Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. marz 1954 tHORGUIS BLAÐIÐ 9 Reykjavíkurbréf: Laugarrfagur 20. marz Enn um handriíin — Aukinn skriður á þingstörf — Listasafn Reykjavíkur — Sluðningur við kirkjubygg- Enn um handr'itin UMRÆÐURNAR um handritin okkar hafa nú staðið í röskan hálfan mánuð í dönskum og ís- lenzkum blöðum. Fyrir rúmri viku var dönsku stjórninni af- hent svar islenzku stjórnarinnar, sem studdist við einróma sam- þykki allra alþingismanna, við tillögum þeim, sem Bomholt menntamálaráðherra hafði af- hent Bjarna Benediktssyni menntamálaráðherra íslands á norræna menntamálaráðherra- fundinum í Kaupmannahöfn. — Eins og kunnugt er taldi ríkis- stjórn íslands hinar dönsku til- lögur ekki samræmast hugmynd- um íslendinga um lausn hand- ritamálsins. Viðbrögð danskra ráða- manna urðu þá þau, að Hans Hedtoft forsætisráðherra og formenn annarra danskra stjórnmálaflokka lýstu yfir, að eftir þetta svar fslendinga væri handritamálið „ekki lengur á dagskrá". Svar forsætisráðherra ÞESSARI yfirlýsingu svaraði Ól- afur Thors forsætisráðherra með stuttu en einörðu samtali, sem hann átti við Mbl. s.l. fimmtu- dag. Kvað hann sér hafa komið hún á óvart og benti m. a. á fjögur þýðingarmikil atriði í málinu. r f ll 'L IJ L í iar — hr betla shaldsstem Jón Stefánsson: Hraunteig^r við Hekiu. — Eitt af málverkum þeim, sem Ragnar Jónsson gaf Reykjavíkurbæ. f fyrsta lagi hefði stjórn Erik Eriksen heitið því í há- sætisræðu haustið 1952 að leysa handritamálið. í öðru lagi hefði stjórn Hans Hedtofts endurtekið þetta fyrirheit í hásætisræðu árið 1953. f þriðja lagi hefði báðum þessum ríkisstjórnum verið kunnar óskir íslendinga í handritamálinu, þegar þær gáfu fyrrgreindar yfirlýsing ai.'. í fjórða lagi nytn flokkar þessara ríkisstjórna í dag fylgis 6/7 hluta danska þings- ins. Þegar á þetta værí litíð sætti það engri furðu þótt íslendinga hefði undrað mjög þær tillögur, sem nú hefðu komið frá dönsku stjórninni og fælu það í sér, að þeir ættu ekkert handrit að fá einir. Meðal fslendinga hefur þetta svar hins íslenzka forsætisráð- herra þótt eðlilegt og mjög í samræmi við það sem gerzt hef- ur. Forsætisráðherra Dana hefur hins vegar talið það „hvassyrt“ og látið í ljós þá skoðun, að ó- heppilegt sé að ræða málið frek- ar. Þannig stendur þá handrita- málið nú. Stjórnmálaleiðtogar í Danmörku segja að það sé ekki lengur á dagskrá, þar sem hug- myndinni um sameign handrit- anna hafi verið hafnað. íslsnd- ingar harma þessi viðbrögð. En e. t. v. hefur endurheimt hinna fornu þjóðardýrgripa aldrei ver- ið jafn ofarlega í hugum íslenzkra manna og „einmitt nú“. Aukinn skriður á þingstörf NOKKUR skriður mun nú vera að koma á störf Alþingis. Það hefur undanfarið beðið eftir frumvörpum frá ríkisstjórninni um ýmis atriði málefnasamnings hennar. — Hefur verið unnið að undirbúningi þeirra af kappi. Enn sem fyrr er mikill hluti af starfi löggjafarsamkomunnar unninn í flokksherbergjum þeirra stjórnmálaflokka, sem