Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 4
4 MORGUTSBL AÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1953 | Jón Björnsson skrífar um: Ritsafn Benedikts Gröndals IV. bindi Dægradvöl o. fl. ísafoldarprentsmiðja 1953 ÚTGÁFA Ritsafnsins hófst fyrir rúmum fjórum árum með ljóðum Gröndals. Var ekki laust við að Gröndal væri farinn að gleym- «st, og var útgáfan því hið mesta þarfaverk. Gröndal verður jafn- -an talinn í röð fremstu skálda okkar, og sum af ritum hans munu aldrei fyrnast. Nú eru kom in út fjögur bindi af ritsafninu og von er á því fimmta að ári. Vrrður það lokabindi verksins. í>ar stendur til að birta úrval úr bréfum skáldsins og ýmislegt fleira. Gils Guðmundsson hefur séð um útgáfu alls safnsins og ritað fróðlegar skýringar aftan við hvert bindi. Myndir af Grön- dal, ásamt rithandarsýnishornum, fylgja hverju bindi. Hvert bindi er rúmar 500 bls. svo að hér er •ekkert smáræðisrit á ferðinni. Margir munu hafa beðið þessa fjórða bindis með eftirvæntingu, einkum vegna þess, að kunnugt var, að þar myndi sjálfsævisaga Gröndals, Dægradvöl, koma í óstyttri útgáfu. Dægradvöl hefur komið út einu sinni áður, fyrir þrjátíu árum, og er vitanlega fyrir löngu orðin ófáanleg. Sú út- gáfa var ekki eins fullkomin Og þessi, enda talsvert stytt. Grön- dal er ekki myrkur í máli um samtíðarmenn sína, hvort heldur var til lofs eða lasts, og ýmsir dómar hans eru þannig, að þeir munu trauðlega standast nýtt mat. Gröndal átti við margvís- lega erfiðleika að etja; honum var ósýnt um að dylja skoðanir sínar eða hræsna sér til fram- dráttar, eins og sumir hafa freist- ast til bæði fyrr og síðar, og varð honum því stundum hált á ber- sögli sinni. Þetta er gömul saga og engum sæmdarauki, en víst er um það, að ólíkt finnst manni nú bersögli Gröndals geðþekk- ari, en sleikjuskapur sumra sam- tíðarmanna hans. Dægradvöl er eitt þeirra rita Gröndals, sem lengst munu ilfa með þjóðinni. Fjörið í frásögn- inni og fyndnin bregzt ekki, auk þess, sem þar er að finna merki- legar lýsingar á lífi landa í Kaup- mannahöfn um og eftir miðja öldina sem leið. Hafði hann ná- in kynni af Jóni Sigurðssyni og heimili hans, og virti hann jafn- an mikils, þótt hann væri hon- um ekki ætíð sammála. Svipuðu máli gegnir um ýmsa aðra sam- tíðarmenn, sem hann hafði mök við í Höfn. Hann samdi leikritið Gandreiðina yfir viðburði úr lífi landa í Höfn, og gatzt þeim mis- jafnlega að. — í ævisögunni eru margar skemmtilegar frásagnir, svo sem þátturinn um kaþólska trúboðann Djúnka, er sendi Gröndal til Þýzkalands og Belgíu «n í þeirri ferð ritaði hann Helj- arslóðarorustu. Þó að ævisagan sé megin- þátturinn í þessu bindi, kennir þar samt margra annarra grasa. Allmargt er af blaðagreinum, «nda þurfti Gröndal að stinga niður penna um svo margt, og var oft harla óvæginn í dómum sínum og lenti því oft í ritdeilum og jafnvel málaferlum. Hann var að ýmsu leyti maður hins gamla tíma, eins og sézt á því, að hann snerist öndverður gegn frum- kvöðlum raunsæisstefnunnar, þeg ar fór að bera á henni hér á landi. Hannes Hafstein, þá ung- ur stúdent, hélt fyrirlestur um íslenzkar bókmenntir í anda raun sæisstefnunnar og deildi þar all- harkalega á eldri skáldin, eink- um Gröi.dal og Steingrím. Grön- dal stcost það ekki, og svaraði jne fyrirlestri, þar sem hann tekur hinar nýju stefnur til bæna. Fyrirlesturinn er prentaður í Benedikt Gröndal. þessu bindi. Er það því ekki alveg nýtt að deilt sé um listastefnur hér á landi. Hér er ekki tækifæri til að fara fleiri orðum um Ritsafnið, en það er, hið eigulegasta í alla staði. Ættu menn því að eignazt það og rifja upp kynnin við eitt sérkennilegasta skáld þjóðarinn- ar. Böðvar Magnússon, Laugar- vatni. — Undir tindum. Ævisöguþættir. Bókaútgáfan Norðri. ÞETTA er stór bók, á fimmta hundrað blaðsíður í meðalbroti