Morgunblaðið - 18.03.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1954, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. marz 1954 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fró Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 304ð. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóra, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. I lausasölu 1 krónu emtatio ÚR DAGLEGA LÍFINU Vöruvöndun ogmarkaðir ENDA þótt hraðfrystur fiskur hafi á undanförnum árum verið útgengileg vara, hefur þó oft verið töluverðum erfiðleikum bundið ag selja þorskflökin. Miklu meiri eftirspurn hefur ver- ið eftir öðrum fisktegundum, svo sem ýsu, flatfiski og jafnvel stein bit og karfa. En hér í blaðinu var frá því skýrt í samtali við Elías Þor- steinsson, að miklu betur horfði nú en áður um sölu á þorskflök- um. Það sem af er þessu ári hefði Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna selt meira magn af fiskflökum til Bandaríkjanna en nokkurn tíma fyrr á jafn skömmum tíma. Væri hér eingöngu um að ræða þorsk- flök. Formaður Sölumiðstöðvar hrað frystihúsanna kvað þessi flök hafa líkað mjög vel og töluverðar líkur væru fyrir því, að um fram- tíðarmarkað myndi vera að ræða fyrir þau í Bandaríkjunum. Lagði hann í lok samtalsins áherzlu á að ríka nauðsyn bæri til þess að vanda framleiðslu þessarar vöru sem mest. Því ber vissulega að fagna að markaðshorfur fyrir hrað- frystan fisk, og þá ekki hvað sízt þorskflökin skuli fara batnandi í Ameríku. Á undan- förnum árum höfum við lagt kapp á, að afla okkur varan- legra markaða þar vestra. Það er mjög þýðingarmikið aðhinn mikli neytendafjöldi Vestur- heims læri að meta þessa út- flutningsframleiðslu íslend- inga og vilji kaupa hana. Sjálfir verðum við að viður- kenna að nokkuð hefur brostið á nauðsynlega vöruvöndun hjá einstaka hraðfrystihúsum í landinu. En í framtíðinni verðum við að gera okkur það Ijóst, að fullkomin vandvirkni við framleiðsluna er frumskil- yrði þess að við höldum mörk- uðum okkar og vinnum aðra nýja. Allt frá því að fiskur er dreg- inn úr sjó á lóð, færi, net eða í botnvörpu, og þar til síðasta hönd er lögð á verkun hans í landi, verður sá sem fer höndum um hann að ''era þess minnugur að á vandvirkni hans, hreinlæti og ábyrgðartilfinningu velta sölu- möguleikar afurðanna. Léleg eða skemmd vara frá einstöku hrað- frystihúsi getur unnið útflutn- ingsframleiðslunni geysilegt tjón, komið óorði og vantrú á íslenzkar sjávarafurðir. ★ Þetta má ekki henda. Bæði sjómennirnir, verkafólkið í landi, útgerðarmennirnir og þeir, sem fiskinn flytja á er- lenda markaði, verða að gera sér það ljóst að við eigum í harðri baráttu og samkeppni um heimsmarkaðina. Margar aðrar þjóðir framleiða hrað- frystan fisk og bjóða hann til sölu. Ef vara þessara þjóða er betri og útgengilegri en okkar, verðum við af kaupunum. Okkar afurðasala dregst þá saman, en keppinautarnir . .styrkja aðstöðu sína. )t' ★ ■Sem betur fer höfum við íslénd jngar sótt fram á fiskmörkuðun- um undanfarin ár Hraðfrysti fiskurinn okkar hefur farið víðar og víðar og þrátt fyrir nokkur mistök við framleiðslu hans hef- ur hann líkað vel og getið sér gott orð. Þessari sókn verðum við að halda