Morgunblaðið - 18.03.1954, Page 16

Morgunblaðið - 18.03.1954, Page 16
Veðurúfiif í dag: SA kaldi. Skýjaff. Mennfaskélinn Sjá grein á bls. 9. 64. tbl. — Fimmtudagur 18. marz 1954 þingsálykfunartillaga um að Hljþingishúslóðin verði sBækkuð til mnno í úr Og að þingmannabústaður verSi byggður þar um næstu áramót. fr GÆR VAR lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um •P- stækkun þinghússlóðarinnar. Flutningsmaður tillögunnar er Björn Ólafsson en tillaga hans hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera á þessu ári ráð- : tafanir til, að lóð þinghússins verði stækkuð með því, að Alþingi verði látnar í té lóðirnar Kirkjustræti 12 og Templarasund 2. — Jafnframt séu fluttar á brott, ekki síðar en í lok þessa árs, þær byggingar, sem nú standa á lóðum þessum. Heimilar Alþingi jafnframt ríkisstjórninni að verja úr ríkissjóði fé, sem þarf til að .lireinsa og rækta lóðir þessar og tengja þær þinghúsgarðinum. ikil aðsókn að málverkasýningu Magnúsar nrófessors. OFULLNÆGJANDI HÚSAKYNNI ÞINGSINS í greinargerð er tillögunni íylgir kemst flutningsmaður svo • að orði: Lóð sú, er nú fylgir alþingis- búsinu er of lítil til frambúðar, • *f gert er ráð fyrir, að Alþingi íái einhvern tíma húsnæði, er fullnægi þörfum þess. Alþingis- : liúsið hefur verið í mörg ár of Jítið fyrir starfsemi þingsins, og verður ekki hjá því komizt á jiæstu árum að bæta úr hús- jiæðisþörf Alþingis. Ríkissjóður á nú lóðirnar Ifirkjustræti 12 og Templara- aund 2, og voru þær á sínum tíma keyptar í því skyni að bæta ;þeim við þinghúslóðina. Á þess- um lóðum standa nú byggingar, •£2m hægt er að flytja á brott ineð litlum fyrirvara. í fjárlög- tim 1953, 22. gr., var heimild fyr- ír ríkisstjórnina til þess að flytja á brott þær byggingar, sem «.standa á lóðinni Kirkjustræti 12, -vg láta Alþingi lóðina í té til ittækkunar á þinghúsgarðinum '* ða til annarra nota. Þessi heim- -ild' var ekki notuð á árinu 1953, <n hefur verið fraihlengd í fjár- lögum yfirstandandi árs. ÞINGMANNABÚSTAÐUR REISTUR í lögum nr. 84/1953, um þing- iararkaup alþingismanna, lífeyr- i?sjóð o. f 1., er ákveðið í 2. gr., -s.ð reisa skuli þingmannabústað, svo fljótt sem því verður við .komið, undirbúningi byggingar- -innar skal lokið á þessu ári, þar ó meðal ákvörðun um staðarval. Að öllu þessu athuguðu virð- i.3t tímabært, að ráðstafanir séu iiú gerðar til að tryggja það, að Alþingi geti í framtíðinni verið ó sama stað og það er nú, með því að þinghúslóðin verði stækk- nð svo, að þar geti rúmazt þær byggingar, sem þingið kann að þarfnast næstu mannsaldra. Verði tillaga þessi samþykkt, cr til þess ætlazt, að umræddar lóðir verði hreinsaðar, ræktaðar -«'g sameinaðar þinghúsgarðinum, •tem að sjálfsögðu yrði skipulagð- tir að nýju með tilliti til vænt- -íi nlegra bygginga, sem reistar yrðu á lóðinni. Með ráðstöfunum þessum :mundi fullnægt þörfum Alþing- is fyrir byggingarlóðir um langa framtíð, en æskilegt væri þó, að við þinghúslóðina væri einnig bætt lóðinni Vonarstræti 8. — Væri því rétt, að ríkisstjórnin léti athuga, hvort hægt sé að fá þá eign keypta við hæfilegu verði. v Barn fellur út um glugga á 2, hæð SÍÐDEGIS í gærdag féll barn á öðru ári út um glugga hússins Óðinsgata 9. Fallhæðin var nær 5 m. Hreinasta undrun er hve barnið slapp lítið meitt. Barn þetta, Þórarinn Jónsson, Sveinssonar rafvirkjameistara, komst upp á stól og upp á borð við gluggann, en Jón býr á ann- arri hæð hússins. — Glugginn var opinn. Gangstéttin sem litla barnið kom niður og er þarna sandborin, en ekki helluiögð. I skyndi var farið með barnið í Landsspítalann og leiddi lækn- isskoðunin í Ijós að barnið hafði fótbrotnað á öðrum fæti fyrir neðan hné. Mjög mikil aðsókn hefir verið að málverkasýningu Magnúsar Jónssonar prófessors í Listvinasalnum, scm opnuð var s. 1. laugar- dag. Hafa þegar 14 myndir selzt og er það óvenjulega mikil sala á svo skömmum tíma. Sýningin verður opin til n.k. sunnudags- kvölds. — Myndin að ofan er frá Þingvölium — „Drekkingarhylur.