Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. marz 1954 MORGUNBLAÐIÐ II ÍÞRÓIT Knaftspyrnuféiag Reykjavfkur 55 ára IDAG minnist K.R. 55 ára af- mælis síns með hófi í Sjálf- stæðishúsinu. Félagið er stofnað 1899 af Pétri A. Jónssyni óperusöngvara og bróður hans Þorsteini, sem nú er látinn. Stofnendur voru mjög ungir menn, aðallega Menntaskólapilt- ar, verzlunar- og iðnaðarmenn. Ferguson, skozkur prentari, sem kom hingað til lands árið 1895 til að starfa í ísafoldarprent- smiðju, varð fyrsti maður til þess að kenna knattspyrnu hérlendis. Við stofnun félagsins fékk það nafnið Fótboltafélag Reykjavík- ur, en því var breytt síðar þegar nokkrir lærðir ’íslenzkumenn létú í ljósi það álit sitt að orðið fót- bolti væri ekki nógu íslenzkt, en komu í þess stað með orðið knatt spyrna. — Þorst'einn Jónsson var íyrsti formaður félagsins. FYRSTÍ KAPPLEIKURINN Á ÞJÓBIIÁTÍÐINNI Fyrsti kappleikur á íslandi var háður árið 1899 á þjóðhátíðinni. Pétur og Þorsteinn voru fyrirlið- ar og sigraði lið Péturs. Hin fyrstu árin um og eftir aldamótin var einkum keppt við sjóliða á erlendum herskipum, aðallega dönskum. Um 1909 mun einhver deyfð hafa verið yfir öllu starfi félags- áns, því það ár er haldinn vakn- kemst öll starfsemi þess í fastari ingarfundur og eftir þarm fund skorður, um það leyti eru þá líka ný félög að koma til sögunnar. Árið 1913 er tekin upp sú stefna að setja á stofn yngri deild í félaginu; undirstaða henn- ar var Fótboltafélag Vesturbæj- ar, en form. þess félags var Er- lendur Ó. Pétursson. Einnig voru mokkur önnur drengjafélög úr Vesturbænum innlimuð í K.R., að sjálfsögðu með þeirra fúsa vilja. FYRSTA MEISTARAMÓTIÐ Árið 1912 er háð fyrsta meist- aramót íslands í knattspyrnu og varð K.R. fyrsti ísiandsmeistar- inn eftir harða viðureign við Vestmanneyinga og Knattspyrnu félagið Fram. Árið 1923 er eitt merkasta árið í sögu félagsins, það ár er tekin upp sú stefna, undir forustu og fyrir hvatningu Kristjáns L. Gestssonar, að gera félagið að al- hliða íþróttafélagi (hið stóra K.R.) Að vísu höfðu félagsmenn nokkru fyrr hafið hlaupaæfingar og tekið þátt í Víðavangshlaupi Í.R. og Leikmóti íslands nokkru fyrir 1923, en það ár er tekið ákveðið á stefnuskrá félagsins: Frjálsar íþróttir, fimleikar, sund og glíma, og nokkru síðar: hnefa- leikar, handknattleikur, skíða- áþróttir og tennis. ALIILIÐA ÍÞRÓTTAFÉLAG Þessar framfarir í K.R. sköp- uðu mikið og blómlegt íþróttalíf í félaginu. Á þessum árum var Kristján L. Gestsson formaður K.R. Tók hann þátt í flestum íþróttagrein- um og var ágætur knattspyrnu-, frjálsíþrótta- og fimleikamaður. Guðmundur Ólafsson var þjálf- ari í knattspyrnu og þjálfaði þá alla flokka félagsins, en ritari var Erlendur Ó. Pétursson og skráði hann allt sem gerðist í K.R. í vandaðar bækur, og því vita nú K.R.-ingar svo mikið um sögu sína. K.R.-TRÍÓIN TVÖ Þessir 3 menn voru oft í þá daga nefndir K.R.