Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 8
MURGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1954 .uttMðMb Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavflc. Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson. Ritatjórl: Valtýr Stef&naaon (ábyrfðarm.) Stjórnm&larltatjóri: Sigurður Bjarnason fr& Vigur. Laabók: Árni Óla, aími 8049 Auflýaingar: Arni Garðar Kriattnaaon. Ritatjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Auaturstræti 8. — Simi 1800. Askriftargjald kr. 20.00 & m&nuði innanlands. í lauaasölu 1 krónu eintaklB. UR DAGLEGA LIFINU Athafnasðnw þingi lukið ÞESS ALÞINGIS, sem lauk störf um í gær, mun jafnan verða minnst sem eins hins athafna- samasta þings, sem háð hefur verið. Það hefur argreitt fjölda stórmála, sem hafa munu rík á- hrif á líf og starf þjóðarinnar þegar þau hafa komizt í fram- kvæmd. Stærsta málið, sem þetta þing lét til sín taka er án vafa raforkumálið. Með frumvörp- um ríkisstjórnarinnar um 10 ára rafvæðingaráætlun strjál- býlisins og virkjun Efra-Sogs eru stigin stærstu skrefin, sem stigin hafa verið í þá átt að hagnýta vatnsaflið til orku- framleiðsiu í þágu alþjóðar. — Ef sú framkvæmdaáætlun stenzt, sem vonandi má treysta, mun það eiga ríkan þátt í að gera þetta land betra og byggilegra. Þegar mikill hluti þjóðarinnar hefur fengið raforku við skap- legu verði til atvinnureksturs og heimilisnota hefur í raun og veru nýr grundvöllur verið lagð- ur að öllu hennar starfi. — Lífs- skilyrði fólksins hafa þá jafnast svo, að það mun hafa mikil áhrif á jafnvægið í byggð landsins. — Hingað til hefur fólksflóttinn frá sveitum og sjávarbyggðum til Reykjavíkur og hinna stærri kaupstaða fyrst og fremst sprott- ið af því misræmi, sem ríkt hefur milli fólksins í þéttbýlinu og strjálbýlinu. íbúar framleiðslu- byggðarlaganna út um land hafa sótt til Reykjavíkur vegna þess að hún bauð betri lífsskilyrði og meiri lífsþægindi. Þessi met á ekki að jafna með því að þröngva kosti höfuðborgarbúa eins og sumir hafa talið, heldur með hinu að bæta aðstöðu strjálbýlis- ins og íbúa þess. A þetta var mjög greinilega bent í rökstuðningi Sjálfstæðis- manna fyrir þingsályktunartil- lögu, sem þeir fengu samþykkta á næst síðasta þingi um ráðstaf- anir til sköpunar jafnvægi í byggð landsins. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig haft mjög glöggan skiln- ing á nauðsyn slíkra ráðstafana. Aðgerðir hennar í málum strjál- býlisins miða allar í þá átt, að eyða misréttinum og ósamræm- inu í aðstöðu fóiksins þar og íbúa þéttbýlisins. Annað stórmál ríkisstjórnar- innar á þessu þingi eru lögin um afnám fjárhagsráðs og aukið framkvæmdafrelsi í landinu. — Með því er stefnt að því, að ein- staklingsframtakið fái betur not- ið sin á sviði húsbyggingarmála. Ríkisstjórnin er þess alráðin að greiða götu þjóðarinnar til þess að bæta úr þeim tilfinnanlega skorti á góðu húsnæði, sem skap- að hefur fjölda fólks hin mestu vandræði og erfiðleika. Hún hef- ur jafnframt því að auka fram- kvæmdafrelsið ákveðið að út- vega verulega aukið fjármagn til lánadeildar smáíbúða, sem ætlað er að styðja efnalítið fólk til þess að eignast þak yfir höfuðið. Þriðja mikilvægasta þingmál ríkisstjórnarinnar var frumvarp- ið um endurskoðun skattalag- anna. Um efni þess hefur svo ítar lega verið rætt, að ekki gerist þörf á að fjölyrða um það nú. En