Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 7 Páskamessurnar Dómkirkjan: Skírdagur: Messa kl. 11 f. h. I(altarisganga). Séra Jón Auðuns. — Föstudagurinn langi: Messa kl. 11 f. h. Séra Óskar J. Þorláks- son. Messa kl. 5 e. h. Séra Jón Auðuns. — Páskadagur: Messa kl. 8 árd. Séra Jón Auðuns. Messa kl. 11 f. h. Séra Óskar J. Þorláks- son. Dönsk messa kl. 2 e. h. Séra Bjarni Jónsson. — II. páskadagur: Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auð- uns. Messa kl. 5 e. h. Séra Óskar J. Þorláksson. Hallgrímskirkja: Skírdagur: Messa kl. 11 f. h. :(altarisganga). Séra Sigurjón Þ. Árnason. — Föstudagurinn langi: Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. Messa kl. 5 e. h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. - Páskadag- ur: Messa kl. 8 árdegis. Séra Sig- urjón Þ. Árnason. Messa kl. 11 f. h. Próf. dr. Magnús Jónsson predikar. Séra Jakob Jónson þjón- ar fyrir altari. — II. páskadagur: Messa kl. 11 f. h. (altarisganga). Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 5 e. h. Séra Jakob Jónsson. Nesprestakall: Skírdagur: Messað í Mýrarhúsa skóla kl. 2,30. — Föstudagurinn langi: Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e. h. -— Páskadagur: Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e. h. — II. páskadagur: Messað í Mýrar- húsaskóla kl. 2,30 Séra Jón Thor- arensen. Elliheimilið: Skírdagur: Messa kl. 10 f. h. (altarisganga). — Föstudagurinn langi: Messa kl. 10 f. h. — Páska- dagur: Messa kl. 10 f. h. — Annan páskadag: Messa kl. 10 f. h. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason.___________ Háteigsprestakall: Messur í hátíðasal Sjómanna- skólans: Föstudaginn langa kl. 2,30 e. h. og páskadag kl. 8 árd. og 2,30 e. h. — II. páskadag: Barnasamkoma kl. 10,30 f. h. Séra Jón Þorvarðarson. Laugarneskirkja: Skírdagur: Messa kl. 2 (altaris- ganga). — Föstudagurinn langi: Messa kl. 2,30 e. h. — Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis. Messa kl. 2,30 síðdegis. — II. páskadagur: Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f. h. Séra Garðar Svavars- son. Langholtsprestakall: Föstudagurinn langi: Messa í Laugarneskirkju kl. 5 e. h. — Páskadagur: Messa í Laugarnes- kirkju kl. 5 e. h. — II. páskadag- ur: Barnasamkoma að Háloga- landi kl. 10,30. Messa í Laugar- neskirkju kl. 5 e. h. Séra Árelíus Níelsson. Bústaðuprestakall: Skírdagur: Messa í Kópavogs- skóla kl. 3 e. h. — Föstudagurinn langi: Messa í Fossvogskirkju kl. 2 e. h. — Páskadagur: Messa í Kópavogsskóla kl. 3 e. h. — II. páskadagur: Messa í Fossvogs- kirkju kl. 2 e. h. Mesa í fávitahæl- inu í Kópavogi kl. 2,30. Séra Gunn- ar Árnason. Fríkirk jan: Skírdagur: Messa kl. 2 e. h. (alt- arisganga). — Föstudagurinn langi: Messa kl. 5 e. h. -— Páska- dagur: Messa kl. 8. árd. Messa kl. 5 e. h. — II. páskadagur: Barnaguðsþjónusta kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn Björnson. Óháði Fríkirk jusöf nnðiirinn : Föstudagurinn langi: Messa í Aðventkirkjunni kl. 5 e. h. — Páskadagur: Hátíðamessa í Að- ventkirkjunni kl. 2 e. h. Vígður nýr messuhökull. Séra Emil Björnsson. Aðventkirkjan: Föstudagurinn langi: Messa kl. 8 síðd. — Páskadagur: Messa kl. 6 síðdegis. Krislskirkja, Landakotí: Skírdagur: Biskpusmessa kl. 9 árd. í messunni fer fram vígsla hetinar heilögti