“ tsvor a isaiiroi næKKa um rúma hálfa milli- kr. J Fleslar urabótati!lcgur SjálíslæBisntasina Selldar Kvenfélac Selfoss SELFOSSI, 17. marz. — Á fundi, sem haldinn var hjá kvenféiagi Selfoss um áfengislagafrumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi, var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „Fundur haldinn í kvenfélagi Selfoss 16. marz 1954, skorar á alþingismenn vora að beita sér gegn áfengislagafrumvarpi því, er nú liggur til umræðu á al- þingi“. Atkvæðagreiðslan var leynileg og voru 65 konur mættar á fund- inum. Af þeim samþykktu of- angreinda tillögu 31 en 20 sögðu nei. 12 seðlar voru auðir og 2 ógildir. —Kik. Drengir leknir fyrir þjófnaS rjANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur tekið fasta nokkra litla drengi, sem gerzt hafa sekir um innbrotsþjófnaði hér í bæn- iim. — Elztur drengjanna er 11 ára og yngstur 8 ára. Drengir þessir hafa áður lent í kasti við lögregluna. Nú hafa ^»eir viðurkennt að hafa framið *ex þjófnaði. —- Enginn þeirra *^r að vísu stórvægilegur. í tveim jijófnuðum höfðu þeir upp milli 200—300 krónur. — Þeir stálu íiuk peninganna, vindlingum og ýmiskonar spiávöru. — í einu tilfelli seldu þeir þýfið. I Við þjófnaði þessa voru þeir ýmist tveir eða þrír saman, *en einn þeirra tók þátt í þeim öll- um sex. I Rannsóknarlögreglan hefur af- hent Barnaverndarnefndir Rvík- ur mál þessara ógæfusömu' drengja til meðferðar. * ÍSAFIRÐI, 17. marz. FUNRI bæjarstjórnar ísa- fjarðar s. 1. miðvikudag, var samþykkt fjárhagsáætlun fsa- fjarðarkaupstaðar fyrir árið 1954. Niðurstöðutölur áætlunarinn- ar eru 5,307,700 kr. Helztu gjalda liðir eru menntamáí, 1107 þús. kr., lýðtryggingar og lýðhjálp 971,5 þús., atvinnumál 858 þús., stjórn bæjarmála 355 þús. kr., framfærslumál 354 þús. kr., vatnsveitan 288 þús. kr., lög- gæzla 205 þús. kr., heilbrigðis- mál 202.2 þús. kr. ÚTSVÖR HÆKKA UM RÚMA ÍIÁLFA MILLJÓN Helztu tekjulindir eru msnnta- rr.ál, 547,4 þús. kr., atvinnumál 330 þús. kr., lýðtryggingar og lýðhjálp 300 þús. kr., vatnsveit- an 192 þús. kr. og tekjur af fast- eignum 150 þús. kr. Útsvör eru áætluð 3,391.909 kr. í fyrra voru útsvör áætluð 2.860.000 kr. og hafa því áætl- uð útsvör hækkað um 531.900 kr. og er það mesta útsvars- hækkun, sem orðið hefur á einu ári að undanskildu ár- ínu 1952. UMBÓTATILLÖGUR FELLDAP. Sjálfstæðismenn fluttu fjöl- margar breytingartillögur við fjárhagsáætlunina og hefðu þær verið samþykktar hefði áætluð útsvarsupphæð orðið 3,111,900 kr. En meirihlutanum þóknaðist að fella þær flestar. Ein tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt. Var hún unq 30 þús. kr. framlag til aukningar á garðleigulöndum og nokkrar hækkunartillögUr á tekjum, samtais að upphæð 31 þús. kr. Sjálfstæðismenn fluttu einnig margar ályktunartillögur í sambandi við fjárhagsáætlun- ina um sparnað í rekstri bæjar- ins og ýmsar umbótatillögur og voru þær flestar felldar cða vís- að til bæjarráðs. DEILDU Á MEIRIHLUTANN FYRIE RÁÐLEYSI