Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. marz 1954 \ % .J Séra Árelíua Níelsson: Ekkert maimlegt óviðkomandi — Um Skálholt — Samta! við Gísia Sveinsson kirkjuráðsmanit ENGINN hefur metið manns- sálina meira virði en Krist- ur. Hver einstaklingur er honum lieill heimur fullur auðlegðar og >óteljandi, ótæmandi möguleika. Hann nefnir manninn guðs- Itarn og setur einstaklingum það ■takmark að ná fullkomleika guð- tlómsins. Þetta mat á einstaklingum hef- ■ur mótað þjóðir og gæfu þjóða, anarkað tímamót í sögu þeirra og menningu. Þar sem hver einstaklingur liefur verið mikils metinn, hefur ■vaxandi þroski og margs konar íramfarir komið í ljós. Þar sem árelsi hvers manns og vaxtarvið- leitni er virt og efld til átaks, tekur allt breytingum til auk- innar fegurðar og göfgi. Ekki J)ó þannig, að einum sé leyft að gerast sníkill á frelsi og frama annars, heldur þar sem hið bezta og frumlegasta fær að njóta sín í samræmi og samhljómi við •vöxt og framsækni annarra. En þá kemur einmitt til greina Jiið mikla tillit, sem kristinn dómur gerir ráð fyrir, að hver jnaður taki til þess, sem er sam- íerða. „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður skuluð þér -einnig þeim gjöra,“ segir Krist- nr. „Verið hver öðrum fyrri til að 'veita hinum virðingu," segir Páll postuli. Þannig gjörir hin heilaga lífs- slcoðun þessara meistara ráð fyr- ii umgengni fólks í heimi þess- n m. Það er vandi og vegsemd um leið. En þann vanda hefur mörg- um tekizt að leysa, og þeirri veg- semd hefur snillingum tekizt að ná. „Að komast í takt,“ eins og sagt er í dansinum, það er mik- ið og merkilegt atriði í menn- ingu og daglegum samskiptum ■fólksins. Þótt ekki sé nema hringt og ^varað í símanum, þá túlkar raddblærinn, orðalagið, orðaval- ið þennan „takt“, þetta samræmi •eða ósamræmi. Hefur þú stillt rödd þína og orðalag inn á bylgju lengdina, sem nefnist „virðing fyrir öðrum“, persónunni, sem við þig talar, skoðunum og er- indi, málefni hennar og lífsvið- horfum? Sýnir þú samúð, skilning, góð- •vild, einlægni, frjálslyndi, eða cru ummæli þín viðmót og svör fi Idin af kæruleysi, köld af tóm- laeti, frosin af andúð? Og þótt þú gjörir ekki annað cn takir í hönd, þá kemur þetta viðhorf þitt til hins mannlega í Ijós. Þar er unaður samskipt- -«nna táknaður hreinum, kristi- legum línum í hinu heiðna speki- Ijóði íslendinga: „Auðugur þóttumk er ek annan fann. Maðr er manns gaman.“ Það er ekki þetta eitt, að tak- ast í hendur, sem hefur gildi. Heldur hitt táknar handtakið itokkuð annað en dauða venju. Það er hægt að leggja svo ínargt í eitt • einasta handtak. Það getur byggt brú milli heilla heimsálfa, milli heilla eilífða. I>að getur flutt gleði, virðingu, ést, huggun, lotningu og auð- rnýkt, að ekki sé nefnd vinátta og traust. Handtak tveggja mannvera getur verið heilagur samningur, sem enginn kraftur má né megn- •ar að rjúfa. Að finna slík handtök getur vakið von í örvæni, kveikt ljós í skuggum, gefið styrk til lífs í dauða. Og þá skiptir ekki miklu ináli, hvort þessar verur hafa J»ekkzt lengur eða skemur. Hand- iakið segir það, sem segja þarf án orða. Einmitt slík þögul tákn sanna hezt, að hve mikiis virði, sem •cinstaklingurinn er út af fyrir .sig, með öllum sínum gáfum og hæfileikum, þá vex hann ekkí yié nýtur sín, nema í samræmi við aðra einstaklinga. Því skal höfð aðgát í nærveru sálar. Eng- inn er svo aumur svo lágt sett- ur, svo djúpt sokkinn að ekki eigi skilið samúð og skilning. Engan skal lítilsvirða, engan fyr- irlíta. Það er mikið að vera mað- ur, guðdómlegt að vera sannur maður. Enginn getur glaðzt