með völd- in fara í landinu á hverjum tíma. Er það að mörgu leyti eðlilegt. Vandasöm og fjölþætt mál verð- ur að undirbúa vel, sækja ráð margra manna og byggja á reynslu einstaklinga og stofnana. Sumsr segja að með þessum vinnubrögðum sé verið að fara á bak við sjálft Alþingi og jafnvel óvirða það. En á öllum þingum hlýtur mikill hluti starfsins jafnan að ger- ast í nefndum og flokkum að Updráttur að Neskirkju, nýjustu kirkjunni, sem er í byggingu í Reykjavík. tjaldabaki. Þarf það engan veginn að hisidra að málin séu einnig rædd og krufin írjálslega íil mergjar fyrir opnum tjöldum á þingfund- um, Ádeilurnar á undirbúningsstarf löggjafarinnar sýna þess vegna Sigurður Ó. Óiafsson alþm. mikinn skilningsskort á eðli þingræðís og löggjafarstarfa. í næstu viku er gert ráð fyrir að frumvarp um endurskoðun skattalaganna verði lagt fram. Frumvarp um tollalækkun í þágu innlends íðnaðar hefur þegar verið flutt í Efri deild. Þá er áfengislagafrumvarpið nú komið úr nefnd í Neðri deild. Má því gera ráð fyrir að eitthvert lif verði í umTEeSum þar í næstu viku. Vísár a«ð iistasafni liejkjaviktir Á FIMMTOGSAFMÆLI sínu 9. febmar sl. ®aJ Hagnar Jónsson ReykjavíknritEt merka gjöf lista- verka. T2tgssKgtiir þeirrar gjafar verður bezf s&ýrður með bréfi, sem gefe»Sinn ritaði borgar- stjóranum í Reykjavik þennan dag. Fer þaó, hér á eftir: Hr. borgarstjóri, Gunnar Thor- oddsen, Ég hefi í dag sent formanni' menntamálaráðs, hr. Valtý Stef- ánssyni, ritstjóra, 7 málverk og eina höggmynd, sem ég hefi beð- ið hann að afhenda yður að gjöf, sem örlitinn vísi að listasafni Reykjavíkur, en á meðan ekkert slíkt safn er ti! í bænum, óska ég að myndunum verði komið fyrir í barnaskólum bæjarins og öðrum stöðum þar sem þau eru fyrir augum almennings, sérstaklega unglinga. Myndirnar eru eftir Jóhannes Kjarval, Frá Þingvöllum; Ásgrím Jónsson, úr Borgarfirði; Jón Stefánsson, Hraunteigar við Heklu; Jón Engilberts, Sumar- nótt í Kópavogi; Þorvaldur Skúla son, Stúlka; Gunnlaugur Schev- ing, Frá síldveiðum; Jón Þor- leifsson, Lagarfljót og höggmynd- in, Kossinn, er < ftir Ásmund Sveinsson. Það sem fyrir mér vakir, er að ýta undir almennar óskir borg- aranna um það að allir skólar og menntastofnanir, verði prýddar listaverkum samtíðar málara og myndhöggvara okkar, og að eng- in opinber stofnun verði reist héðan í frá án þess að nokkrum hundraðshluta byggingarfjárins sé varið til þess að prýða þær listaverkum, enda sjá nú æ fleiri, að ekkert er jafn hvetjandi, göfg- andi og menntandi og dagleg sambúð við fagra list og góðar bókmenntir. Ég hefi beðið þrjá menn, þá Gunnlaug Scþeving, Þorvald Skúlason og Jón Þorleifsson að velja myndunum staði í samráði við yður, en tel þó nauðsynlegt að staðarval sé einnig borið undir sjálfa listamennina, er verkin hafa gert, ef þeir kynnu að óska þess. Þegar að því kemur að allir skólar hata eignast listaverk, sem gerð eru sérstaklega fyrir þá, svo að þessara mynda er þar síður þörf, má flytja málverkin