Morgunblaðið - 18.03.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18 marz 1054 MORCVNBLAÐIÐ 7 Droffniiifin og kéHi|sdæfBjriiar þrjár íngiríður Danadrottning var á skautum ásamt dætrum sínum á Esromvatni hér á dögunum, þegar frosthörkurnar voru ytra. Innflufnings- og skaflamál rædd á ársþingi iSnrekenda Á ÁRSÞINGI iðnrekenda í gær voru rædd innflutningsmál, skattamál o. fl. Að loknum um- ræðum voru samþykktar eftir- farandi tillögur: INNFLUTNINGSMÁL a) Ársþingið skorar á innflutn- ingsyfirvöldin að veita starfandi iðnaðarfyrirtækjum í landinu nauðsynleg leyfi á hverjum tíma fyrir vélum til endurnýjunar, fyrir hráefnum til iðnaðar, sem enn eru háð leyfisveitingum og fyrir umbúoum um iðnaðarvöru, á meðan þær hafa ekki verið settar á frílista. Ennfremur telur þingið, að bifreiðaskortur margra iðnaðar- fyrirtækja sé orðið mjög aðkall- andi vandamál, sem verði að finna lausn á hið bráðasta, með veitingu nauðsynlegra gjaldeyris og innflutningsleyfa fyrir vöru- og sendiferðabifreiðum til iðnað- arfyrirtækja. b) Þingið telur að setja þurfi nú þegar iðnaðarvöru-umbúðir sem ekki er hægt að framleiða í landinu, á almennan frílista. c) Ársþingið vítir harðlega að enn skuli járnsmíða- og trésmíða vélar og ýmsar aðrar vélar til iðnaðar vera á bátalistanum. Skorar þingið á ríkisstjórnina að leiðrétta nú þegar ríkjandi mis ræmi þannig, að nauðsynlegum iðngreinum sé ekki íþyngt leng- ur á þennan hátt. d) Þingið telur nauðsynlegt, að við allan innflutning, hvort sem um er að ræða A- eða B frí- listavörur, eða vörur háðar leyfis veitingum, sé ávallt fylgt þeirri reglu, að láta efnivörur til iðn- aðar sitja fyrir fullunnum iðn- aðarvörum e) Þingið beinir þeim tiimæl- um til bankanna að taka lága eða enga fyrirframgreiðslu af iðn fyrirtækjum vegna efnivöru- kaupa erlendis frá, í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar ríkisins í iðnaðarmálum á s.l. ári. SKATTAMÁL Ársþing iðnrekenda áréttar tillögur sinar frá fyrra ári um skattamál atvinnufyrirtækja og leggur áherzlu á eftirfarandi. 1. Ársþingið telur það grund- vallaratriði, og vill leggja á það ríka áherzlu, að skattalögin séu þannig, að samanlagðir skattar og útsvör fari aldrei fram úr ákveðnum hluta af skattskyldum tekjum fyrirtækjanna, hvort heldur það eru einstakiingar eða félög sem þau reka. Ársþingið telur að samanlagðir skattar og útsvör megi ekki fara vfir 40% af skattskyldum tekj- um. 2. Skattar og útsvö'r verði sam- einuð í eir.a fjárheimtu og skipt- ist þær tekjur síðan milli rikis, bæjar- og sveitarfélagat Jafn- framt verði allt innheimtufyrir- komulag gert einfaldara en nú er. 3. Öll fyrirtæki, hvaða rekstr- arformi sem þau lúta, s. s. fyrir- tæki einstaklinga, hlutafélög, sameignarfélög, samvinnufélög, svo og fyrirtæki ríkis- og bæjar- félaga, sem rekin eru í sam- keppni við annan atvinnurekst- ur, séu háð sömu reglum um skatta og útsvarsálagningu. Skatt ar og útsvör verði álögð eftir hundraðshluta á ágóða, en ekki stighækkandi eins og nú er. Veltu útsvar verði gert frádráttarhæft við framtöl á sama hátt og sölu- skattur. 4. Hlutafélög, sameignarfélög og samvinnufélög verði sköttuð þannig, að aldrei verði um tví- sköttun að ræða á sömu tekjur, þ.e. að félögin þurfi ekki að greiða skatta eða útsvör af út- hlutuðum arði eða ágóðahluta, heldur sé arðurinn eða ágóðinn aðeins skattaður hjá einstakling- unum. 5. Núverandi fyrirkomulagi í meðferð skattaframtala verði breytt þannig, að það sé ekki á valdi fárra eða einstakra opin- berra starfsmanna, að áætla skatta og útsvör, þó að þeim finn ist eitthvað athugavert við skatta framtöl, nema að þeir telji sig íyrir dómstóli geta sannað, að véfenging á skattaframtali sé á rökum reist. AUKNAR TEKJUR IÐNLÁNASJÓÐS Ársþingið telur að tryggja þurfi Iðnlánasjóði auknar tekjur til þess að hann verði fær um að sinna hlutverki sínu. Telur bingið eðlilegt að tekjur sjóðsins væru á hverjum tima í samræmi við verðmæti iðnaðar- í'ramleiðslunnar