Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 4
» 4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. marz 1954 1 dag er 79. dagur ársins. Næturlæknir er í Læknavarð- Btofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur 'Apóteki, sími 1760. □- -D • Veðrið • í gær var sunnan og suðaustan &lt um allt land, allhvass eða fhvass suðvestanlands og rigning. 1 Reykjavík var hiti 6 stig kl. T14,00, 6 stig á Akureyri, 6 stig á daltarvita og 8 stig á Daiatanga. Mestur hiti hér á landi í gær kl. 14,00 mæidist á Dalatanga, 8 stig, «en minnstur 4 stig á Grímsstöðum. "í gær um hádegi var hiti 9 stig í JLondon, 2 stig í Kaupmannahöfn, 14 stig í París, 1 stig í Osló, 0 «tig í Stokkhólmi og 7 stig í jÞórshöfn. □-------------------------□ • Messur • á morgun: Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra Aón Auðuns. Messa kl. 5 e. h. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma í Tjarnarblói sunnudag kl. 11 f. h. Séra Óskar ■J. Þorláksson. Nesprestakall: Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e. h. Séra Jón Thorarensen. Elliheimilið: Messa kl. 10 árd. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Hallgríntskirkja: Messa kl. 11 T.h. — Séra Sigurjón Þ. Árnason. — Barnaguðsþjónusta kl. 13,30. — Séra Sigurjón Þ. Árnason. — JVIessa kl. 5 e.h. — Séra Jakob Jóns •son. . Háteigsprestakall: Messað í há- ■tíðasal Sjómannaskólans kl. 2 e. h. Barnasamkoma kl. 10,30 árdegis. Séra Jón Þorvarðarson. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 *e. h. Bamaguðsþjónusta kl. 10,15. -Séra Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall: Messa í .Kópavogsskóla ki. 3. (Safnaðar- •fundur um breytingu á kirkju- •gjöldunufn eftir messu). Barna- isamkoma kl. 10,30 f. h. á sama stað. Séra Gunnar Árnason. Fríkirkjan: Messað kl. 5 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 2 e. h. — Séra Þorsteinn Björnsson. Kaþólska kirkjan: Hámessa Og predikun kl. 10 árd. lágmessa kl. 8,30 árdegis. Hafnarf jarðarkirkja: Messa á ■morgun kl. 2 e. h. Séra Garðar "Þorsteinsson. Lágafellskirkja: Messa á morg- Tin kl. 14,00. Séra Hálfdan Helga- ■son. Reynivallaprestakal!: Messað á sunnudag kl. 2 e. h. að Reynivöil- um. Sóknarprestur. Grindavík: Messað kl. 2 e. h. Séra Guðm. Guðmundsson, Útskál- Tim, predikar. Keflavíkurkirkja: Barnaguðs- jíjónusta kl. 11 f. h. Messa kl. 5 ■e. h. Stefán Lárusson, stud. theol. predikar. Barnaguðsþjónusta í barnaskól- íanum í Ytri Njarðvík kl. 2 e. h. Séra Bjarni Jónsson. • Brúðkaup • ; 1 dag, 20. marz, verða gefin Saman í hjónaband í Winnipeg Sigríður Westdal og Baldur R. Stefánsson. Heimilisfang: 652, Home Street, Winnipeg, Manitoba, ílanada. ; 1 dag verða gefin saman í jhjónaband af séra Þorsteini Dagbók Þröng} um þmgmennina IÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um 1 stækkun þinghúslóðarinnar vegna væntanlegra nýbygginga, en þingmenn kvarta nú mjög yfir því, að þröngt sé um þá í hinum gömlu salarkynnum þinghússins. Þingmönnum vorum finnst þinghúsið allt of lítið, og það er kannske í sjálfu sér ekki svo skrítið. En er það nú víst, þótt við bættum við bygginguna, að brjóstvit þeirra og víðsýni ykist til muna? Svo mætti kannske annað úrræði finna, sem yrði ríkissjóði kostnaðarminna, því mörgum virðist sem þinghúsið þyrfti ekki að stækka: í þess stað mætti alþingismönnunum fækka. B. SAUMIIR nýkominn: Venjulegur saumur, 1"—7" Dúkkaður Ga 1 va niseraSur Kúlusaumur Smásaumur Pappasaumur Þaksaumur HELGI MAGNÍISSON & CO. Hafnarstræti 19. — Sími 3184. Björnssyni ungfrú Jóna S. Guð- mundsdóttir, Skipasundi 23, og Thomas W. Ryan. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Óskari Þorláks- syni ungfrú Guðrún Gunnlaugs- dóttir, Brávallagötu 14, og ólafur Ó. Johnsen verzlunarmaður, Sörla- skjóli 94. Brúðhjónin taka sér far með Heklu til New York á morg- un. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni ungfrú Ása Sigurðar- dóttir og Sveinn Klemenzson. — Heimili þeirra er í Vestri Skóg- tjörn, Álftanesi. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Hólmfríður Gísladóttir frá Vindási í Grund- arfirði og Eggert Th. Kjartans- son frá Fremri Lange á Breiða firði. Heimili þeirra er á Lang- holtsvegi 39, Reykjavík. 1 dag verða gefin saman í hjónaband Kolbrún Guðmunds- dóttir gjaldkeri, Brávallagötu 40, og Viggó M. Sigurðsson verzlunar- stjóri, Brávallagötu 40. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Krist- jánssyni á Isafirði ungfrú Edda Konráðsdóttir, Grundargötu 4, ísafirði, og Sigurður Þorsteinsson, Laugateigi 26, Reykjavík, • Afmæli • 7ö ára er í dag Jónína Guðrún Jónsdóttir frá Þaralátursfirði á Hornströndum, nú til heimilis á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík. 96 ára er í dag Þórdís Jó- hannesdóttir, elliheimilinu Grund. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h. {.: Brúarfoss kom til Reykjavíkur 15. þ. m. og einnig Dettifoss. Fjall- fos kom til Vestmannaeyja í gær. Goðafoss fór til Vestf.iarða í fyrradag. Gullfoss fór frá Ham- borg til Kaupmannahafnar í gær. Lagarfoss er í Venspils. Reykja- foss kom til Hamborgar í gær. Selfoss fór 17. þ. m. áleiðis til Gra- verna, Lysekil og Gautaborgar. Tröllafoss kom til New York 12. Tungufoss fór frá Santos 16. Hanne Skou lestar í Kaupmanna- höfn og Gautaborg þessa daga til Reykjavíkur. Katla fór væntanlega frá Hamborg í gær til Reykja- víkur. Skipaiítgerð ríkisins: Hekla var á ísafirði í gær á norðurleið. Esja er á leið frá Aust- fjörðum til Akureyrar. Herðubreið er á. Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag til Breiðafjarðar. Þyrill er í Reykjavík. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór frá Norðfirði 18. þ. m. áleiðis til Bremen. Arnar- fell er í Hafnarfirði. Jökulfell fór frá New York 12. þ. m. áleiðis til Reykjavíkur. Dísarfell kemur til Keflavíkur í dag frá Þórshöfn. Bláfell átti að fará frá Leith í gær áleiðis til Reykjavíkur. Litla- fell er í Keflavík, • Flugferðir • Fliigfclag íslands b.f.: f dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sa-uðárkróks og Vest- mannaeyja. Á morgun eru áætlað- ar flugferðir til Akureyrar, Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja. Málfundafélag’ið Óðinn. Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð- ishúsinu er opin á föstudagskvöld- uni frá kl. 8—10. Sínii 7104. — Gjaldkeri tekur þar við ársgjöld- um félagsmanna, og stjórn félags- ins er þar til viðtals við félags- menn. Bræðrafélag Óháða fríkirkjusafnaðarins heldur fund að Laugavegi 3 á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h. K.F.U.M. Fríkirkju- safnaðarins heldur fund í kirkjunni á morg- un kl. 11 árd. Stjórn verkakvenna- félagsins Framsóknar. Fundur var haldinn í verka- kvennafélaginu Framsókn í fyrra- kvöld og fór fram stjórnarkosn- ing. Jóhanna Egilsdóttir var kos- in formaður félagsins, en í stjórn með henni eru: Jóna Guðjónsdótt- ir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Þórunn Valdimarsdóttir. Bæjarbókasafníð. LESSTOFAN er opin aíb. vlrk» daga frá kl. 10—12 f. h. og frá „Aurasálin" sýiid eítsr helgina Vegna veikinda hafa sýningar á menntaskólaleiknum „Aurasál- inni“ legið niðri um skeið, en vegna fjölda áskorana og mik- illar aðsóknar verður reynt að hafa nokkrar sýningar í viðbót. Um helgina verður farið í leik- för til Akraness en eftir helgi verður efnt til sýninga í bænum. — Myndin sýnir Val Gústafsson í hlutverki sínu. kl. 1—10 e. h. — Laugardaga frá kl. 10—12 f. h. og frá Jrf 1— 7 e. h. — Sunnudaga fré kl 2— 7 e. h. ÚTLÁNADEILDIN er opin alla virka daga frá kl. 2—10 e. h — Laugardaga frá kl. 2—7 e. h. tJtlán fyrir börn innan 16 árs er frá kl. 2—8 e. h. Kvöldbænir í Hallgríms- kirkju verða á hverju virku kvöldi kl. 8 e. h. framvegis. (Á miðvikudags- kvöldum eru föstumessur kl. 8,15). Hafið Passíusálmana með. • Útvarp • 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingi- björg Þorbergs). 