áfram. Afköst fram- leiðslutækjanna vaxa og útflutn- ingsmagnið verður meira Við þurfum þess vegna stöðugt að auka sölu afurðanna, treysta eldri markaði og vinna nýja. Lífskjör þjóðarinnar byggjast á því að framleiðsla hennar sé sem mest, verðmætust og útgengi- legust. íslenzki fiskurinn þarf þess vegna að bera af í búðum viðskiptavina okkar. Kaupend- urnir þurfa að vita að með því að kaupa íslenzka vöru, hafa þeir fengið tryggingu fyrir góðri vöru. Vandvirkni okkar hérheima borgar sig þessvegna í ríkum mæli. Árangur hennar verður aukin sala og batnandi mark- aðir. Hroðvirknin hefur hins vegar í för með sér sölutregðu og margháttaða erfiðleika. Þetta eru staðreyndir sem ekki verða sniðgengnar. , Xil þess er að lokum ástæða i að láta þá ósk í ljós að Sölu- I miðstöð hraðfrystihúsanna og öðrum þeim aðilum, sem selja íslenzkar sjávarafurðir megi á komandi árum farnast það starf sem bezt. ★ IIVERNIG lifði maðurinn Jak- ob Crook áður fyrr? Hann var skrifstofuniaður í Lundúnum og á hverjum degi snemma morg- uns fór hann með neðanjarðar- brautinni langa leið til vinnu sinnar og síðla dags aftur til baka. Hann sá lítið af sólinni, að- eins grá og sótlituð húsin í stór- borginni og dimma brautarpall- ana neðanjarðar. Þannig leið ævi j hans í 20 ár. Þá loksins gerði Jakob upp- ’ reisn gegn örlögunum. — Hann kvaddi skrifborðið sitt og sagði skilið við vini sína fyrir fullt og ! allt. Svo sigldi hann um kvöldið méð farmskipi til sólhýrra suð- urlanda. Hann tók sér bólfestu j á eynni Tobago í Karibahafi, þar ætlaði hann að lifa það sem eftir væri ævinnar undir blaktandi pálmum á sömu slóðum og Róbinson Krúsó gerði heims- frægar með einmanadvöl sinni. ★—□—★ ★ Jakob er nú orðinn fimmtug- ur, hann er glaðlyndur og grá- Ó, þú heilaga elnfeldni! „KOSNINGUNUM" í Rússlandi er lokið. Þær fóru fram s.l. sunnu | dag. Moskva hefur tilkynnt úr- 1 slit þeirra. Þau komu engum á óvart. 99,98% kjósenda tóku þátt í kosningunum. En þar af kusu 99% frambjóðendur kommúnista f lokksins! M! Nú munu blöð kommúnista um allan heim segja: Þarna sjáið þið hvílíkt óskapa fylgi félagi Malen- kov og stjórn hans hefur. Hann fær bókstaflega öll atkvæðin, sem rússneska þjóðin greiðir í kosn- ingum. Og þarna sjáið þið líka hversu vel kommúnistaflokkur- inn stjórnar Sovétríkjunum! O, þú heilaga einfelndni. Hverj ir skyldu trúa því aðrir en staur- blindir kommúnistar að kosn- ingaúrslitin í Rússlandi sýni raun verulegan vilja rússnesku þjóð- arinnar? Áreiðanlega engir. Allir vita nefnilega, að í Sovétríkjun- um má aðeins einn flokkur bjóða fram til þings. Og þessi flokkur er kommúnistaflokkurinn. Fólkið á þess vegna ekki um neitt að velja. Það þorir heldur ekki að sitja heima. Ef það gerir það er allra veðra von. Hin rúss- neska leynilögregla er fundvís á dyr þess fólks, sem gerzt hefur sekt um slíkt gáleysi og skort á áhuga á stjórnmálum. En nú syngja kommúnistar um víða veröld „alþýðulýð- ræði“ sovétskipulagsins lof og prís!! 