Oeja. Að messunni lokinni er hið heilaga sakramenti flutt á útialtarið. Sama dag bæna- hald kl. 6 síðdegis. — Föstudaginn langa: Guðsþjónusta kl. 10 árd. Hið heilaga sakramenti sótt á úti- altari. Krossganga og bænahald kl. 6 síðd. — Páskadag: Lágmessa kl. 8,30. Biskupamessa og predik- un kl. 10 árd. Blessun og predik- un kl. 6 síðdegis. — II. páskadag- ur: Lágmessa kl. 8,30 árd. Há- messa kl. 10 árdegis. Ilafnarfjarðarkirkja: Skírdagur: Safnaðarfundur kl. 2 e. h. Aftansöngur og altaris- ganga ld. 8,30 e. h. — Föstudag- urinn langi: Messa kl. 2 e. h. — Páskadagur: Morgunguðsþjónusta kl. 8,30 f. h. Séra Garðar Þor- steinsson. Bessastaðir: Páskadagur: Messa kl. 11 f. h. Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Föstudagurinn langi: Messa kl. 2 e. h. — Páskadagur: Messa kl. 8,30 árd. (Ath. breyttan messu- tíma). Séra Kristinn Stefánsson. Fíladelfíusöfniiðurinn í Reykjavík: Páskamessa kl. 2 e. h. á páska- dag í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. <5 Reynivallaprestakall: Föstudagurinn langi og páska- dagur: Messa í Reynivallakirkju kl. 2 e. h. báða dagana. — Annan páskadag: Messa í Saurbæjar- kirkju kl. 2 e. h. Séra Kristján Bjarnason. Lágafellskirkja: Páskadagur: Messa kl. 2 e. h. Séra Sveinn Víkingur. Brautarholtskirkja: Páskadagur: Messað kl. 4 e. h. Séra Sveinn Víkingur. Grindavíkurprestakall: Föstudagurinn langi: Messa í Grindavík kl. 5 e. h. og páskadag kl. 2 e. h. — II. páskadagur: Barnaguðsþjónusta í Grindavík kl. 2,00 e. h. Séra Jón Á. Sigurðs- son. — Páskadagur: Messað í Höfnum kl. 5 e. h. Séra Jón Á. Sigurðsson. Útskálaprestakall: Föstudagurinn langi: Messa að Útskálum kl. 2 e. h. og Hvalsnesi kl. 5 e. h. — Páskadag: Messa að Hvalsnesi kl. 2 og Útskálum kl. 5. — Annan páskadag: Barnaguðs- þjónusta í Sandgerði kl. 11 f. h. og að Útskálum kl. 2. Séra Guð- mundur Guðmundsson. Kálfatjörn: Páskadagur: Messa kl. 2 e. h. Séra Garðar Þorsteinsson. Keflavíkurkirkja: Skírdagur: Messa kl. 2 e. h. (altarisganga). — Föstudaginn langa: Messa kl. 5. (Stólvers verður sungið af Telpnakór Kefla- víkur.) — Páskadagur: Messa kl. 8,30 árd. og kl. 5 e. h. — Annar páskadagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Séra Bj. J. Innri-Njarðvíkurkirkja: Föstudagurinn langi: Messa kl. 2 e. h. — Páskadagur: Messa kl. 2 e. h. Þegar að lokinni messu verð- ur barnaguðsþjónusta. Séra Bj. J. Ylri-Njarðvík : Annan dag páska: Barnaguðs- þjónusta kl. 2 e. h. í barnaskóla- j húsinu. Messa í samkomuhúsinu í Ytri-Njarðvík kl. 4 e. h. Séra Björn Jónsson. Úrslit dæprlepkeppni 8KT í Austurbæjarhíói n.k. miDvikudag SKEMMTIFÉLAG templara hefir á undanförnum árum haldið uppi dansleikjum og ýmsum öðrum skemmtunum fyrir ungt fólk, þar sem bannað er að hafa áfengi um hönd. — Til þess að gera fólki sem ánægjulegastar skemmtanir okkar, reynum við að koma fram með ýmislegt nýtt, sem ungu fólki sérstaklega þykir gaman að, sagði talsmaður félagsins, er forystumenn þess rasddu við blaðamenn í gær. Einn þátturinn í þessum nýjungum okkar hefir verið hin svonefnda danslagakeppni, en úrslit í þeirri keppni í ár verða birt í Austurbæjarbíói n. k. miðvikudagskvöld. Þessi danslagakeppni SKT hef- ir verið unga fólkinu til mik- illar ánægju og mörg laganna, sem þar hafa fyrst komið fram, síðar orðið vinsæl dægurlög. Að