Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. marz 1954 MORGUNBLAÐIÐ S i Sfaífifóannaráð Landssfmans Fyrsta starfsmannaráð Landssímans. Á myndinni eru talið frá vinstri: Andrés G. Þormar, Bjarni Forberg:, Maríus Hslgason, Ein- ar Pálsson, Gnnnlaugur Briem og Ólafur Kvaran. Sfarfsmansiaré leifa samsfarfs sfarfsmanna SÚ NÝJUNG var tekin upp við rekstur Landssímans á s. 1. ári að stofnað var svonefnt Starfsmannaráð, en það er sameigin- leg nefnd starfsmanna Landssímans og fulltrúa og yfirmanna Landssimans. En í þessu er það fólgið að starfsmennirnir geta lagt orð í belg við fulltrúa stofnunarinnar, rætt við þá í trúnaði um launakjör starfsmanna og einnig komið fram með tillögur um rekstur Landssímans. Starfsmannaráðið heldur fundi tvisvar í mánuði. Hinn 20. júlí s.l. árs gaf Björn Ólafsson þáverandi póst- og síma málaráðherra, út breytingu við starfsmar.nareglur Landssímans. Breyting þessi hefur í för með sér algera nýjung í félagsmálum opinberra starfsmanna, þar sem er stofnun Starfsmannaráðs. STJÓRNfÍNDUK OG STARFSMENN Þetta nýja ráð eF skipað 6 mönnum. Sjálfkjörnir í það eru skrifstofustjóri landssímans, yfir- verkfræðingur landssímans, rit- símastjórinn í Reykjavík, bæjar- símastjórinn í Reykjavík, for- maður Félags íslenzkra síma- manna og annar fulltrúi er fé- lagið kýs. HLUTVERK RAÐSINS Hlutverk Starfsmannaráðsins er tvíþætt. í fyrsta lagi að taka afstöðu til mála er varða launakjör starfs- manna, tiilögur um breytingar á launalögum, skipun í stöður og frávikningu o. fl. í öðru Jagi að kynna sér hag og rekstur landssímans, eftir því sem við verður komið og gera tillögur til póst- og símamála- stjóra um umbætur á rekstrinum. Það á einnig að leitast við að auka áhuga starfsmanna á því sem betur mætti fara í stofnun- inni t. d. um endurbætur á síma- afgreiðslu og tækni, hagkvæmari vinnubrögð, rekstrarsparnað o. fl. Skaufamól íslands FIMMTA Skautamót íslands var háð hér á Reykjavíkur- tjörn þann 10. og 11. marz s. 1. Keppendur voru sjö, þar af tveir Norðlendíngar frá Skautafélagi Akureyrar. Úrslit mótsins urðu þessí: í 506 mtr. hraðhlaupinu sigraði Kristján Árnason (KR) á 50,9 sek. 2. Björn Baldursson (SA) á 43,2 sek. og 3. Guðlaug- ur Baldœreæon (SA) á 3 mín. 53,2 sek. í 3000 mtr. blaupinu: 1. Kristj- án Árnason á 6 mín 11,8 sek. 2. Björn Baldursson á 6 mín. 27,2 sek. og 3. Jón R. Einarsson á 6 mín. 33,S* sek. Samkvæmt þessum úrslitum hlaut Krisíjján Árnason Skauta- bikar íslai'.cis og sæmdarheitið: Skautakappi íslands 1954. ÍSÍ gaf þenna skautabikar til verð- launa 1949, og var þetta í fimmta skiptið sem keppt var um hann. Auk þess fengu þrír fyrstu kepp- 1 endurnir verðlaunapeninga frá Skautafél. Rvíkur, sem sá um mótið, með prýði, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. j Fyrri dag mótsins var veður sæmilegt, en síðari daginn var komið þíðviðri og skautabraut- in undir vatni; varð því að hætta ivið 5000 mtr. hlaupið, sem gert j var með samþykki allra kepp- endanna. Óstöðug veðrátta ger- ir það oft erfitt að halda hér skautamót, enda fór svo nú að | tæpara mátti ekki standa. — Að loknu móti bauð formaður Skautafél. Rvíkur, frú Katrín Viðar, öllum keppendum og starfsmönnum mótsins heim til sín, og veitti að vanda af rausn ýmsar góðgerðir. Þar afhenti for- seti ÍSÍ sigurvegurunum verð- launin, þar sem hann m. a. þakk- aði Norðlendingunum fyrir þátt- tökuna. Þá afhenti hann einnig Kristjáni Árnasyni metpening ÍSÍ úr gulii, fyrir þau 10 skauta- met, sem hann setti 1951. En frú Katrín Viðar þakkaði öllum keppendum og starfsmönnum mótsins fyrir ágæta aðstoð og starf. — Skautafélag Rvíkur á sérstakar þakkir skilið fyrir for- stöðu mótsins og allan