Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1953 Saga mannsandans Ágúst H. Bjarnason. SAGA MANNSANÐANS IV. Róm í heiðnum og kristnum sið. — Útgefandi Hlaðbúð. SKÖMMU fyrir andlát sitt í fyrra haust lauk prófessor Ágúst H. Bjarnason síðasta riti sínu: „Róm í heiðnum og kristnum sið“. Rit þetta er hluti úr hinu mikla ritverki hans Sögu manns- andans, sem er höfuðrit hans. Segja má að hann hafi starfað að riti þessu frá því skömmu eftir að hann kom heim frá námi í Kaupmannahöfn til æfiloka. Þetta má þó ekki skilja svo, að prófessor Ágúst hafi haft það eitt. að vinna að semja ritverk þetta, því að hann var mestalla æfina hlaðinn öðrum störfum, ■enda er það alkunnugt, að hann var einn hinn mesti eljumaður í stétt íslenzkra menntamanna á sínum tíma. Á árunum 1906 til 1915 ritaði hann Sögu manns- andans í 4 bindum: Nítjánda öld- in, Austurlönd, Hellas og Vestur- lönd. Vann hann þar eitt hið merkasta og þarfasta starf í þágu þjóðarinnar, sem nokkur mennta- maður hefur unnið á vorum tím- um, enda mat þjóðin það að verð- leikum, því að ritið náði feiki- rnikilli útbreiðslu og vinsældum. Rit þetta samdi hann þó undir • hinurn verstu skilyrðum. Fyrst og fremst var bókakostur hans svo takmarkaður, að hann varð að skrifa margt eftir því sem hann mundi frá námsárunum, því ekki gat komið til mála að efnalítill fræðimaður gæti keypt nema allra nauðsynlegustu bæk- ur. Landsbókasafnið hafði harla lítið af því, sem til þurfti, og vegna einangrunar landsins var crfitt að fylgjast með því nýja, sem út kom. Má því telja það furðulega bjartsýni og djörfung að byrja nokkurntíma á slíku riti hér úti á hjara veraldar, og ennþá furðulegra er, hve giftu- samlega verkið tókst. Á síðari árum, þegar upplag ritsins var fyrir löngu til þurrð- ar gengið, tók prófessor Ágúst sér fyrir hendur að endursemja og gefa út á ný hluta af því. Lagði hann mikla vinnu í það og gaf Austurlönd og Hellas út í mjög breyttri mynd og samdi tvö viðbótarrit við þau: Forsögu manns og menningar og Róm í heiðnum og kristnum sið. Mynda þessi 4 bindi eina heild og eru hið ágætasta fræðirit um menn- ingarsögu fornaldarinnar. — Þáh sem ekkert slíkt rit er til á ís- lenzku máli, fyllir það út í eyðu í bókmenntum vorum. Þótt „Róm í heiðnum og kristn um sið“ sé samið á síðustu æfi- árum höfundar, verður hvergi vart við neina hrörnun. Rit þetta er ágætt fræðirit, eigi síður en hin fyrri rit hans, efnismikið og samið af mikilli vandvirkni og samvizkusemi. — Það hefst með ýfirliti um forsögu og sögu Róm- verja. Síðan rekur hann þróun trúarbragða, bókmennta og lista. Er hér ritað um mikið efni í stuttu máli en eins og flestum öiun vera ljóst er það hinn mesti vandi að semja stutt yfirlit um mikið efni. En höfundur hikar ekki við að leggja á sig hið rnikla erfiði sem til þarf og tekst ágætlega, og sést þar hve mikið vald hann hefur haft yfir efninu. Síðari hluti bókarinnar, kafl- arnir um heimspeki Rómverja, kristindóminn og hina kristnu kénnifeður eru meginþættir hennar, er fjalla um sérgrein hofundar og mesta hugðarefni. íjar er vald hans yfir efninu mest eg meðferðin léttust. .Einna beztir eru síðustu kafl- ar bókarinnar um Krist, kenn- ingu hans og hina kristnu kenni- feður. Eru það í raun og veru engin undur þótt hann skrifi um þetta efni með miklu fjöri og áhuga, því að þetta viðfangsefni var á yngri árum hans eitthvert mesta áhugamál manna, þegar þeir voru að losa sig úr viðjum hinna hefðbundnu kénninga kirkjunnar. Sjálfur hefur hann áii