Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. marz 1954 AUt a sanna stað Framhaldssagan 82 gcstur hjá þér. En börnin“, bætti hann svo við, „eru svo yndisleg“. „En það mætti segja mér, að þetta tæki á taugarnar hans Timothys. Sá held ég að þurfi nú að segja eitthvað um þetta, ann- ars er ég illa svikinn". Enn hafði June ekkert sagt. Hún sat á stölbríkinni, svo að hann gat ekki séð framan í hana. En svo fann hann heitan vanga hcnnar leggjast að sínum, og þá vissi hann, að hún var þessu ekki mótfallin Honum óx kjarkur. „Þér mun þykja vænt um föður þinn“, sagði hann — „það cr viðfeldinn maður. Það fer aldrei mikið fyrir honum, og það er auðvellt að lynda við hann. Og þú munt komast að raun um að hann hefur gott vit á list, og öllu þvílíku“. Og hugur Jolyons hvarflaði að tíu eða tólf vatnslitamyndum, ficm hann geymdi umhyggjusam- lcga í svefnherberginu sínu. Því nú, þegar sonur hans var orðinn vel stæður maður, fannst honum ekki eins lítið til um þær og fyrr. „Og hvað stjúpmóður þína áhrærir", honum vafðist dálítið tunga um tönn þegar hann sagði þetta, „þá er það mjög fíngerð kona, máske dálítið sérkennileg, en henni þykir mjög vænt um Jo, og börnin", endurtók hann, „cru svo yndisleg“. í þessum orðum Jolyons gamla fólst ósk hans og umhyggja fyrir litlum börnum, sama kenndin, sem fyrir mörgum árum hafði valdig því að hann mat hana meira en son sinn, en nú hrinti henni frá honum. Hann fór að ókyrrast vegna þess, að hún sagði ekkert, og spurði óþolinmóðlega: „Jæja, hvað segirðu svo við þessu?" June renndi sér niður á hnéð á honum og fór nú að tala. Hún sagðist halda, að þetta væri ákjós anlegt. Hún sæi ekki neitt, sem mælti gegn því, og sér stæði á sama, hvað sagt væri. Jolyon gamli vaggaði höfðinu. Jæja, þetta mundi þá vekja um- tal. Það hefði hann ekki haldið, eftir svo mörg ár. En við því var ekkert. að gera. En honum geðj- aðist ekki að þessu sjónarmiði sonardóttur sinnar, hún ætti ekki að meta einskis það sem fólk Spgði. í En hann sagði ekkert. Hann gat ekki komið orði að hugsun- litn sínum þær voru svo sundur- lausar og ósamkynja. Nei, — hélt June áfram — hún ske>tti því engu, öðrum /kæmi það ekkert við. Það var i aðeins eitt, — og Jolyon gamli 1 fann það á sér, að það mundi ckki vera neitt lítilræði, — að # ef hann ætlaði að kaupa sveita- jísetur, hvort hann vildi þá ekki ‘í gera það fyrir hana að kaupa . fallega húsið hans Soames á v Robin Hill. Það væri tilbúið og $ mjög fagurt, og enginn byggi í ■ því. Þar mundu þau öll verða í hamingjusöm. Jolyon gamli var þegar á varð- I bergi. Ætlaði ekki „ríki maður- ‘ inn“ að búa í sínu húsi? Hann nefndi Soames aldrei með nafni heldur „rika manninn“. „Nei“, svaraði June. „Það mun hann ekki gera. Ég veit það“. Hvernig vissi hún þetta? Það gat hún ekki sagt honum, en hún vissi það. Orð Irenu létu enn I eyrum hennar: „Ég er farin frá Soames. Hvert á ég að fara?“ En hún hafði ekki orð á þessu. Og ef afi hennar vildi svo greiða þessa upphæð, sem Phil var dæmdur til að borga þá mundi allt jafnast og falla í ljúfa löð. June kyssti hann fast og inni- lega á ennið. Jolyon gamli ýtti henni frá sér. Dómarasvipurinn var kom- inn á andlttið, eins og ávallt, þeg- ar kaupsýsla var annars vegar. Hann spurði, hvað hún hefði í hyggju. Það bjó eitthvað undir þessu. — Hafði hún séð Bos- inney? „Nei, en ég hef verið í her- berginu hans“. „Verið í herberginu hans? Hver var með þér?