Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 23. marz-1954 SMGÆ FOBSYTMNNM - RÍKI MAÐURINN - Eítir John Galsworthy — Magnús Magnusson íslenzkaði Framhaldssagan 84 ur það þungt að þurfa að skilja'sig í Katch j fyrir fullt og allt við eignir sín- x—: - ekkert um þetta að segja. Soames ar ó, það er þungbært. talar aldrei um neitt við mig. Eg hugsa, að hann muni taka þetta til athugunar. Sennilega veltur allt á verðinu". „Jæja“, svaraði Jolypn gamli, „hann skal ekki halda, að hann sé að gera mér neinn greiða“. — Hann sett.i á sig hattinn og var reiður. Dyrnar opnuðust og Soames gekk inn. ,Það er lögregluþjónn úti“, sagði hann með sínu venjulega glotti, „sem óskar eftir að tala við Jolyon föðurbróður". Jolyon gamli leit reiðilega á hann. James sagði: „Lögreglu- þjónn? Ég þekki engan lögreglu- þjón. En ég hugsa að þú gerir það“, bætti hann við, sneri sér að Jolyon gamla og leit grunsam- lega á hann. „Það er bezt, að þú talir við hann“. Úti í anddyrinu stóð yfirlög- regluþjónn og horfði með mikilli athygli á gömlu, fallegu ensku húsgögnin, sem James hafði keypt á hinu nafntogaða Mavro- janó uppboði í Portman Square. „Bróðir minn er hér inni“, sagði James. Lögregluþjónninn hóf hendina virðulega upp að húfunni og gekk inn í bókasafnið. James horfði á eftir honum og var dálítið einkennilegur innan- brjósts. „Já“, sagði hann við Soames, „það er víst ekki um annað að ræða en að staldra við og vita, hvert erindi hans er“. Hann gekk inn í borðstofuna með Soames, en var eirðarlaus. „Hvað ætli hann vilji", tautaði hann. „Hver?“ spurði Soames, „lög- j egluþjónninn. Hann var sendur hingað frá Stanhage Gate, annað veit ég ekki. Ég hugsa að eitt- livað af bjónustuliði Jolyons föð- urbróður hafi orðið full fingra- langt“. En þótt hann léti á engu bera var honum samt órótt. Jolyon gamli kom að tíu mín- útum liðnum. Hann gekk að borðinu, stóð þar þegjandi og togaði í mikla hvíta yfirskeggið. James starði á hanft og munnurinn varð æ stærri og stærri. Hann hafði aldrei séð bróður sinn slíkan. Jolyon gamli lyfti upp hend- inni og sagði hægt: „Bosinney ungi hefur orðið undir vagni í þokunni og er dá- inn“. Hann leit á feðgana alvar- lega og bætti við: „Það — er — kvis — um — að það — geti — verið — um sjálfsmorð —1 að j æða?“ Neðrivörin á James seig niður. „Sjálfsmorð! Hvaða ástæðu gat hann haft til þess að fara að íremja sjálfsmorð?“ Jolyon gamli svaraði með mik- illi alvöru- „Það veit guð einn, ef þú og sonur þinn vita það ekki“. James svaraði þessu engu. Allir minn, sem náð hafa háum aldri, hafa orðið fyrir mikilli og sárri lífsreynslu, jafnvel líka Forsytar. Áhorfandinn, sem sér þá í allsnægtum sínum, mundi aldrei gruna, að skuggar sorgar- innar hefðu fallið á lífsferil þeirra. Hjá hverjum öldruðum manni hefur sjálfsmorðshugsun, að minnsta kosti einu sinni, skot- Og svona var því varig með James. Hugsunin var öll á ringul- reið, en svo hrökk út úr honum: „Ég sá þetta í blaðinu í gær: Ekið yfir mann í þokunni En nafsins var ekki getið“. Alger- lega ringlaður sneri hann sér að þeim á víxl, en ósjálfrátt reyndi hann að ar.dæfa gegn sjálfsmorðs tilgátunni. Hann þorði ekki að sætta sig við þá niðurstöðu, því að hún var andstæð hagsmunum sonar hans og allra Forsytanna. Hann streyttist gegn henni og sökum þess, að honum var það í- skapað, að efast um allt, sem ekki var fullkomlega sannað, tókst honum að mestu leyti að sigrast á óttanum. Þetta var slys. Það hlaut að hafa verið slys. Jolyon gamli reif hann upp úr hugarvinglinu. „Dauðinn kom samstundis. — Hann lá allan daginn í gær í lík- húsinu. Enginn gat sagt, hver hann væri Ég ætla að fara þang- að. Þú og sonur þinn geta komið með mér“. Þeir andmæltu þessu ekki — Hann gekk á undan þeim út úr herberginu. Veðrið var bjart og fagurt, og Jolyon gamli hafði ekið í opnum vagninum, þegar hann ók frá Stanhope Gate til Park Lane. — Hann hafði hallað sér að mjúk- um sessunum, reykti vindilinn sinn og notið með ánægju veður- blíðunnar og þess að horfa á ið- andi mannþyrpinguna á götun- um, eins og alltaf er í London, þegar fagur og bjartur dagur kemur eftir langvarandi þokur og úrfelli. Og honum hafði liðið betur en á mörgum