með þeim breytingum, sem síð- asta þing gerði á skattalögunum koma til framkvæmda stórfelld- ar umbætur á skattalöggjöfinni öllum almenningi í hag. Það sjá menn greinilega m. a. af þeim leiðbeiningum, sem skattstjórinn í Reykjavík hefur birt í auglýsing um í blöðum fyrir skömmu. Skatt ar lækka verulega á fjölskyldu- fólki og mörg ákvæði löggjafar- innar eru færð í réttlætisátt. Fjölmörg fleiri umbótamál bar ríkisstjórnin fram á þessu þingi og fékk lögfest. Yfirleitt má segja að störf þessa þings hafi mótast af ríkum framkvæmdahug og bjartsýni. Er það áreiðanlega von allra íslendinga, að sú löggjöf, sem það samþykkti megi verða landi og lýð til farsældar. Þessi litla þjóð er nú í mik- illi framfarasókn. Vel má vera að hún og ráðamenn hennar séu helzti bjartsýnir á fram- kvæmdamöguleika hennar á skömmum tíma. En þess meg- um við gjarnan minnast, að það er einmitt bjartsýni þjóð- arinnar, stórhugur og trú á getu sína til þess að lyfta Grettistökum, sem á undra skömmum tíma hefur skapað hér fullkomið nútíma þjóð- félag. Við skulum vona að framvegis sem hingað til tak- ist okkur að klífa brattann, sigrast á erfiðleikunum og treysta þann grundvöll, sem efnahagsleg og pólitískt sjálf- stæði Islands by.ggist á. Gleðilega páska. FRAMUNDAN eru kyrrlátir dag- ar dymbilviku og páskahelgi. Fjöldi fólks gerir hlé á störfum sínuan og margir leita hvíldar og tilbreytingar uppi í fjöllum og heiðum. Veturinn, sem nú er senn á þrotum, hefur að vísu verið svo snjóléttur, að óvíða er snjó að finna fyrir það fólk, sem notar páskafríið til þess að iðka skíða- íþróttir. En engu að síður munu þessir dagar veita mörgum mögu leika til hollrar útivistar eftir önn dagsins við hversdagsleg störf. Yfirleitt hefur þessi vetur ver- ið þjóðinni hagstæður. Fénaður hefur verið léttur á fóðrum um land allt og vetrarvertíð hefur gengið mjög sæmilega hjá vél- bátaútgerðinni. Togaraútgerðin á hinsvegar við mikla erfiðleika að etja. En um land allt hefur al- menningur við sjávarsíðuna haft góða og varanlega atvinnu. Af- koma þjóðarinnar í heild er í bezta lagi. Það er því óhætt að fullyrða, að íslendingar gangi nú vongóðir mót hækkandi sól. Vald skamm- degisins er að þverra. Framundan er vor og annatími til lands og sjávar. Páskafríið er kærkominn- tími til þess að safna kröftum undir ný átök í hinni daglegu baráttu fyrir afkomuöryggi og bættum hag. En páskarnir eru þó ekki fyrst og fremst hvíldardagar. Þeir eru kristin hátíð, sem þjóðin hlýtur að halda í heiðri sem slíka og minnast hennar í kirkjum sínum. Boðskapur þeirra boðar fögnuð og trú á sigur andans yfir efninu. Því má kristin þjóð aldrei gleyma. Að svo mæltu óskar Morg- unblaðið lesendum sinum og allri hinni íslenzku þjóð gleði- legrar páskahátíðar. ★ íslenzkir páskasiðir Dymbilvikan heita þessir dag- ar er við nú lifum. Og dymbil- vika heitir hún, af því að áður fyrr var sá siður að setja trékólf í kirkjuklukkurnar, því þessari miklu sorgartíð hæfði enginn skarkali. Dymbill þýðir trékólfur. Dymbildagar voru þeir aftur kall aðir síðustu þrír dagarnir — skír- dagur, föstudagurinn langi og laugardagurinn — fyrir páska- sunnudag. Fátt eitt er nú eftir af siðum þeim er áður tíðkuðust á föst- j unni og um páskana „A skírdag j var vant að skammta rauðseydd- an, hnausþykkan mjólkurgraut í með morgnínum, áður en menn I fóru af stað til