Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1954, Blaðsíða 10
10 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 21. marz 1954 ií ágústa Hargréf !ir - minnlng Péfur Björnsson fimmtugur HÖÍN 12. þ. m. andaðist hér í Laþdsspítalanum frú Agústína Mí ígrét Arsrdóttir, og það hefir vís(: fleiri en þá, sem hún fóstr- aðf í barnæsku, sett hljóða við antilátsfregn hennar. ! '’rú Ágústína var borinn og barnfæddur Vestfirðingur, fædd aðiUppsölum í Seyðisfirði 9. júlí 181}3. Af tólf systkina hópi er nú, aðeins einn bróðir á lífi, bú- sefttur í Noregi. — Hinn 28. júlí 19ljl giftist hún eftirlifandi manni sldum, Birni Halldórssyni frá Hamri á Langadalsströnd, hraust- um drengskaparmanni. Bjuggu þail fyrst á Vesturlandi, en flutt- ust'hingað til Reykjavíkur árið 19>Ö og dvöldu hér æ síðan. J|ér er hvorki ráð né rúm til aðtrekja ættir frú Ágústínu, en þær liggja beint til þeirra fornu héfaðshöfðingja, sem á sínum tírfia settu svip á Vesturland og gnæfa enn í dag í minningunni yfjl flatneskjuna. Slík verður jaffian raunin, er við hittum fyr- ir tgöfuga menn og konur Guð er* stundum margar aidir að skápa þá, sem hann vili vanda sig með. f’rú Ágústína var í æsku bráð- gjijþ og gædd þeim glæsileika, sei^i af bar. Glaðlyndi hlaut hún í voggugjöf, svo klær lífsíns, sem fle^tir verða að mæta, áttu þess sjaídnast kost að ná tökum á heftni, en sá eðliskostur er oftast óhj,ður ytri aðstæðum. Af þeim na^gtabrunni jós hún óspart alla tið^og auðgaði umhverfi sitt af biijiu og glaðværð. Hún var gædd skájrpskyggni, næstum því inn- sæfv sem oft varð vinum hennar unclrunarefni, og gat séð í gegn- um þoku ýmissa vandamála og lagt á þau ráð sem dugðu; og öll störf hennar og viðleitni miðuðu jafnan að því, að hjálpa öðrum og verða til góðs. En minnstur hluti þess, sem fram fer í kring- um okkur, gerist á yfirborði þjóð- lífsins, svo að við brottför þess- arar konu eru þeir ekki fciir, sem í kyrrð og þögn blessa mmningu hennar. Frú Ágústína eignaðist tvö börn, Halldór byggingameistara og Baldvinu, sem gift er hér í bær Þessi börn voru jafnan henn- ar bezti auður fyrir ræktarsemi þeirra og tryggð, þó að það kæmi að mestu í hlut dótturinnar að hjukra móður sinni í langri og strfingri banalegu, með þeirri nær gætni að ekki varð á betra kosið. K. S. I HANN er Skagfirðingur i húð og hár, kominn af gáfuðu. og traustu bændafólki í báðar ættir, sonur hjónanna Dóroteu Jóels- dóttur og Björns Péturssonar, sem bjuggu á Stóru Þverá í Austurfljótum. Lítil kynni hafði ég af for- eldrum Péturs, enda voru þau farin af !andi burt fyrir mitt minni, en Björn kom í átthagana eftir áratuga fjarveru og honum kynntist ég vel nú á seinni ár- um, þá háöldruðum. Björn var góður maður, skemmtinn, stál minnugur, góður hagyrðingur og í einu orði sagt djúpgáfaður. — Hann lézt síðastliðið sumar norð- ur í Skagafirði. Það var laust eftir aldamótin, sem foreldrar Péturs fluttu bú- ferlum til Ameríku eða nánar til- tekið árið 1904. Þá var Pétur 13 vikna og þau skildu reifastrang- ann eftir hjá ömmu hans og afa, Þórönnu Magnúsdóttur og Hall- dóri Jónssyni. Þau voru foreldr- ar Dóroteu (Haíldór stjúpfaðir). Þegar ég var tíu ára snáði var ég á sama heimili og þessi góða fjöl- skylda og tókust þá þegar hlý kynni á milli okkar Péturs og fósturforeldra hans. Eins og oft vill verða með börn á þessu reki, skiftist á skúr og skyn í samlífi okkar drengjanna, en Þóranna blessunin bar