Morgunblaðið - 20.03.1954, Page 1

Morgunblaðið - 20.03.1954, Page 1
16 síður 41. árgangur. 66. tbl. — .Laugardagur 20. marz 1954 Prentsmiðja Mergunblaðsin* Þí«ðverjar staflfesta sátt- raálaim um Evrópuher Bonn 19. marz frá Reuter-NTB STJÓRNMÁLAFRÉTTARIT- ARAR í Bonn telja fullvíst, að einhvern næstu daga muni forseti landsins, Theodor Heuss, u.ndirrita sáttmálann um Evrópu- herinn, svo og sáttmálann mi!li Þýzkalands og Vesturveldanna. Staðfesting þessi á sáttmálan- um siglir f kjölfar þess, að í dag samþykkti þýzka þingið endan- lega breytingu þá er gera þurfti á stjórnarskrá landsins, til þess að endurnervæðing væri lögleg. Spurningin um það hvort her- námsstjórar Vesturveldanna þurfi að staðfesta samningana áð- ur en þeir öðlast gildi, er enn þrætuepli Hernámsstjórarnir telja að svo verði að vera, en lögfræðingur þýzku stjórnarinn- ar segir að svo sé ekki. Hllsiaei'icss'K eínú sr>eðri deildar vill ekki björ haieda íslendiibguxn Ú’ áfengisSríjm¥arpiS verður ræi! á þriðjydag TTBÝTT var á þingi í gær nefndaráliti allsherjarnefndar um áfengislagafrumvarpið. Nefndin leggur til að gerðar verði mjög veigamiklar breytingar á áfengislagafrumvarpinu eins og það kom frá Efri deild. Telur nefndin að ýmsar þær breytingar er Efri deild samþykkti séu ekki til bóta og leggur til að frum- varpið verði að ýmsu leyti fært í sama horf og það var lagt fyr- ir Efri deild. BREYTINGARNAR *■ Breytingartillögur nefndarinn- ar eru í 9 liðum og eru þessar helztar. 4 Skýrgreining á því hvaða ■ vökvi skuli áfengur teljast skuli aftur faerast í 214% af vínanda að rúmmáli í stað orðanna 314% af vínanda að þunga. 2 Heimilt skuli ríkisstjórninni að leyfa tilbúning öls vegna varnarliðsins eða til útflutn- ings. 12. gr. frumvarpsins ■—• um vínveitingar á veitingahúsum er orðuð um, en ekki gerðar miklar breytingar á. Þó sú að þriggja manna nefnd skuli dæma um hvaða veitingahús fullnægi setíum ákvæðum til að veita vín. Skal áfengisráð tilnefna einn mann, samband gisti- og veitingahúseigenda einn og ráðherra hinn þriðja. Bannað skal að senda áfengi gegn pcstkröfu. Lögreglustjóri má veita fé- lögum heimild til áfengisveit- inga í félagsheimilum eða veitingastöðum sé ákveðnum skilyrffum fullnægt. / Síðan koma ákvæði um U stofnun áfengisvarnarráðs, embætti áfengisvarnarráðu- nauts og nánari ákvæði um störf áfengisvarnarnefnda. Eigi skal um breytingar þess- ar rætt að sinni, en skýrlega kemur fram, að allsherjarnefnd neðri deildar vill setja íslendinga í annan og lægri flokk en til dæmis varnarliðið er hér dvelur. Þá vill hún og að lögfest verði ákvæði um áfengisráð, áfengis- varnarráðunaut o. fl., en Efri deild var einhuga um að gera þau mál mun einfaldari í vöfurn. Málið verður rætt á þriðju- daginn. IVicCarthy viSI verða forseti — fær daufar undirtektir Bandarísk aljiýða kveður upp sinn tfént. ylir honum. WASHINGTON, 19. marz frá Reuter-NTB NÚ DREGUR til úrslita í McCarthy-málinu. Þessi öldungardeild- arþingmaður, er orðið hefur að athlægi um heim allan, virðist nú þurfa að láta í minni pokann, því alþýða