Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. marz 1954 MORGVWBLAÐIÐ 11 ' Sænskci ÞAÐ er ekki um annað mál meira talað nú hér meðal vor en áfeng- ismálið, sem vonlegt er, þar sem tillögur um það eru nú til um- ræðu og athugunar á Alþingi. Málið er og þannig vaxið, að það tekur til fleiri landsmanna, á ein- hvern hátt, en flest önnur mál, sem löggjöf er sett um. Er því eigi að undra, þó að margt sé rit- að og rætt um þetta mál, eins og stendur, og kennir þar margra grasa. Svo vill til, að um þessar mund ir er áfengismálið einnig víðtækt dagskrármál annars staðar á Norðurlöndum, en einkum þó í Svíþjóð og Noregi. Starfað hat'a einnig milliþinganefndir í mál- inu í báðum þessum löndum, og nú er svo komið, eins og hér, að í Svíþjóð er innan skamms eða rétt um þetta leyti von á frum- varpi til nýrra áfengislaga, og flytur ríkisstjórnin það. Er það að mestu leyti sniðið eftir frum- varpi milliþinganefndarinnar, eins og frumvarp það, er hér var lagt fram síðastliðið haust. — Eins og kunnugt er, breytti efri deild Alþingis frv. dómsmálaráð- herra allverulega, en nú er það komið úr allsherjarnefnd í neðri deild, og hefur nú enn tekið all- miklum stakkaskiptum frá þvi, er það kom í hendur neðri deild- ar. — Einna mest er deilt um sterka ölið, rýmkun veitinga og skipun áfengisvarna og fjárfram- lög til þeirra. Allsherjarnefnd nefri deildar hafnar sterka ölinu, sem efri deild hallaðist að. Um veitingar gengur allsh.n.d. lengra en e. d. til takmarkana og loks tekur alls- herjarnefnd upp skipan áfengis- varna með sama hætti og mælt var fyrir um í frv. dómsmálaráð- herra, en e. d. felldi. þann kafla úr frv., en frv. ráðherra gerði hins vegar ráð fyrir allmiklum fjárframlögum til bindindisstarf- semi og áfengisvarna. Einna harðastar eru deilurnar um sterka ölið. — Öl-mennirnir vísa óspart til þess, að Svíar ætli nú að fá sterkt öl á markaðinn hjá sér, og muni ætlunin með því vera sú að þrýsta niður neyzlu sterkra drykkja, og telja þeir þjóðráð að taka þetta til fyrir- myndar. — Finnar hafa reynt þetta, hófu af nýju eftir stríðið brugg á sterku öli og sendu á markaðinn, en útkoman varð sú, að öldrykkjan jókst mikið, vín- neyzlan dálítið, en neyzla sterkra drykkja stóð hér um bil í stað. Þetta herma opinberar skýrslur, og hefur allshn. n. d. þær í hönd- um. Svo að það sannaðist á Finn- um, að „það sem helzt hann var- ast vann, varð þó að koma yfir hann“ í þessu efni. — Norðmenn hófu og bruggun á sterku öli 1949, en hvemig hefur farið þar? Öldrykkjan hefur aukizt talsvert, neyzla sterkra drykkja dálítið minnkað, en með þeim afleiðing- um, að hátt á fimmta hundrað bæja- og sveitastjórnir og áfeng- jsvarnarnefndir í Noregi skoruðu á stjórn og þing að banna sterka ölið. Láta áfengisvarnanefndir herfilega yfir reynslunni af því, í ársskýrslum sínum. Og svo á að telja íslendingum trú um, að þetta sterka öl hafi gefizt vei í Noregi! En hvers vegna ætlar sænska stjórnin að koma í kjöl- far hinna og reyna sterkt öl, þrátt fyrir umrædda reynslu af því í Finnlandi og Noregi? Það er eðli- legt, að menn spyrji þannig. Það voru tveir þriðju áfengis- laganefndarinnar sænsku, sem vildi fá sterkt öl, og ríkisstjórn- in fellst á þá tillögu, þrátt fyrir það, að sporin hræða, bæði i Finnlandi og í Noregi. — Já, hvers vegna vilja þessir herrar Sterka ölið? Af sömu ástæðum og ýmsir öl-menn hér. Halda menn, að Svíar séu bindindissamari og bindindissinnaðri þjóð en