á aðra staði u.nz bærinn hefir eignast sitt eigið listasafh, en þó aldrei í þau salarkynrá, sem almenningur hefir ekki aðgang að. Mikill fjöldi bæjarbúa hefir undanfarna daga sýnt mér vin- áttu í orði og verki. Mér er það erfið tilhugsun að þakka ö!lu þessu fólki með einfaldri orðsend ingu í pósti eða blaði'. í þess stað hefi ég kosið að biðja yður, hr. borgarstjóri, að taka við þessum listaverkum og koma þannig á framfæri kveðju minni og þökk til Reykvíkinga fyrir ánægjulegt samstarf i þrjá áratugi.w Reykjavík, 9. febrúar 1954 Ragnar Jónsson. Samþykkt bæjar- stjórnar s. 1. fimmtu- daj;. REYKVÍKINGAR þakka Ragn- ari Jónssyni þessa fögru gjöf og ekki síður þann stórhug og skiln ing á giidi fagurra lista, fyrir þjóðina, sem liggur að baki henni. Siðáíí að hún var gefin hefur bæjarstjórn skv. tillögu dr. Sigurðar Sigurðssonar samþykkt að fara pess á leit við þrjá af vinsælustu listmálurum okkar að mála sína myndina hver fyrir bæinn. Skal þeim síðan valinn verðugur staður í stofnunum bæj arfélagsins. Með þessu hefur skapazt vísir að listasafni hinnar íslenzku höf- uðborgar. Það er von og vissa allra Reykvíkinga að það muni verða borg þeirrp til sóma og fólkinju, sem býr þar til þroska og menningarauka. Stuðningur við kirkjubyggingar FYRIR Alþingi liggur nú frum- varp um kirkjubyggingasjóð. — Flutningsmenn þess eru þeir Sig- urður Ó. Ólafsson og Andrés Eyjólfsson. Samkvæmt því skal stofna sjóð er nefnist Kirkju- byggingasjóður. — Er hlutverk hans að veita þjóðkirkjusöfnuð- um vaxtalaus lán til kirkjubygg- inga í sóknum landsins og til varanlegra endurbóta á eldri kirkjum. Gert er ráð fyrir að ríkissjóð- ur greiði 500 þús. kr. á ári í næstu 20 ár. Lán, sem sjóðurinn veitir skulu endurgreiðast á 50 árum með jöfnum endurborgun- um þegar um nýjar kirkjur er að ræða, en á 20 árum þegar lánað er til endurbóta á eldri kirkjum. Sigurður Ólafsson flutti þetta frumvarp einnig á síð- asta þingi. En þá náði þaff ekki fram að ganga. En nú virðist framgangur þess vera trygigðúr. Hefur Efri deild þeg ar samþykkt það og telja má víst að það hljóti samþykki Neðri deildar. Segja má að það sé ekki von- um fyrr að ^lþingi samþykki slíkan stuðning við kirkjubygg- ingar í landinu. Fram til þessa hefur bygging slíkra húsa lítils styrks orðið aðnjótandi. Orsök þess er þó ekki sú, að íslend- ingar eigi góð og fögur guðshús. Þvert á móti verður sú staðreynd. varla sniðgengin, að sennilega er engin þjóð jafn örsnauð á þessu sviði og einmitt við. Á meðan þjóðin var kúguð og fátæk var þess varla að vænta að hún gæti reist sér vegleg guðshús að hætti stærri þjóða og auðugri. — Engu að síður mun ræktarsemi almennings við kirkjur sínar hafa verið mun meiri á fyrri tímum. Kirkjan vac þá eina samkomuhús þjóðarinn- ar. Henni voru færðar gjafir frá efn’amönnum og fátækum. Marg- ar kirkjur áttu þá fagra og góða gripi. Sumir þéiria urðu síðar ránshendi konungsvaldsins að bráð. Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.