Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 8
MORGVJSBLAÐIÐ Sunnudagur 21. marz 1954 mttfstMnMfe Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 2 lausasölu 1 krónu eintakiO. \ UR DAGLEGA LIFINU \ Tvær andstæður — sósíalismi og frjálslyndi SÓSÍALISTAR og kommúnistar hafa löngum haldið því fram, að stefna þeirra væri hin eina og sanna frjálslynda stefna í stjórn- málum. Takmark hennar væri réttlátt og fullkomið þjóðskipu- lag, sem skapaði mannkyninu betra og fegurra líf. Á meðan fjötrar einstaklings- skipulagsins héldu þjóðunum í dróma og fámennar forréttinda- stéttir sátu yfir hlut þeirra urðu margir til þess að líta á sósíal- ismann sem frjálslynda stefnu. Formælendur hans börðust gegn ríkjandi kúgunarástandi, sem fóikið þekkti og þjáðist undir. Þessvegna slógust margir í för með þeim, sem engan veginn að- hylltust kjarna stefnu þeirra. En síðan þróunin réði niður- lögum einræðisins í vestræn- um menningarlöndum hafa þjóðirnar öðlast skilning á þvi, að sósíalismi og kommúnismi eru algerar andstæður póli- tísks frjálslyndis. Kjarni hinn- ar sósíalísku stefnu er ekki aukið frelsi til handa einstakl- ingunum. Hann er þvert á móti haft og fjötur á athafnir þeirra, ekki aðeins í efnahags- og atvinnumálum heldur og í menningarmálum. Þetta verður auðsætt þegar at- huguð er framkvæmd sósíalism- ans í því eina landi, sem hann hefur verið framkvæmdur í í hálfan fjórða áratug, Rússlandi. Þar er allt einstaklingsfrelsi af- numið. Rikið rekur öll meirihátt- ar atvinnutæki og einstaklingarn- ir eru fyrst og fremst þjónar þess. Á sama hátt og aðalsmenn og iéns herrar drotnuðu yfir fólkinu fyrr á öldum ræður nú hið sósíalíska ríkisbákn örlögum þess. Það ákveður kaup þess og kjör með valdboði. Þanníg segjast kommúnistar vinna að því að skapa hið „efnahagslega lýðræði“. Auð- vitað sjá allir heilvita menn, að þetta skipulag á ekkert skylt við lýðræði. Lýðræðið byggist á rétti mannsins til þess að velja og hafna, ráð- stafa vinnuafli sínu að eigin geðþótta og krefjast launa. Ef athugað er hið pólitíska lýð- ræði sósíalismans eins og komm- únistar framkvæma hann verður það ekki síður ljóst, hversu ger- samlega óskylt það er frelsishug- sjóninni eins og hún hefur mót- ast í baráttunni við einræðið. Einnig þar er allt valfrelsi ein- staklinganna afnumið. Er þess skemmst að minnast er „kosning- ar“ fóru fyrir einni viku fram í Sovétríkjunum. Aðeins einn flokkur fékk að hafa þar mann eða lista í kjöri í hverju kjör- dæmi. Þessi eini flokkur, sem er kommúnistaflokkurinn, fékk svo auðvitað alla frambjóðendurna kosna. Þátttaka í „kosningunum" var 99,98% en þar af hlaut komm únistaflokkurinn rétt 99% at- kvæða. Frá þessum úrslitum skýrir blað íslenzkra kommúnista grafalvarlegt og telur þau mik inn sigur fyrlr ráðamennina í Kreml' Enn má svo minna á það and- lega frelsi, sem sovétskipulag sósíalismans skapar fólki. Það er staðreynd, að rithöf- undar, skáid, myndlistarmenn og hljómlistarmenn í ríki sósíalism- ans mega alls ekki haga sköpun- arstarfi sínu að eigin geðþótta. Öll list, sem ekki vill fyrst og fremst vera þerna í eldhúsi vala- hafanna cr fordæmd sem „úr- kynjað auðvaldsfyrirbrigði“. Listamenn, sem fara út af hinni fyrirskipuðu „línu“ eru settir út af sakramentinu, látnir játa yfir- sjónir sínar eða beinlínis hneppt- ir í varðhald. í framkvæmd sósíaldemó- krata