Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 41, árgangur. 89. tbl. — Fimmtudagur 15. apríl 1954 Prentsmiðja Mergunblaðsins Frá ríkisráðsfundi í oær ■ « Þessi mynd var tekin í gær á ríkisráðsfundi af handhöfum forsetavalds og ríkisstjórninni. Var þar m. a. gefið út bréf um þinglausnir og enn'remur var Skúli Guðmundsson, alþm., skipaður fjármálaráðherra í stað Eysteins Jónssonar, sem tekur sér frí frá störfum í nokkra mánuði vegna veikinda. — Hægra megin á myndinni eru handhafar forsetavalds. Fremstur Árni Tryggvason, forseti hæstaréttar, þá Jörundur Brynjólfsson, forseti Sameinaðs þings og Ólafur Thors, forsætis- .ráðherra. Innstur situr Birgir Thorlacius ríkisráðsritari. Til vinstri á myndinni eru ráðherrarnir Steingrímur Steinþórsson (fremstur), Ingólfur Jónrson, Skúli Guðmundsson, dr. Kristinn Guðmunds- son og Bjarni Benediktsson. (Ljósm.: P. Thomsen). Þingslit í gærdag Stnrfi Alþingis hefur mótuzt ufi stórhug og bjurtsýni ú þjóðinni IGÆR FÓRU fram þingslit á Alþingi. Var fundur í Sameinuðu'*' Alþingi og gaf forseti Jörundur Brynjólfsson yfirlit um störf þessa þings er staðið hefur yfir frá 1. okt. til 18. desember 1953 og síðan frá 5. febr. til 14. apríl þessa árs eða alls 148 daga. Þing- fundir urðu alls 239 í deildum og Sameinuðu þingi. Alls voru lögð fram 154 lagafrumvörp, 78 þeirra urðu að lögum. STARFSAMT ÞING ^ Þing þetta hefur verið mjög starfsamt. Það hefur sam- þykkt mörg þau mál, er bæta munu hag almennings og þjóð félagsins í heild á ókomnum árum. Frumvörp þau, er ríkis liti, hefir Alþingi haft mörg mál til meðferðar að þessu'sinni. All mörg þeirra frumvarpa, er afgreiðslu hafa hlotið og að lög- um orðið, eru þýðingarmikil og merkileg og taka til hagsmuna stjórnin undir forystu Ólafs j fjölmargra þegna þjóðarinnar, Thors hefur lagt fyrir þingið, eru hvert öðru stærra, og miða hvert öðru frekar að bættum lífsskilyrðum og lífsafkomu einstaklinga um land allt. Minntist forseti Sam. þings nokkurra þessara stórmála í ræðu sinni er fer hér á eftir. STARF ÞINGSINS Forseti gaf nákvæmt yfirlit yfir störf þingsins. Af frumvörp unum sem lögð voru fyrir þingið voru 51 stjórnarfrumvarp, af þeim urðu 43 að lögum. Þing- menn báru fram 103 frumvörp og urðu 35 þeirra að lögum. Felld voru 3 frumvörp, 4 voru afgreidd með rökstuddri dagskrá, 2 var vísað til ríkisstjórnarinnar og 67 urðu ekki útrædd. Alls voru á þinginu bornar fram 46 þingsályktunartillögur, 18 þeirra voru samþykktar sem ályktanir Alþingis, 1 sem ályktun Neðri deildar, 2 voru felldar og 25 urðu ekki útræddar. Allar fyr- irspurnir, 10 að tölu, voru rædd- ar. Mál er komu til meðferðar á þinginu voru 210 og tala prent- aðra þingskjala var 881. RÆÐA FORSETANS Síðan fórust forseta Sameinaðs þings orð á þessa leið: Eins og sjá má á þessu yfir- nú þegar sum þeirra, en önnur marka stefnur í framtíðinni, er jtuðla rnunu að bættum og betri ojóðarhag. Vil ég nú stuttlega víkja lítið eitt að störfum þings- ins: Sett hafa verið lög um réttindi )g skyldur starfsmanna ríkisins. Er með þessari löggjöf loks kom- :ð á nýrri og fastari skipan um Framh. á bls. 2 Skúli Guðmundsson Ijá rmá laráðherra í veikindaforföllum Eysfeins Jónssonar EYSTEINN Jónsson, ráðherra, mun verða frá störfum um nokk- urra mánaða skeið sakir sjúk- leika. A ríkisráðsfundi í dag var Skúli Guðmundsson, alþingism., skipaður til þess að gegna störf- um fjármálaráðherra í forföllum Eysteins Jónssonar. A sama fundi var forsætisráð- herra veitt umboð til þess að slíta Alþingi, er það hefur lokið störf- um að þessu sinni. (Frétt frá ríkisráðsritara). Bevan klýfur brezka venkamannaflokkinn LONDON, 14. apríl. — Einkaskeyti frá Reuter. ALVARLEGUR klofningur í Verkamannaflokknum kom opinber- lega í ljós í dag, þegar Aneurin Bevan lýsti því yfir að hann gæti ekki stutt utanríkismálastefnu meirihluta flokksins. Skýrði hann frá því að í samræmi við þetta hefði hann sagt sig úr for- ustuliði flokksins. Agreiningurinn er fólginn í því að Bevan er mótfallinn Ev- rópuher með þátttöku Þjóðverja og stofnun öryggisbandalags Austur-Asíu. | HINN ÓRÓLEGI í yfirlýsingu sinni sagði hann' að sér þætti það