'ina ^JÍœttú amóti\ ocj plytjici til iœ iaeijjarinnat' hærður og nú líkar honum svo dvölin í frumskógunum að hann er ákveðinn í að hverfa aldrei aftur heim til gamla sótuga Eng- lands. Tobago er nú almennt álitin eyja sú sem Daniel Defoe hafði í huga, er hann ritaði söguna af Robinson Crusoe. Þá var hún óbyggð og náttúran ósnert. ★—□—★ ★ NÚ ER að vísu svo komið að eyjan er byggð. Á henni búa nú 30 þúsund svertingjar og 100 hvítir menn. En samt býr hún yfir mörgum töfrum hitabeitisins, þegar heilmáninn speglar sig í gljáandi haffletinum og kókós- \Jeluahandi sLrifar: Garðeigendur, notið góðviðrisdagana. FORSTJÓRI Gróðrarstöðvar- innar vekur athygli garð- eigenda á eftirfarandi: Garðeigendur ættu að nota góð viðrisdaga þá, sem nú ganga yfir, til að úða trén í görðum sinum, en láta það ekki bíða til vorsins. Þetta er mikilvægt atriði, því að nú er óhætt að nota miklu sterk- ara lyf heldur en þegar laufin eru komin á trén. Einnig er betra að komast að eggjum, sem í berk- inum eru, á meðan trén eru nakin. Úðun þarf að gerast í frost- lausu og regnlausu veðri og eru því þessir dagar sérlega hepilegir til að framkvæma hana nú. Sé það ekki gert strax, étur lúsin og maðkurinn blöð trjánna jafnóð- um og þau spretta. Garðar illa farnir af óhirðu. BLAÐLÚSIN hefur gert mikinn usla í görðum hér í Reykja- vík á undanförnum árum. Hafa fundizt hér ekki færri en 14 af- brigði garðlúsa, hver á vissri teg- und trjáa. Eru of margir garðar hér illa farnir af vanhirðu — maðki og lús. Hundruð verkefna bíða þeirra manna, sem fást við úðun og önnur garðyrkjustörf. Það er rétt að benda á í þessu sambandi, að miklu ódýrara er að úða garðana núna en seinna í vor. Fer aðeins 14 af lyfjum á við það ,sem til þarf, þegar úða þarf allt laufskrúðið. Fólki ætti að vera það ljóst, að garðar eru því að eins til prýði og ánægjn að þeir séu hirtir af alúð og kostgæfni. K Kynleg framkoma lögregluþjóns. ÆRI Velvakandi! Föstudaginn hinn 12. marz, um kl. 5 síðd. sat ég inni á veit- ingastofu hér í bænum og varð áhorfandi og heyrandi að all- einkennilegum atburði: við næsta borð hjá mér sátu sex unglingar og fengu sér hressingu. Til að forða misskilningi vil ég strax taka það fram, að ungling- ar þessir voru með engin ólæti né óskunda — höguðu sér í öllu sem siðuðu fólki sæmir og ræddu saman sín áhugamál. — Bar þá allt í einu að lögreglu- þjón einn, stóran og stæðilegan, sem sigað hafði verið á ungling- ana af afgreiðslustúlku einni og virtist sú hin sama vera í miklum vígamóð. Engin skýring. VALDSMAÐUR þessi bað síðan unglingana að hypja sig út. Ungur piltur varð fyrir svörum og baðst skýringar á þessu til- tæki en engin skýring virtist vera fyrir hendi. Pilturinn átti síðan noltkurn orðastað við lög- regluþjóninn og gat ég ekki ann- að en dáðst að kurteisi hans gagn- vart ósvífni hins. En það kom fyrir ekki og er ekki að orð- lengja það, aoð skiptum þeirra lauk með því, að lögregluþjónn- inn fleygði piltinum hreinlega út. Ég var ekki sá eini, sem veitti athygli og fylgdist af áhuga með atburði þessum — og blöskr- aði jafnframt framkoma lögreglu þjónsins. Það sat sízt á manni í hans stöðu og ætti ekki að láta slikt atferli óátalið. Með þökk fyrir birtinguna. — Kjói“. Girðingin við Suðurgötu. VELVAKANDI! Girðingin við Suðurgötu, fyrir ofan húsin við Tjörnina, er viða að íalli komin, orðin fúin og skekkt. Að margra dómi ætti hún að hverfa úr sögunni eins og aðrar girðingar, serri