yfir sinni frelsun, nema hann finni von og fögnuð yfir annarra frelsun og fögnuði um leið. Ekk- ert mannlegt má láta manninn ósnortinn. Árelíus Níelsson. Verða brauð pökkuð í bkaðar umbúðír! NEYTENDASAMTÖK Reykjavík ur rituðu Bakarameistarafélagi Reykjavíkur bréf hinn 17. febr. s.l. og fóru þess á leit, að athug- aðir yrðu möguleikar á því, að í brauðsöiubúðum yrðu fáanleg brauð, sem innpökkuð væru í góðar, lokaðar pappírsumbúðir. Skyldi pökkunin fara fram eins fljótt og unnt væri eftir bökun, og brauðin síðan flutt innpökk- uð frá bökurum í búðirnar, og yrðu þannig aldrei snert umbúða laus af afgreiðslufólkinu. Til þess er ætlazt, að jafnan verði á boðstólum bæði innpökk- uð og óinnpökkuð brauð, svo að fóik hafi írjálst val, enda má bú- ast við, að einhver verðmunur verði, a. m. k. í byrjun. Matvælanefnd Neytendasam- takanna annaðist undirbúning þessa máls af þeirra hálfu, en hana skipa Þórhallur Halldórs- sonð mjólkurfr., formaður, Arin- björn Kolbeinsson, læknir og Anna Gísladóttir, húsmæðrakenn ari. Bakarameistarafélagið hefur nú lokið athugun á þessu máli og svarað bréfi Neytendasamtak- anna. Segir þar, að bakarameist- arar séu mjög fúsir að taka upp slíka innpökkun á brauðum, sem að ofan greinir. Myndu pokar úr olíubornum pappír, gegnsæir að nokkru, vera heppilegastir. (Frá Neytendasamtökunum) Einmunalíð á Amturlandi SEYÐISFIRÐI 20. marz. — Ein- munatíð hefur verið hér austan- lands undanfarið. í dag er tíu stiga hiti hér á Seyðisfirði. Fjarð- arheiði hefir verið bílfær hvern einasta dag það sem af er vetrin- um. Þó hefur verið notaður snjó- bíll undanfarið. til öryggis. Snjó- bíllinn hefur farið 2—3 í viku upp á Hérað til að sækja mjólk í vetur og hefur það alltaf geng- ið prýðilega. Einnig hefur hann flutt póst og farþega frá Egils- stöðum í allan vetur. Bílstjóri snjóbílsins er Þorbjörn Arnodds- son, sem er þaulvanur öllum veg- um hér á Austurlandi og mjög öruggur og traustur bílstjóri. Lítil atvinna er hér um þetta leyti. Togarinn ísólfur lagði hér upp 100 tonn af fiski til herzlu fyrir nokkrum dögum, og tók 20 tonn af karfa sem hann flutti til Norðfjarðar. Má heita að það hafi verið eina atvinnan hér í kaupstaðnum síðan um áramót. Allir bátar héðan eru á vertíð á Suðurlandi og leitar fólk mikið héðan yfir vetrarmánuðina til þeirra staða sem atvinna er. —Benedikt. ÍRANSKEISARI og Zahedi for- sætisráðherra vinna nú að því í kyrrþey að finna framþærilega ástæðu til að gera Mossadek út- lægan, en hann er nú \ fangelsi fyrir landráð. Ástæðan er sú, að Mossadek á enn allmarga eld- heita stuðningsmenn. HJÓNIN Jensína Jensdóttir og Benedikt Fr. Magnússon, fyrrv. kaupm., frá SpákonufeRi, Grund- arstíg 3 hér í bæ, hafa afhent undirrituðum höfðinglega gjöf í viðreisnarsjóð Skálholts, kr. 5000,00 — fimm þúsund krónur. Jens Benediktsson Gjöfin er til minningar um einka son þeirra, séra Jen Benediktsson er var blaðamaður við Morgun- blaðið um tíma. Hann andaðist 1. : des. 1947, aðeins þrjátíu og sjö ára gamall. Hann var, eins og kunnugt er, fjölhæfur gáfumað- ur, vinsæ’l og mjög harmdauði. Hafa foreídrar hans með þessu móti fléttað minningu hans fagr- an sveig og er mér, sem skóla- bróður hans og vini sérstaklega ljúft að vita nafn hans geymast í Minniogagjafabólt Skálholts- dómkirkiu, enda mundi hann, ef lifað hefði, hafa lagt viðreisn hins helga staðar, eins og öðrum góðum málefnum, drengilegt lið. Blessuð só minning hans. Með innilegri kveðju og þökk í nafni Skálholtsfélagsins. Sigurbjörn Einarsson. Afmælismót KR í handknaHleik KR vann íslandsmeist- arana í karlafiokki SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld fór fram handknattleikskeppni í íþróttahúsi KR í sambandi við 55 ára afmæli KR. Formaður félagsins, Erlendur Ó. Pétursson, setti mótið með nokkrum orðum og þakkaði Hand knattleiksdeild KR gott starf og árangur á undangengnum árum. Þá hófst keppnin með leik í meistaraflokki kvenna milli KR og Vals og sigruðu Valsstúlkurn- ar með 6:2. í 2. flokki kvenna gerði KR jafntefli við Þrótt 3:3. í 3. flokki karla varð ennfremur jafntefli milli KR og Fram 7:7. í 2. flokki karla sigraði KR Ár- mann með 16:9. Aðalleikur kvöldsins var í meistarafiokki karla, en þar átt- ust við KR og Ármann og lyktaði þeim leik með því að KR sigraði íslandsmeistarana 11:10. KR-ingar höfðu forustuna all- an leikinn og stóð 7:4 í hálfelik. Mikið af loðnu rak á Slokksevri * STOKKEYRI, 20. marz: — Þessa viku hefur afli verið tregur hjá bátunum, 1—4 tonn og allt niður í 50 fiska á bát. í gær var stór- brim og ekki róið. í briminu í gær, rak hér á fjörurnar mikið af loðnu, svo augljóst er að mikið er af henni rétt upp við land. MBL hefir spurt Gísla Sveinsson kirkjuráðsmann og fyrrv. sendi- herra, hvað hann vildi leggja til um endurreisn Skálholtsstaðar. Fórust honum orð á þessa leið: Þetta mál hefir hingað til lent í tómum bollaleggingum, þótt vissulega hafi gefizt margfallt tilefni til þess að hefjast handa um það fyrir löngu. Á síðkastið hefir því bezt verið haldið vak- ar.di af sira Sigurbirni Einars- syni prófessor, en verulegur áhugi til ákveðinna framkvæmda hefir ekki verið fvrir hendi, hvorki hjá alþjóð né ráðamönn- um, svo sem Alþingi og ríkis- stjórn. Er nú því komið sem komið er, og allt í eindaga, þegar talað er um, að svo og Svo mikið þurfi að vera komið á l^ggir í Skálholti og fullgerð meiri háttar mannvirki þar snemma árs 1956, eða eftir 1—2 ár, og má segja, að það sé nokkuð út í hött, með því að ekkert hefir heyrzt um, að fé sé eða verði veitt til þessa, sem þó yrði að vera meira en lítið (fjárlög fyrir 1954 voru nú í vetur afgreidd á Alþingi án nokk urrar slíkrar veitingar eða heim- ildar), né heldur er til nokkur föst ráðagerð um tilhögun eða áætlun til frambúðar. — Ófull- nægjandi frumvarp um málið lá fyrir Alþingi fyrir nokkrum ár- um, en komst ekki lengra. — Nefnd manna mun hafa haft mál- ið til athugunar síðar, án allrar opinberrar skuldbindingar, enda ekki komin til botns í því. Átti þar víst sæti sjálfur núverandi kirkjumálaráðherra og fyrrver- andi forsætisráðherra, svo að nær tækt hefði nú ríkisstjórn átt að vera að gera öruggar ráðstafanir í málinu, sem menn virðist þó ekki hafa orðið varir við enn sem komið er að m. k. Heyrst heíir reyndar nú fyrir nokkru, að ein- hver „Skáiholtsráðsmaður“ hafi verið útnefndur (neglan á und- an skipinu?). En hvað á hann að hafast að? — Og eftir alla þvæl- una um búnaðarskóla á staðnum m. m., án nokkurrar glöggrar nið urstöðu um Skálholt í heild, er enn allt í óvissu um útbúnað á sjálfu höfuðbólinu, nema hvað einhverir fræðigrafarar hafa ver- ið þar að verki, sem að vonum hefir lítt bætt útlitið, en getur þó verið þarflegt, svo og að rokið hafi verið í að reisa þar á ríkis- kostnað dýrt fjós fyrir kýr nú- verandi ábúanda, sem væntan- lega verður ekki í vegi fyrir til- hlýðilegri höfuðbyggingu staðar- ins í framtíðinni. Það er víst og satt, heldur G. Sv. áfram, að Skálholtsstaður hefir verið í vaxandi niðurlæg- ingu í hálfa aðra öld, en um það má sjálfsagt að ýmsu leyti saka kirkjuvöld og ráðsmenn þjóðar- innar á liðnum tímum, en eigi einstaka búendur á jörðinni, er eigi varð ætlast til, að gerðu þar neitt sérstakt. Og þegar nú er