Bandaríkjanna tek- ur nú að kveða upp sinn dóm yfir skoðunum hans og brölti til þess að verða forseti. — Fulltrúi Demokrataflokksins í rannsóknar- nefndinni er kennd er við McCarthy hefur lofað að birta öll þau skjöl nefndarinnar er til séu varðandi viðskipti nefndarinnar og Bandaríkj ahers. MC CAETHY: — Fær daufar undirtekíir hjá fólkinu. Atom- banki WASHINGTON, 19. marz. — Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum hafa skipzt á tillögum um alþjóðlegan „atombanka“ á grundvelli tillagna þeirra er Eisenhower forseti lagði fyrir þing Sam- einuðu þjóðanna. Fréttaritarar segja banda- rísku tillögurnar miklu yfir- gripsmeiri en þær er rúss- neski sendiherrann lagði fram, og að Bandaríkin hafi borið málið undir ríkisstjórn- ir Vesturveldanna áður en hún gekk frá því endanlega. NeySarskeyti ST. JOHNS 19. marz: — Banda- rísk herflugvél með 7 manna áhöfn tilkynnti á miðvikudags- kvöld að hún myndi nauðlenda á ísbreiðunni norður af Thule. Síðan hefur ekkert til flugvél- arinnar heyrzt. , Engin staðarákvörðun var gef- in, og leit sem framkvæmd hefur verið hefur ekki borið árangur. 4 5 Skammbyssur og KAIRÓ, 19. marz. — Egyptar vopnaðir skammbyssum og handsprengjum gerðu þvíveg- is í dag árás á brezka her- menn á Súez-svæðinu. Brezk- ur höfuðsmaður hlaut alvar- leg sár og lézt litlu síðar. Er talið að ástandið á þessum slóðum hafi versnað mjög. — Reuter. Konurnar sigrnðu Nagíb „Dætur Nílar" eru hæitar að svelta. KAÍRÓ, 19. marz — frá Reuter-NTB LEIÐTOGI egypzkra kvenna, frú Boria Shafik og konur þær er með henni neituðu að borða þar til egypzkum konum hefðu verið veitt stjórnmálaleg réttindi, tóku á ný að nærast í dag, eftir að þeim hafði verið veitt trygging fyrir því, að Nagíb myndi greiða úr málum kvenna. Særðlr fluftlr á brotl SAIGON, 19. marz. — Sægur helikoptervéla vann að því í dag að flytja særða franska hermenn frá umkringda virkisbænum Dien Bien Phu. Ennþá bæra upp- reisnarmenn ekki á sér, en Frakk ar hafa síðasta sólarhringinn verið við því búnir að þeir gerðu lokatilraunina til að taka bæinn. Á meðan hafa Frakkar ekki verið aðgerðarlausir. Þeir hafa haldið uppi látlausum vélbyssu- og sprengjuárásum á stöðvar kommúnista og gert mikinn usla í liði þeirra og truflað undirbún- ing þeirra að nýrri árás. ♦herinn og mac CARTHY Einnig hefur verið skorað á herstjórnina að birta allt það er varðar mál David Schine, en það er kunningi MacCarthys, og sagði herstjórnin að MacCarthy hefði reynt með hótunum að fá hana til að sleppa Schine við einhver ákvæði herskyldunnar. SKELEGGAR ÁSAKANIR Demokratar hafa mjög deilt á starfsaðferðir Mac Carthys og skoðanir hans og þau áhrif sem hann hefur haft á stjórnarstefnu republikana. Hefur . frambjóð- andi demokrata við forsetakosn- ingarnar síðast, Adlai Stevenson verið skelleggastur í þeim ásökun um. HÓTUÐU Frú Shafik, sem er foringi fé- lagsins „Dætur Nílar“ og stöllur hennar hafa einungis lifað á sí- trónusafa undanfarna daga. Þær tilkynntu í morgun, að þær myndu herða sultarólina enn — hætta að drekka sítrónusafa, en fá sér þess