Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 20. marz 1954 Það sem danski öldungurinn segir um ölið Á NORRÆNA bindindit:þinginu í Reykjavík, sumarið 1953, flutti Adolph Hansen, sem verið hefur framkvæmdastjóri Landssam- bands bindindismanna í Dan- mörku um 40 ára skeið, eftir- farandi erindi: f hinu heimsfræga íslenzka skáldverki, Hávamáli, segir Óð- inn, alfaðirinn í norrænum goða- sögnum, m. a. spekiorða eftir- farandi um ölið: Esa svá gótt sem gótt kveða öl alda sonum, því at færa veit, er fleira drekkr, síns til geðs gumi. Sjá, þetta er sannleikurinn enn i dag, og á þeim trausta grunni hasla ég mér völl, og á þessum sannleiksgrundvelli byggist bind- indishreyfingin í öllum löndum, sem verzla með sterkt öl. En Óðinn faðir þurfti ekki að fást við npin félagsleg vandamál. Fyrst þá, er áfengisneyzlan verð- ur vandamál samfélags manna, sem bera skyn á þann sannleika, sem Óðinn kennir um áfengið og einstaklinginn, ganga menn sam- an í félög og hrinda af stað hreyfingu í þjóðfélaginu til stuðnings hverjum einstökum ein um og til þess að vinna gegn skaðsemi áfengisneyzlunnar bæði með íhlutun löggjafar og fræðslu starfsemi, til verndar þjóðinni í heild. Árið 1879, er bindindishreyf- ingin hófst í Danmörku, var | því kann að vera unnt að gera, neyzla áfengis í landinu 8,98 til þess að vinna gegn áfengis- lítrar á mann, af 100% áfengi., bölinu og draga úr því ....“. Adolpli Hcsnsen segir irá reynslu Daina á sfierkissn hjéw tilheyrir þjóðinni“, blekkir og blindar ótrúlega marga, og tjón- ið, sem birtist í hruni heimilanna og glötun einstaklinga, tilheyrir því miður einnig þjóðinni. Mér er nær að halda, að Jakobsen bruggari hafi og gert sér þetta ljóst, því að hann sagð- ist vona, að með bajerska ölinu mundi heppnast að venja Dani af brennivínsdrykkjunni, en vissulega brást sú von nans. í september árið 1882 lét hagstofan fjármálaráðuneytinu í té skýrslu um áíengisneyzluna í lanainu. Kom þá í ljós, að brennivíns- neyzian, sem verið hafði 61,3 pottar á hvern karlmann eldri en 20 ára árið 1859, var 62,5 pottar árið 1869, og þrátt fyrir það, „að neyzla bajerska ölsins er orðin miklu algengari (síðustu 20 árin) en áður var, þar sem konur og unglingar drekka það hlutfallslega meira en sterka drykki“, segir i skýrslunni, og ennfremur: „Það verður að telj- ast fullkomlega augljóst, að drykkjuskapurinp gríphr mjög um sig í félagslífinu, veldur miklum ófarnaði og glæpum, verðskulduðum og óverðskulduð- um þjáningum. Enginn þarf að efast um, að drykkjuskapurinn er slíkt þjóðfélagsmein, að lög- gjafarvaldinu ber að athuga, hvað Þetta var ríflega ein flaska af brennivíni á hvern fullorðinn mann vikulega. í öðrum löndum var því talað um Brennivínslandið Danmörku. Hér með er þó ekki sagt, að menn drykkju ekki einnig öl í Danmörku. Ég skal ekki færa hér fram neinar sögulegar staðreynd ir um ölneyzluna í Danmörku, en aðeins minna á það, sem Þannig var þá „áfengismála- ástandið“ í Danmörku, eftir að sterkt öl hafði verið bruggað þar um 40 