemmti myndum öðru hvoru, til einskon- ar bragðbætis og mættu forráða- menn félagsins hafa það á bak við eyrað. Annars er óhætt að j segja að „Filmia“ hafi vel af stað farið — og að hér sé við- leitni, sem miðar í rétta átt. ríkisstjórnina að úthluta auka- skammti af smjöri og smjörlíki fyrir jólin. Vitað er, að stórar birgðir af óseldu smjöri liggja fyrir í landinu — því heyrist jafnvel fleygt, að það liggi undir skemmdum — og sé notað til H Vill fá aukasmjör fyrir jólin. USMÓÐIR hefur orðið: „Við húsmæður skorum á skammta okkur dálítið ríflegar — að minnsta kosti nú fyrir há- tíðina? — Húsmóðir". Um Björn frá Viðfirði. ¥ BRÉFI frá H. J. segir: 1 „Doctor Björn frá Viðfirði var sérlega merkur maður, málfróður og ósvikinn íslendingur. Hann var ágætur kennari, hreinskilinn við nemendur sína og talaði ekki tæpitungu við þá, er hann vítti þá fyrir óþarfa fákænsku þeirra og kæruleysi, sérstaklega, ef í hlut átti ríkisskólagengið fólk. Annars var hann hógværðin sjálf. Þar sem Velvakandi er vel vakandi, vona ég, að hann vilji birta bendingar Bjarnar, sem hér fara á eftir. Gætu þær kom- ið ungum og öldnum að gagni. Tvenn andstæð öfl. TVENN andstæð öfl togast sí og æ á um málið: íhald og framsókn. Annars vegar ræktin við erfðamál feðranna með afl- stöð sína í bókmenntunum, hins vegar vöxtur hugsunarinnar og rás viðburðanna. Hvorugt þessara afla má fá al- gjöra yfirhönd. Það myndi leiða til kyrrstöðu og dauða eða til taumlauss gönuskeiðs, er svifta mundi í sundur menningarbönd- unum milli kynslóðanna og gjöra þær að reköldum á reynslunnar sæ. Nýbreytnin á sér stað á öllum sviðum málsins, í hljóðfræði þess, málfræði og orðaforða . . .“ Þannig farast doctornum orð. — H. J.“ C_^S®G^J> Þorf. Kristjánss. því loknu, en ílengdust. — Meðal þeirra má nefna dr. Halld. Krist- jánsson, rönt- genlækni á St. Elísabets- sjúkrahúsinu, Gunnar Björns son, prentara og ræðismann íslands, Har- músíkprófessor Augun eru spegill sálar- ínnar. H. Petersen ald Sigurðsson, og óperusöngvarana Stefan Is- landi og Einar Kristjánsson. — Skemmtilega sögu að þessu leyti á Höeberg-Petersen-ættin. — f byrjun aldarinnar fór H.-P. til íslands til að sýna íslenzkum kvikmyndir, sem þá var hin mesta nýlunda. Hér kvæntist hann íslenzkri konu, varð for- maður í Det danske Selskab og dvaldist hér til ársins 1940, er hann fór aftur til Kaupinhafn og rekur nú Atlantic Bio í Christi- anshavn, en H.-P. yngri er nú formaður íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og umboðsmað- ur Loftleiða þar. 0—0—0 MARGIR eru þeri íslending- ar, sem til Danmerkur hafa komið og orðið þar á vegi eins hinna gamalkunnu landa, Þórðar Jónssonar, toll varðar. Saga hans er nokk- uð táknræn fyrir íslending í Danmörku. — Hún sýnir hversu rótgró- ið þjóðareðlið er í íslendingn um. Hann hef- ur dvalizt nær hálfa öld í Danmörku og verið mestan hlut an í þjónustu danska ríkisins, — en þó er hann enn þá íslenzkur ríkisborgari. Er hann einn þeirra íslendinga, sem af því nýtur góðs, að lög voru sett á sínum tíma þess efnis, að íslendingar, er búsettir voru í Danmörku fyr- ir aðskilnaðinn 1944 skyldu njóta sömu réttinda og danskir ríkis- borgarar. 0—0—0 ★ FLESTIR kannast við Þor- finn Kristjánsson, útgefanda blaðsins Heima og erlendis, sem einkum fjallar um dönsk-íslenzk málefni. Hefur hann unnið þarft verk með blaði sínu. Af íslenzk- um visindamönnum í Danmörku má nefna þá dr. Jón Helgason, prófessor, forstöðumann Árna- safns og Skúla Guðjónsson, lækni í Árósum. — Margra fleiri íslendinga í Danmörku mætti geta, en hér verðum við að láta staðar numið að sinni. O—O—O ★ FÓLK af íslenzkum ættum starfar í flestum atvinnu- greinum Dana. Er það meira að fslendingar i Kaupmanna- höfn geti keypt þar flestan varning af löndum sínum, allt frá títu- prjónum upp í alfatnað. — í Danmörku hafa íslending- ar fengið orð á sig fyrir að segja stundum haft við orð, að vera duglegir og góðir verzlunar- menn. Segja, sumir, að það stafi af því, að þeir geti frá barnæsku helgað sig starfi sínu einu sam- an, en þurfi ekki að eyða dýr- mætum tíma í herþjónustu, eins og Danir. En slíkar röksemdir eru vitanlega út í hött. — Sagt er, að allar safnanir á vegum ís- lendinga í Danmörku gangi Framhald á bls. 12 Jón Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.