er þessu töluvert á aðra lund farið. Þar sem þeir hafa komizt til áhrifa hafa þeir haft hið pólitíska lýðræði í heiðri. Þeir hafa ekki afnumið val- frelsi íólksins. En engu að síð- ur hafa þeir þrön.gvað mjög að athafnafrelsi einstaklinganna og miklu meira en samrýmist hagsmunum heildarinnar. Þeir hafa fyrst og fremst byggt stefnu sína og starf á oftrúnni á höí't og bönn, nefndavald og ríkisofstæki. Þeir flokkar, sem á slíkum grundvelli starfa eru ekki „frjálslyndir“. Stefna þeirra hoðar ekki réítlátara og þroskavænlegra þjóðfélag. Framkvæmd hennar er spor aftur á bak til hinna myrku ala lénsskipulags og kúguuar. ----- ★ EF ÉG skyldi deyja undan manni mínum, þá óska ég þess heils hugar, að hann kvænist aft- ur undir eins og hann vinnur hug konu, sem getur unað áhuga- málum hans og brekum. Vinir mínir margir eru hér á allt annari skoðun en ég. Til gamans ætla ég að vitna hér í orð eins þeirra: „Geturðu hugsað þér einhvern ókunnan kven- mann, sem vasast í öllum sköpuð um hlutum á heimili þínu, hún tekur í sína eign minjagripi þína og aðra hluti, sem þér eru kærir, hún hvílir jafnvel í þínu eigin rúmi.“ í hjarta flestra kvenna býr óstýrilát ástríða, sem krefst þess, að þeirra eigin ást endist eiginmanni þeirra fram í dauð- ann. ★ ÉG ÆTLA ekki að halda því fram, að ekkill eigi að bruna inn að altarinu með þeirri fyrstu, ui( a( naharivm mív Luœaiót afta, sem kynni að falla honum í geð. Ég bið aðeins um heilbrigða skyn 1 semi, að kveðinn verði niður sá j fáránlegi hugsunarháttur, að karl' maður megi ekki kvænast öðru sinni „vegna tillitssemi" við látna eiginkonu. „Vitaskuld er ekki um þetta vandamál að ræða í okkar hjú- ! skap“, sagði reigingsleg húsfreyja við mig eigi alls fyrir löngu. „Jón j minn er orðinn 53 ára, og ég ætla | að vona, að hann gleymi ekki aldri sínum.“ VeU andi ihnLar: McCarffty EKKI þarf að fara í neina laun- kofa um það, að Evrópumenn telja vinnubrögð McCarthys setja blett á Bandaríkin og spilla þannig mjög fyrir utanríkisstefnu þeirra. — Virðingarleysi hans fyrir almennum réttindum manna, hnýsni hans í einkalíf þeirra og fordæming saklausra manna, samrýmist illa stefnuskrá lýðræðisins. Það er því ósköp eðlilegt, að margir Evrópubúar vinveittir ! Bandaríkjunum spyrji, hvers- ' vegna bandaríska stjórnin láti þessa hneisu henda sig, hvers- j vegna hún sjái ekki um, að fjar- lægja þennan ofsóknarmann. Því er þá til að svara, að Mc Carthy verður ekki fjariægður. Hann hefur verið löglega kjör- inn þingmaður fyrir heimaríki sitt og núverandi kjörtímabili hans lýkur ekki fyrr en 1958. Hitt er annað mál, að furðulegt er að gætnari menn í núverandi stjórnarflokk, republikanaflokkn um, skuli ekki eftir þingræðisleg- um leiðum hefta vald hans og gerræði. Þá hafa forustumenn flokksins svarað því til, að þing- kosningar séu nú í vændum í sumar. Þeir geti ekki hætt á að missa fyigismenn McCarthys. Margir efast um að það sé stjórnvizka hjá Eisenhower og forustu republikanaflokksins, að gefa svo mikið fyrir kjörfylgi Mc Carthys. Aðgerðir hans ættu að sýna það, svo að tæplega verður um villzt, að hann stefnir að engu öðru en yfirrráðum í flokknum. Til þess hefur hann safnað um sig harðsnúnu liði. En á hinn bóginn verða forustumenn flokks ins að gæta þess, að þeir missa traust og virðingu fjölda annarra kjósenda, ef þeir setja ekki ræki- lega