kirkjunnar", segir ' sr. Jónas Jónasson í Isl þjóð- PJrinaeL 'nnyetofan Páól? aóid löndi L ýtnówm ir Ltm hættir. „Þessi siður helzt fram á 19. öld. Hefir gömul kona sagt mér, að ekki hafi altént þótt þef- gott í kirkjunum þann dag, — grauturinn þótti auka vind. Á föstudaginn langa var sums staðar siðúr að borða ekkert fyrr en eftir miðaftan. Þóttust þá margir illa haldnir, því að messu gerð var þá í lengra lagi, sunginn VeU andi ihniar: K Frumvarp, sem fylgzt var með af áhuga. ÆRI Velvakandi! Það er langt síðan, að fylgzt hefur verið af jafn mikl- um og almennum áhuga með gerðum Alþingis eins og með af- greiðslu þess á áfengisfrumvarp- inu svokallaða, sem nú er loks- ins orðið að lögum eftir miklar vangaveltur, þóf og rökræður háttvirtra þingmanna. Og almenn ingur hefir lagt eyrun við, gert sínar athugasemdir og rætt málið af kappi frá öllum hliðum. Flestir eru sammála um, að ástandið í áfengismálum okkar hafi keyrt um þverbak eftir að víneitingabannið var sett á,að því er snertir meðferð áfengis og drykkjuaðferðir. Það er óþarfi að lýsa því nánar, við þekkjum öll „pelafylleríið" og brennivíns- pukrið eins og það hefur verið á skemmtisamkomum undan farið rúmt ár. Tilraun sem mistókst. VAFALAUST var vínveitinga- bannið reynt í góðu skyni, en tilraunin hefur greinilega mis- tekizt. Það hefur sýnt sig, að slík aðferð er sízt heppileg til að stuðla að siðlegri notkun áfengis, sem menningarþjóð sæmir. En það er nú svo, við lærum af reynslunni, — eða við ættum að gera það — og það er ekkert á móti því að kanna nýjar leiðir. Það væri t.d. fullkomlega eðli- legt að gerð væri að minnsta kosti tilraun til bruggunar á sterku öli. Mætti ekki leggja hana niður aftur, ef hún reyndist til hins verra — alveg eins og vínveitinga bannið? Þessi hræðsla við nokk- urra prósent áfengt öl virðist ó- skiljanleg — allt að því fáranleg. En hvað um það, allur þorri íslendinga mun fagna hinni nýju áfengisljöggjöf frá því sem var áður, þó að einkennilega sé frá henni gengið í ýmsum atriðum. Rödd úr bænum“. Fáskar á íslandi fyrir einni öld. I„ÍSLENZKUM þjóðháttum" séra Jónasar frá Hrafnagili er brugðið upp stuttri svipmynd af páskahátíð á íslandi á s.l. öld. Þar segir svo: ,,Á skírdag var vant að skammta rauðseyddan, hnaus- þykkan mjólkurgraut að morgn- inum, óður en menn fóru af stað til kirkjunnar. Þessi siður hélzt fram yfir miðja 19. öld, að minnsta kosti víða; hefur ein gömul kona sagt mér, að ekki hafi alténd þótt þefgott í kirkj- unum þann dag, — grauturinn þótti auka vind. Börnin hýdd á föstudaginn langa. AFÖSTUDAG#NíN langa var sums staðar siður að borða ekkert fyrr en eftir miðaftan. — Þóttust þá margir illa haldnir, því að messugerð var þá í lengra lagi, sunginn allur sálmurinn: „Adams barn, synd þín svo var stór“, öll píningarsagan lesin og löng prédikun á eftir. Þá var sið- ur að hýða börnin fyrir allar syndir þeirra á föstunni og yfir höfuð til að láta þau taka eins konar þátt í písl Krists. Segir Jón Árnason frá því, að svo hafi sá siður verið ríkur, að kerling ein vildi hýða dóttur sína, er hún var orðin gift kona, og þótti ó- guðleikinn langt á leið kominn er hún fékk því eigi ráðið fyrir manninum hennar. Sólardans á páska- dagsmorgun. Apáskadagsmorguninn var etinn páskagrautur, sem var eins og skírdagsgrauturinn. Þann morgun dansar sólin nokk- ur augnablik mjög snemma morg