stað aðeins nokkra vatnsdropa á dag. Til þessara gagnráðstafana tóku þær, er þær voru fjarlægðar úr blaðamanna- klúbbnum, þar sem þær höfðu legið. Voru þær þaðan fluttar á sjúkrahús Þar stóð lögergluvörð- ur yfir þeim og enginn fékk að tala við þær. BÆNASKRÁIN Frú Shafik hafði áður sent Nagíb bænaskrá. Henni svar- aði forsetinn með því að biðja konurnar að hætta að svelta sig, en fylgja kröfum sínum fram á „vingjarnlegri" hátt. Segist hann hafa sent bæna- skrána til nefndar þeirrar, er undirbúi lög um skipulags- breytingu þingsins. „Ég full- vissa ykkur um“, sagði forset- inn „að málið er í höndum beztu manna“. Konurnar ákváðu að hætta að svelta og gráar og guggnar voru þær fluttar í annað sjúkrahús til hressingar. MELBOURNE — Elísabetu Eng- landsdrottningu og manni henn- ar var fagnað mjög er þau komu til Nýju Suður Wales í dag. 400 þús. manna höfðu safnazt sam- an til að hylla þau hjónin. Fáfimi fölur og 28 kg létlari en RÓMABORG 19. marz: — Píus páfi 12. kom nú í dag í fyrsta sinn um tveggja mánaða skeið opinberlega fram. — Um 200 þús. manns hafði safnazt saman á Vatikantorginu þegar hinn 78 ára gamli kirkjuhöfðingi sýndi ásjónu sína í glugga vinnuher- bergis síns. Hann var fölur á að sjá og sagt er að hann hafi lézt um 20 kg í veikindunum. Gullmarfeaðurinn opnaður affur LUNDÚNUM 19. marz: — Brezka fjármálaráðuneytið tilkynnti í kvöld að Gullmarkaðurinn í Lundúnum, sem lokað var er styrjöldin braust út 1939, yrði opnaður á ný á mánudag. Sam- tímis mun mjög rýmkað um sölu sterlingspundsins utan sterlings- svæði’sins Gullmarkaðurinn brezki var fyrir styrjöldina síðustu stærsti og hæst metni gullmarkaður heims. — Reuter. OSIGUR MAC CARTIIYS Og nú er svo komið að jafn- vel innan republikanaflokks- ins magnast óánægjan með Mac Carthy. Margir forystu- menn repubiikana hafa viljað sýna Mac Carthy með próf- kosningum hve lítið fylgi hann á. Aðrir vilja ekki slíkar innbyrðisskoðanakannanir. Samt fóru þær fram í 6 minni borgum og beið Mac Carthy herfilegan ósigur í þeim öllum. I borginni Avon, sem var fyrst með prófkosn- inguna, hlaut Eisenhower 350 atkvæði en Mac Carthy 1. — Mac Carthy*liggur nú veikur. Á FYRIRLESTRAFERÐ Hann hefur verið á fyrirlestra ferð um Mið’-Vesturríkin. í þessum fyrirlestrum hefur hann flutt áróður fyrir því að hann yrði valinn sem fram- bjóðandaefni republikana við næstu forsetakosningar. „Lagfæringar" í Péllandi!! LUNDÚNUM 19. marz: — Bowe- slaw Beirut lét í dag af embætti forsætisráðherra Póllands en tók við stöðu aðalritara miðstjórnar kommúnistaflokksins. Samtímis komst varaforsætisráðherrann Josef Cyrankewicz aftur í em- bætti forsætisráðherra, sem hann gengdi frá 1947—1952. Éftir þessa breytingu er lokið við að steypa kommúnistaflokk Póllands í sama mót og komm- únistaflokk Rússlands. — Reuter. RÓM — Mestur hluti þrýstilofts- hreyflanna í brezku Comet-vél- inni er fórst við Elbu fyrir nokkr um vikum hefur nú fundizt. Hlut irnir eru komnir til Lundúna þar sem þeir verða gaumgæfilega at- hugaðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.