og prýdd mörgum myndum. Böðvar á Laugarvatni er svo kunnur um land allt, að margir verða án efa forvitnir að kynn- ast ævisögu hans, enda hefur hann frá mörgu að segja. Enda pótt hann hafi jafnan haft ærið að starfa við búskapinn, og trún- aðarstörf í sveit sinni, hefur hann þó gefið sér tíma tíl að grípa pennan og segja frá ýmsu, sem á daga hans hefur drifið. Hafa margir skemmtilegir þættir frá hans hendi birzt í blöðum ög timaritum um mörg ár. En nú hefur hann færst meira í fang, þar sem sjálfsævisaga hans er. í raun og veru er þessi bók meira en sjálfsævisaga, því að segja má, að hún sé jafnframt saga býggðarlagsins um nokkra ára- tugi, einmitt þá áratugina, sem mestar breytingar urðu í bún- aðarháttum þjóðarinnar. í bók- inni er lýst ýmsum þeim við- burðuni á fyrstu áratugum ald- arinnar, sem miklum tiðindum þóttu sæta, svo sem Bændafund- inum fræga, konungskomunni 1907 og Þingvallafundinum sama ár. Koma þar fjölmargir þjóð- kunnir menn við sögu, og ýms- um atburðum og viðhorfum er lýst, sem skýra þá heildarmynd, sem eftirtíminn hefur af þeim. Lýsingin á séra Stefáni Stephen- sen og skiptum hans við Valdi- mar Briem er mjög snjöll og glettin, en báðir voru þeir miklir höfðingjar og vinir. Séra Stefán lýsir Böðvar m. a. með þessum orðum: ,,Ég hef það einhvern- veginn á tilfinningunni, að séra Stefán hafi verið íslenzkastur allra íslendinga, sem ég hef séð, og í rauninni síðasti forn-ísled- ingurinn, eins og ég vil hugsa mér þá“. Um viðhorf sitt yfir- leitt til samferðamanna isinna segir höf. og er það einskonar stefnuskráryfirlýsing hans, það er „hins vegar skoðun mín, að við höfum meira gott af því að kyr.nast og leita eftir kostum manna en ókostum, þeir séu bezt komnir að fara með okkur í gröf- ina, enda verið alla ævi svo hepp inn að kynnast miklu meira góð- um mönnum og kostum þeirra en þcí gagnstæða". Af þessu leið- ir, að það er bjart yfir þessari bók, þó að höf. leitist engan veg- inn við að draga fjöður yfir mis- íellur. Dómar hans um menn og máleíni eru mótaðir af sann- girni og trú á að menn komizt lengst með því að vinna í ein- drægni, og boðskapur hennar er trú á land og þjóð. Síðast í bókinni er allangur þáttur um tildrögin að byggingu héraðsskólans á Laugarvatni og deilur þær, sem spurfnust út af skólastaðnum, sem enn eru í fersku minni hjá eldri kynslóð- inni. Auk þess eru þættir um menn og málefni í héraðinu. Jónas Jónsson frá Hriflu skrifar formála að bókinni. Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar. Heimskringla. ÞESSI bók fjallar um tímabilið frá 1830—1860 og snertir nærri því eingöngu Vestfirðingafjórð- ung, án þess þó að vera héraðs- saga í venjulegum skilningi. Er þetta raunar fyrri hluti verksins og fjallar aðallega um menn og málefni við Breiðafjörð, en þar áttu heima margir framtakssam- ir og stórhuga menn á þessu tímabili, eins og kunnugt er úr Söguköflum Matthíasar, Minn- ingabók Þorv. Thoroddsens og fleiri ritum, en hér er saga þeirra rakin í heild. Tekur þar séra Ólafur Sivertsen í Flatey mest rúm. Var hann stofnandi Fram- farastofnunarinnar í Flatey, en það var lestrarfélag. Réðist fél- agsskapur þessi í það stórvirki dð efna til útgáfu tímaritsins Gestur Vestfirðingur. Flutti það ítarlegar ritgerðir um allt, er laut að framförum þjóðarinnar í bú- skap og menningarlegum efnum. Var það einsdæmi hér á landi, að bændur langt frá höfuðstaðn- um, þar sem einasta prentsmiðja landsins var, réðust í slíkt fyrir- tæki. Sama má einnig segja um framtak prestanna vestur þar, en þeir gáfu út merkilegt árs- rit í tvö ár. . Framfarastofnunin á einnig heiðurinn af því, að hafa tryggt Gísla Konráðssyni sama- stað og næði til ritstarfa, en hann eyddi síðustu árum ævi sinnar í Flatey á vegum stofn- unarinnar, gegn því að hún eign- aðist handrit hans eftir hans dag. Ef