Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 2
I M O li G V iY B l Æ Ð I Ð Sunnudaguij, ^13. des. 1953 BíHsSmami Guðmuai Isson slkrifar um: Ilmur liðinna daga. Eftir Guðm. G. Hagalín. Bókfellsútgáfan. !ÞETTA er þriðja bindið í sjálfs- æfisögu Hagalíns og fjallar um síðustu æskuár hans fyrir vestan. Hefst það á snjallri frásögn af sjóferðum og fiskiríi og koma margir við sögu. Lesandinn kynn ist fjölda sérkennilegra manna, sem Hagalín teiknar með fáum, en skírum dráttum. Hann er nú farinn að hugsa um að ganga menntaveginn, og kennari hans, Ólafur Ólafsson, er persóna sem vert er að kynnast. Þó er Sigríði systur Ólafs enn betur lýst, það er sjaldgæf stúlka, sem verður lesandanum ógleymanleg. Ein er t>ó sú persóna í öllum bókunum þremur, sem komnar eru, sem dregur að sér athyglina öðrum fremur, þegar frá er talinn pilt- urinn sjálfur, en það er móðir hans. Hún er alltaf bak við frá- Sögnina, en við og við er brugð- ið upp af henni svo skírum og ^terkum skyndimyndum, að hún vex æ meir í minni lesandans og engum dylst, að þar er á ferð mikill persónuleiki. Söguhetj- unni sájlfri er og að vonum ágætlega lýst, þó þar sé gætt allr- ar hófsemi. Þessi státni og gáfaði strákur, harður af sér og næm- geðja í senn, vex upp úr straumi frásagnarinnar og fær skírari svip eftir því sem lengra líður. Við sjáum hann dafna og þrosk- ast og verða smám saman að manni. En þroskasaga hans er jafnframt menningarsaga, sem ■yndi er að lesa. Umbrot vaknandi þjóðar á hröðu umbreytingar- skeiði endurspeglast í piltinum og umhverfi hans, svo að bókin verður á bezta hátt táknræn, um leið og hún lýsir raunhæfum veruleika. Þegar sögunni lýkur •og söguhetjan er á leið suður til Heykjavíkur, til þess að hefja nám í fullri alvöru, hefur les- andinn kynnst merkilegum þætti íslenzkrar sögu. Sá þáttur er nú liðinn og óðum að gleymast, en án þess að þekkja hann fær eng- inn skilið til fulls sál og eðli ís- lenzku þjóðarinnar. Hagalín hefur tekist ágæta vel með þetta bindi, sem hinum fyrri. í þessari bókmenntagrein er hann meistari, þar stendur fár eða enginn honum á sporði í ís- lenzkum bókmenntum, — og þótt víðar væri leitað. — Stílsnilld hans hefur aldrei verið meiri en í þessum þrem bindum sjálfsæfi- sögunnar, og frásögnin svo fast- byggð, að hvergi er of eða van. VEGUR VAR YFIR Eftir Sigurð Magnússon. Norðri. SIGURÐUR Magnússon er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur rithöf- undur, en eigi að síður er þetta fyrsta bókin hans. í rauninni er dálítið erfitt að áttá sig á að svo sé, bæði sökum þess, hve þekkt- ar ritsmíðar hans eru, t. d. hin meistaralega æfisaga Péturs Hoffmanns, — og hins, hversu stílleikni hans er mikil. Hann kann þannig að segja frá, að mér er nær að halda, að hann gæti jafnvel gert símaskrána skemmti lega aflestrar. f bók þessari eru þrettán þætt- ir af ferðalögum víðsvegar um heiminn. Sigurður -Magnússon er víðförlasti rithöfundur íslands — og einn sá skyggnasti á framandi fólk og lönd. Hann ferðast með opin augu og opinn huga og þeg- ar hann beitir pennanum, verður allt sem hann sá að æfintýri. — XTndirritaður hefur oft lesið lýs- ángar á Hyde Park, en aldrei getað gert sér neina grein fyrir henni. Sigurður sýnir lesendum sínum hana íjóslifandi í fáeinum málsgreinum. — í „Vestan hafs og austan“ lýsir hann fyrsta áætlunarflugi íslenzkrar flugvél- ar þannig að lesandanum þykir, að lestri loknum, ssm hann sjálf- ur hafi verið með. Grein sú er : einnig góður fengur að því leyti, að hún er merkur þáttur í ís- . lenzkri menningarsögu og mun oft veiða í hana vitnað. Þar er i og sagt frá fyrstu skiptiferðinni, i sem farin var austur um haf til j frændþjóða á Norðurlöndum, á .vegurn Ferðaskrífstofu ríkisins. | „Hebreahæð“ er bráðskemmti- í