ára skeið og „ágóðinn ver- ið látinn renna til þjóðarinnar". * Þegar sett voru hin fyrstu áfengislög í Danmörku, veitinga- lögin 1912, gerðist það furðu- lega, að samkvæmt tillögu fyrstu bindindismálanefndarinnar, ' var samþykkt eitt sameiginlegt nafn á áfengum drykkjum, og í stað þess að kalla þá aðeins áfenga Troels Lund segir í bók sinni I drykki, eins og bindindismenn Dagligt liv i Norden, að á mið- öldum hafi 5 til 10 pottar öls verið talinn hæfilegur daglegur skammtur hverjum einum í venjulega hóglátri fjölskyldu. En á tímanum frá 1830, er fróðir menn á bessu sviði töldu hnignun artímabil á ölframleiðslunni og neyzla annarra drykkja ruddi sér fremur til rúms, var heil- ræðið þetta: „Súpið, hálsar, ölið, það svalar og nærir, en síður kaffi, púns og vín, sem þróttinn tærir“. Þetta er sjálfsagt bæði háfleyg ljóðagerð og framboð. Danskir ölframleiðendur kunna framboðs listina ágætlega, en meira um það síðar. í ofsa og æðiskasti, af einhverj- [ einni ákavítisflösku (% lítrar), um ástæðum, sagði Ludvig Hol- 1 áfengismagn 45%, um 19 aurar, berg eitt sinn: „Allt vort böl er og búðarverðið 75 aurar, en af þýzkum uppruna“. Við bind- venjuleg brennivínsflaska kost- indismenn í Danmörku, sem nú aði þá aðeins 50 aura. Vegna berjumst gegn ölinu, verðum að j erfiðleika síðasta styrjaldarárs- viðurkenna, að í þessu hafði hinn ins 1917 varð óhjákvæmilegt að mikli leikritahöfundur rétt að hækka skattinn á spíritus og öli. töldu réttast, fengu þeir nafnið „sterkir drykkir“. Hér í var tal- ið, ekki aðeins brennivín, vín og ávaxtavín, heldur einnig ölið, ef það hafði 2, 14 % þungastyrkleika og þaðan af meira. Ýmsum þótti óviðeigandi að setja hið „góða danska öl“ í flokk með brenni- víni og öðrum skaðlegum drykkj um, en löggjafarvaldið fylgdi tillögu nefndarinnar um þetta atriði. Svo rann upp það drottins ár 1917, er menn komu á því, sem í hinum Norðurlöndunum hefur verið kallað „Danska kerfið“. Er þar átt við „áfengismála- kerfið“. Þá var skatturinn af OLIÐ OG BINDINDISASTAND ÞJÓDARINNAR Þegar ’-ætt er við áfengissjúk- linga og ofdrykkjumenn, sem hinar 28 leiðbeiningastolnanir í landinu reyna að hjálpa, eða vanadmenn þeirra, kemur oftast í ljós, að það er sterka ölið „bajerinn“, sem er orsök ógæf- unnar. Óvenjulegt er það alls ekki að menn drekki 25—30—40 bajara á útborgunardaginn, á einhver’um þeim stöðum, sem næstir ery. Oft er það afvega- leidd félagshneigð, sem ítir und- ir þessi drykkjugildi á útborg- unardagmn. Eitt alvarlega vandamálið í öllum löndum er: umferðin og áfengisneyzlan. Athyglisvert er, hversu Svíar hyggjast herða laga ákvæðin hér að lútandi. Slíkt er mjög aðkallandi einnig : Dan- mörku. Ákaflega oft er það ölið, sem veldur ógæfunni, já, dauða- slysum og ófarnaði í umferðar- málum. Ritstjóri kvennadeildar í einu blaði höfuðstaðarins, skrif- aði fyrir skömmu. „Maður nokk- ur drekkur öl, allt of mikið öl. Sest við stýrið í bíl sínum, ekur á tvö ungmenni og limlestir þau, heldur áfram og ekur á önnur tvö, drepur annað, 