Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1954 w Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON Framhaldssagan 17 hafði gert, og hvers vegna hún hafði gert það og hún var hvorki glöð eða hrygg yfir því hvernig Jarið hafði. Henni datt ekki í hug • «ð gera aðra tilraun. Hún fór að „velta því fyrir sér, hvað hún ætti 9iú til braðs að taka, en þá kom iæknirinn til hennar og tilkynnti lienni að þó að gestrisni væri anikil í Mexíkó þá kærðu þeir isig ekki um fólk sem reyndi að rfremja sjálfsmorg og þar eð hún iitti ekki nógu mikla peninga til .ið komast til Evrópu þá ráðlagði hann henni að fara til brezku „Vestur-Indía. Viku síðar var hún komin til Jamaica. Tveim dögum eftir komuna þanagð, bað hennar ríkur Jama- icubúi. Hann hafði hún hitt nokkr um klukkutímum eftir komuna til eyjarinnar. Hann var einmana og Judy vorkenndi honum. — Hann hafði einu sinni áður verið ástfanginn af enskri stúlku. For- eldrar hennar höfðu ekki viljað samþykkja ráðahaginn vegna þess að hann var kynblendingur. • fítúlkan ætlaði þó að giftast hon- um en þá komst hún að því að hann hafði átt þeldökka ástmey á búgarðinum hjá sér. Það varð mikið áfall fyrir stúlkuna. Hún sendi honum hringinn í bréfi. Judy velti því fyrir sér, hvort hún ætti að taka bónorði Jama- ieumannsins. Eftir sjálfsmorðs- tilraunina hafði henni fundist líf sitt ákaflega tilgangslaust. Hún vildi fá einhvern tilgang í lífinu. Hún mundi aldrei elska Jama- icumanninn, en hún vissi að hún mundi geta hjálpað honum á margan hátt. Hún ákvað með sjálfri sér að þetta hlyti að vera köllun hennar í lífinu. Hún ætl- aði að segja honum það næsta dag og alla nóttina lá hún vak- andi og hugsaði um það hve dá- samlegt það væri að eiga köllun í lífinu. En næsta morgun fór hún að efast um hæfileika sína til að fórna sér þannig fyrir aðra. Hún mundi vera Jamaicu- manninum ótrú áður en vikan væri á enda. Hún mundi gera honum lífið grátt. Hún ákvað að reyna að fá sér heldur einhverja vinnu. Fyrst fór hún til tveggja skipa- fyrrtækja, en án árangurs og síð- an til flugfélags. Venjulega var íólk eingöngu ráðið á flugvél- arnar í Englandi, en þar sem svo vildi til að einmitt vantaði flug- freyju, þá var skeyti sent til Eng- Jands og leyfi fengið til að ráða hana. Hún var sett í reynsluflug, henni var lánaður einkennisbún- ingur og síðan send í ferð til -Trinidad undir handleiðslu ann- arrar flugfreyju, sem var vön -starfinu. Þegar hún kom aftur úr Í»eirri ferð, vann hún vikutíma á skrifstofunni í Kingston. Þetta var önnur ferðin hennar, þegar -slysið varð. Vélin var að fara til Cúbu og Miami og átti að koma aftur um kvöldið. Um leið og vélin hafði hafið sig til flugs frá flugvellin- um í Kingston, fóru flugfreyjurn ar aö taka til morgunkaffi handa farþegunum. Flugvélin flaug í hring yfir bæinn til að komast upp í nægilega hæð og stefndi síðan til Camaguey. Skömmu eftir að þau voru komin yfir hæð irnar fyrir framan Bláufjöli var viðvörunarmerki gefið. Judy og hin flugfreyjan hvöttu farþegana til að spenna á sig öryggisbeltin. Helmingurínn af þeim vildi ekki gera það. Sumir höfðu komizt að því að ekki var allt maði felldu og vildu vera lausir við sætin til að fleygja sér út, ef þörf krefði. Flugvélin var komin inn yfir dal- inn og þar var hvergi autt svæði til þess að hún gæti nauðlent. Judy reyndi hvað hún gat til að fá fólkið til að spenna á sig , beltin, en þá sagði ein konan I henni að maður hennar hefði far- j ið aftur í flugvélarstélið, þar sem salernið var. Judy fór þangað og I barði að dyrum. Um leið fann I hún mikinn kipp, sennilega þeg- ar vélin snerti trjátoppana og | hún mundi eftir því að hún ríg- hélt sér í einhverjar hillur og svo hvarf allt í myrkur, alveg eins , og þegar hún hafði ætlað að skera á slagæðina með rakvélar- blaðinu. Judy var alvarleg á svipinn á ! meðan hún var að segja frá þessu en henni var ekki eðlilegt að j vera alvarleg lengi í einu. Hún i yppti öxlum og bætti við: I „Ég býst við að hitt fólkið hafi lika fundið þetta sársaukalausa myrkur, en það vaknaði bara ekki aftur til meðvitundar“. Hún brosti við. „Ég fer að verða vön því að hugsa mér að ég sé dáin. Það hljóta einhver álög að hvíla á mér. Úr því ég fórst ekki, þá átti ég ekki að farast. Ég er orðin örlagatrúar. Ert þú það?