Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. marz 1954 UORGUNBLAÐIÐ 7 Sundballett-flokkurinn íoffla Skiilidóttir — minning Afmælismót KR á þriðjudag og fimmtudag 2 flokkar smdaeyja syna skraufssmd cg sundballeft SUNDDEILD K.R. heldur hið árlega sundmót sitt dagana 23. og 25. marz. Er þetta sundmót jafnframt liður í hátiðahöldum þeim, sem K.R. efnir til í tilefni af 55 ára afmæli félagsins. FJOLDI KEPPENDA Dagskrá sundmótsins verður mjög fjölbreytt. Keppt verður til úrslita í sjö sundgreinum hvort kvöld, en undanrásir munu fara fram áður, til að tryggja að keppnirnar verði bæði skemmti- legar og taki ekki of langan tíma, eins og oft vill verða, þegar keppa verður í mörgum riðlum í hverri sundgrein. Víða má bú- ast við skemmtiiegri keppni og má búast við að met verði sett í fleiri en einni grein, því að auðséð er, ef litið er yfir þá ár- angra, sem náðst hafa á undan- förnum sundmótum, að sund- menn okkar eru í mikiíli fram- för og má ætla að nýtt blóma- skeið í sögu sundíþróttarinnar hér á landi sé byrjað. Þátttaka í sundmótinu er mjög mikil og keppa í kappsundunum auk Reykvíkinganna sundfólk frá Akranesi, Hafnarfirði og Keflavík. TVEIR FLOKKAR SUNDMEYJA Hjá Sunddeild K.R. hafa í vet- Ur æft tveir flokkar kvenna. — Hefur annar verið undir stjórn Jóns Inga Guðmundssonar og æft skrautsund, en hinum hefur frú Dolly Hermannsson kennt sund ballett. Munu þessir tveir flokk- ar koma fram í fyrsta sinn á þriðjudaginn og •fimmtudaginn og verður án efa ánægjulegt að sjá tvo, velæfða 8 manna sund- flokka synda skrautsund og ball- ett eftir hjómfalli sama kvöldið. Hafa frú Dolly og Jón Ingi lagt mikla vinnu í þjálfun flokka sinna og eiga þau þakkir skildar fyrir þeirra óeigingjarna starf og væri óskandi að hinn mikli á- hugi, sem vaknað hefur fyrir þessari fögru íþrótt megi hálda áfram og hér í bæ verði héðan í frá starfandi flokkur stúlkna, sem æfa sundballett. Auk þess sýna þær frú Dolly og Jónína litla, og frú Dolly ein tvo nýja stutta balletta og verður annar undir laginu „Limelight“. Eins og á þessu má sjá verður reynt að gera sundmótið sem fjölbreyttast og heíst það báða dagana kl. 8.30 með því að annar kvennaflokkurinn sýnir og verð- ur án efa vissara að tryggja sér miða í tíma, því að búast má við mikilli aðsókn, en aðgöngumiðar verða seldir í Sundhöllinni og í Bækur og ritföng í Austurstræti frá og með mánudegi. Fáleikar miklir með Bretam og Egyptum Tekur fyrir samninga að sinni Lundúr.um, 22. marz. I^DEN, utanríkisráðherra, lýsti því yfir í neðri málstofunni í dag, J að Bretar gætu ekki að svo stöddu tekið upp viðræður við Egypta um deilumál á Súez-eiði. Kvað hann brezka sendiherrann í Kaíró hafa tjáð egypzku stjórninni að sínu undirlagi, að viðræður gætu ekki hafizt að sinni, þar sem egypzkum stjórnvöldum virtist ofvaxið að halda uppi lögum og reglu í landinu. I DAG fer fram að Minni-Borg jarðarför einnar hinnar merki- legustu íslenzkrar konu þessar- ar aldar, frú Soffíu Skúladóttui frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Hún var fædd 29. desember 1865 að Breiðabólstað í Fljótshlíð, dóttir 3kúla prófasts Gíslasonar hins kunna þjóðsagnahöfundar, en móðir hans var Ragnheiður Vigfúsdóttir Thorarensen, elzta systir Bjarna amtmanns. Móo;r Soffíu var Guðrún, dóttir séra Þorsteins Helgasonar í Reyk- holti, þess er Jónas Hallgrímsson orti um hið alkunna og ódauð- lega erfiljóð. Soffía giftist hinn 9. júlí 1886 hinum þjóðkunna bændahöfð- ingja, Gunnlaugi hreppsstjóra T^orsteinssyni, sýslumanns Jóns- sonar frá Ármóti. Gunnlaugur, maður hennar lézt 1936 eftir nær 50 ára sambúð, en síðan hefur 3offía dvalið að Kiðjabergi og :taðið þar fyrir búi með syni sín- im, Halldóri, cand. theol. Hún var því húsfreyja að Kiðjabergi í 68 ár, frá því hún kom þanguð tvítug að aldri og þar til er hún lagðist banaleguna á þessu ári Heimili hennar var með stærri bændaheimilum hér á landi og með miklum myndarbrag. Þessi langi starfsferill segir hljóðlega. og