ofan í við þennan ofstæk- ismann. Að biðja og þakka. HÉR er bréf frá „leikmanni“, sem ég hefi nokkrum sinnum sent mér smágreinar í svipuðum anda og sú, sem hér fer á eftir: „Hefir þú reynt að biðja til guðs? Fannst þér hann ekki bæn- heyra þig? Gafstu upp? Auðvitað heyrir Guð allar okkar bænir en það er ekki alltaf, sem hann svarar þeim á þann hátt sem við óskum eftir. Þegar þú baðst hann í vandræðum þínum eða neyð, sást ekki seinna, að það var þér fýrir beztu, hvernig hann svaraði bæn þinni. En við eigum að gera meira en að biðja, við eigum að þakka. Fyrir hvað? — spyrð þú, sem finnst þú vera örðugleikum hlað- inn. En líttu í kringum þig, er ekki nágranni þinn eða kunningi ver settur en þú?, er hann ekki sjúkur — eða fátækari en þú? á hann ekki vanheil börn?, er hann ekki ofurseldur drykkjunautn- inni? Getum ekki gert kröfu. Ú ÞARFT því miður ekki að leita langt til að finna ein- hvern, sem á við ennþá meira erfiði að stríða en þú. Er þá ekki ástæða til að þakka þeim, sem gefur okkur allar dásemdir lífs- ins, því að ekki getum við, sem daglega brjótum viljandi eða ó- viljandi, þær reglur, sem hann hefir sett okkur, gert neinar kröf- ur um að sleppa við öll lífsins ó- þægindi. — Leikmaður." Um girðingar og tilgang þeirra. EÓ.Á.“ skrifar: . „Umbótavilji er góðra gjalda verður, haldi hann sig inn- an ramma skynseminnar. Fyrir nokkrum árum hófst hér í bænum hreyfing, sem miðaði að því að jafna allar girðingar og garðveggi við jörðu. Spyrjum nú sjálfa okkur, hver sé upphaflegur tilgangur girðinga. Voru þær ein- göngu uppfunndnar til skemmt- unar lóðaeigendum og svekking- ar öllum öðrum mönnum? Ekki held ég það. Ætlunin mun einnig hafa verið sú að veita gróðri og öðrum verðmætum skjól gegn átroðningi og veðri. Ennfremur hefir verið sagt, að ekki geti betri tryggingu fyrir góðu sam- komulagi nágranna en girðing í góðu lagi. Hversvegna? IMORGUNBLAÐINU fyrir nokkrum dögum leggur Ragn ar Benediktsson til, að öllum girðingurn ofan Tjarnarbrekk- unnar austan Suðurgötu sé rutt brott sakir hrörleiks þeirra. Ekki lagfæra, heldur niðurrífa. Mér er spurn: hversvegna. Girðingin er hvorki það há né þétt, að hún byrgi fólki útsýn. Hvort þetta á að vera sparn- aðarráðstöfun, sem komi' í veg fyrir allan viðgerðarkostnað í framtíðinni — eða eitthvað ann- að, er óvitað mál. — „E.Ó.Á.“.“ Vínmiðlunarstöð dreifbýlisins. HREIÐAR heimski" hefir orð- ið: „Allsherjarnefnd Nd hins háa A1 þingis okkar hefir látið frá sér fara álit um áfengislagafrum- varpið. Er það álit að mínum dómi einkennilega fullt af mis- tökum. Til dæmis: hvað segja bændur landsins, ef þeir eiga framvegis að þevsast í Sjálfstæðis húsið, Þórskaffi, eða á samsvar- andi staði í öðrum bæjum lands- ins til að balda þar töðugjöldin, vegna þess að allsherjarnefnd fékk því til leiðar komið, að bannað er að senda áfengi í póst- kröfu? Hversvegna að fjandskap- ast við dreifbýlið? Á það ekki nógu erfitt með allt, þó að ekki sé nú farið að mismuna því við öflun víníanga? Gæti grætt á tá og fingri. ÞVÍ datt mér það si svona í hug núna áðan að setja á stofn ef þetta póstkröfubann kemst á, sérstaka stofnun: „Vínmiðlunar- stöð dreifbýlisins h.f.“ — Ég gæti grætt á tá og fingri og vera má, að ég bjóði þér, að hætti stórfyrirtækja, Velvakandi minn, að koma í blaðamanna- heimsókn og kynna þér hina gagn merku starfsemi, sem þar fer fram í þágu almennings í dreif- býlinu. — Með alúðarkveðjum, Hreiðar heimski.