Morgunblaðið - 18.03.1954, Side 14

Morgunblaðið - 18.03.1954, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. marz 1954 Framhaldssagan 80 bréfið úr gyllta kassanum, inn- an við rifuna á hurðinni. Ekkert var frá Irenu. Hann gekk inn í borðstofuna. Eldur brann í arni. Stóllinn hans tiióð við arininn og inniskórnir, útskorna vindlingaaskjan stóð á borðinu. Er hann hafði starað á }>etta drvkklanga stund, slökkti hann og gekk upp til sín. Eldur brann líka í snyrtiherbergi hans, en hennar var dimmt og kalt. Soames gekk inn í það, kveikti og gekk lengi milli rúms- ins og dvranna. Hann gat ekki tt úað því að hún.hefði í raun og veru yfirgefið hann, og eins og til þess að sefa sig eða finna ein- liverja iausn á leyndardómi hjónabands síns, fór hann að opna alla skápa og hirslur. Þarna héngu fötin hennar. Hann hafði alltaf látið sér annt Jim, að hún væri vel búin. Hún liafði ekki tekið mikið með sér, tvo eða þrjá kjóla. Allar skúffur Voru fullar af silki og líni. Máske voru þetta ekki annað cn dutlungar, eða þá, að hún hefði farið út til strandarinnar tíl þess að breyta um loftslag í nokkra daga. En ef svo væri, og hún kæmi aftur, því skyldi hann aldrei gera það sama og hann gerði hina örlagaríku nótt fyrir tveim dögum, aldrei hætta á slíkt — enda þótt það væri .skyida hennar, þar sem hún var eiginkona hans. Vafalaust var hún ekki alveg með öllum mjalla. Hann laut yfir skúffuna, þar sem hún geymdi skartgripina sína. Hún var ólæst. Lykillinn stóð í gimsteinaskríninu. Hann úndraðist það, og bjóst við því, að það væri tómt. Hann opnaði }>að. En því fór fjarri, að það væri tómt. Þar var allt það, sem hann hafði gefið henni, úrið hennar h'ka, og undir því lá þríhyrntur bréfmiði og á hann var skrifað: „Soames Forsyte“, með hönd hennar. „Ég held, að ég hafi ekki íekið neitt með mér, sem þú eða ættingjar þínir hafa gefið mér“. Annað stóð þar ekki. Hann leit á alla skartgripina me& gimsteinum og perlum og íitla, þur.na gullúrið með stóra idemantinum inngreyptum í safír, |og ósjálfrátt fylltust augu hans Jaf tárum, sem féllu niður á grip- -i na. Ekkert gat hún hafa gert, ekk- jert hafði hún gert, sem sýnt gat honum jafngreinilega, hvað fóist ií þessum verknaði hennar. — Á |sömu stundu skildi hann máske fallt, sem skilnings þurfti við — s-skildi að hún fyrirleit hánn, ihafði fyrirlitig hann árum sam- |an, og þau voru af tveim ólíkum íheimilum, skildi. að það var eng- i|in von fyrir hann og hafði aldrei jverið, en hann skildi það líka, að |hún hefði þjáðst, og væri brjóst- jutnkennanieg. A þessari stundu brást hann Í.Eorsytinum í sjálfum sér, Jgleymdi sjálfum sér, hugsunum fsínum, fé sínu — vildi fórna nær jf-Þ-ví hverju sem var. Hann var liafinn upp í heiðríkju óeigin- ; girninnar. Slíkar stundir standa stutt. Það var eins og tárin hefðu skolað burtu þrekleysi hans*. — Hann stóð upp, læsti skríninu og hægt og nærri því titrandi bar hann það inn í hitt herbergið .. SJOUNDI KAFLÍ. Sigur June. : June hafði beðið eftir tækifæri, % * s I j í i s i!I í í , ' . , J,; í;; , lesið þrautleiðinlegustu dálka ) dagblaðanna kvölds og morgna með þeirri þrákelkni, að Jolyon skildi ekki í, hver skollinn gæti verið á se:ði. Og þegar tækifærið gafst, notíærði.hún sér það með þeirri einbeittni og því snarræði, sem henni var ískapað. Hún mun alla ævina minnast gleggst morgunsins, þegar hún las í einum dálki Times, að mál- ið Forsyte gegn Bosinney yrði tekið fyrir í þrettándu deild hjá Bentham dómara. Eins og fjárhættuspilarinn, sem hættir sínum síðasta eyri, var hún albúin að leggja allt undir. Það var ekki eðli hennar, að óttast, að hún biði ósigur. Hún efaðist ekki um það. að Bosinney mundi tapa málinu og á þeirri vissu byggði hún fyrir- ætlanir sínar. Klukkan hálf tólf var hún komin í þrettándu deild og þar sat hún þangað til málinu var lokið. Fjarvera Bosinneys kom henni ekki á óvart, hún hafði alltaf búist við því, að hann myndi elcki verja sig. Er búið var að k'-eða upp dóminn, flýtti hún sér út og ók til skrifstofu hans. Hún gekk inn um opnar úti- dyrnar og fram hjá skrifstofun- um á þrem neðri hæðunum án þess að ookkur yrði hennar var. Erfiðleikarnir hófust ekki fyrr en hún var kominn upp