-tríóið, en ann- ars átti K.R. annað frægt tríó um sömu mundir, það var kna'tt- spyrnutríóið, sem í voru Þor- steinn Einarsson, Hans Kragh og Gísli Guðmundsson. Árið 1929 réðist ,K.R. í, fyrir forgöngu Kristjáns L. Gestsson- ar, að kaupa samkomuhúsið Báru búð við Vonarstræti. Var það síðan íþróttahús K.R. Mikill fögnuður var meðal K.R.-inga, er félagið tók við hús- inu og fyrsta verk þejrra var að mála.það hátt og lágt. Var það gert í sjálfboðaliðsvinnu og tók málunin á þessu stóra húsi að-i eins einn dag og þar með setti K.R. nýtt met í málun á húsi. —! aðstoðar þær þeirra sem ekki geta starfað algjörlega fjárhags- lega sjálfstæðar. Samkvæmt þessu fyrirkomu- lagi eru nú starfandi í félaginu: Fimleikadeild, Frj álsíþróttadeild, Glímudeild, Handknattleiksdeild, Hnefaleikadeild, Knattspyrnu- deild, Skíðadeild og Sunddeild. IIEILLARÍKT SKIPULAG Með þessu skipulagi nýtast afmælisháliar K, R. Forsetahjónin voru meðal gesta við setningu afmælishátíðahalda KR Sýningarflokkarnir hafa raðað sér upp. Sjálf málningin var gefin af eldri félögum í K.R. íþróttahús K.R. var mikil lyfti- stöng fyrir félagið. Var.nú öll íþróttastarfsemin innanhúss á sama stað og skapaði þetta mik- inn íþróttaáhuga í félaginu. I heimsstyrjöldinni var húsið gert að einni bækistöð Breta og voru þeir í húsinu til ársins 1944. Auðvitað greiddu þeir félaginu leigu fyrir það og síðan skaða- bætur þegar þeir fóru. FRAMKVÆMDIR í KAPLASKJÓLI Þegar sýnt þótti að húsið yrði að víkja vegna skipulags í Von- arstræti þótti ekki rétt að kosta miklu upp á viðgerðir á því eftir hernámið og varð að samkomu- lagi að bærinn keypti lóð og hús, en sú sala varð fjárhagsleg und- irstaða fyrir hinum miklu fram- kvæmdum félagsins í Kapla- skjóli SKIPULAGSBREYTING Árið 1947 er enn stigið merki- legt spor í sögu félagsins, en þá er, fyrir forgöngu formanns þess, Erlends Ó. Péturssonar, gerð sú breyting á skipulagi K.R., að því er skipt í deildir, sem hver um sig hefur sérstaka stjórn með sér- fjárhag og algert sjálfsforræði í daglegum rekstri, en aðalstjórn félagsins kemur fram út á við fyrir félagsins hönd, og er sá tengiliður, sem sameinar í eina heild hinar einstöku deildir, og starfskraftar félagsins betur en áður var en með því taka nú þátt í stjórn K.R. um 60—70 manns. K.R. var orðið fyrir löngu fjöl- mennasta íþróttafélag landsins og var í raun og veru orðið ó- kleift fyrir eina stjórn að annast rekstur félagsins svo vel færi. Skipulag þetta hefur nú staðið í 6 ár og reynzt mjög heillaríkt. Það hefur hvatt til dáða marga fórnfúsa félagsmenn, sem með því hafa fengið tækifæri til að njóta sín. Á þessum árum hefst einnig nýr og einn merkilegasti þáttur- inn í sögu félagsins. Undir stjórn Gísla Halldórssonar arkitekts, er hafizt handa um að gera gras- velli og byggja félagsheimili á lóð félagsins í Kaplaskjóli og síð- ast en ekki sízt að koma upp stærsta íþróttaskála landsins. Árið 1950 eru grasvellirnir vígðir, 1952 er félagsheimilið vígt og 1953 er íþróttaskálinn tilbú- inn. Á liðnum árum hefur K.R. unnið marga sigra á íþróttavett- vanginum; þannig hefur það orð- ið íslandsmeistarar í knattspyrnu 14 sinnum og 15 ár í röð bar það titilinn „bezta íþróttafélag lands- ins“ á meðan um þann titil var keppt á Allsherjarmótum Í.S.