til vill hefur það bjargað mörgum ritum hans frá glötun. Margir merkir menn koma þarna við sögu, enda stóð þá sjálfstæðis- baráttan við Dani yfir undir for- ystu Jóns Sigurðssonar. f þessum fáu orðum verður ekki íarið lengra út í það mál, en þó get ég ekki stillt mig um að nefna kafl- ann um Magnús í Hvilft, en Magnús var bróðir Ásgeirs Ein- arssonar alþingismanns í Kolla- fjarðarnesi. Svo virðist, sem sag- an hafi verið óréttlát við Magnús, því að hans finnst hvergi getið. Var hann einn af ótrauðustu fylgismönnum Jóns Sigurðsson- ar og framfaramaður mikill, þótt efnin hafi skort til að hrinda nokkru áleiðis. Var hann fús til að leggja allt í sölurnar fyrir sannfæringu sína, eins og sézt á bréfum hans til Jóns. — Svo má segja, að Lúðvík hafi upp- JemptýAa /cuniliA Jiiv erp aa L Jem JéUa keimi/iótJöi'ftft götvað þennan merka mann, senS án e.fa hefði orðið forvígismaður, ef örlögin hefðu ekki verið hon- um döpur. Bók þessi bregðup birtu yfir þetta tímabil í menn- ingar- og framfarasögu þjóðar- innar, og er því mikill fengus; að henni. Hrakningar og heiðavcgir. III. bindi. Bókaútgáfan Norðri. ÞAÐ eru rúm firrtm ár síðan þeir* Pálmi Hannesson rektor og Jóri Eyþórsson hófu útgáfu þessa rit- safns. Hefur það orðið mjög vin- sælt, enda fjallar það méstmegnis um ferðalög og svaðilfarir 3 óbyggðum. Lengsti þáttur þessai bindis er niðurlag ferðasögtS Pálma Hannessonar úr óbyggð- um, en fyrri hlutinn kom í öðru bindi. Ferðasaga þessi er hirí skemmtilegasta, eins og höfund- ar var von og vísa. Af öðrurri þáttum má nefna af handahófi, ítarlega frásögn um póstslysið á Breiðamerkurjökli 1927, en það er öllum í fersku minni austup þar. Hin látlausa frásögn Sigurð- ar Björnssonar á Kvískerjum urri það, er hann lenti í snjóflóði 1 Breiðamerkurfjalli, sem fleygði honum langar leiðir inn undn? jökulröndina, er ein af þessurri sjaldgæfu frásögnum, sem án efa verða klassískar og ættu að koma í lesbókum unglinga vegna bók- menntagildis þeirra. Af öðrri efni má nefna samtíma heimildii? um mannskaðann á Mosfells- heiði, en um þann sviplega at- burð skráði séra Magnús Helga-4 son listaverk á sínum tíma. Björn Þorsteinsson: íslenzka Þjóðveldið. Heimskringla. ÞETTA er saga þjóðveldisins til 1264, er íslendingar gengust Nor- egskonungi á hönd. Er hún eftir einn af yngstu sagnfræðingum okkar, en hann er áður að nokkrij kunnur fyrir merkilegar rann- sóknir á verzlunarsögu íslend- inga á miðöldum, en gagna ti3 hennar hefur hann einkum leit- að í Englandi. Greinar um þessj | efni hefur hann birt í Skírni og víðar. Það er verk sagnfræðinga a?5 dæma um þessa bók. í henni er margt nýstárlegt, og sjálfsagft ýmislegt, sem stingur í stúf vitS fyrri tíma kenningar. Höfund- urinn leggur megináherzlu á að lýsa þjóðinni sem heild, og at- vinnuháttum hennar, en leggur minni áherzlu á að segja sögu eira stakra höfðingja, eins og margir eldri sagnfræðingar gerðu. Fyrir bragðið verður sagan fastarj heild og gefur samfelldari mynd af þjóðfélaginu. Hún er skemmti leg aflestrar og prýdd mörgum góðum myndum, sem flestar era teknar eftir handritum eða mannvirkjum þeirra tíma. Sigurður Magnússon: Vegur var yfir. Bókaútgáfan Norðri. ÞETTA eru 13 ferðaþættir. Höf- undurinn er einn af víðförlustis íslendingum sem nú eru uppi. Hefur hann farið víða um löndi Asíu og Vesturálfu, og hefur fr& mörgu að segja, eins og útvarps- hlustendum er kunnugt. Frásagn- ir hans eru víða kryddaðar gam- ansemi, og lýsingarnar af fram- andi fólki og háttum þess, glögg- ar og fræðandi. Þættirnir erui allir' prýðilega ritaðir, en einna mest þykir mér koma til lýs- ingarinnar á starfi landnemanna í ísrael, svo að eitthvað sé nefnt, en stofnun hins nýja Gyðinga- ríkis hefur valdið miklum deilum og örðugleikum í heimsstjórn- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.