á efstu hæðina. Enginn svaraði er hún hringdi. Hún varg að ráða það við sig, hvort hún ætti að fara niður og biðja dyravörðinn að opna, og svo gæti hún beðið þar inni, þar til Bosinney kæmi, eða hún ætti að bíða fyrir utan dyrnar, I trausti þess, að enginn kæmi upp. Hún valdi síðari kostinn. Hún nafði beðið fjórðung stundar í nístandi kuldanum, þeg ar það hvarflaði ag henni, að Bosinney væri vanur að geyma j lykilinn undir dyraþurrkunni. Hún gætti. að því, og þar, lá hann. Hún hikaði í nokkrar mínútur við það að opna, en gekk svo inn og skildi dyrnar eftir opnar, svo ; að þeir sem kynnu að koma, jsæju að hún væri þar ekki í neinum iilum tilgangi. Þetta var ekki hin sama June, sem fyrir fimm mánuðum hafði staðið þar inni titrandi. Þessir mánuðir þrauta og þjáninga höfðu kælt hana. Hún hafði svo oft hugsað sér þessa heimsókn, að hún kenndi nú einskis kvíða. Hún kom til þess að sigra, og ef henni mistækist það, þá gat eng- inn hjálpað henni. Eins og villidýr, sem gæta unga sinna, hafði hún augun alls staðar, gekk fram og aftur um herbergið og snerti við ýmsu. AIls staðar var ryk, auðséð. að enginn hufði tekið til í herberg- inu svo vikum skifti, og June, sem 'greip dauðahaldi í allt, sem gat styrkt von hennar, sá að þetta mundi stafa af því að hann hefði orðið að segja upp þvottakon- unni. Hún gægðist inn í svefnher- bergið. Það var illa búið um rúmið eins og karlmanna er hátt- ur. Hún hlustaði og gekk svo inn og leit í skápa og hirzlur. Nokkr- ar skyrtur og flibbar. Herbergið var tómt, ekki einu sinni föt í því. Hún læddist fram í fremra her- bergið, og nú veitti hún því at- hygli, að ýmsir smámunir, sem honum hafði þótt vænt um, voru þar ekki. Úrið, sem móðir hans hafði átt, sjónaukinn, sem hékk yfir sófanum, tvær verðmætar eirstungur af Harrow, þar sem faðir hans hafði numið, og síðast en ekki sízt japanska klukkan, sem hún hafði gefið honum. Allt var þetta horfið, og þótt reiðin ólgaði í henni yfir því ranglæti, • j Bútasal i ■ í fullum gangi. an • j; \Jerzl. J)ncfiljarcjar ^ tyohnóon, j Lækjargötu. • LTILEGUMAÐURilMIM 5 Þá segir Haki: „Ég fer ekki frá þér, móðir mín, meðan ég get verið hér. Ég sá nokkuð eftir að skilja við fóstra minn, því að ég vissi, að hann vildi mér vel og þótti vænt um mig, þótt hann léti aldrei á því bera. | Hann kenndi mér sund og skíðahlaup, líka lét hann mig glíma við sig á hverjum degi. Hann er sterkur maður og glíminn. Hann sagði, að ég mætti ekki fara frá sér, fyrr en ég felldi sig viðstöðulaust. Og loks kom að því, að ég felldi hann, og þá sagði hann, að ég myndi ráða við hvern meðal- mann.“ Eftir þetta felldu þau talið. — Snemma næsta morgun fór Haki niður að sjó, en sjó- veður var ekki þann dag, því að sunnanrok var í aðsigi. — Þegar Haki kemur í fjöruna, sér hann þar marga menn vera að glíma. Hann sér þar ungan mann, sem fellir alla hina, og fer með þá eins og fis. Hann heyrir, að þeir kalla hann Tana háa eða Tana á loftinu. Hann sá, að piltur þessi myndi vera þriggja álna hár, en ekki þar eftir gildur. Þegar Tani er búinn að fella þá alla, gengur hann til Haka og segir: „Þú verður sýslumaður hér, því að þú glímir ekki og sýnir ekki frægð þína í neinu. Nú skalt þú reyna mátt þinn við mig. Ef þú fellir mig, þá munt þú verða talinn lið- tækur maður, hvar sem þú ferð. — Þú biður þá huldukonuna að hjálpa mér, ef illa fer. Þú segir Haki með þykkju nokkurri, en þó hryggðarsvip: Einskis met ég orð og spé, undin gret er mæðir. Á þér letrað ólán sé, angurs hret, sem glæðir. Höfum fengið nýja sendingu af bamakerrum Einnig tvíburavagna og kerrur. Verzl. Varðan h.f. Laugaveg 60. Sími 82031. MASTER - MIXER Ný sending af: Master Mixer hrærivélum stærri og minni gerðin tekin upp í dag. LUDVIG 8TORR & CO. 5 ■5 liMBUÐAPAPPIR 40 cm. rl. þunnur KRAFTPAPPÍR 90 cm. SM.SÖRPAPPÍR 33 x 54 cm. TOILETPAPPÍR Fyrirliggjandi: J). i3rijnjóífí>í)OVi (S? varan Afgreiðslustarf Kef la vík. Piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa í mat- vörubúð í Keflavík. Þeir, sem vildu athuga þetta, sendi nöfn sín ásamt upplýsingum til afgreiðslu Morgbl. í Rvík eða Keflavík fyrir 21. þ. m. merkt: Röskur —176.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.