Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1954, Blaðsíða 16
Veðurúfiit í dag: NA-kaldi, léttskýjað 68. tbl. — Þriðjudagur 23. marz 1954. Oiíuiindirnar mikiu Sjá bls. 9. Getur „Já“ breyzt í upptöku á segulband og orðið „Nei44? Fyrirspurn á AJþingi út af þingfréttum Tímans I^R lagafrumvarpið um viðauka við lög um Búnaðarbankann kom J til umræðu í Efri deild í gær, kvaddi Bjarni Benediktsson (•ómsmálaráðherra sér hljóðs, og beindi þeirri spurningu til for- *ita deildarinnar hvort segulbandsupptökutækin er notuð eru til Vpptöku tals á fundum deildarinnar gætu verið orðin slitin og ^iluð. Og hvort verið gæti, að bilunin hefði í för með sér að töluð «;»rð breyttust í upptökunni, t. d. að já yrði nei þegar á bandið |æmi.' ^ÆÐAN RANGFÆRÐ ' Kvaðst ráðherrann bera fram þessa spurningu vegna þess að ræða sú er hann flutti um Búnaðarbankamálið á föstudag hefði komið öfug og Jmm Lviiiij snúin í dagblaði einu. Hefði ÉöKCj lílíl PíUlliSÍ allt efni hennar verið rang- fært. Ráðherrann sagði að blað þetta væri máígagn samstarfs flokks Sjálfstæðismanna í rík- isstjórn (þ. e. Tíminn). Að þeim flokki standa ýmsir göf- ugir og gegnir menn og slíkar rangfærslur í málgagni flokks ins geta varla stafað af ill- vilja. Menn grípa varla tii þess að rangfæra heilar þing- ræður, sem til eru skrifaðar, nema að menn séu algjörlega rökþrota. En það kann að vera að Tímamenn séu það í þessu máli, því það liggur nú fyrir að Búnaðarbankinn hefur gersamlega gleymt í hvaða tilgangi hann er stofnaður og formaður bankaráðsins Her- mann Jónasson, hefur lýst því yfir í þingdeildinni, að ekki sé hægt að reka banka með því að lána bændum einum, RANNSÓKN FRAMKVÆMD Gísli Jónsson forseti deildar- jjmar, kvaðst mundu láta fara fram rannsókn á upptökutækjum Efri deildar, því mikils virði væri £ið þingræður brengluðust ekki í upptökunni. — Niðurstöðu þeirr ar rannsóknar ætti að mega vænta mjög bráðlega. Frumvarpið var síðan sam- þykkt, en breytingartillögur felld ar, og endursent Neðri deild. Fólk veikisl a! því að skammia HAFNARFIRÐI — í síðastliðinni viku urðu nokkur brögð að því hér í bæ, að fólk veiktist af því að taka inn svonefnda brúna skammta, sem notaðir eru við höfuðverk. Voru skammtar þess- ir seldir í Ilafnarfjarðar-apóteki, en það auglýsti fyrir nokkru, að allir þeir, sem slíka skammta hefðu undir höndum, væru beðn- ir að skila þeim í apótekið. — Mun samsetning skammtanna hafa verið röng. Mál þetta er nú í efnafræðilegri rannsókn hjá lyfjaeftirlitinu. Hér var ekki um að ræða al- varlegt eitur, og veiktist það fólk sem tók skammtana inn, ekki alvarlega. Þó veiktist kona nokk- nr, sem tók inn tvo skammta tölu vert, en hún er nú á batavegi. - G.E SveiS Harðar og Gimnaelrs bridge- meistarar EFTIR 10. umferð í meistara- flokkskeppni Bridgefélags Keykjavíkur komu aðeins tvær sveitir til greina sem sigurveg- arar í keppninni, sveit Harðar ’ Þórðarsonar og sveit Gunngeirs Péturssonar. Þær sveitir spiluðu ■til úrslita í gærkvöldi, en þeirri jkeppni var ekki lokið er blaðið fór í prentun. I 10. umferð urðu úrslit bessi: Sveit Harðar vann sveit Ólafs Þorsteinssonar, sveit Einars Guð- áohnsens vann sveit Hermanns ^ónssonar, sveit Asbjarnar Jóns- íionar vann sveit Ólafs Einarsson- ar, sveit Stefáns Guðjohnsens vann sveit Hilmars Ólafssonar. Sveit Einars Baldvins gerði jafn tefli við sveit Róberts Sigmunds- sonar og sveit Gunngeirs Péturs- sonar við sveit Ragnars Jóhannes Eonar. Sveit Harðar er nú efst með 16 stig, Sveit Gunngeirs er með 15 stig, Hilmars 13, Ásbjarnar, Einars Baldvins og Stefáns 12 hver, Róberts 11, Ragnars 10 og Einars Guðjohnsens 8. fer fil niðnrrih HEYRZT hefur að búið sé að ákveða örlög sænska farmskips- ins Hanön, sem legið hefur hér í Reykjavíkurhöfn um langt