19 ára stúlku. Hann er handsamaður, dæmdur í 4 mánaða fangelsisvist og frá ökumannsréttindum í 5 ár Þetta er allt og sumt og málið er út- kljáð“. Slíkar blaðafregnir, næst- um daglega, vekja menn til um- hugsunar um ölið og ástand þjóðarinnar í bindindismálum. Það væri óskiljanlegt, ef fólk í Danmörku ókyrrðist ekki við hið sífelda og ákafa framboð af bajerska ölinu, framboð, sem iðkað er af margsháttar svívirði- legri lævísi. Til dæmis gaf Tuborgs ölgerðin mikla út bók árið 1945, og hét hún Tuborg Noveller — Þorstinn mikli. Arne Ungermann gerði myndskreyt- inguna, en rithöfundarnir Peter Freueher, Sigfred Pedersen, Tom Kristensen, Edit Rode, Bech Nygárd og enn fleiri, vegsömuðu sitt á hvað Tuborgs bajeröl. Thit Jensen lagði til nokkrar ferða- minningar, er enduðu á þessa leið: „Ef helvíti er til .... er það varla óbærilegt, sé Tuborg pilsner fáanlegur". Hér þurfa engar athugasemdir. Næst er þá að gera grein fyrir síðasta þættinum í baráttu bind- indiamanna í Danmörku gegn sterka ölinu, sem brýtur niður reglusemi og siðferði fóiksins landinu. Þéssi þáttur heitir helgihalds. kom á miðvikudaginn. Það tilkynntu auglýsingar öl- gerðanna, en auk þess mátti bæði sjá og heyra um það af því, er fram fór í borgarlífinu og víðs vegar í landinu. Blöðin birtu skuggalegan lista um slys og glæpi, sem afleiðingar af páska- ölsþambinu. Þessi mjög svo magnaði drykkur örvaði kröftug- lega til áframhaldandi drykkju- skapar. Ýmsir aðrir en bindindis- menn álíta, að þetta sé óþolandi. Forstjóri einnar ölgerðar sagði, að ef fram kæmi krafa til hins opinbera um að banna þetta háa áfengismagn ölsins, mundi slíkt ekki mæta neinum andmælum frá sínu fyrirtæki, þar sem öl- gerðarframleiðslan væri vissu- lega orðin bæði skaðleg og 1951 1952 1953 Janúar 357 343 358 Febrúar 339 279 290 Marz 366 362 475 Apríl 453 439 517 Fjölgun kæranna er þannig mikil mánuðina marz og apríl 1953 borið saman við sömu mán- uði undanfarinna ára. Þetta verð- ur enn meira áberandi, þegar þess er gætt, að mánuðina janúar og febrúar er kærufjölgunin engin eða fer jafnvel niður á við. 1951 voru páskarnir dagana 22.—26. marz, þá eru kærurnar lítilsháttar fleiri en undanfarna mánuði, en þá voru sterku öl- tegundirnar, sem tilheyra B- flokki lúkusölsins enn ekki komn ar. 1952 voru páskarnir 10.—14. apríl. Þá voru þessar öltegundir komnar á kreik, en samt sem áður orskaði sala þeirra ekki að óheppileg". Margir forráðamenn neinu ráði kærufjölgun. En árið mæla. Þetta gildir um þýzka ölið, nánar tiltekið „Bayerska ölið“ sem varð okkar þjóðarógæfa. Þegar bruggarinn J. C. Jakobsen hafði numið efnafræði hjá H. C. Örsted og ölgerð í Þýzkalandi, og tók að brugga bayerskt öl í þvottapotti móður sinnar, heppn- aðist það loks, er hann hafði ölger heim með sér frá Munchen. Árið 1847 var svo tekið að koma á fót ölgerðinni Gamle Carls- berg, sem orðið hefur mjög um- fangsmikið og áhrifaríkt fyrir- tæki, og kjörorð þess, „ágóðinn — Á hinum fyrri norrænu bind- indisþingum hefur verið gerð grein