“ Guðs veturgamlir sauðir. EINHVERJU sinni var karl að lesa húslestur og komu þar fyrir „guðs lömb“. Karl las „guðs veturgamlir sauðir“. Hann var sþuröur, því hann gerði það, en karl kvaðst hafa lesið lömb í fyrra, og siðan væri heiit ár. Elskan er blóm lífsins. Horfumst í augu við staðreynd ir: Gamals aldur er ekki framar sá timi, að menn sitji rólegir og öruggir í ofnkróknum og láti ár-’ in silast hjá. Menn lifa hamingju- sömu athafnalífi fram yfir sjö- tugt, fram á áttræðisaldur eða níræðisaldur. Þó að Jón sé 53 ára, á hann langt hf fram undan. Hvers vegna ætti hann að láta ganga sér úr greipum unað ástar og félags- skapar góðrar konu á ofanverðri ævi sinni? ★—□—★ ★ VIÐ SKULUM vera raunsæ: Við þurfum félaga, maka, til að lifa heilbrigðu lífi og eðlilegu. Ekkillinn vgrður utan gátta og á ekki framar heima í þeim félags- skap samborgara sinna, sem hann fengi að njóta, ef hann væri . kvæntur. Hann einangrast. Ég vil, að eiginmaður minn verði hamingj usamur. ★—□—★ ★ KARLMAÐUR, sem kvænist aftur, slær fyrri konu sinni ótví- rætt gullhamra. Ef hann fýsir að kvænast aftur, bendir það til þess að fyrra hjónaband hafi verið honum að skapi og fengið honum hamingju Ég vildi, að eiginmaður minn kvæntist aftur, svo að hann geti haldið hlut sínum óskertum í líf- inu. Ég vil, að hann eigi ein- hvern að til að hlýða á hugmynd- ir sínar, drauma og vonbrigði. Það á umfram allt að vera elsku- leg kona, sem getur búið til eftir- •lætisrétti hans og man jafnan, hvar hann lét bifreiðalyklana seinast. ★—□—★ ★ EF VIÐ skyldum eignast börn, tel ég enn æskilegra, að hann kvænist aftur. Börn þarfn- ast heimilis, þar sem er faðir þeirra og móðir, sem elska börn- in — og hvort annað. Ef annað foreldrið vantar, er hætt við, að það hafi ill áhrif á ungviðið, að persónuleiki barnsins verði fyrir áfalli. Þegar við unnum hjúskaparheit okkar, hétum við því að reynast góður maki, hvernig sem ævi- k.jörin yrðu, og þann hjúskapar- sáttmála staðfestum við með því að rétta hvort öðru höndina. Heit þetta er unnið fyrir augiiti guðs, en þessi skuldbinding nær ekki út yfir gröf oð dauða. Þannig sviptir hjúskaparsáttmálinn ekki eftirlifandi maka möguleika til að efna íil varanlegs hjúskapar öðru sinni. (Readers Digest). Sýndist sitt hvorum. ★ BLACKIE gamli prófessor vakti jafnan á sér athygli á göt- um Edinborgar. Hann hafði gáfu- legt yfirbragð, var fríður sýnum, og hrokknir silfurgráir lokkar féllu niður á herðar honum. Dag nokkurn gekk drengur í veg fyr- ir hann, skítugur skóburstari, sem bauðst til að bursta skóna hans. Gamla manninum þótti piltur heldur en ekki óhreinn í fram- an. „Ég þarf ekki að láta bursta skóna mína, drengur minn, en ef þú vilt fara og þvo þér í framan, skaitu fá krónu.“ „Gott og vel“, sagði piltur; snaraðist burtu og skolaði af sér í lind rétt hjá. Prófessorinn varð himinlifandi, er hann sá stakka- skiptin. „Jæja, drengur minn, hérna er krónan, þú hefir sann- arlega unnið fyrir henni.“ „Ég hirði ekki um krónuna", sagði skóburstarinn, ,,(>ú skalt héldur verja henni hjá rakaran- um.“ Rússar andmæla RÚSSAR hafa borið fram and- mæli við hollenzku stjórnina vegna flugbækistöðva, sem Bandarikjamenh fá þar á vegum. Atlantshaf sbandalagsins. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.