legt æfintýri um viðskípti við svartamarkaðsbraskara í Stutt- gart, en þar næst er greinin „Sameignarþorp í ísrael“, er fjall ar um eitt sérkennilegasta þjóð- skipulagsfyrirbæri á vorum tím- um. Talsvert hefur verið skrifað og skrafað um þessa kynlegu ,,kibbutza“, er sumir telja reista á kommúnistiskum grundvelli, ; aðrir samkvæmt hugsjón frum- kristninnar. Hér eigum við þess kost að heimsækja einn þeirra með góðum leiðsögumanni. „Shalom — draumur og veru- leiki" er ákaflega hrífandi saga. Eg efast um að um hina hrjáðu j Gyðingaþjóð hafi nokkru sinni ; verið skrifað af meiri skilningi og einlægari samúð á íslenzkri tungu. En um leið er þetta hinn fegursti skáldskapur, sem vafa- laust hefði gefið höf. frægð og fé, ef ritaður hefði Verið á ein- hverju heimsmálanna. | „Yfir Dumbshafi — úti í Trölla- botni“ er löng og vel sögð ferða- saga um grænlenzkar strendur, firði og fjöll. — „Numið staðar í Noregi" fjallar um norskar fjalla byggðir. — Báðar þessar greinar eru vel gerðar og skemmtilegar. En í síðari hluta bókarinnar, sem fjallar um Austurlönd, tekst höf. þó enn betur upp. — „Hreppa- flutningur í ílong Kong“ segir frá dvöl hans í sjúkrahúsi og er bráðsnjöll. —- „Horft yfir Hong Kong“ gefur fjölþættar upplýs- ingar um þessa miklu borg. „Frá landi hvítra, helgra fíla“, segir frá Thailandi. Eiga báðar þessar greinar það sameiginlegt, að þær sýna hve vel sýnt höf. er um að þjappa saman miklum fróðleik í bráðskemmtilega frásögn, án þess að slaka á' kröfum sínum til stíls og máls. — „Barizt í Bangkok“ er gamansöm frásögn af sér- kennilegri þjóðaríþrótt manna þar í sóknum ög lýsingin svo góð, að lesandanum finnst hann hafa setið á áhorfendabekkjun- um. í „Siglt yfir söguslóðir“ seg- ir enn frá ýmsu er kom fyrir höf. í Austurlöndum, m. a. viður- eign hans við eyðublaðafaraldur- inn, er virðist vera engu minni þar en hér. Margt er fyndið og vel sagt í þeirri grein. j Síðasta greinin nefnist „Fljót- , ið“ og segir frá bátsferð á fljót- 1 inu Menam. Þetta er einn bezti og snjallasti kafli bókarinnar og sýnir frábæran skilning og . skyggni höfundarins á framandi ' þjóðir og lönd. Með skáldlegu J innsæi og Ijóðrænni mýkt rekur ' hann sögu fljótsins og mannanna, ' sem lifa á bökkum þess öld fram af öld, unz fortíð sameinast fram- tíð í draumi augnabliksins, og þetta er ekki lengur saga Thai- lendinga og fljótsins Menam, heldur tímans mikla móða, er rennur hjá. Bók þessi mun gleðja marga lesendur, — bæði þá, sem eiga þess ekki kost að ferðast sjálfir, en vilja gjarnan kynnast furðum heimsins og hina, sem unna góðri fráságn og fögrum stíl. — Ljósmyndir, er höf. .hefur sjálf- ur tekið á ferðum sínum, prýða bókina og allur frágangur hennar er hinn bezti. VINAFUNDIR Eftir Rjörn J. Blöndal. Hlaðbúð. „RABB um fugla og fleiri dýr“, kallar Björn J. Blöndal hina nýju tók sína. Hann hefur náð mikl- um og verðskulduðum vinsæld- um með fyrri verkum sínum, og „Vinafundir" munu ekki valda vonbrigðum. Höf. er náttúruskoð- ari og glöggskyggn á fegurð og furður Borgarfjarðar, þar sem hann er alinn. ,,Rabb“ hans um fuglana, laxinn, minkana, skor- dýrin óg selinn er bæði fróðlegt og skemmtilegt afiestrar. Það ber vott um næma athyglisgáfu, en jafnframt skilning og samúð með þessum náttúrubörnum. Frásögn hans er létt og Ijpur, með skáld- legu ívafi, og leiðinlegur verður hann aldrei. Frágangur bókarinnar er vand- aður og smekklegur. Frú Barbara Árnason hefur teiknað nokkrar einkar geðfelldar smámyndir í bókina, sem prýði er að. Gaukur Trandilsson. Eftir Sigurjón Jónsson. Víkingsprent. SIGURJÓN JÓNSSON vakti mikla athygli með skáldsögu sinni, „Ingveldur Fögurkinn", sem var mjög sérstæð, og merki- leg á marga lund. Nú hefur hann skrifað skáldsögu um Gauk Trandilsson í Stöng