sáttar- orð í milli, og hallaði ekki mín- um hlut fremur en dóttursonar- ins. Aldrci gleymi ég setningu, sem Þóranna viðhafði, þegar henni fannst mér misboðið, en þá lá ég úti í horni á baðstof- unni og skældi hástöfum. Hún sagði: „Sigur annars er sársauki hins, en sanngirni er boðorðið æðsta“. Enga konu hef ég þekkt, sem haldið hefur betur þetta boðorð en einmitt Þórönnu. Blessuð sé hennar minning. Þá er Pétur var ferindur höfðu foreldrar hans, þá búandi í Kan- ada, sótt það fast að fá son sinn vestur og vildu leggja til farar- eyrir í því skyni. Það drógst með þetta fyrirhugaða ferðalag þar til Pétur var 17 ára gamall. Þá lagði hann upp í þessa óvissu langferð til foreldra og systkina, sem hann þekkti ekki frá öðrum. Ekki er mér annað kunnugt en að Pétur hafi unað hag sínum vestur þar. Hann stundaði nám á vetrum og ýmis störf þess utan, sem mér eru ekki kunn. — En íslendingurinn asgði til sín í æð- um þessa ungmennis, því eftir fjögur og hálft ár hjá góðum for- eldrum og systkinum, lagði hann land undir fót. „Römm er sú taug, sern rekka dregur föður- túna til“. Enda hefur fjallkonan heillað fsrðalang þennan meira heldur en milljónaborgir vestan- hafs. Eg man hve mikið ég öfundaði Pétur þegar hann kom að vestan, hann var líka með gullúr upp á vasann, og átti marga fatnaði, og hitt sem meira var, að hann tal- aði enska tungu eins og móður- málið. Já, Pétur var vel á sig kom- inn, góðurn gáfum gæddur, fríð- ur sýnum og sérstakur félagi — Allir vildu vera með honum, hann var líka hrókur alls fagn- aðar og kunni frá mörgum NÝKOM/Ð Nælonblússur á góðu verði Mislit nælonmillipils Fallegir nælonhanzkar Meyjaskemman Laugavegi 12 skemmtilegum æfintýrum að segja. — I sveitinni og víðar var hann fenginn til að segja ferða- söguna, sem þótti með ágætum að stíl og meðferð. Ljúft er mér að geta þeirra ágætishjóna Indíönu Sveinsdótt- ur og Konráðs Sigurðssonar, stór bónda að Yzta-Hóli í Sléttuhlíð, og síðar að Mýrum í sömu sveit, en Pétur varð tengdasonur Framh. á bls. 12 ara a morgitn: Giíðrún Þorsfei GUÐRÚN er fædd 22. marz 1894, dóttir Þorsteins Gíslasonar, út- vegsbónda og konu hans, Kristín- ar Þorláksdóttur, og bjuggu þau hjón að Méiðastöðum í Garði, Gullbringusýslu. Guðrún fluttist með foreldrum’ sínum til Reykjavíkur árið 1916 Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 9. Líflaust form hins nýja stíls EN nú er tekið að byggja nýj- ar kirkjur, einkanlega í kaup- stöðum landsins. — íslenzkir húsameistarar hafa fengið tækifæri til þess að móta svip þeirra og stíl í varanlegt byggingarefni. — Hinar nýju kirkjur munu þess vegna standa nm aldir. Það er því hið mesta hryggðarefni, hvernig til hefur tekizt um flesíar þessar byggingar. í stíl þeirra örlar ekki á fegurð eða frumleik. Þvert á móti eru sumar þeirra ljótleikinn upp- málaður, líflaust form án allra tengsla við þann til- gang, sem þeim er ætlað að þjóna. íslenzka torfkirkjan, sem grotnaði niður og eyddist fyrir tímans tönn tók þessum stein- runnu guðshúsum að mörgu leyti fram. Hún gerði enga tilraun til þess að villa á sér heimildir. — Grasi gróið þak hennar og torf- veggir féllu vel inn í umhverfi sitt í fjörðum og dölum. En hin- ar nýju kirkjur eru í stríði við umhverfi sitt. Hroki og styrkleiki byggingarlags þeirra er í æpandi ósamræmi við hina fálmkenndu veiklun hugmyndafátæktarinnar, sem skín út úr stíl þeirra. Það er rétt eins og þær segi drembi- lega: Hér