efa á sínum yngri áfum losað sig undan áhrifum þessara kenn- inga og átti svo mestan þátt í að ljúka upp augum landa sinna fyrir fánýti þeirra. Hér gerir hann grein fyrir hinni háleitu en einf öldu kærleikskenningu Krists, en þá kenningu metur hann mest allra kenninga, sem fram hafa komið meðal mannanna. Síðan rekur hann það helzta úr kenn- ingum kennifeðra kirkjunnar óg sýnir að þær standa víða beint eða óbeint í mótsögn við kenn- ingu Krists, svo að við lá að hún hyrfi í moldviðri þess kenn- ingafargans, er hlóðst upp utan um hana. Um kraftaverkasögur og aðrar furðusagnir sem myndazt hafa um son trésmiðsins frá Nazaret, ræðir höfundur lítið og lætur þar hvern trúa því sem hann vill. Auðsjáanlega trúir hann engum slíkum býsnum. En engu síður er öll samúð hans með kærleikskenningunni, en jafn mikla andúð virðist hann hafa á ýmsum öðrum kenningum, sem blandazt hafa inn í kristindóm- inn og hann telur hæpnar frá siðferðilegu sjónarmiði eins og t. d. kenningunni um endurlausn- ina. Það er útgáfufyrirtækinu Hlað- búð til mikils heiðurs að hafa gefið rit þetta út í vandaðri út- gáfu. Pappírinn er ágætur og bókin prýdd mörgum myndum úr menningarsögu Rómverja. En sá galli er þó á, að myndirnar eru allar hafðar aftan við tekst- ann, en ekki á þeim stöðum í honum, sem þær eiga heima. Allir unnendur ^annra mennta og menningar á^íslandi fagna þessu gagnmerka riti, sem er síðasti skerfur prófessors Ágústs H. Bjarnasonar til bókmennta þjóðar hans. Skúli Þórðarson. — Bókmennlir Framh. af bls. 4. málunum, og er ekki séð fyrir endann á því enn. En landnem- arnir austur þar hafa sýnt, hvað hægt er að gera, ef vilji og sam- takamáttur er fyrir hendi. Þá má og nefna flugferðir íslend- inga til Austur-Grænlands, sem ítarlega er skýrt frá í bókinni, enda var höf. þátttakandi í þeim. Þær hefðu einhverntíma þótt lygilegt ævintýri. Bókin er prýdd mörgum góðum myndum og er ánægjuleg viðbót við hinar frem- ur fáskrúðugu ferðasagnabók- menntir okkar. írskar fornsögur. Þýðing og inngangur eftir Hermann Pálsson. Heimskringla. ÍRAR eru ein af nágrannaþjóð- um okkar íslendinga, og okkur líkir um 'nargt. Þeir eiga gamla menningu sem um margt svipar til okkar, ig margir hafa haldið fram, að írsk áhrif á íslendinga hafi verið meiri og djúptækari en menn hugðu lengi vel. Það má því teljast meira en undar- legt, hve lítil sambönd við höfum haft við þessa þjóð. Saga þeirra minnir á sögu okkar; báðar þjóð- irnar hafa átt í harðri baráttu fyrir sjálfstæði sínu við stærri þjóðir, þótt á ólíkan hátt sé, og báðar öðluðust þær fullveldi um svipað leyti. Ekki er ósennilegt, að við hefðum getað lært margt gagnlegt af írum, hefðu kynni verið meiri. írar eiga skráðar fornsögur á hinu forna máli sínu, eins og við. Sumir hafa álitið, að sögur þeirra hafi haft bein áhrif á sagnaritun íslendinga. Úr því verður senni- lega aldrei skorið. En í þessari litlu bók eru átta af hinum svo- nefndu írsku fornsögum í ágætri íslenzkri þýðingu, ásamt ítarleg- um inngangi um írskar forn- bókmenntir. Svipar sögunum um margt til fornsagnanna íslenzku. Á þýðandi þakkir skilið fyrir að hafa ráðist í þetta verk. . — Söngkennari Framh. af bls. 9. mannamun. Hann leggur jafn- mikla alúð við starf sitt hver sem í hlut á — og öllum kemur hann til nokkurs þroska eins og þar stendur. VIÐLENT RIKI Eins og fyrr segir, hefur Kjart- an starfað mest á Suðurlands- undirlendinu og í Vestur-Skafta- fellssýslu. I þeirri sýslu hefur hann æft söng í sverri sókn — og