í landinu. Gerir ársþingið þá tillögu að viss hluti áf áætluðum tekjum af söluskatti á iðnaðarvörum renni I Iðnlánasjóð. Bendir þingið í því sambandi á tekjustofn fiskveiða- sjóðs sem er hundraðshluti af útfluttum sjávarafurðum. Þá má og minna á það, að sölu- skatturinn er hlutfallslega hærri á innlenda iðnaðinum en á inn- fluttri iðnaðarframleiðslu. * ★ í dag (fimmtudag) kl. 4—6 e.h. mun iðnaðarmálaráðherra hafa boð inni fvrir fulltrúa á ársþing- inu. Síðasti fundur ársþingsins verð ur á laugardag og hefst kl. 2 e.h. í Tjarnarkaffi. KITRARNASPA í ÞESSARI viku fara fram nokkrir leikir, sem féllu niður á laugardag vegna bikarkeppninn- ar, Chelsea gegn WBA og Manch. City gegn Tottenham, einnig leika að nýju liðin, sem gerðu jafntefli í bikarkeppninni, Bolton gegn Sheff. Wedn. og Preston gegn Leicester og fara þeir leik- ir fram á miðvikudag. Ensk kenning segir, að hafi aðeins ann ar aðilinn leikið í miðri viku, nái hann ekki nema jöfnu á heima- velli næsta laugardag, en tapi, eigi hann leik að heiman. Kvað hún gilda í 4 tilfellum af 5. Sé þetta næstum algilt, ætti það að koma sér vel fyrir Liverpool, sem leikur gegn Chelsea. Liverpool er nú 6 stigum neðar en næsta félag,. og þarf að vinna upp 8 stiga mun á 8 leikjum til þess að komast hjá falli niður í 2. deild. Eins er með Everton, sem heim- sækir versta keppinaut sinn um efsta sætið í 2. deild, Leicester, sem leikur erfiðan leik í Preston á miðvikudag. Leiverpool — Chelsea x Manch. Utd. — Huddersfield Ix Middlebro — Sheff. Utd. 1 Preston — Wolves x2 Sheff. Wedn. — Arsenal 2 Tottenham — Sunderland lx WBA — Blacpool 1 Leeds — Blackburn x Leicester — Everton 1x2 Luton — Bristol 1 Swansea — Notts Co x WASHINGTON: — Cordell Hull, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur iátið svo um mælt að fyrir starf S.Þ. hafi dregið mjög úr úlfúð og eymd í heimin- um. I bréfi, sem lesið var á öðr- um sameinuðum fundi amerísku nefndarinnar hjá S.Þ., sagði Hull m. a.: „Heimurinn er stöðugt að dragast saman, þjóðirnar að nálg- ast hver aðra og drápstæki mann- kynsins verða sífellt uggvænlegri — en á sama tíma vex vald og virðing S.Þ., þessara alheimssam- taka, sem vinna að friði, öryggi og réttlæti í heimnum." Sióirællarféfag Effirinp iróðurseffi 51 þús. pl, i árinu Gu^myudur Karl Péfurssen yflrlæknir kosinn fcrmaður féíagsins AKUREYRI, 17. marz: — Hinn 14. þ.m. var haldinn aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga. í stjórn voru kjörnir, Guðmundur ICarl Pétursson formaður, Þor- steinn Davíðsson ritari, Ármann Dalmannsson gjaldkeri og er hann jafnframt framkvæmdar- stjóri, séra Sigurður Stefánsson varaformaður og meðstjórnendur, séra Benjamín Kristjánsson, Helgi Einksson og Björn Þórðar- son. ÁRSSKÝRSLA FÉLAGSINS í ársskýrslu félagsins um starf- semi þess á liðnu ári segir svo: I Vaðlaskógi voru gróðursettar 2200 pl. af skógarfuru og 500 pl. af rauðgreni. I Leyningshólum 2800 plöntur af skógarfuru, 1000 pl. af rauðgreni og 1000 pl. af siblerki og á Miðhálsstöðum 4300 pl. af skógarfuru og 200 pl. af birki. Samtals var gróðursett í reiti félagsins 11 þús. plöntum. Onnur gróðursetning skógar- plantna á félagssvæðinu hjá deildum þess í minningarlundi og hjá einstaklingum nam rúml. 40 þús. plöntum. Var því gróður- settar samtals rúml. 51 þús. plöntur, eða um 6000 minna en árið áður. Samkvæmt samþykkt á síðasta aðalfundi var samvinna um gróð ursetningu milli UMSE og skóg- ræktarfél Eyfirðinga og voru farnar fjórar samstarfsferðir. Sú fyrsta var farin í Vaglaskóg, og var þátttika 30 manns. Önnur ferðin var farin að Hvammi í Árneshreppi og var þá gróður- sett í reit skógræktarfél Árnes- hrepps. Voru þátttakendur um 70 manns. Eftir vinnu bauð skógræktar- félag Árneshrepps öllum þátttak endum til kaffidrykkju að Reist- ará. Þriðja íerðin var farin að Mið- hásstöðum í Öxnadal og var sam- tímis gróðursetningarferð hjá skógræktarfélagi Tjarnargerðis. Þátttakendur í þeirri ferð voru