Morgunblaðið - 18.03.1954, Page 9

Morgunblaðið - 18.03.1954, Page 9
Fimmtudagur 18. marz 1954 MORGUISBLAÐIÐ Framtíðarsfaður Hlenntaskólans í Heykjavík ÓÁNÆGJA með vafa- SAMAR RÁÐSTAFANIR Á fundi Stúdentafélags Reykja víkur, sem haldinn var um nú- gildandi fræðslulöggjöf sunnu- daginn 24. janúar s. L, viku þeir skólastjórarnir, Jón Á. Gissurar- son, Lúðvíg Guðmundsson og Jónas Jónsson að húsbyggingar- málum Menntaskólans. Mátti glögglega greina af ræðum þeirra, að þeir væru mjög óánægð ir með aðgerðir allar í því máli, þ. e. a. s að hyggja stórhýsi yfir skólann í Hlíðahverfi og flytja hann þangað. Þar eð mál þetta lá ekki fyrir fundinum, var ekki hægt að ræða það sem skyldi, þótt slíkt hefði verið mjög æski- legt. Um það hefur ríkt næsta óhugnanleg þögn lengst af, þótt vitað sé, að margir megi naum- ast til þess hugsa, að skólinn verði fluttur af hínum gamla stað. Telja þeir margír, að ráð- stafanir, er gerðar hafa verið í þessu máli, séu næsta vafasamar, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. FYRIR 8 ÁRUM KOM EKKI TIL MÁLA AÐ FLYTJA SKÓLANN Það er alkunna, að hús Mennta skólans í Reykjavík er eitt ör- fárra húsa, sem sögufrægt getur talizt. Það hefur verið og er prýði Reykjavíkur og þeirrar stofnunar, sem þar hefur verið til húsa í 108 ár. Nú er svo kom- ið, að um það hefur þrengzt á alla vegu, svo að úr verður að bæta. Velflestir nemendur skól- ans, gamlir og ungir, hafa alið þá einlægu von í brjósti að skól- inn rnætti verða þarna um alla framtíð. Undir þetta hafa tekið margir aðrir, sem unna söguleg- um minjum og fornhelgum erfða- venjum. Björn Ólafsson, fyrrv. menntamálaráðherra, sá maður, er mest afskipti hafði af þessum málum, hefur og látið sér tíðrætt um varðveizlu menningarverð- mæta. Mátti því ætla, að ekki hefði komið til mála að hrekja skólann brott. AHar hafa þó vonir þessar brugðizt hrapallega, og mál öll skipazt mjög á annan veg en í öndverðu var ætlað. HEFUR ÞAÐ OF MIKINN KOSTNAÐ í FÖR MEÐ SÉR AÐ HAFA SKÓLANN ÞAR SEM HANN NÚ ER? Ekki '•kal það í efa dregið, að margvísleg vandamál fylgja því að hafa skólann, þar sem hann nú er. Er það einkum vegna þrengsla, sem erfitt er að bæia úr vegna hins afarháa lóðaveiðs. Einhvern tíma mun hafa verið skipuð nefnd til að athuga aiiar aðstæður, og varð niðurstaða hennar sú, að verð lóða, og mann- virkja, sem fyrir væru, mundi nema um 7,5 millj. króna. Ýmsir bentu þó á, að vel mætti komast af með minna lóðarrými og þannig lækka þennan kostnaðar- lið verulega. En orð þeirra hafa að engu mátt sín, þótt ráðamenn hafi engan veginn gert fullnægj- andi grein fyrir því, til hveis hið mikla lóðarrými ætti að vera. Væri þó full ástæða til að athuga þetta rækilega, áður en flutning- ur skólans endanlega er ráðinn. Ef svo skyldi þó fara við ná- kvæma athugun, að lóðarrými þetta yrði talið nauðsynlegt, mundi það litlu geta breytt. Sú röksemd, að umræddum 7,5 millj. króna væri betur varið til skólabyggingarinnar sjálfrar en til lóðakaupa fær naumast staðizt. — Hún gengur að því sem vísu, að gamla byggingin sé einskis virði. Er þó auðsætt, að miklu minna þyrfti að byggja, bar sem hennar nyti við, þar eð hún mundi rúma fullan helming nemenda. Ef nú verja á til skól- ans 20—30 