svo víða um Rangárvalla- og Árnessýslu alla leið vestur í Sel- vog. En síðastliðinn vetur lá leið hans samt miklu víðar — um Borgarfjörð Snæfellsnes og Dali, norður á Hólmavík —■ út á Skaga strönd, fram í Svartárdal. Um allt þetta víðlenda og torsótta svæði eru dreifðir „söngþegnar“ þessa tónlistamanns, sem unnir sér engrar hvíldar, sparar enga fyrirhöfn til að mennta og æfa þá sem vilja syngja í kirkjum á söngmótum og öðrum samkom- um. SÖNGLÍF í SVEIT OG VIÐ SJÓ íslenzkar sveitasóknir erú misstórar eins og kunnugt er. — Sumar eru 50—60 bæir með 3—4 hundruð manns. Aðrar máske ekki nema 5 bæir og fólkið varla yfir þrír tugir. En sönglífið fer ekki alltaf eftir stærð sóknanna, heldur viljanum — áhuganum. I einni sókn með rúmlega 100 íbúa æfði Kjartan 37 manna kór. Ekki er þátttakan eða áhuginn i alltaf meiri í þéttbýli heldur en' í strjálbýlum sveitum. í þorpum j og kaupstöðum hefur fólkið í svo mörg horn að lita, og menn koma með margs konar afsakanir og undanfærslur frá því að mæta j á æfingum, enda þótt þeir hafi, frí á kvöldin og þurfi ekki að fara nema í næsta hús til að I mæta á æfingum. Aftur á móti \ koma menn kvöld eftir kvöld víða í sveitum um langan veg — jafnvel 20—30 km — og þó eru annirnar miklar í fámenninu eins og allir vita, sem sveitalífinu eru kunnugir. * — ★ — Alls staðar þar sem Kjartan Jóhannesson kemur er honum vel tekið, enda fer hann góðra erinda. Álls staðar lætur hann vel af för sinni og ber öllum góða sögu; aldrei hef ég heyrt hann segja misjafnt orð um nokkurn mann. Allir sem kynn- ast þessu hógværa ljúfmenni eignast um hann góðar minning- ar og geyma þær í þakklátum huga. „Lof er þetta, en ekki of- lof.“ — ★ — Nú megum við Kjartan ekki vera að því að rabba saman leng- ur. Hann er búinn að æfa kórinn hérna í vikutíma. í kvöld á að verða samsöngur í Prestsbakka- kirkju og sjálfur ætlar Kjartan að leika nokkur lög á orgelið. Og á morgun byrjar starfið hjá öðrum kór í annarri sveit. Kbkl. 12/11 ’53. Gísli Brynjólfsson. NÝIB BILAR Fordverksmiðjurnar hafa útibú í Þýzkalandi og eru þar fram- leiddir Ford-Taunus og er þessi mynd af nýjustu gerð þeirra. Þing sambands í shólum — Meikir draumar Framh. af bls. 13. urinn Aldous Huxley segir, geta hin smávægilegustu atvik orðið okkur glukkar, sem opna okkur útsýn inn á svið eilífðarinnar. I Bókin er í stóru broti. Hún er 262 blaðsíður og allur frágangur hinn prýðilegasti. | Þökk sé þýðanda og útgefanda fyrir þessa merkilegu bók. Elinborg Lárusdóttir. MALFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson GuSmundur Pétursson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstof utími: kl. 10—12 og 1—5. 22. ÞING Sambands bindindis- félaga í skólum (S.B.S.) var hald- ið í Samvinnuskólanum 30. nóv. og 1. des. s.l. Varaformaður, Árni Stefáns- son setti þingið í fjarveru for- manns, Helga Seljan. Þingforseti var Örlygur Hálf- dánarson og Stefán Gunnarsson úr Samvinnusk. en þingritarar Rúna Magnúsdóttir Kv.sk. og Hjörtur Guðmundsson, Kennara- skóla. Lögð var fram og rædd skýrsla stjórnarinnar frá síðastliðnu starfsári, og skal hér getið hinna merkustu þátta í starfinu: Gerð var s.l. vor skoðanakönn- un um bindindismál í flestöllum framhaldsskólum á landinu. Ekki hefur enn unnizt tími til að vinna fyllilega úr henni, og munu úrslit ekki væntanleg fyrr en eftir ára- mót. Gefinn var út bæklingur um tóbaksnotkun, sem próf. Niels Dungal hafði samið að beiðni sambandsstjórnar. Hefur bækling urinn verið sendur í alla gagn- fræðaskóla og aðra skóla hlið- stæða. Blaðið Hvöt kom út í marz- mánuði. 