fyrir þessu, og læt ég því nægja að minna á, að skatturinn var hækkaður svo mjög, að verð ákavítisflöskunnar hækkaði úr 75 aurum í 11 krónur (samkvæmt lögunum frá 21. desember 1917). Ölið fékk nokkuð svipaða með- ferð, en svo fór, að neyzla sterkustu drykkjanna minnkaði úr 5,09 lítrum á mann af 100% áfengi árið 1916, í 2,46 lítra árið 1917 pg í 1,13 árið 1918. En neysla sterka ölsins var 1916: 33,8 lítrar á mann, 1917: 33,6, en 1918 féll hún niður í 21,3 lítra, en steig aftur 1919 í 35,5 lítra. „Páskaöl“. Áfengismagn þessa öls er 7,2% (miðað við þunga, en að rúm- máli, sem venjulegast er notað, þegar greindur er styrkleiki áfengra drykkja, er það yfir 10%.) Það er þannig helmingi sterkara en venjulegur pilsner. Einn ölgerðar forstjóri skýrði frá því, að páskaöl einnar ölgerðar- innar væri allt að 8% áfengis- magn (þunga). Þetta öl er sett í verzlanir, án hinnar minnstu viðvörunar um áfengismagn þess. Ein ölgerð notaði á auglýs- ingum sínum mynd af páska- lambinu og fána krossins yfir herðakampi þess. Að minnsta kosti bindindismenn töldu þessa auglýsingu ósæmilega. En aug- lýsingin kom að gagni. Til dæmis seldi Carlsberg ölgerðin alla framleiðslu sína, hálfa aðra mill,jón af páska-ölflöskum, á tveimur dögum. En ekki aðeins auglýsingin var áhrifarík, heldur einnig sterka ölið. Eitt dagblað höfuðstaðar- ins skrifaði: „Sterka ölið, sem ölgerðirnar framleiða til páska- veitingahúsa andmæltu einnig páskaölinu. Ein ölgerð lét tjá blöðunum, að til athugunar gæti komið að hætta framleiðslu „páskaölsins", eftir það tók félag bruggaranna þetta til athugunar. Á fundi Landssambands bind- indisfélaga í Danmörku, og í þeim fundi tóku þátt formenn hinna mismunandi félaga, var einróma samþykkt að leggja til við áfengismálanefndina, að hún beitti sér fyrir lagasetningu, er ákvæði hámark áfengismagns í ölinu, er færi ekki fram úr 4% rúmmáls. Tillaga þessi er í samræmi við álit norsku bindindisnefndarinn ar 1947, og einnig tillögu norrænu bindindismálanefndarinnar, sem var einróma samþykkt á fund inum í Oslo, 14. júní 1952, er lagði svo fyrir: „Framkvæmdaráð nefndarinn ár skal sjá um eftirfarandi: 1. að gera grein fyrir, við hvaða létta drykki bindindisheit bind- indismanna á Norðurlöndum er miðað. 2. að athuga, hvort unnt sé, að skilgreina og gefa eitt sameigin legt nafn, helzt í löggjöf; þeim drykkjum, sem venjulega eru nefndir maltdrykkir, svo að ekki þurfi að vera neitt vafamál, við hvaða drykki sé átt, einnig að fá samkomulag um takmörk áfengisstyrkleika hinna ýmsu öl- tegunda, sem nefndar eru „skatte klasser“. Nefndin hefur gert til- raun með tillögu Eriks Englund um að kalla öltegundirnar létt öl, öl og sterkt öl. 3. að fá samkomulag í bind- indismálahreyfingum ~ Norður- landa um: a) að áfengisstyrkleiki létta ölsins fari ekki fram úr 1,8% (þunga) b) að áfengismagn ölsins sé eins lítið og frekast er fáanlegt. c) að ekki verði verzlað með sterka ölið. Þessi álitsgerð var einróma samþykkt. Neyzla sterka ölsins hefur ver- ið undanfarin