skrafað um eitthvert tilhald þar 1956, á 900 ára „afrnæli" biskups- stóls í Skálholti, þ. e. frá því að stóll var þar settur, og að þá skuli jafnvel þangað bjóða er- lendum kirkjuhöfðingjum, þá er það vægast sagt af litlu raunsæi mælt, eins og komið er. Hverjar séu svo mínar tillögur í málinu? segir G. Sv. að lokum. Þær eru í stuttu máli þessar: 1. Þar sem allt um endurreisn Skálholtsstaðar er enn á ringul- reið — setur, kirkju og mennta- skóla, er þangað yrði fluttur —, skulu stjórnarvöld landsins, með ráði gegnra manna, þegar hlutast til um, að gert verði heildarskipu- lag staðarins til frambúðar, sem óhagganlegt standi, og síöan verði hafizt handa um framkvæmdir samkvæmt því, sem jafnframt yrðu þá fyllilega undirbúnar bæði fjárhagslega og tæknilega. Skiptir bá minna, þótt ár líði, þar til því öllu er lokið. „Róm var ekki byggð á einum degi“. — 2. Þegar í stað skal gengið í það, að hreinsa til á bæjarstaðn- um, allt jafnað við jörðu, sem þar er nú og telja má til óþurftar á slíkum stað, hvort sem eru hús- kofar, garðbrot eða annað þess kyns, svo að sýna megi hverjum sem er, jafnt erlendum sem inn- lendum, hin.n ginnhelga stað hreinan og eins og hann er af náttúrunni gerður, þótt hið fyrra. sé farið, en einnig búinn undir hina miklu endurreisn! — En ef þegar er tilvalinn staður handa Skálholtskirkju, er eigi raski framtíðar-áætlun um mannvirkí. þar að öðru leyti, þá sé horfið að því að ákvarða gerð hennar og koma henni upp, sómasamlega á alla lund, fyrir umræddan tíma. En þá má heldur ekki doka við. — Meira vil ég ekki segja um sinn. Og um „fjósið“ kann ég engin ráð, endar G. Sv. samtalið. Sorgfirðmgafélcisið BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík, hefur starfað með miklum blóma á yfirstandandi vetri. Mánaðarlega hafa verið haldnir fundir og skemmtanir. Ýmist spilakvöld í Tjarnarkaffí eða skemmtanir í Sjálfstæðishús- inu, og alltaf við húsfylli. í þess- um mánuði hefur félagið haldið spilakvöld, og í dag heldur það sinn árlega útbreiðslufund í Sjálf stæðishúsinu, þar sem allir Borg firðingar ásamt börnum þeirra, og þeim, sem dvalið hafa í Borg arfirðinum er boðið til þátttöku ásamt gestum þeirra, þótt þeir séu ekki íélagsmenn. Til þessa hefur félagið lagt megin áherzlu á að safna fé til að geta veitt menningarmálum Borgfirðinga heima í héraði nokkurn stuðning, en frá þessu verður skýrt á fundinum í kvöld. Sfjórnarandsfaððn vinnur á Lundúnum, 20. marz. — Út« varpið í Pakistan skýrir svo frá, að stjórnarandstaðan i Austur Bengdal hafi unnið hreinan meirihluta í nýaf- stöðnum kosningum þar. Hafa stjórnarandstæðingar þegaj) fengið 168 fulltrúa af 309, sem sæti eiga í þinginu. Pakistan skiptist í tvennt, Vestur- og Austur-Pakistaii eða Austur-Bengal. Yfir 1000 milna breið spilda indverskg lands skiptir landinu. Muhamed Ali, forsætisráð- herra Pakistans, sem ráðinn var í að fara í opinbera heim* sókn til Indónesíu í næsta mánuði öndverðum, hefue frestað fcrinr.i þar til í maí. 17 ára unglingur 1 hlauf vísindasfyrkinn WASHINGTON: — Seytján ára gamall amerískur gagnfræða- skólanemandi varð sigurvegari I hinu árlega vísindahæfnisprófi i Bandaríkjunum. PrófverkefniS íjallaði um notkun kjarnorkunn- ar í þágu friðarins. í viðurkenn- ingarskjmi hlaut pilturinn, sem heitr Alan F. Haught, Westing- house vísindastyrkinn, og nemur hann 2.800 dollurum. Það var árið 1942, að vísindahæfnispróf þessi hófust, og er þetta því hið 13. í röðinni. Styrkirnir nema ár- lega samtals 11 þúsund dollurum, sem Westinghouse raftækjafyriri tækið veitir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.