uns á þeirri sömu stundu, sem frelsarinn reis upp frá dauðum. Fáum mönnum hefur auðnazt að sjá sólardansinn, enda er hann flestum mennskum augum ofviða fyrir birtu sakir og ljóma. Einn mann hef ég talað við, sem sá sólardansinn. Hann hét Ólafur Guðmundsson og bjó lengi í Litlhuhlíð í Skagafirði, hrepp- stjóri, meðhjálpari og forsöngv- ari um langt skeið í Goðdala- kirkju. Hann ólst upp í Valadal á Vatnsskarði. Þegar hann var nýlega fermdur, gekk hann mjög árla einn páskadagsmorgun upp á Valahnjúk í mjög fögru veðri og heiðskíru. Þaðan sá hann sól- ina dansa við fjallsbrúnina, er hún rann upp; gat hann ekki orð- um að komið, hve dansinn hefði verið fagur og ljómandi. En aldrei fékk hann augu sín heil síðan“. Velvakandi óskar öllum lesendum sínum og vin- um gleði- legrar páska- hátíðar. allur sálmurinn: „Adams barn, synd þín var svo stór“ öll píning- arsagan lesin og löng prédikun á eftir. Þá var siður að hýða börn- in fyrir allar syndir þeirra á föst- unni og yfir höfuð, til þess að láta þau taka einskonar þátt í písl Krists“. Frá þeim tíma er komið máltækið „Kemur að dymbildögum" — sem þýðir að skuldadagar muni koma. „Á páskadagsmorguninn var étinn páskagrautur, sem var eins og skírdagsgrauturinn. Þann morgun danzar sólin nokkur augnablik mjög snemma morguns á þeirri sömu stundu og frelsar- inn reis upp frá dauðum. Fáum mönnum hefir auðnazt að sjá sólardansinn, enda er hann flest- um mennskum augum ofviða fyr- ir birtu sakir og ljóma“. Þannig liðu páskarnir á íslandi á öldum áður. ★ Páskagjöf hennar hátig'ar Á skírdag geta menn í West- minster Abbey orðið vitni að framkvæmd ævaforns páskasið- ar, sem hinir vanaföstu Eng- lendingar hafa dyggilega í heiðri haldið. Inn í kirkj- una ganga tveir af mönn- um hennar há- tignar berandi stór gullföt með peninga- pokum á. Sjálf ur erkibiskup- inn af Kantaraborg útbýtir pen- ingapokunum meðal jafnmargra fátækra og aldur hennar hátign- ar er — og þar sem peningarnir í pokunum eru af sérstakri gerð hverju sinni, geta þeir er hreppt hafa fengið allháa upphæð fyrir þá hjá myntsöfnurum. ■fc Tröllin ríða á kúst- sköftum í Danmörku var það áður sið- ur að geyma sópvönd undir rúmi sínu á skírdagsnótt, svo tröllin ekki tækju þá og riðu á þeim til Blokksbjerg. Og sú var trúin að ef menn ekki borðuðu nýu teg- undir káls á skírdag, myndu menn fá höfuðverk eða bakverk það sem eftir var ársins. Á föstu- daginn langa gengu menn í svört um sorgarklæðum og á laugardag inn áttu börnin að ganga á milli bæja og borða páskaegg. ★ Þreyttir fætur í Sevila í hinum spánska bæ Sevilla ein kennist dymbilvikan af sérstæð- um athöfnum manna. íklæddir gullnum skikkjum og með dulur fyrir andlitun- um ganga þús- undir frómra katólikka um iF- (yjyrs‘ göturnar. Að- LWfeo Y" faranótt föstu- m rv dagsins langa má sjá þúsund- ir slíkra manna ganga með blys í hendi inn og út úr kirkju bæjarins — en það hátíðleg- asta við páskahátíðina í Sevilla er að sjá þessa skikkjuklæddu menn bera styttur af helgum mönnum og dýrlingum á sérstök- um burðarstólum um götur borg arinnar. Það eru þreyttir fætur sem stíga til jarðar undir þungri byrði. En auðmjúkir taka þessir frómu Spánverjar á sig það erfiði sem því hlýtur að vera samfara að burðast með þessar blýþungu styttur um götur Sevilla. A. St. (tók saman).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.