íslend- ingar? Nei, og aftúr nei, og þar erum vér komnir að kjarna máls- Sns. Svíar hafa lengi undanfarið -verið hæstir um áfengisneyzlu allra Norðurlandaþjóða, en ís- Jendingar lægstir. Árið 1953 var áfengisneyzlan á hvert manns- barn í Svíþjóð 3,80 lítrar með 100% af vínanda. Hún hefur hækkað undanfarin ár, og eru Svíar orðnir í standandi vand- ræðum með ástandið, og er þetta því raunalegra, sem þeir standa mjög framarlega um rannsóknir um áhrif áfengis, gefa út ágæt rit um þessi mál og kunna vel til vígs á þessum vettvangi fræði- lega. Þeim er því dálítil vorkunn, þó að þeir vilji reyna nýjar leiðir, en engan veginn virðist mér það samt afsákanlegt, með reynsluna blasandi við sér af þessari ævin- týra-áfengispólitík frá nágranna- löndunum. — En oss hér á ís- landi er sannarlega engin vork- unn. Hvernig getur háttvirtum alþingismönnum dottið í hug, að vér íslendingar, sem erum bind- indissamasta þjóð á Norðurlönd- um, og þar miða ég við opinberar skýrslur um áfengisneyzlu, eig- um að taka löggjafar-ráðstafanir drykkfelldustu þjóðar á Norður- löndum til fyrirmyndar í því skyni að laga ástandið hjá oss? Manni fer að detta í hug, að sum- ir menn hér séu ekki ánægðir, nema þeir eigi einhverja útlenda mömmu, og allt sem hún gerir sé harla gott, einungis af því að hún gerir það. Einu sinni var tal- að um dönsku mömmu, en nú girnast svo fáir hér að leggjast á hennar brjóst, en ekki svo fáir eiga bandaríska mömmu. Hjá henni er svo einstaklega gott að vera. — Aðrir eiga rússneska mömnlu, og þeim finnst allt til fyrirmyndar hjá henni, ekki svo fáum. — Og svo er komin ein enn, og það er sænska mamma, sem öl-mennirnir eru svo ein- staklega hrifnir af. — Það fylgir sumum hér alltof oft að þykja eitthvað gott og fínt, af því að það er útlent. Svo lágkúrulegur er íslendingurinn stundum. Ætt- um vér ekki að venja oss af brjósti þessara útlendu mamma? — það er ekki svo sjaldan, að vér íslendingar getum kennt öðr- um, og á sviði áfengismálanna höfum vér minna að læra af ná- grannaþjóðum vorum en margir vilja vera láta. Það gefur hins vegar að skilja, að sitt af hverju fáum vér lært af þeim, einnig á þessum vettvangi, en í meginat- riðum hafa þeir meira af oss að læra, en vér af þeim, meðan vér erum sú þjóðin, sem drekkum minna af áfengi en hver hinna Norðurlandaþjóðanna. — Hefur áfengislöggjöf vor verið fremri eða síðri en áfengislöggjöf nágrannaþjóðanna? Svo framar- lega sem það er góð áfengislög- gjöf, sem þrýstir áfengisneyzl- unni niður svo mjög, sem raun ber vitni um hér, í samanburði við nágrannanna, þá höfum vér búið við nokkuð viðunandi lög- gjöf, og höfum enga ástæðu til að taka til fyrirmyndar þær þjóð- ir, sem eru verr settar en vér sjálfir í þessum efnum. Vér skulum halla oss að mömmu hérna heima, og hún segir oss að forða þjóðinni frá ölforaðinu og allri þeirri for- heimskun og spillingu, sem því fylgir. Hún biður börnin sín að skilja það, að ölið er ef til vill ennþá verra en brennivínið. Það sagði Gustav von Bunge, pró- fessor í lífefnafræði í Basel, á alþjóðaþingi bindindismanna í Basel 1895, og hann skýrði frá því, eftir prófessor Bollinger, að sjöunda hvert karlmannslík, sem krufið v&r þá um hríð í Múnchen, var áfengiseitrað og auðséð, að dauðaorsökin hafði verið öl- drykkja eða réttara sagt eitrun af hennar völdum. — Það eru margir merkir læknar í heimin- um, sem halda því fram, að sá alkoholismi, sem stafar af neyzlu sterkra öldrykkja