leitt að sam-j heldni flokksins væri hætt með þessum aðgerðum. Þrátt fyrir þetta sagðist hann mundu styðja flokkinn í öðrum málefnum. — Annars hefur hann jafnan verið talinn hinn órólegi meðlimui flokksins og má minna á það að árið 1951 sagði hann sig úr ríkis- stjórn vegna þess að hann var mótfallinn hernaðaraðstoð frá Bandaríkj unum. Indó-Kína er íremsta varnarlína gegn kommum Miöar áfram með slofnun bandalags. PARIS, 14. apríl. — Einkaskeyti frá Reuter. ÞAÐ VAR tilkynnt í dag, að franska stjórnin myndi athuga möguleikana á myndun öryggisbandalags Suðaustur Asíu. Var þeta tilkynnt skömmu eftir að Dulles utanríkisráðherra Banda- ríkjanna átti viðræður við franska stjórnmálamenn. FREMSTA VARNARLÍNA í tilkynningunni er sérstaklega vikið að Indó-Kína. Segir þar að í Indó-Kína sé nú barizt um sjálf- stæði þriggja smáríkja, sem verða fyrir ásókn frá ofbeldis- stefnu kommúnista. Baráttan snýst þó ekki aðeins um það, heldur hefur hún mikla þýðingu fyrir allar frjálsar þjóðir. Því að Indó-Kína er aðeins fremsta varnarlínan. Ef hún félli fyrir ásókn kommúnista, er það ljóst að önnur lönd myndu fljótlega fylgja á eftir. Nú virðist miða allvel áfram með stofnun hins umrædda öryggisbandalags. Sendiherr- ar Bandaríkjanna í Nýja Sjá- landi, Ástralíu, Filippseyjum og Síam hafa gert ríkisstjórn um þessara landa ítarlegri grein fyrir tillögum Dulles, sem eru í því fólgnar að ríki þessi sameinist um að aðvara kínverska kommúnista við íhlutun í mál Indó-Kina og standa að sameiginlegum gagnráðstöfunum ,ef komm- únistar hlíta ekki varnaðar- orðunum. Formannaráðstefna Sjálfstæðis- ffokksins í R.-vík Z8. og Z9. maí SKIPULAGSNEFND Sjálfstæðisflokksins hefur í samraði við miðstjórn og þingmenn flokksins, ákveðið að efna til ráðstefnu með formönnum allra Sjálfstæðisfélaga, héraðsnefnda og fjórðungs- sambanda innan flokksins. — Formannaráðstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 28. og 29. maí n. k. og verður ráðstefnan sett í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 28. maí kl. 1 e. h. SKIPULAGSMÁL FLOKKSINS Verkefni formannaráðstefn- unnar er að ræða skipulagsmál flokksins og einstaka þætti flokks starfseminnar og er það mjög mikilvægt fyrir allt skipulag flokksins, að sem flestir forustu- menn hans víðsvegar að af land- inu eigi þess kost að koma sam- an til viðræðna við flokksstjórn- ina um ráð og leiðir til eflingar flokksstarfseminnar og til þess að samræma sem bezt alla starfs- hætti flokksins. Var í þessu skyni efnt til for- mannaráðstefnu vorið 1952, sem tókst með ágætum og var þá á- kveðið að slíkar ráðstefnur skyldu framvegis haldnar þau ár, sem landsfundur er ekki hald- inn. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 25 ÁRA Sjálfstæðisflokkurinn á 25 ára afmæli um það leyti, sem ráð- stefnan verður haldin og mun þessara merku tímamóta í sögu flokksins verða minnzt í sam- bandi við ráðstefnuna. | Skipulagsnefnd flokksins legg- I ur á það mikla áherzlu að for- I menn sem flestra flokksfélaga | mæti á ráðstefnunni, en hafi formaður ekki aðstöðu til að korna sjálfur er þess óskað að einhver annar af forustumönnum viðkomandi félags mæti í hans stað. | Tilkynningar um þátttöku óskast sendar flokksskrifstofunni í Reykjavík, sem fyrst og bar verða gefnar nánari upplýsingar um tilhögun ráðstefnunnar. Kemst upp um njésnahring r kommúnista í Ásfralíu Rússneskur sendisveifarritari flýr. CANBERRA, 15. apríl. ASTRALSKA þingið ákvað að setja á fót sérstaka rannsóknar- nefnd til að rannsaka uppljóstra'nir hins rússneska sendiráðs- ritara Petrovs um víðtækar njósnir Rússa í Ástralíu. MIKLAR UPPLÝSINGAR Þetta mál hefur vakið mjög mikla athygli í Ástralíu og búast menn við að fjöldi kommúnista verði handtekinn í sambandi við það, því að Petrov hefur boðizt til að gefa lögreglunni allar upp- lýsingar um hinn víðtæka njósna hring kommúnista. NJÓSNAHRINGUR í SA-ASÍU Fyrstu athuganir áströlsku lögreglunnar hafa einnig leitt í ljós að njósnahringur kommún- ista í Ástralíu hefur náið sam- band og samstarf við flokka kommúnista í löndum Suð-aust- ur Asíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.