Sjálfstæðismenn deildu rökfast á meirihlutann fyrir ráðleysi og eyðslu og fordæmdu fjandskap þeirra og áhugaleysi við þau mál, sem til mestra framfara horfa fyrir bæjarfélagið. — J. iÚ öfiii^íi ve! í oær STYKKISHÓLMI, 17. marz: — Bátar héðan beittu allir loðnu í gær og komu að landi í dag með ágætan afla. Lægsti báturinn var með tæpar 8 lestir, en hinir 12— 15. Er meginhluti aflans feitur og fallegur þorskur. Allir bátarnir reru aftur í dag. —Á. li hjá Keflavíkurbátuvn KEFLAVÍK, 17. marz: — Mok afli var hjá Keflavíkurbátum í dag, og var þaff bezti dagur vertíðarinnar til þessa. Voru bátarnir með þctta frá 12 upp í 23 lestir. Hæstur var Björg- vin meö 23 tonn. Þorsteinn var með 22 lestir, Trausti 20 lestir og Ólafur Magnússon 20 lestir. Útlit er fyrir að bátar kom- ist ekki á sjó í kvöld vegna veðurs, en róið er mjög langt, um 30 milur út. — Ingvar. Gífurleg sílaganga á öllum bátaniiðum GÍFURLEG sílaganga er nú á öllum miðunum allt frá Vest- mannaeyjum og inn á Faxaflóa. Hefur afli bátanna verið með tregara móti, þó einstaka bátur hafi stundum komizt í mikinn afla. Fréttaritari Mbl. í Sandgerði símaði í gær, að í fyrradag hefði afli bátanna almennt verið 4—6 tonn. Einn bátur, Pétur Jónsson, var með 17,5 tonn og Pálmar með 10 tonn, Hilmar með 8. Fréttaritarinn sagði það vera álit skipstjóra' að búast mætti við áframhaldandi tregum afla meðan loðnugangan væri á mið- unum. Frá því vertíð hófst í Sand- gerði hafa bátarnir þaðan alls farið 464 róðra og landað alls 3.772 tonnum,_________ Nýr bæjarsljóri koslnn á Akranes! AKRANEST, 17. marz: — Bæjar stjórn Akraness sat á fundi f dag. Var það þriðji fundur nýju bæjarstjórnarinnar. Þar var kosinn nýr bæjarstjóri, Daníel Ágústínusson, kennari í Reykja vík. Hlaut hann fimm atkvæði, en 4 seðlar voru auðir. Bæjar- stjóri Akraness s.l. kjörtímabil var Sveinn Finnsson, lögfræð- ingur. Á sama fundi var m. a. rætt um nauðsyn þess, að bæta að- stöðu trillubátaútgerðarinnar hér, en það er aðkallandi vanda mál. Var því vísað til hafnar- nefndar —O. Skógræktarkvikmynd sýnid á Aknreyri AKUREYRI, 17. marz. — I gær- kvöldi sýndi Skógræktarfélag Eyfirðinga kvikmyndina „Fagur er dalur“, sem Skógrækt ríkisins hefir látið gera af skógum og skógræktarstarfi hér á landi. Er mynd þessi einkar vel tekin, fög- ur og fróðleg. Var myndin í gær sýnd í skólum bæjarins en í gærkvöldi fyrir almenning í Varðborg. Kvikmynd þessa hefir Gunn- ar Rúnar Ólafsson tekið fyrir skógræktina. STÖRF SKÓGRÆKTAR- FÉLAGS EYFIRÐINGA RAKIN Áður en sýning myndarinnar hófst talaði Ármann Dalmanns- son, framkvæmdarstjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga og rakti störf þess á s. 1. ári og gat fyrir- ætlana þess á næsta ári. Að Iokinni sýningu myndarinnar talaði Guðmundur Karl Péturs- son yfirlæknir, formaður félags- ins. Eggjaði hann menn og hvatti til starfa í þágu skógræktarinn- ar. Var gerður góður rómur að máli hans. Kvöldstundin var hin ánægju- legasta og Skógræktarfélagi Ey- firðinga til hins mesta sóma. — Vignir. Landsflokkaglíman háð 2. apríl LANDSFLOKKAGLÍMAN fer fram að Hálogalandi 2. apríl n.k. og verður að venju keppt í fjór- um flokkum. Skiptingu milli ræður þyngd keppenda. í 1. fl. keppa þeir sem eru yfir 80 kg, í 2. fl. menn frá 72—80 kg að þyngd, í þriðja flokki rnenn und- ir 72 kg. Þá er og keppt í ungl- ingaflokki (Þátttökutilkynning- ar, aldur og þyngd sé tilgreint, og eiga að-sendast UMFR fyrir 25. marz).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.