skeið, eftir að búið var dð þétta skipið svo að hægt sé að fara með það til útlanda. — Það mun síðast hafa gerzt í máli skipsins af brezkir brotajárnskaupmenn hafa keypt það til niðurrifs. Mun dráttarbátur verða sendur frá Bretlandi til að sækja skipið og draga það út. Hanön liggur við Ægisgarð, þar sem Hæringur lá áður. Afenilsfíiélið í DAG verður hS® nnargtimtalaða frumvarp til áaferagsslaga tekið fyrir á fundi neSfci deildar. Mun þá væntanlega fást úr því skorið hver er vilji neðo dsáídar í áfeng ismálunum. Fram er komið’ jse&tdarálit alls herjarnefndar neSsi deiidar, og hefur þess og brexdingartillagna nefndarinnar verið getið í blað- inu. Þá eru og komnar fram breyt- ingartillögur í 13 liðum frá Pétri Ottesen. Tillögur hans ganga í þá átt að úr frumvarpinu verði felld ar nálega allar heimildir til vín- veitinga og vínsölu nema á út- sölustöðum þar sem íbúar hafa með atkvæðagreiðslu ákveðið að slíkir staðir séu opnir. — Þá leggur Pétur Ottesen til að stofn aður verði áfengisvarnarsjóður og áfengisvarnarráð. Þau ákvæði voru upphaflega í frumvarpinu, en efri deild vildi einróma gera þessa hlið málsins einfaldari í vöfum. Loks vill Pétur að Stórstúka íslands fái 500 þús. krónur ár- lega úr áfengisvarnasjóði til bind indisstarfsemi og að á næstu 10 árum skuli leggja til hliðar 6% af hreinum ágóða Áfengisverzl- unarinnar. Skal helmingi þeirr- ar upphæðar varið til byggingar drykkjumannahæla og lækninga- stöðva handa drykkjumönnum, sjúkrahúsa og elliheimila, einum sjötta hluta til húsbygginga á veg um Góðtemplarareglunnar, en af- ganginn skal lána til byggingar félagsheimila og gistihúsa. r Nýtt Mandsnæt í sundi í GÆRKVÖLDI var sett nýtt íslandsmet í Sundhöllinni, er Pétur Kristjánsson sundkappi setti nýtt íslandsmet í 50 m sundi, frjáls aðferð. — Synti hann vegalengdina á 26,3 sek. Sundþjálfarinn, Þorsteinn Hjálmarsson, hafði orð á því við Mbl. að vatnið í lauginni hefði verið alltof heitt til slíkr ar keppni. Var hún um 29 stiga heit, en má ekki vera yfir 26 stig, þegar keppt er. Þetta munar mjög. Var Pétur að keppa í und- anrásum fyrir KR-sundmótið, sem fram fer í kvöld og skýrt er frá á öðrum stað. Gamla metið átti Pétur sjálfur, sem var 26,6 sek. Oftlega er akstri drukkinna manna líkt við það, að óðir menn skjóti af byssum á almannafæri. — Um helgina tók lögreglan sex menn, sem ölvaðir voru við akstur. — Þetta eru þrír bílanna, eftir árekstra sem þeir lentu í. — Bíllinn á vinstri hönd, ók beint framan á sendiferðabílinn, sem er til hægri handar. — Stúlka var í jepp- anum og við harðan árekstur bílanna rak hún höfuðið gegnum framrúðuna með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð mikinn á ennið. — Sá drukkni sem ók jeppanum meiddist líka. — Sá sem ók sendiferðabílnum var lítið betur á sig kominn. Hann meiddist líka. — Gamla bílnum var ekið beint á símastaur. — Einnig sá sem honum ók var drukkinn. Hann skarst á handlegg og varð að leita Iæknis. Þrír bílstjórar aðrir voru teknir af götulögreglumönnum fyrir að vera ölvaðir við akstur. — Þeir aftur á móti urðu ekki valdir að neinum slysum. — Mynd þessa tók ljósmyndari rann- sóknarlögreglunnar, R. Vignir. Nýi strætisvagninn er rúmlega 11 m langur. Vélin er undir gólfi vagnsins. Aftast í vagninum er stæði fyrir allmarga farþega. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Sfærsfi og sérsfæiasf s sfræfis- vagninn gelur fekið Ið manns S.V.R. tóku við vagnmum í gær. en liann er yfirbyggður hjá Bílasmiðjiinni SEGJA má að frá því hinir frambyggðu vagnar Strætis- vagna Reykjavíkur komu í um- ferð, hafi hver vagninn öðrum stærri Og veglegri verið tekinn í notkun. — í gær tóku borgar- stjói<i, Gunnar Thoroddsen og forstjóri Strætisvagnanna, Eirík- ur Ásgeirsson, á móti stærsta al- menningsvagni, sem byggt hef- ur veNð yfir hér á landi. — Þessi vagn, sem er rúmlega 11 metra langur, getur auðveldlega tekið 80 manns, þar af í sæti nær 40. Þennan stóra vagn byggði Bílasmiðjan yfir og gerði Gunn- ar Björnssón allar teikningar að vagninum. Er hann fullkomnasti strætisvagninn sem Strætisvagn- ar Reykjavíkur hafa eignazt til þessa. Vagninn var afhentur Strætis- vögnum Reykjavíkur í gærdag við stutta athöfn suður við Nauthólsvík, en þangað hafði gestunum verið ekið í fyrstu ferð vagnsins. Meðal gesta var Ingólf- ur Jónsson viðskiptamálaráð- herra er flutti stutt ávarp. — Einnig mælti nokkur Orð Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri. Forstjóri Strætisvagna Reykja víkur lýsti vagninum fyrir gest- um og gat þess í upphafi máls síns, að Bílasmiðjan helði með smíði vagns þessa gert mesta átak til þessa, sem gert hefði verið á smíði ísl. bílasmíði. Vagn þessi er frá hinum sænsku VolvO verksmiðjum og er hér sérfræðingur frá verk- smiðjunni til að leiðbeina við akstur og meðferð vagnsins. VAGNINN GJÖRÓLÍKUR ÖÐRUM VÖGNUM Vagninn er um margt gjör- ólíkur öðrum strætisvögnum i akstri, þar sem hann á allur að vera miklu mýkri, engir rykkir þegar ekið er af stað. — Vélin er undir gólfi vagnsins og er hún 150 hestafla. Fyrir þetta er vagn- inn miklu rúmmeiri en eldri vagnar, en stærstu þeirra rúma 50 manns. Hemlar vagnsins vinna fyrir þjöppuðu lofti og er heml- unin mjúk og örugg. — Vagn- inn sjálfur að viðbættri fullri hleðslu vegur 14 tonn. I ræðu sem forstjóri SVR flutti, gerði hann nokkuð að umtals- efni rekstur strætisvagnanna, en milli 25 og 30 vagnar eru nú daglega við akstur saiifieitt 18 klst. í sólarhring og er meðal- akstur vagnanna 200—300 km. á dag. , STRÆTISVAGNAR OG ATVINNUÖRYGGI Um 40 þús. manns ferðast með vögnunum daglega. Forstjórinn taldi nauðsynlegt fyrir Strætis- vagna Reykjavíkur að fá fimm nýja vagna á ri, til að mæta endurnýjunarþörfinni einni. — Taldi hann að innflutningsyfir- völdin þyrftu að gera sér Ijósar þarfirnar í þessum efnum. —• Öryggisleysi í þessum efnum get- ur orsakað vinnutap og hvers- konar erfiðleika fyrir þúsundir heimila. — Samgöngumálin í höfuðstaðnum verður að skipa á bekk með vatnsveitu og raf- magni. Að lokum fór forstjórinn mikl- um viðurkenningarorðum um Bílasmiðjuna og forráðamenn fyrirtækisins, sem tekið hafa fegins hendi við hverskonar ábendingum sem til góðs mega verða. Bað hann gestina að hylla Bílasmiðjuna fyrir þann ágæta smíðisgrip, sem vagn þessi væri, Einnig tóku til máls við þetta tækifæri Lúðvík Jóhannesson forstjóri Bílasmiðj unnar og Björg vin Frederiksen formaður Lands sambands ísl. iðnaðarmanna. BÆTT ÞJÓNUSTA FYRIR ALMENNING Borgarstjóri kvaðst telja vagn þennan merkan áfanga fyrir ísl. iðnað og fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. Lauk hann lofsorði á forstjóra fyrirtækisins, sem hefði stýrt því í nær 3 ár af ein- stökum dngnaði og fyrirhyggju,, enda hefði S.V.R. tekið miklum stakkaskiptum til bóta. Borgarstjóri færði Ingólfi Jóns syni ráðherra þakkir fyrir góðar undirtektir um málefni S.V.R. og fyirheit um að bæta úr inn- flutningsþörf nýrra vagna, eina og ráðherra hefðf drepið á i ávarpsorðum sínum. Borgarstjóri lauk máli sínra með því að bera þá ósk fram um að innflutningsyfirvöldin, for- ráðamenn Sírætisvagna og ísL iðnaðarmenn ættu að vinna að! einu og sama marki: bættri þjón- ustu fyrir almenning. VIDURKENNA KOMMÚNISTASTJÓRNINA LUNDÚNUM, 22. marz — Kana- diski utanríkisráðherrann, Lester Pearson, sagði í dag, að Kanada- menn færu ef til vill að dæml Breta og viðurkenndu kínversku kommúnistastjórnina. Kanada- menn setja þó það skilyrði, að Pekingstjórnin sýni emhvern friðarvilja á væntanlegri Genfar- ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.