betur en orð fá lýst, hversu þrekmikil Soffía var og hve mikil ágætiskona. Löngum var heimilisfólkið um og yfir 20 manns, og þó Kiðja- berg væri ekki í þjóðbraut áttu margir erindi þangað, og var þar því oft gestkvæmt. Enda þótt lögferja væri á næsta bæ, Arn- arbæli, yfir Hvítá, sóttu oft ekki færri eftir ferju á Kiðjabergi, þó ferjustaður væri þar ekki góður, Ferjutollur og greiðagjöld voru þar óþekkt. í áratugi, þangað til vegir og bifreiðar tóku að breyta ferðaháttum fólks um sveitir var eins og Kiðjabergsheimilið væri húsið sem byggt var yfir veginn og öllum var þar velkominn greiði og gisting án endurgjalds og margir leystir út með gjöfum og góðum ráðum, þeir er þess þurftu með. Oft var þar langur vinnudagur hjá húsfreyju, sem oft gekk seint til hvílu og var snemma á fótum næsta dag, en aldrei taldi Soffía neitt eftir sér né heldur lét hún þreytu á sér sjá. Ef mótlæti átti sér stað hennar lífi, sem flestra, þá sá enginn henni bregða. Soffía var gæfukona, hún átti ágætan eiginmann, og sex mann vænleg born, sem öll eru á lífi Þau eru þessi: Guðrún, gift Jóni Briem, Reykjavík, Skúli, oddviti í (Bræðratungu, Steiindór, lög fræðingur, Reykjavík, Jón, stjórn arráðsfulltrúi, Reykjavík, Hall dór, cand theol., hreppsstjóri Kiðjabergi, Ingi, póstmaður. Reykjavik. Vandalaus börn sem ólust upp a heimili hennar að einhverju eða öllu leyti voru fleiri en henn ar eigin börn, en ekki hefi ég kynnt mér hversu mörg þau VERSNANDI IIORFUR Eden gerði deildinni grein fyr- ir, hve horfur hefðu versnað á Súez-eiði seinustu viku. Hefðu 4 brezkir þegnar fallið þar, en nokkrir særzt. Að auki hefðu tveir horfið, og væri ókunnugt um afdrif þeirra. KRÖFUR RRETA Brezki sendiherrann hefir geng ið á fund þeirra Nagibs og egypzka utanríkisráðherrans og krafizt þess, að fólk það, sem árásirnar hefir gert, verði kvatt fyirr rétt. I annan stað verði gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að borgarar beri á sér vopn. GETA SJÁLFUM SÉR UM KENNT Brezka sendiherranum var tjáð að stundum hefðu egypzkir þegnar neyðzt til að verja hend ur sinar fyrir ásókn brezka her- liðsins, og gætu Bretar þv: sjálf- um sér um kennt. Formælandi egypzku stjórnar innar lét svo um mælt í dag, að andm eli sendiherrans yrðu ekki tekin til greina, þar sem dvöl brezks herliðs á Súez-eiði væri brot á sjálfstæði Egyptalands. Atvinnurekendur Stúlka, vön verzlunarstörf- um og símavörzlu, óskar eftir atvinnu strax í lengri eða skemmri tíma. Meðmæli fyrir hendi, ef óskað er. — Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt „Áhugasöm — 79“. Keflavsk 3 herbergi og eldnús til leigu í nýju húsi á góðum stað í Keflavík. Fyrirfram greiðsla nauðsynleg. Tilboð sendist á afgr. Mbl., Kefla- vik, fyrir miðvikudag, merkt: „X — 11 — 180“. voru. Oftast voru þar einnig þrjú til fjögur gamalmenni, sem áttu sér þar öruggan griðastað til ævi- loka, og mátti því segja að Soffía hefði bæði barnaheimili og elli- heimili í senn. Soffía var fyrir félagsmálum kvenna í sinni sveit, gekkst fyrir stofnun Kvenfélags Grímsnes- inga og var formaður þess til skammg tíma. Söngrödd hafði Soffía fagra og góða, eins og margir ættmenn hennar, lék vel orgel og. var oft forsóngvari sóknarkirkju sinni. Allan hinn langa búskap Soffiu var hjúaekla óþekkt á Kiðja- bergi, var það oftar að færri komust þar í vist en vildu, og mun þar ekki sízt hafa um vald- ið hin eðlilega alúð og prúð- mennska husmóður og húsbónda. Um Soffíu á það vel við, sem ömmubróðir hennar kvað: Kurteisin kemur að innan sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. Páll B. Melsted. og um sléttan völl væri að fara, nei, heldur erfitt og bratt land, og leiðin mjög löng. Þar tók mað- ur hennar við, og græddi sárí^ með handvissu og lægni, svo veí, sem það væri framkvaémt aP beztu læknum nú til dags. Sjálfsagt hefur hún oft á sinni löngu húsmóðúrævi afrekaí? margfalt meiru en þennan dag. Ég kaus að minnast þessa atviks, sérstaklega vegna þess, að