sé ennþá meiri en sá, sem stafar af neyzlu eimdra drykkja. — Ölið virðist mörgum meinlaust, en þess vegna er það einmitt svo hættulegt. Það er mikið svikalyf og mjög af- vegaleiðandi. Höldum oss í meginatriðum við miklar takmarkanir um sölu og veitingar áfengra drykkja og úti- Framh. á bls. IX Eyvindur Sfprðsson —mlisning í DAG verður til moldar bor- inn Eyvindur Sigurðsson, sonur hjónanna Sigurðar Níelssonár, sem ættaður var úr Mosfelssveit og lengi var starfsmaður hjá Eim- skipafélagi íslands, en er nú lát- inn fyrir nookkrum árum og frú Jóhöhnu Eiríksdóttur frá Fells- koti í Biskupstungum, nú busett hjá Guðlaugu dóttur sinni, Mel- haga 10 í Reykjavík. Eyvindur var fæddur og upp alinn í Biskupstungum. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur var hann nokkur ár starfsmaður hjá Veiðarfæragerð íslands, en nú síðast starfsmaður hjá Hallgrími Benediktssyni. Síðastliðin 12 ár bjó hann í húsi okkar hjónanna. Öll þessi ár hefur hann kynnt sig sem einstakt prúðmenni í allri framgöngu. Hann var snyrti maður, glaðlyndur og talaði aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Hann var sí-ungur í anda og kunni bezt við sig í hópi æsku- fólks. Á mannamótum var hann ávallt í hópi unglinga og þeir leituðu einnig á hans fund, þrátt fyrir aldursmun. Börnunum þótti vænt um hann og hlupu á móti honum, er þau heyrðu til hans. Á vinnustað var hann sérstaklega samvizkusamur starfsmaður, á- byggilegur til orða og verka. Hjá Hallgr. Bened. urðu alþr vinnufélagar hans, vinir hans. — Það sýndu þeir honum einnig í orði og verki, er hann var sjúkur orðinn. í nóvember síðastl. kenndi hann sjúkleika þess, er leiddi hann til dauða. Með stillingu tók hann hinum erfiða sjúkdómi. — Hann andaðist 17. þ. m. að Landa- kotsspítala 55 ára að aldri. Hinztu kveðju sendum við þér, kæri vinur, með þakklæti fyrir liðin samveru ár. Friðarins Guð styrki aldraða móður og systkini þín. Sigríður Ingibergsdóttir. — Olluuppspretfan Framh. af bls. 9. sem áður hefur verið getið, en alls ekki Saud konungs. Félag þetta er mjög öflugt og hefur fengist við að rannsaka mögu- leika til olíuvinnslu víðsvegar í Arabíu. Eftir þennan mikla fund, er augljóst að félagið verður að auka skipasfól sinn að miklum mun. ef það á að vera fært um að annast útflutning olíunnar. Hingað til hefur félagið annast flutning á 40% olíunnar á eigin skipum, en nú verður útflutn- ingurinn miklu meiri. En varla verða gerðir samningar við son Saud konungs í þessu efni, þar sem hann heldur flutningaskipa- flota sínum í járnklóm, hann hefur með því sannað, aö hann er ekki eftirbátur föður síns þeg- ar því er að skipta, enda hefur hann ekki minnsta áhuga fyrir því að vera ameríkumönnum til geðs í þeim málum sem varða hina nýfundnu olíulind. ÁSTÆÐULAUST AÐ KVÍÐA OLÍUSKORTI Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvenær byrjað verði að vinna olíu Ghawar-lindarinnar. Kostn- aðurinn við það verður gífur- legur þar sem leggja þarf leiðsl- ur að lindinni mörg hundruð kílómetra veg. En aðeins vitn- eskjan um það að þessi stærsta olíulind heimsins sé fundin, skap ar vissuna fyrir því, að olía jarð- arinnar muni ekki verða upp urin á næstu 25 árum, eins og fornleifafræðingar og olíusér- fræðingar voru búnir að lýsa yfir. PARÍS, 22. marz — Fyrir um hálfum mánuði hófust samning- ar Frakka og Vestur-Þjóðverja um framtíð Saar. Góðar heimild- ir herma, að samningar þessir hafi nú strandað. FYRSTU