hafa horfið og engin eftirsjón er að. Leyfi ég mér að benda á þetta, háttvirtri bæjarstjórn til athugunar. Virðingarfyllst, Ragnar Benediktsson". Engan hóf á efstu skör yfirborðið glæsta. Varpar tign á kotungskjör konungslundin stærsta. (Stephan G. Stephansson) Ástin talar aldrei útlenda tungu. pálmarnir mynda dásamlega for- sælu í miðjarðarsólinni. ★—□—★ ★ STRAX og Jakob kom til eyjarinnar hófst hann handa um að byggja sér dálítinn kofa. Frum bygginn var ekki í miklum vand- ræðum með að koma sér upp íbúðarhúsi. Hann keypti nokkra umbúðak^ssa, reif þá í sundur og smiðaði sér mjög þægilegan íveru stað. Engar áhyggjur þurfti hann að hafa af upphitun, því að alian ársins hring er hlýtt og gott lofts- lag á eynni. Á landskikanum hans uxu nægir kókóspálmar og ban- anatré, ásamt ýmsum öðrum nytjajurtum, sem eru ]ítt þekkt- ar í Norðurálfunni. Þá gat hann komið sér upp dálitlu hænsnabúi og að lokum má geta þess að fiskur vakir þarna í öllum ám og við strendurnar. Enda þótt sælueyja þessi sé í hitabeltinu, er hún þó án ýmissa þeirra ógna, sem hitabeitisfrum- skógarnir búa yfir. Þarna eru t.d. engar eiturnöðrur og það sem er þó enn betra—engin hitasótt er á eynni, vegna þess að skordýrin, sem bera hana, eru ekki til þar. ★—□—★ ★ EF HANN er spurður hvort hann get.i ekki grætt mikið fé á þvi að Selja búafurðir sínar, svarar hann: — Peningar — það er hlutur, sem ég ágirnist ekki. Því að á sælueynni geta menn lifað eins og blómi í eggi án þess að sjá nokkurntíma skilding. Það er bara að fara út í ána og veiða sér fisk í soðið, klifra upp í ávaxtatrén og lesa ávextina af greinunum. ★—□—★ ★ ÞEGAR það bættist svo ofan á að Jakob varð ástfanginn í inn- fæddri stúlku, sem flutti heim í kofann hans og gerðist eigin- kona hans, þá er það skiljanlegt að honum þyki hlutskipti sitt í frumskógaeynni gott. Og þegar hann ritar bréf heim til nokkurra kunningja sinna í Englandi, er það venjulega viðkvæðið hjá hon um, að hvetja þá til að flytja, hætta öllu stríði og striti, sem menningin í samfélagi hvítra manna útheimtir og koma tafar- laust suður í hitabeltisparadísina. Hætta öllu þessu leiðinlega amstri frá morgni til kvölds og lifa heldur áhyggjulausir undir pálmaviðargreinunum. Búnaðarþingi lauk sJ. þriðjudag BÚNAÐARÞINGI var slitið s.l. þriðjudag. Kosinn var einn Tnaður í stjórn félagsins til eins árs, Gunnar Þórðarson og til vara Ásgeir Bjarnason, Ásgarði. Kosnir voru 3 menn í milli- þinganefnd til endurskoðunar jarðræktarlaga og laga um rækt- unar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum. Kosnir voru: Pétur Ottesen, Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- felli. Kosnir voru 2 menn í útvarps- fræðslunefnd, þeir Halldór Páls- son og Eymundur Jónsson. Forseti þingsins, Þorsteinn Sig- urðsson, bóndi á Vatnsleysu, þakkaði bingfulltrúum góða sam- vinnu og störf á þinginu, og árn- aði fulltrúum góðrar heimferðar og heimkomu. Guðjón Jónsson fulltrúi Rangæinga þakkaði for- seta góða; fundarstjórn og sam- vinnu á þinginu. Að lokhum þingstörfum sátu fúlltrúar ög starfsmenn Búnaðar- félagsins kaffiboð að Hótel Borg — og var þar setið um stund í góðum fagnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.