Í. í öllum iþróttagreinum hefur K.R. ávallt staðið framarlega, er nú t. d. álitið að félagið eigi bezta fimleikaflokk landsins. Á erlend- um vettvangi hefur félagið háð marga keppni og haldið marg- ar sýningar. K.R. er eina félagið hér á landi, sem eignazt hefur Evrópumeistara í frjálsum íþrótt- um og það meira að segja þrisvar sinnum. ÞEIR, SEM HLOTIÐ HAFA K.R.-STJÖRNUNA Æðsta heiðursmerki félagsins, þ. e. a. s. K.R.-stjörnuna, hafa þessir menn hlotið fyrir frábært starf í þágu þess: Erlendur Ó. Pétursson, sem verið hefur í stjórn K.R. frá 1915 og þar af formaður í 20 ár; Guðmundur Ólafsson, sem var knattspyrnu- þjálfari félagsins um meira en 20 ára skeið og einnig formaður þess í 2 ár og í stjórninni um nokkurra ára skeið; Kristján L. Gestsson, sem var í stjórn félags- ins í 14 ár, þar af formaður í 9 ár og formaður íþróttahúsnefnd- ar K.R. í 15 ár og er nú í stjórn íþróttaheimilisins í Kaplaskjóli; Sigurður Halldórsson, sem um 30 ára skeið hefur tekið þátt í ýms- um störfum fyrir félagið, þar á meðal verið í stjórn þess og stjórn íþróttahússíns, ennfremur hefur hann unnið mikið og vinnur enir að þjálfun knattspyrnumanna; Sigurjón Pétursson, sem nú cr látinn. Hann vann i 30 ár mörgf og mikil störf fyrir félagið, bæði í stjórn þess og í íþróttahúss- nefndinni. NUVERANDI stjorn k.r Stjórn félagsins skipa nú: Er- lendur Ó. Pétursson, formaðui; meðstjórnendur: Ari Gíslasor, Einar Sæmundsson, Haraldu:' Björnsson, Gunnar Sigurðsscn og Ragnar Ingólfsson. í stjórn íþróttaheimilis K.R. eru: Gísli Halldórsson formaður, og meðstjórnendur: Haraldur Ágústsson, Haraldur Gíslason, Haraldur Guðmundsson, Kristján L. Gestsson, Sigurður Halldórs- son, Sveinbjörn Árnason og Sveinn Björnsson. í tilefni afmælisins kemur K.R.-blaðið út núna um helgina. I ritnefnd þess eru: Hai;a3dur Gíslason, ábyrgðarmaður, Hörð- ur Óskarsson og Sigurgeir Guð- mannsson. Ií|ötbú5 sináíbúðanna Búðagerði ■•■■■■■■■■■■■■■■■■ €róðrarstöðin er til sol-u «§ laus til ábúðar nú í vor. — Þeir, sem áhuga hafa, geta skoðað í dag og næstu daga. ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ 3—4ra herbergja íbúð óskast til leigu eigi síðar en 14. mai n.*k. Odödar Olafóóon. Ldl. fóóon Laugaveg 10 — Sími 80332 TiLKYNINIING til íbúa í Bústaðar- og Smáíbúðahúsahverfi. Knattspyrnufélagið Víkingur heldur fund í félagsbeim- ili V. R., Vonarstræti 4, kl. 2 á morgun (sunnudag), fyrir alla þá pilta á aldrinum 15—20 ára, sem gerast vilja með- limir í félaginu. Til umræðu verður sumarstarfsemin, byggingaimálin og fleira. Stjórnin. Frá Finnlandi: ÞÆKPAPPS ÞAKPAPPl Getum útvegað ágætan þakpappa frá Finnlandi Stuttur afgreiðslufrestur. Eiríkur Leifsson Kristján Karlsson Ingólfsstræti 21 C. Símar 2505 og 2114.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.