sinfóníutónleikar út- varpsins með Olav Kielland á þessu ári voru í Þjóðleikhúsinu 16. þ. m. og var húsið þéttskip- að áheyrendum. Verkefni voru 6. sinfónía og 4. píanókonsert Beethovens. Sjötta sinfónía Beet- hovens er hin svokallaða „Past- oral“-sinfónía, en í því verki lýsir tónskáldið, sem var mjög einlægur náttúrudýrkandi, áhirf- unum frá lífi sínu úti í ríki nátt- úrunnar, en þar dvaldi hann allt- af er hann átti þess kost og saug að sér tært sveitarloftið og ilm moldar og gróðurs. Sinfónían hefst á króatísku bændalagi, sem hann hefir notfært sér, eflaust heyrt sungið á ferðum sínum meðal sveitafólksins. Hefir tón- skáldið látið heillast af þessu sláandi og harðgerða tema, og síðan gripið til þess að ívafi í hina tignarlegu innreið sína í ríki náttúrunnar á ólmum fáki listarinnar. Annar kafli verks- ins er Við lækinn, himinhrópandi fagur rómantískur skáldskapur, um hið einfalda og ríka líf hjarð- mannsins, umvafinn víddum og skáldlegum hrikaleik hinnar ósnortnu frjálsu náttúru. Þriðji kaflinn er skemmtisamkoma sveitafólksins er endar í skyndi- legu stórviðri með þrumum og eldingum, en síðan lýkur hann verkinu með lofsöng eða þakk- argjörð að slotuðu óveðrinu. Þó að sjálfsagt megi segja með miklum sanni, að mörg af beztu tónverkum aldanna, og raunar listaverkum yfirleitt, séu að miklu leyti náttúruáhrif, endur- sögð í tónum, orðum og litum, virðist þó að þetta veyk sé frem- ur tileinkað náttúrunni beinlín- is. Margir vilja kalla það beina frásögn úr lífi sveitafólksins og náttúrulýsingar. Þó virðist tón- skáldið ekki hafa verið fullkom- lega á því máli og vildi ekki láta flokka þetta verk sitt undir hermitónlist (prógrammúsik). Olav Kielland fer ekki alfara- leiðir í neinu. Túlkun hans er alltaf hreinpersónuleg og hann á það beinlínis til að víkja með öllu frá hefðbundinni túlkun á ýmsum klassískum verkum tón- menntanna. Kom það mjög greinilega fram í meðferð hans á þessuvverki, sem er ákaflega vandmeðfarið og geysierfitt í flutningi. Ég hefi áður varað við fullyrðingum úm það, að einhver ákveðin túlkun sé hin eina rétta, því svo er sem betur fer alls ekki, og gildir það ekki hvað sízt um list mikilla anda og frjálsra eins og Beethoven var. Þó þykir mér ástæða til þess að hafa orð á því, að í aðalkafla Pastoralsinfóníunnar sérstak- lega, fannst mér að hin hreina og skáldlega rómantík verksins vera blönduð ruddalegri drama- tík, þó erfitt sé vitanlega að finna hin réttu mörk hér á milli. Þó má ekki gleyma því, að þetta viðkvæma verk þolir illa að á- reynslu gæti til muna hjá hljóð- færaleikurunum. Þó flutningur þessa verks sé nýtt afrek frá hendi sveitarinnar, afrek sem óhugsandi var jafnvel fyrir tveim árum, er þess vitanlega ekki að vænta að geðríkur og hástemmd- ur stjórnandi geti náð allri sveit- inni svo á vald sitt ennþá, að hvergi gæti óþægilegrar áreynslu, en að hinn rómantíski straum- ur nái að fljóta óhindraður, eins og hér er nauðsynlegt að ger- ist, ef samfögnuður okkar við skáldið út í sælu sveitalífsins á að verða fullkominn. Síðari kafl- ar verksins voru fluttir af heill- andi krafti og fullkominni inn- lífun. Fjórði píanókonsert Beethov- ens er eitt u.naðslegasta og mik- ilfenglegasta verk tónskáldsins frá miðkafla ævinnar. Einleikari var Árni Kristjánsson og spilaði hann konsertinn af geislandi inn- sæi og djúpri og ríkri alvöru og tilfinningu. Má segja að hér hafi hann unnið einn sinn stærsta listsigur, og má