og skal þess með ánægju getið strax, að hún er meira listaverk en hin fyrri, vel unnin og vönduð um stíl og málfar. Höf. er orðinn miklu öruggari í vinnubrögðum sínum og smekk; hann hefur og tamið hugmyndaflug sitt betur, en það var allóstýrilátt í „Ingveldi". En öllum kostum fyrri bókarinnar heldur hann í þessari: sérkenni- legum og í besta máta frumleg- um frásagnarhætti, þróttmiklum atburðalýsingum, sem nú eru gæddar meiri hófsemi en áður; dramatískri dirfsku og frásagn- argáfu, er mikils má vænta af. — Mannlýsingar hans eru nú stór um raunhlýtari en fyrr og marg- ar hverjar vel gerðar, svo sem Ásgrímur Elliðagrímsson (sem mér finnst heldur illa farið með), húsfreyjan í Stöng, móðir Gauks, Steinólfur á Steinastöðum — og einkum konan hans, hin unga og fagra Þuríður Arngeirsdóttir, mesti örlagavaldur sögunnar. Hjónunum í Tungu er og ágæt- lega lýst, foreldrum Ásgríms. Söguhetjan sjálf er stórfengleg tegundarmynd, en nokkuð grunn sem persónulýsing. Höf. tekst betur að sýna hann í atburðun- um, sem hann alltaf vex með, heldur en innan frá. Hæst nær höf. í atburðalýs- ingunum yfirleitt; þær eru marg- ar prýðilegar. Skemmtilegt er viðtal þeirra félaga, Gauks og Ásgríms við Óðinn, í byrjun bókarinnar og lýsing guðsins hreinasta snilld. En endir þessa kafla, þar sem fleiri Æsir koma til skjalanna, er það lakasta í sögunni. — Fyrsta mót Gauks og Þuríðar er mjög fögur yndislýs- ing, — og gaman er að berserkn- um bróður hennar. Þá er bardag- raunar fjölmargt annað í þessari merku skáldsögu. Lýsing Þuríðar Arngeirsdóttur | er ákaflega sérkennileg, talsvert ■ óraunhlýt á köflum og slungin i dul. En höf. tekst að gera hana trúanlega með hinni írumlegu; frásagnarlist sinni, þannig, að lesandinn gleymir henni seint.1 Aðför sveitunga hennar að henni, I í 20. og 21. kafla, er gerð af dulúð og dramatískum krafti, sem vek-1 ur aðdáun. Höf. kann vel að nota dul og furður, sem þó er ekki' heyglum hennt, og gætir þess víða í sögunni, t. d. í síðasta kaflanum, þegar Ásgrímur Elliða- Grímsson berst við samvisku sína. Með þessari bók — og „Ing- veldi Fögurkinn", hefur Sigurjón Jónsson unnið bókmenntalegan sigur, sem ekki vcrður véfengd- ur. Ágrip af sögu Bandaríkjanna Eftir Frances Friedman. Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna. ÞETTA er ágætt yfirlitsrit um sögu hinnar miklu þjóðar vestan hafsins, snilldarlega samið og girnilegt til fróðleiks. Hefst það á frásögn um fyrstu innflytjenda- hópana, er fóru vestur um haf í byrjun seytjándu aldar, — en á næstu hundrað árum var þang- að stöðugur straumur manna frá Evrópu og eru það mestu þjóð- flutningar, sem um getur í verald arsögunni. Því næst er rakin landnáms- og menningarsaga þessa fólks, og frá því sagt hvernig þjóðin varð til úr hin- um sundurleitu innflytjendahóp- um. Þá er rakin sjálfstæðis- barátta hennar og frelsisstríið, sagt frá þróun suður- og norður- ríkja, unz borgarastyrjöldin braust út, og því næst útþenslu- og framfaraskeið hinnar ungu og þróttmiklu þjóðar allt til vorra daga. Öllu er vel og skipulega niðurraðað og feikna miklum fróðleik þjappað saman í lipra og lifandi frásögn. Má ég lesa I.—II. Stafrófskver og lesbók. Vilbergur Júlíusson tók saman. — Leiftur. ÞETTA eru einkar hentug kver handa yngstu börnunum, þegar þau eru að hefja lestrarnám. Þau eru full af myndum, sem eru táknrænar fyrir bókstafina og setningarnar, er undir þeim standa og létta því börnunum að muna heiti stafanna. Að mynd- unum mætti að vísu finna, að þær eru bersýnilega útlendar, og er dálítið erfitt að skýra þær sum ar fyrir litlum börnum. Þetta er galli, sem virðist alveg óþarfur. Að öðru leyti er allt gott um þessi kver að segja. DAGBÓK í IIÖFN Eftir Gísla Brynjúlfsson. Eiríkur Hreinn Finnbogason bjó