undirbún- ing og þá sérstaklega formaður Skautafél. Rvíkur, frú Katrín Viðar, sem um áratugi hefir starfað hér að skautamálum, af áhuga og dugnaði. — Kemur fram á næstu hljómlelkum igsins, • U' NGUR Reykvíkingur, Gísli Magnússon, konsertpíanóleik- ari, sem í vetur lauk námi suður í Sviss, kemur fram a næstu hljómleikum, sem Tónlistarfélag- ið efnir til fyrir styrktarfélaga sína. Hljómleikarnir verða á þriðjudaginn og endurteknir á miðvikudaginn, í Austurbæjar- bíói. Verður lögunum um lána- deild smáíbúða breytt ? til bagsbófa fyrir byggjendur LAGT var fram á Alþíngi í gær frumvarp til laga um breyting á lögum um opinbera aðstoð við byggingar íbúaðarhúsa í kaup- stöðum og kauptúnum. Er 'þar lagt til að í stað orðamsa „smárra íbúðarhúsa" í 38. grein laganna komi: smárra íbúða, svo og að lán þau er lánadeild smáíbúða veitir, skuli tryggð með 2. veð- rétti í íbúð þeirri sem féð er lánað til. Ársvextir skulu vera 54/2% og lánstími allt að 15 ár. Eigi má veita hærri lán til hverr- ar smáíbúðar en 30 þúsund krón- ur og eigi má hvíla haerri upp- hæð samanlagt á fyrsta og öðrum veðrétt smáíbúðar sem lán er veitt til samkvæmt lögunum en 100 þúsund krónur. í greinargerðinni segir m. a. svo: „Aðalatriðið í frumvarpi þessu er breyting sú, sem lagt er til, að gerð verði á 40. gr. laga nr 36 frá 1952. Samkvæmt þessari grein má eigi hvíla haerri upp- hæð á fyrsta veðrétti smáíbúðar en 60 þúsund krónur. Þetta gildir jafnt, þótt um sé að ræða smá- íbúðalán, sem ekki nær hámarki smáíbúðalána, sem vera má 30 þúsund krónur mest. Maður, sem t. d. hefur fengið 65 þúsund króna lán út á 1. veðrétt og ætti kost á 25 þúsund króna smáíbúðaláni getur ekki fengið það vegna ákvæða greinarinnar um, að eigi megi hvíla meira á 1. veðrétti en 60 þúsund krónur. Þetta ákvæði þykir standa í vegi fyrir eðlilegri framkvæmd laganna. Væri því æskilegt að breyta ákvæðinu í þá átt að binda hámarkið við upphæð þá, sem samanlagt mætti hvíla á 1. og 2. veðrétti smáíbúð- ar. Er breytingin í 3. gr. frum- varpsins við þetta miðuð. Jafn- framt þótti rétt að hækka há- markið sem svarar 10 þúsund krónum út á 1. veðrétt, eða sam- aniagt á 1. og 2. veðrétti í 100 þúsund krónur. Er hækkun þessi gerð til ?amræmis við hækkandi byggingarkostnað. Gísli Magnússon Gísli Magnússon, sem er sonur Magnúsar Gísiasonar fyrv. skrif- stofustjóra fjármálaráðuneytis- ins, hefur einu sinni áðui kom- ið fram á opinberum tónleikum, einnig á vegum Tónlist.arfélags- ins. Var það fyrir tveim árum. Þá var hann byrjaður framhalds nám sitt í píanóleik í Zurich í Sviss hjá kennara sínum, Walter Frey. Gísli var brautskráður frá Tónlistarskólanum vorið 1949, tví tugur að aldri. Hafði hann þá stundað r.ám í Tónlistarskólanum frá því hann var 12 ára gamail. Árið áður byrjaði hann að leggja stund á píanónám og var þá í einkatímum hjá Rögnvaldi Sig- urjónssyni. EINLEIKUR SÉRGREIN Er Gísli lauk Tónlistarnámi, með hárri ágætis einkunn, hvarf hann til náms í Sviss. Við Kon- servatori i Ziirich. Er hann lauk námi þar í vetur, hlaut hann afar góðan vitnisburð. Tónleikahaid var þáttur í lokaprófi hans. SNILLINGARNIR Er Gísli ræddi litia stund við Mbl. í gær, skýrði hann svo frá, að jafnhliða námi sínu hefði hann ; sótt mjög tónleika, sem ýmsir 1 hinna heimskunnu píanóleikara hefðu haldið í borginni. 