þetta. lýsir svo vel hugrekki hennar, ósérhlífni og dugnaði. Þessu var ekki lokið með þessu mikla erf- iði hennar, heldur man ég ekki betur en hún hafi sótt hestinn, og síðan farið sjálf með matimv út á engjar. — Það er ekki ofsög- um sagt að svona var allt hennar starf, frá því fyrsta tii þess sið- asta. Nú þegar hún er í dag kvödö. í hinzta sinni, vil ég senda henni mitt hjartkæra þakklæti fyrir allt og leyfi mér að gera það fyrir hönd hinna mörgu barna, sem nutu þess mikla happs a® njóta handleiðslu hennar í lífinu. Blessuð sé minning hennar. M. H. V. Íslenlít leikrit sýnt í Vík í AÐEINS nokkur þakkarorð til minnar fyrrverandi húsmóður, Soffíu Skúladóttur, en því mið- ur eru þau alltof fátækleg, fyrir allt það, sem hún gerði fyrir mig. Sumurin 1921—’24 var ég hjá henni. — Það er ekki ofsögum af því sagt að mikið hafði þessi duglega búkona að starfa, ekki sízt þann tíma árs, er við bæjar- börnin bættumst við hið marg- menna heimili hennar, sem var þá daga; en aldrei fellur það mér úr minni, hve hún var jöfn við okkur öll börnin, og móður- leg, hvort heldur við vorum barnabörn hennar eða óskyld, og alltaf hafði hún nægan tíma til að hugsa um velferð okkar, á öll- um sviðum, þrátt fyrir hin mörgu störf er á henni hvíldu, stjórn heimilisins, oft símagæzla, og hinn mikli gestafjöldi, sem alla tið hefur verið á Kiðjabergi. — Sérstaklega er mér minnisstæður sá dagur, er ég varð fyrir slysi, þá er ég var sendur út í svokall- að Skotaberg, sem er í nátthaga fyrir vestan og ofan bæinn, og voru þar geymdir hestar, sem notaðir voru daglega, og í þessu tilfelli til flutnings á mat út á engjar til fólksins. — Það kom þennan dag í minn hlut, að færa matinn. Soffia sendi mig til að sækja hest, en í haganum voru tveir hestar, og er ég hafði náð öðrum þeirra og var að beizla hann, skeði það að hinn hestur- inn réðist að mér, og sló mig, svo ég missti alveg meðvitund. Þegar Soffíu hefur farið að lengja eftir mér, og henni hugsað til fólksins, sem beið matarins, þá lagði hún sjálf á brattann, þar sem hún hafði engan heima í bæ til þess að senda. Næsta sem ég man eftir mér þegar ég raknaði við var að ég opnaði augun, og er ég þá borin af sterkum og traustum örmum Soffíu, ataður blóði, og auðvitað varð hún það líka, en heim hélt hún til bæjar með þessa þungu byrði sína, og þangað komst hún, en hvernig? — það er mér óskilj /r VÍK í Mýrdal, 15. marz: — Síðast- liðið laugardagskvöld hafði kven. félag Hvammshrepps frumsýn- ingu á sjónleiknum Margréti, eftir Dagfinn bónda. Ungfrú Kristín Finnbogadóttir, sem um tveggja ára skeið hefur lagt stund á leiklistarnám í Bret- landi er leikstjóri. Húsið var þéttskipað áhorfend um, sem tóku leiknum afbragðs- vel og klöppuðu leikendum og leikstjóra óspart lof í lófa, enda þótti sýningin takast ágætlega. Leikstjórinn hefur sýnilega lagt kapp á æfingarnar og náð góðum árangri, þrátt fyrir það að fæstir leikenda hafi áður notið tilsagnar í leiklist. Sökum hinnar miklu aðsóknar voru hafðar tvær sýningar á sunnudaginn. Ungfrú Kristín Finnbogadóttir hefir einnig æft leikrit hjá Ung- mennafélaginu Skarphéðinn hér í Vik og mun það verða frumsýnt um næstu helgi. Allur ágóði af þessum leiksýningum mun renna til væntanlegs félagsheimilis í Mýrdal. Hér er mjög tilfinnanlegur skortur á viðunandi samkomu- húsi og allar samkomur eru haldn ar í barnaskólanum, sem er gam- alt hús og óhentugt til slíkra nota. Vonir manna standa til að úr muni rætast á næstu árum. —Jónas. & M.s. Herðubreið austur um land til Rakkaf jarðar hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutn-. ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarf jarðar, Fáskrúðsfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á föstudag._ „Hekla vestur um land í hringferð hinn. 29. þ. m. Tekið á móti lutningi til áætlunarhafna vestan Þórshafnar í dag og á morgun. Farseðlar seld- anlegt, því þetta var ekki eins ir árdegis á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.