til prentunar. Heimskringla. DAGBÆKUR og bréf merkra manna hafa menningarsögulegt gildi, auk þess sem slík skrif lýsa einatt dável manninum sjálfúm og sálarlífi hans. Hvort- tveggja má með sanni segja um dagbók Gísla Brynjúlfssonar og bréf hans til Gríms Thomsen, er fylgja henni. Gísli var skáld gott og flug- gáfaður, námsmaður mikill og hlaut margþætta menntun. Hann var snyrtimenni hið mesta og fríður sínum, drengur góður og manna hjálpfúsastur. Virtist honum flest vel gefið, en ekki varð hann að sama skapi ham- ingjumaður, — á almennan mæli- kvarða. — Honum var meinað að eiga konu þá, er hann felldi hana svo mjög, að það virðist hafa lamað að einhverju leyti, andlegan þrótt hans. Verður harms hans víða vart í dagbók- inni og þó miklu fremur í æsku- ljóðum hans. — í bréfunum til' Gríms segir hann sögu ástar sinn- ar þannig, að ekki verður um það efazt hversu djúptæk áhrif hún hefur haft á líf hans. Var hann jafnan síðan talinn fjöl- lyndur í ástum; einnig hneigðist; hann til dagdrauma, sem spilltu vinnuþreki hans og afköstum. Varð honum minna úr gáfum sínum og lærdómi en skyldi og virðist aldrei hafa notið sín til fulls. En „Ljóðmæli“ hans, eh komu út árið 1891 og hafa til skamms tíma verið fáanleg við vægu gjaldi, eru þó allverðmætfc ævistarf og munu um langant aldur vernda nafn hans frá gleymsku. Þó fyrnzt hafi yfir þaú í bili, verður þeim vafalaust meiri sómi sýndur innan tíðar, því margt er í þeim gott og fag- urt. — Dagbókina ritaði Gísli árið 1848 og hefst hún fyrsta janúar. Segir þar frá daglegu lífi hans og hugsunum þennan vetur. — Hann hefur skrifað þetta sjálf- um sér til hugarhægðar og aldrei að honum hvarflað, að það ae-tti eftir að birtast á prenti. Fyrir bragðið fær lesandinn að kynn- ast honum nánar en almer.nt gerist; hann er einlægur og hreinskilinn og stundum dálítið barnalegur, en kynningin við hann er einkar geðfelld og mikið á henni að græða á ýmsa lund. Og ekki spilla bréfin til Gríms Thomsen, þar sem þessi róman- tíski piltur segir harmsögu éstar sinnar. Ástmey hans var Ástríð- ur, dóttir Helga biskups Thorder- sen, og meinuðu ættmenn he inar þeim að eigast. Líklegt er, að þeim hafi báðum orðið þfð til ógæfu og ráða má af orðumt Ástríðar síðar í .lífi hennar, að lengi hafi hún unnað Gísla. Eitt sinn sagði vinkona hennar gömul við hana, að hann hefði eigi ávallt verið trúr konu sinri. — „Trúr hefði hann mér verið, cf ég hefði verið konan hans“ svar- aði Ástríður. Hafði hún þá verið gift öðrum í þrjátíu ár. Níræðisafmæli Frú INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR Fornustekkjum í Nesjum, Austur Skaftafellssýslu, var 90 ára 8 des. Er ég renni hugánum á fornar slóðir, þá vakna hjá mér marg- ar minningar um margt af því fólki, sem ég hef haft náin kynni af um langan tíma. Margt af þessu fólki er mér minnis. tætt. Það gleymist ekki, þó leiðir skilji. Og í dag rifjast upp kynning mín við frú Ingbjörgu Gísladótt- ur. Hún var ekki eins og fólk er flest, heldur er hún fágæt að skörungsskap og mannkostum. Auðþekkt frá flestum konum sökum fríðleiks og atgerfis. Og' rík var hún af umhyggju fyrir heimili sínu, manni og börnum. Háttprúð og sannorð var hún og laus við að halla á náungann. Mann sinn, Sigurjón Pétursson, missti hún 1931; og heíur síðan verið hjá syni sínum Ríkarði, bónda að Brekku. — Þau hjónin, Ingibjörg og Sigurjón, eignuðust 10 börn og eru 8 enn á lífi. Og er þessi barnahópur hinn mannvænlegasti að atgerfi, mannkostum og myndarskap. —. Svo kveð ég þig, Ingibjörg Gísla- dóttur, og óska að lokadagar æfi þinnar megi bjartir verða. 9. des. 1953. Skaftfcllingur. inn á Gaukshöfða vel gérður, semungur ást til og syrgði hann IIEZT AÐ AUGLÝSA í MORGUmLAMNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.