17,30 Útvarps- saga barnanna: „Vetrardvöl í sveit“ eftir Arthur Ransome; X. (Frú Sólveig Eggerzz Péturs- dóttir þýðir og flytur). 19,25 Tón- leikar: Samsöngur (plötur). 20,30 Tónleikar (plötur): „Ástarljóð“, valsar op. 52 eftir Brahms (Irm- gard Seefrid, Elisabeth Höngen, Hugo Meyer-Welfing og Hans Hotter syngja; Friedrich Wúhrer og Hermann von Nordberg leika undir á píanó). 21,00 Leikrit: „Blátt og rautt í regnboganum“ eftir Walter Bauer, í þýðingu Tómasar Guðmundssonar. Leikstj.: Indriði Waage. 22,10 Passíusálm- ur (30). 22,20 Danslög, þ. á m. leikur danshljómsveit Þórarins Óskarssonar. 02,00 Dagskrárlok. Erlendar stöðvar: Danmörk: Stuttbylgjnútvarpið er á 49.50 metrum á tímanum 17,40—21,15. — Fastir liðir: 17,45 Fréttir; 18,00 Aktuelt k/arter: 21,00 Fréttir. Á sunnudögum kl 17,45 fylgja íþróttafréttir á eftii almennum fréttum. Noregur: Stuttbylgýuútva rp ei á 19 — 25 — 31 — og 48 m Dagsk,rá á virkum dögum að mestv óslitið frá 5,45 til 22,00. Strllið af morgni á 19 og 25 metra, um miðj- an dag á 25 og 31 metra og á 43 og 48 m, þegar kemur frain á kvöld. — Fastir liðir: 11,00 Frétt ir með fiskifréttum. 17,05 Fréttir með frétta aukum. 21,10 Eri. úL varpið. SvíþjóS: Útvarpar á helztu stutt bylgjuböndunum. Stillið t. d, á 25 m fyrri hluta dags, en á 49 m að kvöldi. — Fastir liðir: Kl. 11,00 klukknahringing í ráðhústumi og kvæði dagsins; síðan koma sænskir söngkraftar fram með létt lögj 11,30 fréttir; 16,10 bama og ungt lingatími; 17,00 Fréttir og frétta* auki; 20,15 Fréttir. England: General Overseas Ses vice útvarpar á öllum helztu stutfc- bylgjuböndum. Heyrast útsending- ar með mismunandi styrkleika hér á landi, allt eftir því hvert útvarpa stöðin „beinir“ sendingum sínum, Að jafnaði ráun bezt að hlusta á 25 og 31 m bylgjulengd. — Fyrri hluta dags eru 19 m góðir, en þeg- ar fer að Kvölda, er ágætt a8l skipta yfir a 41 eða 49 m. Fastix liðir: 9,30 úr forsíðugreinum biað- anna; 11,00 fréttir og fréttaum- sagnir; 11,15 íþróttaþáttur; 13,00 fréttir; 14,00 klukknahringing Big Ben og fréttaaukar; 16,00 frét.tir og fréttaumsagnir; 17,15 frétta- fréttir; 20,00 fréttir; 23,00 fréttir BEZT AÐ AUGLÝSA t MORGUNBLAÐim Skilmingar á málaravinnustofunni! ★ Það var i stríðinu, að Banda- ríkjamenn höfðn tekið nokkra Þjóðverja sem stríðsfanga og voru að spyrja þá um ýmislégt varð- andi bardagana. — Sprengjuárásirnar voru voðalega miklar, sagði einn af föngunum. — Það var alveg hræðilegt. Við komumst hvergi í skjól. — Hvers vegna fóruð þið ekki á bak við tré? spurði Bandaríkja- maður. — Á bak við tré? Ég er ekkj nema liðsforingi, og það lá við, að trén væru ekki nægilega mörg fyrir hershöfðingjana! ★ Tveir litlir drengir voru að rök- ræða um sunnudagaskólalærdóm sinn. — Trúir þú því, að djöfullinn sé til? spurði annar. — Ne-hei, svaraði hinn. — Það er alveg sama með djöfulinn eins og jólasveininn; þeir eru báðir hann pabbi þinn! ★ Sjúklingurinn var rétt að ná sér eftir botnlangauppskurð og kunningi kom í heimsókn. — Hvernig líður þér? — Mér er farið að líða betur núna; en daginn eftir uppskurð- inn þurftu þeir að opna kviðinn á mér aftur, því þeir höfðu gleymt svampi inni í mér. Og í gær ristu þeir mig aftur, því þeir höfðu gleymt skærum. Nú rak læknirinn höfuðið inn um dyragættina. — Ég hef víst ekki skilið hatt- inn minn eftir hér inni? Það leið yfir sjúklinginn! ★ Faðirinn ætlaði að tala alvar- lega við son sinn, sem honum fannst vera of ábyrgðarlaus gagn- vart lífinu. — Sonur minn, sagði hann. — Nú ert þú að verða fullorðinn maður, og mér finnst tími til kominn, að þú takir lífið dálítið alvarlega. — Hugsaðu þér bara, ef ég dæi nú einhvern daginn. Hvar myndir þú þá lenda? — Ég yrði kyrr hér, svaraði drengurinn. — En spurningin er : Hvar myndir þú lenda? ★ Ekkja fór á miðilsfund og vildi ná tali af framliðnum manni sín- um. — Hvers vegna viljið þér tala við mann yðar? spurði miðillinn, Vegna þess, að ég var ekki búin að tala út, þegar hann dó! 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.