milljónum króna svo sem ráð virðist íyrjr gert, er Ijóst að búa mætti mjög vel að honum á gamla staðnum, þannig að hann mundi rúma 500 nem- endur og vel það. Að sjálfsögðu líffxsr H3. Lásr.dcaE, stud. jur. A aldarafmæli menntaskólahússins strengdu gamlír og ungir nemendur skólans þess heit, að hann skyldi aldrei fluttur brott. Hvað gera þeir nú? yrði þá að fórna ýmsum íburði, sem ætlunin er að hafa í hinni nýju byggingu. Virðist því af þessu, sem kostn- aður þurfi engan veginn að vera til fyrirstöðu að haldið sé fast við þann stað. þar sem hann nú er. NAUÐSYNLEGT AÐ LÉTTA AF MIÐBÆNUM Þá hafa sumir hreyft því, að nauðsynlegt sé, að einhverjar stofnanir verði fluttar úr mið- bænum vegna þrengsla þar. Hef- ur Jón Axel Pétursson, fyrrv. bæjarfulltrúi, mjög rætt um það, að gera þurfi nýjan miðbæ sunn- an eða suðvestan við Sjómsnna- skólann, og réttilega gagnrýnt þa stefnu að hrúga öilum míkils- verðmr stofnunum í miðbæinn. Hefui hann látið svo um mælt, að vel væri, að flutningur Mennta skólar s væri nú endanlega ráð- inn. Þessu ber að mótmæla ákveðið og eindregið. Fallast má á það, að ráðhús, lögreglustöð, pósthús og ýmsar aðrar stofnamr verði staðsettar utan við bæ — flestar stofnanir aðrar en Menntaskólinn. Er það raunar furðulegt að menn skuli ekki koma auga á aðra stofnun til að þoka en einmitt hinn aldna skóla. Er hann bó engan veginn fyrir neins konar skipulagi, og er það meira en hægt er að segja um ýmsar aðrar stofanir, se:r. að skað Ln.su m.eitu hverfa. Við þetta bætist svo, að skólinn getur vart verið ht-tur siaðsettur fyrir nem- éndur in liann iiú er. Verður því að ætla að þetta sé fremur mælt af vangá en illum ásetningi. TVEIR MENNTASKÓLAR Ef ógerlegt reyndist að rýmka um skólann yrðu úrræði sjálf- sagt þau, að menntaskólarnir yrðu tveir. Mjög virðist þó fjarri, sem að því sé stefnt. Þetta fyrir- hugaða menntaskólahús er eitt stærsta hús á íslandi. Það á að rúma urn 500 nemendur með því að einsett sé í það, en mundi þó sennilega geta rúmað talsvert a annað þúsund nemendur, ef not- að væri til hins ítrasta. Fylgir því hvers konar íburður, svo sem tveir hátíðasalir, mörg gestaher- bergi! o. fl. o. fl. Kostnaður við það verður aidrei minni en 20 millj. króna, sennilega miklu meiri. Húsið mun auk þess vera óhentugt á margan hátt og væri vissulega þörf á því, að einhver fróður maður gerði þessu hús- bakni rækileg skil. Olium er ljóst, að hús þetta mun rúma miklu meira en alla menntaskólanema hér i Reykja- vík, ekki sízt þegar á það er lit- ið, að nýr menntaskóli hefur tekið til starfa að Laugarvatni. Ef ætlunin er sð nota allt þetta húsrými auk gamla skólans yrði að hefja stækkun háskólans og hana svo um munaði. Ekki mun þó sú vera ætlunin. STEFNT ER AÐ ÞVÍ, AÐ HÚSIÐ VERDI FLUTT E®A RIFID Þjóð vor er snauð að sögulegum minjum og hefur það löngum verið mönnum harmsefni. Hirðu- leysi íslendinga í þessum efnum er við brugðið. Lögbergi sjálfu var týnt, Snorrabúð var stekkur, Skálholt er í niðurníðslu, kirkj- ur. hvarVetna rúnar fornum bún- aði. Hefur þróunin haldizt allt til þessa dags. Síðasta fórnardýr- ið var Bessastaðakirkja, og nú er röðin komin að Menntaskól- anum. Að visu er það ekki ber- lega l.