þessu sinni hafði Ríkis- útvarpið auglýst eftir danskvæð- um, en lét SKT þau síðan í té, þannig að mörg laganna nú eru samin við þau. VERÐLAUN VEITT Á miðvikudagskvöldið (kl. 11,10) verða leikin í Austurbæj- arbíói þau fimm lög í hvorurn flokki (gömlu og nýju dans- anna), sem verðlaun hljóta og auk þess 4 eldri lög. Veitt verða tvenn 500 kr. verðlaun, tvenn 300 kr. og tvenn 200 kr. verð- laun, auk þess sem 4 lög fá við- urkenningarverðlaun. Nú verður og tilkynnt hvaða ljóðum út- varpið veitir viðurkenningu og ennfremur veitir „Vikan“ tvenn 250 kr. verðlaun fyrir rétta at- kvæðagreiðslu, sem blaðið hefir stofnað til í sambandi við þessa keppni. „DÆGURLAG ÁRSINS“ Þá verður samkomugestum gefinn kostur á að tilnefna eða kjósa sér „vinsælasta dægurlag ársins“ meðal þeirra laga ís- lenzkra, sem leikin hafa verið opinberlega. Níu manna hljómsveit undir stjórn Carls Billich leikur á skemmtuninni, en söngvarar verða: Adda Örnólfsdóttir, Ingi- björg Þorbergs, Sigurveig Hjalte- sted, Alfreð Clausen og Sigurður Ólafsson. Auk þess syngur Smára kvartettinn nokkur lög. Happdiætti dvaiai heÍMÍlis sjómanna EITT af síðustu verkum Efri deildar Alþingis var að samþ. sem lög frá Alþingi frumvarj)' um happdrætti dvalarheimilis; aldraðra sjómanna, er Ólafui* Thors forsætisráðherra lagði fyr- ir þingið í nafni ríkisstjórnarinn- ar og mælti fyrir. Er for=eti deildarinnar, Gísli Jónsson, sleit þingfundum deild- arinnar, kvað hann þetta laga- frumvarp maklega og virðulega sumargjöf til þeirra, sem á langri æfi hafa oft hætt lífi sínu Öðrum fremur til þess að hér mætti búa þjóð við vaxandi menningu og framfarir á öllum sviðum. Lét hann í Ijósi vonir um að þessi sumargjöf yrði hinum öldruðu sjómönnum til mikillar gleði og blessunar, og veitti þeim í elli þeirra mikið öryggi og friðsælar áhyggjulausar stundir, eftir langan og erfiðan vinnudag. Happdrættið er eins og áður er frá sagt um bifreiðir, báta og búnaðarvélar. Verður dreg- ið mánaðarlega. Sænsku handknattleiksmeist. ararnir koma hingaS fii Ms SÍÐAST í þessum mánuði koma hingað til lands sænsku meistar- arnir í handknattleik — lið frá Kristianstad. Munu þeir leika hér 4 leiki — tvo utanhúss, tvo inni. Það er Handknattleiks- ráð Reykjavíkur með aðstoð ÍSÍ sem annast heimsókn hinna sænsku gesta. <S>----------------- 30 MENN VIÐ ÆFINGAR Liðið frá Kristanstad hefur áð- ur komið hingað til lands. Skipa það enn nokkrir hinna sömu manna og hingað kornu, m.a. þeir er þá vöktu mesta athygli sakir leikni og hæfileika. Mikill viðbúnaður er undir þessa heimsókn hér á landi. — Hafa verið valdir nær 30 hand- knattleiksmenn til æfinga undir keppnina við sænsku meistar- ana. Æfa þeir þrisvar í viku 2 tima í senn. UNDIRBÚNINGURINN Segja má að handknattleiks- mennirnir ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með því að bjóða hingað sænsku meistur- unum, en Svíar eru mikil hand- knattleiksþjóð. En víst er að ísl. handknattleiksmenn eru ekki ver undir slíka heimsókn búnir en síðast er Svíarnir komu — og sé undirbúningurinn góður og af alvöru gerður má mikið af slíkri heimsókn læra. Frá Þrótti: Guðmundur Axels- son. Þjálfari liðsins hefur verið ráðinn Jón Erlendsson og hon- um til aðstoðar verður Sigurð- ur G. Norðdahl. Enn fremur hefur Handknatt- leiksráð Reykjavíkur skipað