raunar einnig segja það um stjórnandann. Mun sjaldan eða aldréi almennari hrifningaralda hafa farið um leik húsbekkina. Árni Kristjánsson er mjög vaxandi listamaður, og’ or það sannarlega mikil uppörfun fyrir listina í þessu landi, að viiS skulum eiga hér slíkan afburða- mann, þannig að um leið og við fögnum heimsóknum frægustu. erlendra listamanna frá öllum löndum og álfum, skuli okkar eigin menn samhliða vaxa aö áliti og viðurkenningu. Þetta er það sem gefur lítilli þjéú sjálfstraust og öryggi, ekki síður en bætt ytri afkoma. Og gaman er að heýra ummæli eins víð- frægasta núlifandi söngvaro, Dietrich Fischer-Dieskau, er hc • söng með undirleik Árna, a«i hann hafi sjaldan hitt fyrir gagn- menntaðri, heilbrigðari og gái- aðri listamann. Á Þessum tónleikum sinfóníu- hljómsveitarinnar var ekkert sæti autt og reyndist jafnvcl nauðsynlegt að gefa út miða á stæði til þess að firra vandræð- um. Sýnir þetta ekki hvað síst vinsældir Árna Kristjánssonar. Hitt verð ég að neyðast til a>> átelja mjög, að enn hefir ekkv komist í verk á þessum vetri að endurtaka tónleikana fyrir ungt fólk, skólafólk og annað fólk, sem minni fjárráð hefir. Þessu verður samstundis að kippa t lag, enda var sinfóníusveitin studd af Reykjavíkurbæ með þvi skilyrði. Meðal æskunnar verð- ur sveitin að vinna sér áheyr- endur og ef það mistelcst er öll barátta fyrir aukinni listmenn- ingu meiningarlaus og hlægileg. Nú er mikið rætt um vandamál æskunnar, en vitað er, að aukin listmenning er ein tryggasta leið- in til þess að forða æskunni frá hverskonar ræfildómi og eygi- leggjandi iðjuleysi og rölti. Ég sting upp á því að allir arinnar verði endurteknir fram- vegis. Ríkisútvarpið, eða réttara sagt þjóðin, leggur þessu fyrir* tæki fé af aðdáanlegu örlæti, cr tillit er tekið til þess, hve margt hún verður að neita sér um í listum. Það er því með öllu ó- fyrirgefanlegt að sóa kröftum hennar og fé til þess að æfa verk eins og þessi og loka síðan allt þetta mikla starf ofan í kistu úrræðaleysisins, í stað þess að kalla unga fólkið saman og bjóða þvi að hlusta. Ég sé að undanfaríð hafa kenn arar unglingaskólanna þeytzt i bif reiðum upp á heiðar til þess að koma nemendunum út i sólina og hraina loftið. Ég er alveg sam- mála þessari nýbreyttni og ég dái þessa framtakssemi, en við sem ábyrgð berum á ýmsum hliðum andlegs lífs, sérstaklega listuppeldinu, megum ekki verða undir í samkeppninni um bcrn- in. Það eru kennarar og skóla- stjórar barnanna, sem nú hafa bókstaflega lagt þau undir sig, sem verða að tryggja þeim tóm til listiðkana. Um þetta er bein- línis þörf að kveðja saman ráð- stefnu og treysti ég bezt okkar ötula og listelska borgarstjóra til að hafa forustu um það mál, sem ekki má nú dragast úr þessu. P. I. Sala ríklsjarða ' í GÆR var á dagskrá efri deild- ar Alþingis frumvarp um sölu jarða í opinberri eigu. Frumvarp ið var afgreitt frá efri deild fyrir áramót og hefur nú fengið af- greiðslu i neðri deild þar sem því var breitt mjög verulega, og því sent efri öeild aftur. •Forseti efri deildar sagði að þar sem svo róttækar breytingar hefðu verið gerðar á frumvarp- inu í neðri deild, að ekkert af þeim áltvæðum sem efri deild hefði samþykkt, væri nú í frum- várpinu lengur, myndi hann ekki taka málið fyrir, fyrr en athugun. hefði farið fram á því hvort hér væri ekki um nýtt mál að ræða og sem bera ætti fram í samræmi við það. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.