át.ið í ljós, hvað í vændum sé, en það leynir sér þó engan veginn. Ýmsir menn hafa lagt til, að húsið yrði flutt brott í heilu lagi eða þá sagað sundur eftir ymsum reglum. Þessir menn eiga enn mikil ítök í ráðamönnum þjóðar- nnar þar sem þeir geta e. t. v. sýnt frarr- á peningalegt hagræði, sem af þvi -nuni hljótast. Hinir, sem vilja fJy.ja skólann en varð- veita húsið, v'ta ekki til hvers ætti að nota það og enn hefur ekki komið fram nein nýtileg tiUaga í því efni. Ef ætlunin væri að kenna áfram í því, mundi ekki ráðist í bvergingu slíks stórhýsis, svo sem nú er ætlað. Mundi verða látið nægja að byggja yfir 250—300 nemendur a. m. k. fyrst um sinn. Yrðu þá tveir um 300 manna menntaskólar. í þess stað er ætlunin að koma upp þessari risabyggingu, sem rúma mun alla menntaskóla- nema. Þá verður hægt að benda á, að gamla húsinu sé ofaukið, þar sem enginn veit hvað á að gera við það, svo að vel fari. Kynni þá svo loks að fara, að margir vildu binda endi á sögu þess, úr því sem komið væri. Þannig bendir óneitanlega margt til þess, að hrekja eigi hina gömlu, virðulegu stofnun brott og ganga svo frá, að hún skilji engin merki eftir sig. HÚSIÐ ER GOTT SEM SKÓl.AUÚS Ef húsið væri hrörlegt, óvist- legt óg á allan hátt ófullnægj- andi væri ef til vill hægt að rétt- læta þessar aðgerðir. En þessu er ekki til að dreifa. Sem skóla- hús er það mjög gott — jafnvel ótrúlega gott miðað við hina gifurlegu notkun þess og aldur. Hitt er rétt, að til annarra nota mun það lítt henta, a. m. k. ef ekki ætti að misbjóða virðingu þess freklega. Hér ber því allt að sama brunni — húsið ber að nota áfram sem menntaskóla- hús. HÚSIÐ ER ÞJÓÐAR- HELGIDÓMUR Allt ber mál þetta með sér, hversu helfjötur efnishyggjunnar hefur gagntekið þá, sem þessu máli eiga að ráða/ Er það í sam- ræmi við almennt mat á verð- mætum nú á dögum. Þó að bók- færslulega mætti e. t. v. sýna fram á ókosti þess að halda skól- anum á hinum gamla stað, koma á móti verðmæti, sem hvorki verða mæld né vegin. í húsi þessu hafa starfað um eitthvert skeið ævi sinnar flestir beztu menn þjóðarinnar, og í því lifir andi liðinna kynslóða. Húsið er þjóð- arhelgidómur, sem vígður er starfi margra beztu manna þjóð- arinnar í þessum helgidómi á íslenzk æska að starfa, og þar eiga að mótast væntanlegir for- ystumenn þjóðarinnar. Þau áhrif, sem beir þannig verða fyrir má hvorki mæla né vega, en þau verður að rækta og varðveita, jafnvel þótt slíkt kunni að kosta nokkurt fé á veraldlegan mæli- kvarða. Nú eru tímar viðsjálir og mörgu hætt. Efnishyggja tröllríður alla hugsun og allt mat manna. Yfir- borðsgljái og glæsileiki gen^gur í augun. Aldrei hefur verið á því meiri þörf en nú að varðveita dyggilega fornan anda og þjóð- leg verðmæti. Er því átakanlegt til þess að hugsa, að einmitt þeg- ar mest á ríður skuli eiga að svipta þjóðina og sér í lagi æsku landsms, einum mesta helgidómi sínuin. Hér munu þau öfl að verki sem óþörfust ætla að verða. HVAÐ GERIR NEMENDA- SAMBAND MENNTA- SKÓLANS? Einn er sá aðili, sem hér ætii að vera í fyrirsvari, en það er Nemendasamband Menntaskól- ans. Enn hefur lítið frá því heyrzt en að óreyndu verður því ekki trúað, að það hafi lagt blessun sína yfir þessi verk. Því ber taf- arlaust að mótmæla þessum