“ June leit undan augnarráði hans. „Ég fór þangað ein. Hann hefur tapag málinu. Það skiptir mig engu, hvort það var rétt af mér eða ekki. Ég vil hjálpa hon- um og það skal ég gera“. Enn spurði Jolyon gamli: „Tal- aðir þú við hann?“ Hann horfði svo fast á hana, að henni fannst, að hann sæi í hugskot sitt. „Nei, hann var þar ekki. Ég beið en hann kom ekki“, svaraði June. Jolyon gamla létti mikið. Hún var nú staðin upp og leit niður á hann, hún var svo lítil, grann- vaxin og ung en þó svo einbeitt og ákveðin, að hann gat ekki, þótt hann liti reiðilega á hana, fengið hana til þess að líta und- an. Vitundin um það að hafa tapað, misst takið á taumnum, að vera orðinn gamall og þreytt- ur, yfirbugaði hann. „Ó“, sagði hann að lokum, „þú siglir öllu í strand einhvern dag- inn. Þú vilt öllu ráða“. Og svo bætti hann við: „Svona hefurðu verið frá fæðingu, og svona muntu alltaf vera“. Og hann, sem í öllum sínum viðskiptum við kaupsýslumenn, félagsstjórnir, allskonar Forsyta og þá sem ekki voru Forsytar, hafði ávallt viljað einn öllu ráða, horfði nú áhyggjusamlega á þessa óbifanlegu sonardóttur sína — hann vissi, að hún var gædd þeim eiginleikanum, sem honum óafvitað fannst mest til um. „Veiztu hvað sagt er?“ spurði hann með hægð^— June blóð- roðnaði. „Já-nei Ég veit — og ég veit ekki. Mig skiptir það engu,“ — hún stappaði niður fætinum. „Ég held“, sagði Jolyon gamli, „að þú vildir hafa hann, þótt hann væri dauður". Þau þögðu lengi. Svo sagði hann: „En þú veizt ekkert hvað þú ért að segja, þegar þú ert að biðja mig að kaupa þetta hús“. June kvaðst vita það. Og hún sagðist vita, að hann gæti fengið það, ef hann vildi. Hann þyrfti bara að greiða kostnaðarverðið. „Kostnaðarverðið. Þú veizt ekkert um það. Ég vil ekki fara til Soames. — Ég vil ekkert hafa saman við þann mann að sælda“. „Þess þarftu ekki. Þú getur átt við James frænda. En ef þú færð ekki húsið, þá borgar þú að minnsta kosti skaðabæturnar. Ég veit, að hann er í voðalegum kröggum. — Ég hef komizt að raun um það. Þú getur dregið það frá því, sem ég á að fá“. Glampi kom í augun á Jolyon gamla. „Draga það frá þínum hluta. Ágætt. En hvað er það, sem þú átt?“ En þótt hann leyndi því, lék honum þegar hugur á því, að ná þessu húsi frá James og syni hans. Hann hafði heyrt ýmislegt spjallað um þetta hús, það væri of „listrært11, en staðurinn væri fallegur. Ef hann næði þessu húsi frá „ríka manninum“, sem hafði bundið svo miklar vonir við það, þá var laglega snúið á James, og auk þess var það á- þreifanleg sönnun fyrir því, að UTILEGUMAÐURIIMN • 7 Síðan lét hann lakasta manninn stýra og reri sjálfur svo ákaft, að menn héldu að slíðrið myndi losna við bátinn. Haki reri líka vel, og hefðu engir tveir haldið við á móti honum. Nú tók að síga í áratogum og smágekk í áttina til lands. Þegar komið var miðja vega, gáfust tveir upp við róðurinn. En það gekk lítið minna, þó að þeir leggðu inn árar sínar, því að þeir voru