“ o---------------O-----o Þau sátu þegjandi góða stund. Douglas tók upp sígarettupakka og bauð henni. Hann virti hana fyrir sér þar sem hún sat uppi í rúminu með handleggina um hnén, í stóra náttkjólnum af frú Morgan, og horfði með vandlæt- ingu á hálfmálaðar neglurnar á sér. 4. kafli. Það var engu líkara en ekki væri nóg meg flugslysið, heldur þurfti nafnlausa bréfið um John að koma í sömu vikunni. Sama daginn hafði Douglas haft kennslustund með börnun- um í brekkunni úti undir beru lofti. Honum hafði alltaf fallið fremur illa að kenna úti og hann lét því alla meiriháttar kennslu fara fram inni í sjálfu skólahús- inu á morgnana — vegna þess að hann vissi að éftirtekt og ástund- unarsemi barnanna fór þverr- andi með hverjum klukkutíman- um sem leið á daginn og úti var alltaf eitthvað, sem varð til þess að dreifa huga barnanna frá náminu. Það var heldur ekkert undarlegt. Útsýnið úr brekkunni var sérstaklega fagurt, yfir King- ston og höfnina. Stundum hvíldi að vísu þokumóða yfir húsunum en stundum mátti jafnvel greina einstaka byggingar, svo sem éins og. pósthúsið og Myrtle Bank gistihúsið og stjórnarráðsbygg- ingarnar. Sum börn gátu janfvel greint heimili sín. Sömuleiðis vöktu brottfarir og komur skipa athygli barnanna og það sem fram fór á flugvellinum, þegar flugvélarnar voru að koma og fara. Stundum var engu líkara en flugstjórarnir hefðu reiknað vitlaust út hvar flugvélin átti að koma niður og öll líkindi voru til þess að flugvélarnar færu í sjóinn í stað þess að lenda á vell- inum. I þessum útikennslustundum var það nokkurs konar prófraun fyrir kennarann að keppast við öll þessi atriði um athygli barn- anna — að ógleymdum skordýr- unum sem gerðu vart við sig í grasinu. Douglas gerði sér ekki mikig far um að halda uppi kennslunni úti. Hann eyddi tím- anum með sögulestri eða skemmtlegum frásögnum. Tíminn var varla byrjaður þerlnan dag, þegar einhver kom auga á stórt seglskip, sem var að koma fyrir oddann og stefndi inn á höfnina. Allir horfðu á skipið góða stund og svo fóru þau að geta sér til ýmislegt um skipið sjálft og fólkið, sem væri um borð. Það var ágætt til að auðga ímyndunaraflið og engum leidd- ist. John var duglegastur við að búa til sögur. Hann var einn nem andanna í bekknum. Hann kunni eins vel að búa til sögur eins og hann kunni vel að búa til hús * uppi í trjám. Sagan hans var um hégómlegan, gamlan skipstjóra, sem stærði sig af því að eiga hrað skreiðasta skipið og stærsta á Karabíska-hafinu. Ungur maður, sem var einn af áhöfninni hataði skipstjórann og dag nokkurn í Aðvenikirkjan Föstudaginn langa — Guðsþjónusta kl. 8 s. d. Páskadaginn — Guðsþjónusta kl. 5 s. d. Allir velkomnir. Aðventsöfnuðurinn. D/CW BIFREIÐIR Vandaðar Ódý rar Sparneytnar S Útvegum með stuttum fyrirvara frá Þýzkalandi, gcgn ■ nauðsynlegu leyfi, hinar heimsþekktu DKW bifreiðar. ■ Leyfishafendur geta valið um 7 tegundir fólksflutninga- ■ ! bifreiða og 5 tegundir flutninga- og sendiferðabifreiða. ■ ■ ■ ■ • Leytið nánari upplýsinga hjá umboðsmönnum. vetvm /^onóáon & C-o. Vesturgötu 5 — Reykjavík. Höfum fengið sérstaklega fallegt úrval af Mont Blanc lindarpennum. ^ Margar nýjar gerðir. Idlaric k (indarpenmnn er uinsœlaita I40H1 ) i fennincjat'^opn Úrvalið er hjá okkur. Bækur og ritföng h.f. — Helgafellsbúðir. Austurstr. 1. Laugavegi 39. Njálsgötu 64, Laugav. 100. KÖTLU-DRAUMUR 4- Kári lét mig þá drekka af horni, er hann hafði áður drukkið af, og kvaðst fyrr vildi bíða helstríð en sjá mig hrygga. j ■ Bað hann mig þá huggast láta, og hét að mér skyldi verða i bráðum fylgt heim aftur. Var ég svo þar tvær nætur, hrygg : í huga. Enginn vildi þar angra mig, heldur gleðja mig. Segir þá Kári við mig, að við munum eiga son í vonum. I Bað hann mig kalla hann Kára. Hann tók þá belti ágætt og E hníf og fékk mér. | jj Bað hann mig að fá það syni okkar, að það fylgdi nafni. jj Hann bað mig leggja skrúðklæði mín og gersemar allar í : skjóðu, og kvaðst hann mundu unna mér þeirra bezt að * njóta. j „Skaltu sýna það allt,“ segir hann, „Már, manni þínum, : og inna honum satt frá öllu, þótt þér þyki það sárt og sviða- : mikið. — Þið skuluð gera ykkur nýjan bústað yfir á Þverá. • Muntu finna þar fuglþúfur tvær við endann á skála mín- : um, og verða það féþúfur ýkkar. | : Þar mun lifna af ykkur mikill ættbogi, er frægur mun ; þykja. Nú mun ég verða að skiljast við þig og aldrei líta ■ þig augum framar, enda veit ég eigi, hvað langra lífdaga : mér verður auðið héðan af.“ i : Síðan leiddi Alvör mig harmfull í huga út, og heyrði ég ■ þá brest mikinn í skálanum, er Kári sprakk af harmi, mín \ vegna.“ ,V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.