undanförn- um mánuðum. Hann var búinn að segja June frá öllu saman, og nú átti hann von á því að verða alltaf samvistum við son sinn og þó einkum barnabörn sín (hann hgfði beðið Jolyon unga að hitta Patch klúbbnum 1 fyrri hluta dagsins til þess að ræða þetta nánar við sig). Og svo var tilhlökkunin að láta James og „ríka manninn" brjóta odd af oflæti sínu með því að selja hon- um húsið Hann lét nú setja upp skyggn- ið. Hann var ekki í því skapi að horfa á hlægjandi og glatt fólk- ið. Og það átti heldur ekki við að Forsyte sæist sitja hjá lög- regluþjóni í vagni. í vagninum ræddi lögerglu- þjónninn um dauðaslysið. „Þokan var ekki mjög dimm þar. Ökumaðurinn sagði, að maðurinn hefði séð talsvert frá sér, en hann hefði ætt beint fyrir hestana. Það virðist svo sem hann hafi verið mjög illa staddur fjárhagslega, því að það fundust margir lánsmiðar í herberginu hans, og hann hafoi gefið ávísun á meira en hann átti inni, og svo er það þetta mál, sem blöðin segja frá í dag“. Köld, blá augun hvíldu til skiptis á Forsytunum þremur. Jolyon gamli sá úr horninu þar sem h.ann sat, að bróðir hans skipti mjög litum og örvæntingar svip brá íyrir á andlitinu. Allur efi James og hræðsla hafði aftur náð tökum á honum við þessi orð lögregluþjónsins. Fjárhagurinn mjög þröugur — lánsseðlar — á- vísun gefin á ekkert. Allt þetta, sem allt hans líf hafði verið hon- um svo fjarri, jók svo óhugnan- lega á líkurnar fyrir sjálfsmorði. Hann leit framan í son sinn. En Soames sat þögull og óbifanlegur og þar var ekkert svar að fá. Og Jolyon gamli, sem virti þá báða fyri rsér, sá hversu samtengdir þeir voru og óskaði þess inni- lega, að sonur hans sæti hjá sér. Honum fannst eins og hann einn ætti í höggi við þessa tvo hjá líki dauða mannsins. Og hann var alltaf að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti haldið June utan við þetta allt saman. James UTILEGUIUAÐURIINilM Tani fann höggin dynja á sér eins og haglél, þar til er hann hné til jarðar meðvitundarlaus. Eftir það gekk Haki heim með konunum. En þegar hann ^kom inn, leið yfir hann. En móðir hans var góð hjúkrunar- 1 kðna, og lifnaði hann brátt við hjá henni. Eftir það lá Haki í viku, og alltaf var dóttir Bergs hjá j honum, reiðubúin að gera honum allt til hægðar og hjálpa honum sem hún gat. Þegar Haka fór að batna, tók móðir hans eftir því, að hann var fátalaðri en hann var vanur. Hún spyr hvað valdi ógleði hans. Haki þegir um stund, en segir síðan: „Það hryggir mig mjög, að þessi indæla stúlka skuli vera heitbundin þessum glæpamanni, — því ef hann er ekki enn þá nefndur glæpamaður, þá er hann efni í versta glæpa- mann.“ Þá segir dóttir Bergs, sem sat hjá rúmi Haka, eins og hún var vön: „Tani lýgur Joessu, að ég sé unnusta hans, eins og öllu sem hann talar. Eg hef alltaf forðast Tana, en nú hata ég hann. Það ert þú Haki, sem ég elska, og ég hef ekkert tækifæri látið ónotað til að sýna þér, að ég elska þig.“ Eftir það var hún þar í hálfan mánuð í góðu eftirlæti.--- — Nú tók Haki við búi móður sinnar, og eftir mánuð voru þau gift, dóttir Bergs og Haki. — Þau bjuggu áfram í bæ ið upp höfðinu í anddyri sálar hans. Hún hefur staðið á þröskuldinum, beðið eftir að ganga inn, en óljós ótti eða huldukonunnar. Nú segir frá Tana, þar sem hann lá í yfirliði. Eftir litla stund raknaði hann við og fór að staulast til baka. í því mætir hann þrem mönnum. Þeir spyrja hann hvort hann sársaukafull von hefur varnað hafi séð Haka, og segir hann svo vera. Hann segir, að Haki henni inngöngu. Forsytunum fellhafi barið sig niður og skilið sig svo eftir í yfirliði. 1 Slankbeltin landsþekktu eigum við núna á lager í öllum stærðum og 2 breyddum Heildsölubirgðir: LADY lífstykkjaverksmiðja Barmahlíð 56 SÍLDARNÆTUR Til sölu eru síldarnætur, er tilheyrðu v.s. „Eddu“. Næturnar eru til sýnis hjá Þórði Eiríkssyni, netagerð, Kamp Knox, sími 81691. S)jóuátrycjCfiiicjar^é\i. ^dsiandí í..j\ ÞV/ER OG SÓTTHREINSAR Ný sending af enskum drögtum tekin upp í dag. FELDUMt h.t. Laugavegi 116 Austurstræti 6 - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI - A imiUJmnjjNIJLUJiiJUJJJUllilUiJLgiAlUJJALn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.