ætlum við að standa um allan aldur, hvað sem hver segir um okkur. íslenzkir húsameistarar hafa byggt mörg falleg íbúðarhús, skóla, hraðfrystihús og jafnvel beinamjölsverksmiðjur. En kirkj- ur virðast þeir enn sem komið er, ekki ráða við. Enn eitt hálmstra handa Alþýðu- flokknum ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur gripið enn eitt hálmstrá til þess að halda sér við í málefnaörbirgð sinni. Biaðið heldur því nú fram með offorsi, að frávísun frum- varps um að verkalýðsfélög fái styrk ein sér úr félagsheimila- sjóði til þess að byggja félags- heimili, sýni fjandskap við verka lýðssamtökin í landinu. í þessu máli eins og svo mörg- um öðrum veit blaðið ekkert hvað það er að fara. Ýms verka- lýðsfélög hafa nú þegar fengið styrk úr félagsheimilasjóði til byggingar félagsheimila í sam- starfi við önnur félagssamtök al- mennings í byggðarlögum sín- um. Þau munu halda áfram að njóta slíkra styrkja. Það er því hrein blekking, sem Alþýðublað- ið gerir sig sekt um, að verka- lýðsfélögin séu höfð að hornrek- um í þessum efnurð. Hitt er rétt, sem stjórn félagsheimilasjóðs hef ur bent á, að sjóðurinn hefur ekki ennþá bolmagn til þess að styrkja einstök félagssamtök til bygging- ar samkomuhúsa. Lögin gera líka ráð fyrir því að samvinna sé um þessar framkvæmdir miili sem flestra almenningssamtaka. Á það hefur einnig verið bent, að fæst verkalýðsfélög hafa fjár- hagslega getu til þess að byggjö ein yfir sig fullnaégjandi húsa- kynni. Það er þess vegna ekki síður í þeirra þágu en annarra að ná samvinnu við önnur fé- lagasamtök um baetta aðstöðu til félagslegs samstarfs. Allt hjal Alþýðublaðsins um fjandskap við verkalýðssamtökin í þessu sam- bandi er þess vegna gjörsamlega rakaiaust og út í bláinn. Á það mætti svo minna, að það eru ekki Alþýðuflokks- menn, sem hafa beitt sér fyr- ir síoínun félagsheimilasjóðs og stuðningi við félagasamtök víðs vegar um land til bygg- ingar sómasamlegra sam- komuhúsa. Það eru allt aðrir menn. Þau verkalýðsfélög, sem fengið hafa styrk úr fé- lagsheimilasjóði til þessa, í samvinnu við önnur félaga- samtök, eiga það því alls ekki Alþýðuflokknum að þakka. Er þetta stefna“? ,íhalds- HTNIR sósialísku flokkar eru á undanhaldi á íslandi. Síðan árið 1949 hafa kommúnista og Al- þýðuflokkurinn tapað 6 þingsæt- um af 19, sem þeir áttu þá. Ef þeir halda áfram að tapa með svipuðum hraða næstu 5 ár munu þeir að þeim tíma liðnum eiga aðeins 7 fulltrúa á Alþingi. Eina leiðin, sem þessir flokkar sjá út úr öngþveiti sínu er að æpa stöðugt um „íhald“. Þeir kölluðu ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar, sem fór með völd nær allt s.l. kjörtímabil „mestu íhaldsstjórn á íslandi“. Ennþá hafa þeir ekki gefið ríkisstjórn Ólafs Thors, sem mynduð var á s.l. sumri það nafn. En þeir segja að hún sé „íhaldsstjórn“. En hvað er til marks um það að þessar tvær ríkisstjórnir hafi verið ,,ihaldsstjórnir“? Alþjóð veit að undir forystu þeirra flokka, sem að þessum ríkisstjórnum standa hafa verið unnið víðtækar umbætur í land- inu. Á sviði vatnsaflsvirkjana og stóriðju hefur síórkostlegum framkvæmdum verið lokið. Með þeim hefur grundvöllurinn að at- vinnu og afkomuöryggi þjóðar- innar verið treystur. í landhelgismálunum hefur verið stigið stærra spor en nokkru sinni fyrr til verndar ís lenzkum fiskimiðum. — Stefnan hefur verið mörkuð í baráttunni fyrir friðun landgrunnsins. Henni verður haldið áfram þar til sigur er