löngu áður orðnir uppgefnir. Um miðnætti slotaði veðrinu, og var þá stutt eftir til lands, og reri þá hver eins og hann gat. Og eftir nokkra stund lentu þeir á Hvaleyri. Huldukonan móðir Haka var í fjörunni þegar báturinn lenti. Hún tók son sinn og leiddi hann áleiðis heim og dóttir Bergs fór með henni. Allir karlmenn voru í fjörunni þegar Bergur lenti, sem áttu heima á Hvaleyri, nema Tani á loftinu. Hann var þar ekki. Bergur spurði hvað myndi valda því, að Tani væri ekki hér, eða hvort hann væri mjög þrekaður eftir barn- inginn. Menn sögðu, að það gæti ekki verið, því að báturinn, sem hann reri á, hefði lent með þeim fyrstu, og sumir sögðust hafa séð hann hér í fjörunni áðan. Tani er sannur níðingur og vesalmenni, hafi hann elt Haka, elt Haka og ætlar að misþyrma honum. Hann hefur vitað, að Haki var uppgefinn, enda rann blóð úr lófum hans og undan hverri nögl. Ég veit að Tani elskar dóttur mína, og mun hann hafa séð hana leiða Haka héðan, og hefur það aukið mjög á gremju hans. eins og nú stendur á. Nú þegir Bergur um stund, en segir síðan: „Hann hefur Höfum á lager uppgerðar bílvélar í jeppa, G.M.C., Studebaker, Pontiac, Chcvrolet og Dodge. Tökum gamlar vélar, sem greiðslu. Uppl. á verkstæðinu hjá verkstjóranum Árna Stefánssyni. J4.f. J$i(l VilhfáL móáon Sími 81812. TIL SOLU 3ja licrbergja íbúð í vönduðu steinhúsi — Enn fremur íbúðarskúr (3 herbergi og eldhús) í vesturbænum. Verð kr. 40 þúsund. ÁRNI GUÐJÓNSSON, héraðsdómslögmaður, Garðastræti 17. Sími 5314. Meyjaskemman Nýjar gerðir af nælonblússum og millipilsum. Me yjaskemman Laugavegi 12 Prentnemi óskast Góð íslenzkukunnátta nauðsynleg. Hæfileikar 1 teikn- ingu mjög æskilegir. Stúlkur koma engu síður til greina en piltar. Tilboð sendist afgr. Mbl. ásamt skólavottorði fyrir 30. þ. m. merkt: Nám—56. ■■■■■■■■■■•■■■ ■■■■■■■■■■■■ Mál og menning. Ný félagsbók og Tímaritshefti. Fimm synir eftir Howard Fast. Skáldsaga sem gerist á Gyðingalandi á dögum Makka- bea. Sýnir hetjuskap smáþjóðar, er berzt fyrir lífi sínu gegn erlendri yfirdrottnun. Snilldarleg saga og áhrifa- mikil. Þýðing eftir Jóhannes úr Kötlum. Tímarit Máls og menningar. 1. hefti 1954. Heima og heiman, ritgerðir eftir Halldór Laxness, enn fremur greinar eftir Bjarna Einarsson og Sigurjón Björns- son, ritgerð eftir Einar Braga um Garcia Lorca, líf hans og starf. Kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, saga eftir Elías Mar, ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson og Þor- stein Valdimarsson, ritdómar o. m. fl. Melkorka Tímarit kvenna, 1. hefti 1954. Fjölbreytt efni af innlendum og erlendum vettvangi, m. a. greinar eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Nönnu Ól- afsdóttur, Þóru Vigfúsdóttur, Drífu Viðar. Um réttindi kvcnna, eftir dr. Andreu Andreen, Að sigra ellina, eftir prófessor Olgu Lepesjinskaja, Tízkan í dag, einnig saga, kvæði o. fl. Félagsmenn í Reykjavík. Vitjið bókanna í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustig 21. Félagsmenn í Hafnarfirði. Vitjið bókanna í Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu 41. - AUGLYSING ER GULLS IGILDI -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.