1. febrúar var hátíð- lega haldinn að vanda, og voru — Þorvaldur Framh. af bls. 9. Það er engin ástæða til að efa, að málari, sem málar góða „non- figurativa“ mynd, gæti einnig málað góða mynd eftir fyrir- mynd. En tíðarandinn hefur á- hrif á listina ekki síður en á annað. Cezanne hefði ekki málað „impressionstiskt", hefði hann verið uppi á tímum Rafaels. • Hann reyndi ekki að líkja eftir list renaissance-tímabilsins, held ur málaði í anda sinnar samtíðar. Hann hefði eflaust getað málað í stíl eldri tíma. En er ekki ástæðu laust að krefjast þess af lista- manni, að hann noti myndstíl, sem þegar hefur náð hámarki, stíl liðins tíma, stíl, sem er and- stæður hans eðli. Geti maður- inn skapað listaverk, verður allt annað hjpm og hégómi. Mótbár- ur almennings þagna, listamað- urinn deyr, liststefnan nær há- marki sínu og önnur tekur við, en sömu listaverkin lifa ein áfram“. Samtalinu við Þorvald var lokið í þetta sinn. Á heimleið- inni datt mér sú spurning í hug, sem ég að síðustu vildi beina til allra, sem þetta lesa: Er það ekki fáránleg ófyrir- leitni að halda því fram í alvöru, að listamenn nútímans eyði lífi og kröftum við misjöfn kjör með það markmið eitt fyrir augum að draga dár að samborgurum sínum? þá ræðumenn sendir í flesta skóla bæjarins. S.B.S. var s.l. ár svipt ríkis- styrk, svo að fjárhagur þess er nú erfiður. Þingið fór mjög vel fram og ríkti mikill áhugi um vaxandi starf. í stjórn voru kosnir: Form.: Árni Stefánsson, stud. phil. Varaform.: Hjörtur Guð- mundsson, Kennarask. Ritari: Rúna Magnúsdóttir, Kvsk. Gjald- keri: Ásgeir Sigurgeirsson Ksk, Meðstj.: Höskuldur Jónsson, Menntask. Á þinginu var Þorvarður Örn- ólfsson kennari gerður heiðurs- félagi S.B.S. - Kvennasíða Framh. af bls. 7. 150 gr sykur. 1 pakki af vanillubúðing. Kremið er látið kólna en ekki stífna. Á meðan eru hrærð 175 sr smjörlíki og búðingnum smám saman hrært saman við. Því næst er kreminu smurt milli laganna og kakan þakin með því. 125 gr hakkaðar möndlur. 1 matskeið sykur. Örlítið smjörlíki. Það er brúnað á pönnu, látið kólna, mulið smátt og síðan stráð yfir alla kökuna. Franskar vöflur: 125 gr smjörlíki 125 gr hveiti. 2 matskeiðar rjóma. Smjörlíkinu, hveitinu og rjóm- anum blandað saman. Um það bil 1 teskeið af sykri fyrir hverja köku, stráð á pappír og deigið flatt út þar á og barið með kjöthamri, því næst búnar til aflangar kökur. Þær bakaðar við góðan hita í um það bil 8 mínútur, ljósbrúnar. Þær eru síðan lagðar saman með kremi úr, 2 matsk. smjörl., 3 matsk. flórsykri og 1 eggjarauðu. Gamanleikningar eftir Storm-Pefersen DANSKI skopteiknarinn Robert Storm Petersen lézt fyrir nokkr- um árum, en hann heldur enn áfram að skemmta lesendum sín- um með ótrúlega mörgum skop- teikningum og ævintýrum, sem hann átti í handriti. Eru æ fleiri bækur eftir hann að koma fram. I Þannig hefur Fischer-útgáfan í Kaupmannahöfn nýlega gefið út söguna „De tre smaa Mænd og den vidunderlige Vandkande“ eða „Litlú mennirnir þrír og hin furðulega garðkanna". — Litlu mennirnir eru hrekkjóttir og garðkannan er þess eðlis að hver sá hlutur, sem er vökvaður með henni stækkar um allan helming. Þannig gera litlu mennirnir ýms- ar brellur, eins og þegar þeir vökvuðu nefið á gamla mann- inum, en stundum kom þetta sér illa, eins og þegar þeir vökvuðu varðhundinn og hann varð stærsit og hræðilegasti varðhund ur í heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.