að- gerðum og krefjast þess, að allt undirbúningsstarf verði ræki- lega endurskoðað. Því ber að fræða menn um það, hvort allt hafi verið gert sem unnt er til þess að skólinn megi vera áfram, þar sem hann hefur til þessa ver- ið. Sá er grunur margra, að það hafi ekki verið gert, en þar sera mjög skortir upplýsingar verðup það, hvorki staðfest né hrakið. —. • Ef Nemendasambandið bregst þessari frumskyldu sinni em ekki önnur úrræði en þau a<5 mynda frjáls samtök til þess a<$ bjarga því, sem bjargað verður. Takrr.ark þeirra yrði, að skólinn- verði áfram á sama stað og ham\ nú er og þar verði honum 'búin hæfileg vaxtarskilyrði. Skora verður á þá, sem láta sig þetta einhverju varða að iáta nú til sín heyra og hefjast handa- gegn þessum fyrirætlunum. — • Vekja þarf þjóðina til skilnings á þeim verðmætum, sem hér eru' í húfi. Allir eru sammála urn nauðsyn þess að vernda íslenzka tungu. Hér er um hliðstætt máV að ræða. Verndun og varðveizla sögulegra minja er ekki síðuiV mikiivæg. Enn er ekki of seint að hefj- ast handa. Enn stendur húsið líkt- og það var reist og enn er num- ið og kennt í sömu stofum ogr’ gert var fyrir 108 árum. Þar" kenndu m. a. Sveinbjörn Egils- son og Hallgrímur Scheving og' þar lærðu Arnljótur Ólafsson, Benedikt Sveinsson, Björn Jóns- son, Matthias Jochumsson, Einai*' Benediktsson- og Niels Finsen, auk fjölmargra annarra ágætis- manna. í þessu húsi hafa gerzt stórsögulegir atburðir, svo sem þjóðfundurinn 1851 og í því satk Jón Sigurðsson á þingi meðan> hans naut við. Hér eru því enn. til lifandi tengsl milli nútíðar ogt fortíðar, tengsl, sem aldrei má rjúfa. Vegna þessara mikilvægu sann inda er greinin skrifuð — af van- efnum þó — en af einlægum vilja og heilum hug til þess að skora á menn að taka nú höndum sam- an og varðveita þessa einstæðu stofnun, sem svo dyggilega varð- veitir fornan anda, svo 5ð hún megi betur gegna mikilvægu hlutverki sínu í þágu islenzkrar þjóðmenningar. KafíiS mun lækka aftur |>egar næsta ár FYRIR nokkru var grein í norska dagbiaðinu „Handels- og Sjöfarts tiderne" um kaffiuppskerubrest- inn í Brazilíu. Segir blaðið, að samkvæmt fregnum frá Santos í Brazilíu, séu góðar horfur taldar á því, að næsta árs kaffiuppskera muni verða svo mikil, að kaffi- verðið á heimsmarkaðinum muni nokkuð lækka. Kaffiuppskeran hefst í maímánuði, en innan þess tíma, geta að sjálfsögðu komið fyrir ýmis konar óhöpp. Sem kunnugt er, orsakaðist hækkun kaffiverðsins af því, að kaffi- ekrur urðu fyrir stórkost.legum eyðileggingum af völdum frosta. Hækkun kaffisins á heims- markaðinum hefur haft í för með sér að í ýmsum suðrænum löndum hefur kaffiframleiðslan aukizt. Kaffiekrurnar eru stöð- ugt í mikilli hættu vegna snýkju dýrs, sem Broea heitir. Dýrið leggst á kaffijurtina hálfvaxna og etur baunina. Brazilíumenn fengu á þessu að kenna á fyrra ári, er uppskeran varð 1,6 milljón sekkjum minni en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Ársframleiðslan nam um 14 milljón kaffisekkjum. j Á síðustu árum hefur kaffi- neyzlan í heiminum aukizt svö, að framleiðslan er orðin minni en 1 eftirspurnin. Fyrr á árum þurfti [ árlega að eyðileggja feikna kaffi i birgðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.