ár í Danmörku þessi: 1949: 52,9 lítrar á mann, 1050: 53,6 lítrar á mann, 1951: 50,4 lítrar á mann, 1952: Neyzla þess árs er ekki í sikýrslunum, en þess getið að hún muni hafa minnkað um 3%, en neyzla dansks brennivíns auk- ist um 10% og erlent brennivín um næstum 30%. Á þessum sömu árum voru kærur fyrir ölvunarafbrot þessi: 1949: 16144, 1950: 15002, 1951: 15281. Skýrsla varðandi 1952 enn ekki gerð. Hér skulu svo taldár aðeins nokkrar tölur á kærum fyrir ölvunarafbrot í Kaupmannahöfn, sem mér virðist mjög athyglis- verðar í sambandi við þetta erindi, því að á bak við þær kærur er beinlínis ölneyzlan, nánar tiltekið neyzla sterka öls- ins — „páskaölsins". Kærurnar í Kaupmannahöfn voru þessar:, 1953 eru páskarnir í aprílbyrjun, og þegar öltegundir þær, sem kallaðar eru „páskaöl“, komu í verzlanirnar uni miðjan marz, fjölgaði kærum fyrir ölvun mjög ört, og urðu þær alls í marz- mánuði um 200 fleiri en í febrú- ar, og um 30% fleiri en í marz 1951 og 1952. í dag, þegar ég er að semja þetta erindi, er 50 ár síðan skipuð var fyrsta áfengismálanefndin í Danmörku. Ýmislegt hefur verið ritað í dagblöðin varðandi þetta afmæli. Sven Rögind, dósent, flutti útvarpserindi í tilefni þess, og einn hlustandi skrifaði um erindið á þessa leð: „Hvítu hænsnin fljúga sjaldnar. Andlegar hugleiðingar á 50 ára áfengismála-afmælisdegi. Þessa dýrlegu sumardaga teiga menn svala bajara, 3—4 milljón- ir ölflaskna daglega, og við lækjarnið þessa ölstraums minn- ist útvarpið 50 ára afmælis fyrstu áfengismálanefndarinnar í Dan- mörku........ Árið 1903 var áfengisneyzla þjóðarinnar um 70% brennivín og 30% öl. Nú er þetta nokkurnveginn öfugt: 70% öl og 30% brennivín. Danmörk er orðin land ölsins“. Þannig er þetta. Og okkur bindindismönnum þykir þetta jafn andstyggilegt nafn á okkar yndislega landi, Og hitt, er það var kallað „brennivínslandið". Kínverskt spekiorð segir: „Betra er að kveikja ljós, en illsk ast yfir myrkrinu". Þetta er satt. Þess vegna vill bindindishreyf- ingin í Danmörku varpa sem skærustu ljósi á þátt ölneyzlunn- ar í áfengismálum þjóðarinnar. Þáttur ölsins er þá þessi: Það brýtur niður bindindis- semina í þjóðfélaginu. — Þess vegan verður að berjast gegn því með öllum heiðarlegum ráðum. Hér lýkur þá þessu athyglis- verða erindi danska bindindis- mála-öldungsins. Það er lítils- háttar stytt í þýðingunni, en engu sem neinu verulega breytir. Ósk- andi væri, að við á íslandi, gæt- um lært hið rétta af reynslu annarra þjóða i þessum málum. Pétur Sigurðsson. Vilja kommúnisla inn LUNDITNUM 18. marz: — Á fundi í vináttufélagi Breta og Bandaríkjanna, sem haldinn var hér í borg, létu bæði Dag Hamm- erskjöld íramkvæmdastj. S. Þ. og Sir Gladwin Jepp fyrrverandi fulltrúi Breta hjá S. Þ. þá skoð- un í ljósi, að kommúnistastjórnin Kína ætti að fá inngöngu í S. Þ. Lögðu þeir báðir áherzlu á nauðsyn þess, að Vesturveldin Og Austurlönd gætu komið sér sam- an og rætt ágreiningsmál sín í ró og nægi. •— Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.