1 áhrif hefðu haft á sig píanóleikur ! þeirra Giesekings, Fishers og j Backhaus, sem hver hefði á sinn hátt túlkað verk meistaranna með fádæma snilli, en þó hver á sína vísu. — Því leiknari sem þessir píanósnillingar eru, því ólíkari verður túlkun viðfangsefnanna, sagði Gísli. Á hljómleikum sínum fyrir Tónlistarfélagið mun Gísli leika verk eftir Bach, Beethoven, Brahms, Honeggér og Chopin. Chopin. Frumvarp á Álþingi um: Breyfing á lögum um li siéð sfarhmanna rikisins ÚTBYTT var á þingi í gær frum- varpi til laga um breyting á gild- andi lögum um Jífeyrissjóð starfs manna ríkisins. Lagafrumvarpið er í tveimur greinum svohljóð- andi: 1. gr. Aftan við 10. gr. laganna komi ný málsgrein, svo hljóðandi: Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld til sjóðsins í 30 ár, falla iðgjaldagreiðslur hans niður svo og iðgjaldagreiðslur launagreið- anda hans vegna. 2. gr. Á.eftir 14. gr. lagana komi ný grein, er verður 15. gr., svo hljóð- andi (og breytist greinatalan sam kvæmt því): Nú frestar sjóðfélagi að taka ellilífeyri og gegnir starfi sínu áfram, eftir að iðgjaldagreiðslu hans er lokið og hann hefur öðl- azt rétt ti! að hætta störfum og fá ellilífeyri, og hækkar þá rétt- ur hans til ellilífeyris um 2% af meðalárslaunum hans síðustu 10 starfsárin fyrir hvert ár, er hann frestar að taka ellilífeyri. Á til- svarandi hátt hækkar lífeyris- réttur maka hans um 1% af meðalárslaununum fyrir hvert ár. Nú frestar sjóðfélagi að taka ellilífeyri og tekur jafnframt við öðru starfi hjá ríkinu eða ríkis- stofnun, Jægra launuðu en því er hann gegndi áður, og gilda þá reglur 1. málsgr. óbreyttar að öðru leyti en því, að ellilífeyrir og makalífeyrir skulu reiknaðir af meðallaunum síðustu 10 ára í því starfinu, sem hærra var laun- að, ef það meðaltal er hærra en meðaltal launa síðustu 10 starfs- árin. í greinargerð segir að frum- varpið sé samið af stjórn lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins og flutt samkvæmt tilmælum henn- ar. Telur sjóðsstjórnin nauðsyn- legt að fá skýran lagabókstaf fyr ir þeim atriðum sem lagagrein- arnar tvæv fjalla um, enda muni það auðveldlega geta komið fyrir, að sjóðfélagi sé búinn að greiða iðgjöld í 30 ár þá nokkrum árurn- áður en hann hefur rétt til að hætta starfi og fara á eftirlaun. Ákvæði annarrar greinar er ætlað að vera mönnum hvöt til þess að gegna störfum sínum svo lengi sem þeir eru fullfærir til þess, enda þótt þeir hafi öðlast rétt til þess að hætta og fá eftir- laun samkv. 95 ára ákvæðinu. Réttindaaukningunni.er stillt svo í hóf, að það er sjóðnum hagur, að hún sé notuð. ForehSraféiags- fundur í Laugar- nesskóla FORELDRAFÉLAG Laugarnes- skólans héldur fræðslufund á sunnudaginn kemur 21. marz kl. 4 í Laugarnesskóla. Tvö erindi verða flutt, annað um aðbúð barna í skólanum, sern Hjörtur Kristmundsson, kennari flytur og hitt um skólabyggingar frá sjónarmiði kennara, sem Helgi ÞorJáksson, kennari heldur. Frjálst er fundarmönnum að bera fram stuttar fyrirspurnir og verð ur þeim svarað. Að lokum verður kvikmynd Fræðsluráði, námstjóra og fræðslufulltrúa auk borgarlæknis hefur félagið boðið á fundinn. Stjórnin væntir þess að foreldrar úr skólahverfinu fjölmenni. SELFOSSI, 19. marz: — Inn í fregnina frá aðalfundi Mjólkur- bús Flóamanna, komust villur er skýrt var frá framleiðslu búsins. — Framleiðsluaukningin var sögð vera ársfrnmleiðelan. — Ársfram leiðslan á osti í Flómamannabú- inu var 204 tonn, jókst um tæp- lega 83 tonn. — Skyrframleiðsl- an var 765 tonn, jókst um 24,5. tonn og smjörframleiðslan varð 184 tonn hafði aukizt um 16,1 tonn. — kik. KAUPMANNAHÖFN 18. marz. Förslev hershöfðingi, yfirmaður danska flughersins gaf í dag skip- un um það að stöðva skuli um stundarsakir allt flug danskra þrýstiloftsorustuflugvéla. Stend- ur þetta í sambandi við það, að æði mörg, flugslys hafa orðið að undanförnu, þar sem danskar þrýstiloft$flugvélar hafa hrapað til jarðar Er í ætluninni að setja nýjar reglur um öryggi í flugi orustuflugvélannaa. —NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.