sér- staka kappliðsnefnd, er valið hefir ofangreinda menn til æf- inga. Nefndinni er og ætlað að fylgjast með æfingum leikmanna og velja í úrvalsliðin, er þar að kemur. í nefndinni eiga sæti þeir Þórður Þorkelsson (Val), Magn- ús Georgsson (KR) og Hannes Sigurðsson (Fram). í hadiiiinton ÍSLANDSMÓT í badminton verð ur haldið dagana 17. og 19. þ.m. í íþróttahúsi K.R. við Kaplaskjóls veg og hefst kl. 2 e.h. báða dag- ana. Keppendur eru 29 að tölu, 15 frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavikur (10 karlar og 5 kon- ur), 4 frá Í.R. (allt karlar), 6 frá. Stykkishólmi (4 karlar, 2 konur), og 4 frá Selfoss (2 karlar, 2 kon- ur). í einliðaleik karla eru 11 keppendur, í einliðaleik kvenna 3 keppendur, í tvíliðaleik karla 10 lið, í tviliðaleik kvenna 4 lið og í tvenndarkeppni 9 lið. Það, sem einkum mun vekja athygli, er hin mikla þátttaka utanbæjarmanna, enda á badmin toníþróttin ört vaxandi fylgi að fagna viða um land. Frá TBR taka flestir beztu badmintonleikarar félagsins þátt i mótinu. Vagn Ottósson, þre- faldur Islandsmeistari frá því i fyrra, leikur nú á vegum félags- ins, en hann tók ekki þátt i Reykjavíkurmótinu í vetui Avarp til íþróttamanna t.EGAR íslenzkar getraunir hófu starfsemi sína, voru miklar * vonir tengdar við þær um fjáröflun til iþróttahreyfingarinn- ar í landinu. EFTIRTALDIR handknattleiks- menn hafa verið valdir til æfinga úrvalsliðsins vegna komu sænsku handknattleiksmann- anna. Frá Ármanni: Jón Erlendsson, Snorri Ólafsson, Kjartan Magn- ússon. Frá Fram: Karl Benediktsson, Orri Gunnarsson, Hilmar Ólafs- son, Jón Elíasson. Frá Val: Sigurhans Hjartarson, Sólmundur Jónsson, Valur Bene- diktsson, Pétur Antonsson, Hreinn Hjartarson, Geir Hjartar- son. Frá K R.: Guðmundur Georgs- son, Hörður Felixsson, Þórir Þor- steinsson, Magnús Georgsson, Frí mann Gunnlaugsson. Frá Víkihg: Sigurður Jónsson, Ásgeir Magnússon, Axel Einars- son, Ríkharður Kristjánsson. Frá í. R.: Gunnar Bjarnason, Helgi Hallgrimsson, Þorgeir Þor- geirsson. Þessar vonir hafa, því miður, brugðizt vegna tómlætis íþrótta- manna og íþróttaunnenda, sem virðast ekki hafa skilið hvílík lyfti- stöng getraunirnar geta verið til eflingar líkamsmennt og almennri íþróttastarfsemi. Nú hafa Islenzkar getraunir hleypt af stokkunum happdrætti í sambandi við starfsemi sína, og má segja að það sé úrslitatilraun til þess að fá úr því skorið, hve mikið íþróttamenn vilja á sig leggja til að geta staðið fjárhagslega á eigin fótum, en þurfa ekki alltaf að leita til annara um fjáröflun til starfsemi sinnar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ leyfir sér hér með að hvetja alla íþrótta- menn og iþróttaunnendur til að styðja af alefli þessa tilraun og bendir á, að hér er verið að vinna fyrir þá sjálfa og að það veltur á miklu fyrir framtíð íþróttahreyfingarinnar að þessi tilraun beri árangur. íþróttamenn! Tökum höndum saman og vinnum að því að allfa* miðar í happdrætti íslenzkra getrauna seljist. Takist það, höfura við unnið mikinn sigur á sviði íþróttamálanna. Reykjavík, 5. apríl 1954 í FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ Benedikt G. Waage Guðjón Einarsscn Konráð Gíslason forseti varaforseti ritari Gísli Ólafsson Lúðvík Þorgeirsson gjaldkeri féhirðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.