allt um eða yfir 150 manns. Hafði skógræktarfélag Tjarnargerðis kaffiveitingar að Tjarnargerði íyrir alla sem til náðist. Samtals unnu um 240 sjálfboðaliðar að þessari gróðursetningu allt að 500 vinnustundir eða rúmlega 60 dags verk og gróðursettu 13500 plönt- ur. Nokkrir tóku þátt í öllum ferð- unum, auk þess báru einstakling- ar og deildir félagsins allan kostn að við flutning sjálfboðaliða að og frá vinnustað. UPPELDISSTÖDIN Plöntumagn það sem látið var til gróðursetningar úr uppeldis- stöðinni í vor var nokkru minna en árið áður, eða tæplega 13000 plöntur, mest birki og fura. Um- plantað var meiru en nokkru sinni áður eða alls um 44 þús. plöntum, mest tveggja ára piönt- ur. Voru bað eftirtaldar tegundir: Birki 15000, blágreni 10300„ hvítgreni 8.400, siblerki 6700, sitkagreni 2500 og skógarfura 2100. Af garðplöntum voru afhentar úr stöðinni í vor um 2000 birki- plöntur, 80 reyniplöntur, 313 barr plöntur og 420 plöntur af ýmsum runnategundum. Félagig tók að sér hirðingu á gróðrarstöð Ræktunarfélags Norð urlands og hefur þar uppeldis- reiti að nókkru leiti. Sáð var trjá- fræi í 273 ferm. samtals, þar af var haustsáning í 116 ferm. Vor- sáning var öll í gróðrarstöðinni og einnig meiri hluti haustsán- ingarinnar. ONNUR STORF Félagið hafði samvinnu við- ræktunarfélag Norðurlands um útgáfu á ársriti þess og komu út þrjú hefti af því á árinu. Ekki er enn að fullu séð hvort útgáfukostnaðurinn veiður að ein. hverju lenti baggi á félaginu. Að' sjálfsögðu fer það að nokkru cftir því hvort rramhald verður á þessi ari samvinnu. Ekki hefur gengið vel með söfnun áskrifenda að ritinu, enda hátt á annað hundrað áskrifend- ur þess :em æfifélagar Ræktun- arfélags Norðurlands og einnig" fjöldi bænda úr héraðinu. En. þessir æfifélagar fá ritið fyrir hálfvirði. Unnið var að grisjun í Vaðla- skógi, Garðsárgili og Akureyrar- brekku. Einnig var grisjað fyria- Skógrækt ríkisins i Grundar- skógi og sett upp ný girðing þar til viðbóta:- og stækkunar á reitn- um. Jafnframt var annast um söl« á furuiimi úr reitnum fyrir há- tíðarnar. Ennfremur sá félagið' um sölu a jólatrjám og jólakort- um fyrir Landgræðslusjóð. 7 stjórnarfundir voru haldnir á árinu og 5 fuiltrúár mættu á: aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands fyrlr hönd félagsins. Félagið starfar nú í 10 deild— um, í flestum hreppum sýslunnar. Félagið gerir ráð fyrir að taka um 90 þús. plöntur til sáningar á næsta ári og er það því nærfelli helmingi rneira en s.l. ár. Félag- inu hefur því aldrei verið eins rik þörf ötulla sjálfboðaliða eins og á komandi sumri og heitir það á almenning til stuðnings þessa þjóðheillamáls. — Vignir. Einkennileg! sjúkdéimliifelli I VIN fundu læknar mjög ein- kennilegt sjúkdómstilfelli nú fyr- ir skemmstu. Kona nokkur hafði í fimm ár liðið af verkjum í lík- amanum, hárlosi og að siðustu. magasjúkdómi, svo að hún létt- ist stöðugt. Læknarnir gátu ekbi með nokkru móti læknað hana Þeir tóku úr henni hálskirtlana, gallblöðruna og botnlangann, en. allt kom fyrir ekki. Sérfræðingar hafa nú fundið út, að kona þessi hafi þjáðst öli þessi ár af blýeitrun, sem stafaði af því að íbúð hennar hafði verit? máluð með blýmálningu. Ekki fannst samt neitt blý í blóði kon- unnar, en við nánari rannsókn kom það upp úr kafinu, að blýið hafði safnast saman í liðamótum hennar. Er þetta eftir því sem. vitað er einstakt tilfelli. Víl! sljómlaga- breylínp ATLANTA í Georgiu 4 marz: — John Bricker öldungadeildarþing maður sagði í dag í ræðu fytir lögfræðingasambandi Bandaríkj- anna, að hann væri ekki enn tíú- inn að gefast upp við að fá stjórn. arskrá Bandaríkjanna breytt ávo að vald forseta til samninga við önnur ríki yrði takmarkað. í síðastliðinni viku voru tillög- ur Brickers felldar, en hann segir ag það'hafi aðeins verið fyrsta lota. Hann muni bera tillögurpar fram síðar. — Reuter-NTB A BEZT 4Ð 4UGLÝSA ± T í MORGUISBLAÐINU ▼

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.