unninn. Að verklegum framkvæmdum hefur verið unnið af kappi, vegir lagðir, brýr og hafnir byggðar, skólar og sjúkrahús reist. Og nú er unnið að allsherjar undirbún- ingi að rafvæðingu alls landsins. í húsnæðismálum hefur verið lagt kapp á að styðja efnalitla einstaklinga til þess að bæta úr húsnæðiserfiðleikum sínum og í ræktunarmálum hefur stöðugt verið sótt fram. Framlög til fé- lagsmála og öryggismála al- mennings hafa verið stóraukin. Er þetta „íhaldsstefna“ einsog hinir sósialísku flokkar segja? Nei, þvert á móti. Þetta er raunhæf framkvæmda- stefna, byggð á einstaklings- framtaki og trúnni á hinn skapandi mátt frelsisins. — Hínni mun Sjálfstæðisflokk- Crfnn halda áfram að berjast fyrir. Hann mun ekki láta hið neikvæða nöldur grýlutrúar- manna hindra framkvæmd þeirrar stefnu, scm byggir í senn á reynslu og þörf hinnar íslenzku þjóðar. og hefur átt hér heima alla tíð síðan. Á þeim tímum, er mann- dómsár hennar runnu upp fyrir um 40 árum, voru umbrotatímar í íslenzku þjóðlífi og bjartara yfir framtíðar áformum manna en áður var. 24 ára gömul gift- ist Guðrún Magnúsi Árnasyni, stýrimanni, en hann hafði þá ný- lokið skipstjórnarmannaprófi og var heiðríkja yfir framtíðarbraut þeirra. Ekki höfðu þau hjónin lengi gengið fram m&ð samtíð sinni til hamingjusamra og betra lifs, er fyrstu örðugleikar mættu hinni ungu konu. í „Spönsku veikinni" 1918 missti hún mann sinn efíir aðeins 4 mánaða sam- búð. Eitt barn áttu þau hjónin, er fæddist að föður sínum látn- um. Reyndi nú á þrek og dugnað hinnar ungu konu að sjá sjálfri sér og barni sínu farborða í þeirri erfiðu baráttu, sém fram undan var. Eftir lát manns síns dvaldist hún á heimili foreldra smna í 9 ár með Magnús son sinn og hlaut þar hina bestu umönnun. Mun hún aldrei gleyma því ástríki og vináttu allri, er hún og barn hennar áttu þar að mæta, er erfiðleikar voru mestir og hún þurfti mestrar aðstoðar við. Síðar giftist Guðrún Þorsteini Guðmundssyni skipstjóra, hinum ágætasta manni og hafa þau eignast 4 börn, 2 stúlkur og 2 drengi. Fyrir 10 árum síðan urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa yngri soninn, Jens, af slys- förum. Mun þetta atvik hafa gengið nálægt þessari fjölskyldu allri, ekki sízt móður hans, er hafði orðið að reyna margt allt frá því er hún missti mann sinn í blóma lífsins. Þrátt fyrir margháttaða erfið- ieika er Guðrúnu hafa mætt á lífsleiðinni, á hún sanna gieði og mannkærleika. Guðrún er stór-' brotin i lund og mótuð af þeim fangbrögðum, sem hún hefur átt við lífið. Að sjálfsögðu á hún ekki samieið með öllum, hvað viðkemur viðhorfum til lífsins, enda sjaldgæft um þær konur og karla, sem manndómsmenn eru. En þeir, sem hafa kynnst henni bezt, geta um það dæmt, að hún er sannur vinur vina sinna. Þeim hinum sömu er líka kunnugt um ástríki hennar og alla ósérhlífni við sjálfa sig til þess að sjá ástvinum sínum far- borða, enda hefur hún í því orð- ið öðrum til fyrirmyndar og á sannarlega virðingu allra skil- ið og virðingu meiri en að hennar sé getið í stuttri blaðagrein í tilefni þessa merkisafmælis hnnar. Guðrúny er ekkert launungar- mál, að Kún þakkar Guði fyrir alla hans varðveizlu og kærleika, sem hann hefur sýnt henni o^ hennar heimili frá því fyrsta, enda segif hún sjálf, að hún væri ekki komin fram á þennan dag, ef styrktar frá honum hefði ekki notið við. Börn Guðrúnar eru þessi: Frá Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.