Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Reykvískir kartöfíiiframSeið- andur ræða leiðir fi! að koma miklum karföflubirgðum: verð Óftast samdráll í framleiSslunni. NOKKRIR kartöfluframleiðendur hér í Reykjavík hafa komið að máli við Morgunblaðið og skýrt því svo frá, að þeir gangist fyrir almennum fundi kartöfluframleiðenda í Reykjavík, til að iæða ískyggilegar horfur um sölumöguleika á framleiðslunni. EKKI JÖFN AÐSTAÐA Kartöfluframleiðendur hér í Keykjavík hafa ekki átt jafn greiðan aðgang með sölu á kar- töflum til Grænmetiseinkasöl • unnar og kartöfluframleiðendur til sveita. Reykvískir kartöflu- iramleiðendur telja sig eiga hundruð tunna af kartöflum, sem |»eir eru í hreinustu vandræðum *neð að losna við. ÁSTANDIÐ ALVARLEGT Þetta vandræðaástand hefur haft í för með sér, að margir jnunu vera hikandi við kartöflu- ræktina nú í vor, að óbreyttum •ástæðum. Telja aðkallandi að^ allra ráða verði leitað tit að fyr- irbyggja samdrátt í kartöflufram-' lciðslu bæjarbúa. Meðal þeirra ráða er leita skal er að fundin verði leið til að hægt sé með skjótum hætti að selja alla fram» leiðslu matarkartafla, sem nú gengur svo treglega að selja, tit þess að koma í veg fyrir að kartöfluframleiðsla Reykvíking j sjálfra eyðileggist í stórum stíl. FUNDURINN Fyrir atbeina nokkurra kar- töfluframleiðenda hér í bænum verður fundur haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna annað kvöld kt. 8.30, þar sem þetta mjög svo að- kallandi vandamál verður rætt. — Þangað eru boðnir allir kar- jöfluframleiðendur í bænum. Má búast við því að menn fjöl- menni á fundinn. Nú fer sá tími í hönd að menn huga að garð- löndum sínum og áhugi bæjar- búa fyrir garðrækt er mikill. Hðalfundur Geðvernd- urfélugs Islunds AÐALFUNDUR Geðverndarfé- lags íslands var haldinn í íyrrakvöld í 10. kennslustofu Há- skólans. Félag þetta hefur verið starfrækt hér undanfarin ár og •cr starfsemi þess sniðin í megin- atriðum eftir samskonar félög- urn erlendis. Er félagið hér í sam bandi við þau. Formaðurinn, dr. Helgi Tómas- sin, las skýrslu um störf félags- ins á síðastliðnu ári og starfsáætl anir fyrir næsta ár. Gjaldkerinn, •Ólöf Sigurðardóttir, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Fulltúaráð, sem skipað er 24 jnönnum úr ýmsum stéttum, aðal lega læknar og uppeldisfræðing- ar, var allt endurkosið með sam- hljóða atkvæðum fundarmanna. Að lokum hélt dr. Helgi Tómas- son fróðlegt erindi um rannsókn- - ij' sínar á taugaveiklun og til- -íinningatruflunum barna fram til 15 ára aldurs. Sýndi hann skugga myndir af línuritum máli sínu til skýringar. Er dr. Helgi fylgj- andi þeirri stefnu, sem nú ber mjög á meðal sálfræðinga, að sálarheill ungra barna sé mjög undir því komin að þau fái að njóta hlýju og umönnunar móð- urinnar. Áður var það kennt að ungbörn hefðu gott af að gráta. Ekki ætti að sinna þeim nema á vissum tímum sólarhringsins. Nú telja sálfræðingar mjög mikilsvert að þeim sé sinnt ef þau eru óánægð. Með því fái þau eðlilegastan þroska. Þekkist það nú jafnvel erlendis, að ef leggja þarf barn yngra en 5 ára inn á sjúkrahús, þá sé bezt að móðirin flytji á sjúkrahúsið með því, eftir því sem við verður komið. Meðlimir Geðverndarfélags ís- lands eru 74 auk nokkurra ævi- félaga. Ársgjaldið er 25 krónur. j Kona Georg Dawsons i hleypur frá honum Hjónaskilnaður og misferli meS fé KONA Georg Dawsons, fyrrum fiskkaupmanns, hljóp frá honum í marz s. 1. Varð þetta uppvíst í réttarrannsókn í máli Jasper Addis, einkaritara Dawsons, sem sá síðarnefndi hefur kært fyrir fjárdrátt og annað misferli með fé. •OFSÆKIR ADDIS í réttarrannsókninni var Daw- son kvaddur sem vitni og virðist scm Addis þessi hafi átt vingott •við frú Dawson. Að minnsta kosti gerðist það samtímis að frúin hljóp á brott og Dawson tók að ofsækja Addis, sagði honum upp etarfi og sakaði hann um fjár- drátt, fölsun á tékkum o. fl. EIN BANKAINNSTÆÐA Það vekur nokkra athygli að •verjandi Addis lagði nokkrar spurningar fyrir Dawson um út- gáfu tékka. Skýrði Dawson þá íi á því að hann ætti bankainn- stæðu aðeins hjá einum banka og Jiefði opnað þann bankareikning aðeins fyrir fimm vikum. MÁLI FRESTAÐ Málinu var frestað um sinn, en þegar því heldur áfram, er lík- legt að ýmislegt upplýsist frek- ar um fjárhag Dawsons. ísienika kvikmyndin ÍSLENZKA kvikmyndin: Nýtt hlutverk, sem Óskar Gíslason ljós myndari gerði, hefur verið sýnd látlaust frá því á páskum í Stjörnubíói. Hefur aðsókn að myndinni verið ágæt alla jafna. í kvöld verður myndin sýnd í síð asta sinn. Forsefi og kjamorkufræðingur. Eisenhower forseti er til vinstri, en Lewis L. Strauss, formaður kjarnorkumálanefndar Bandaríkjanna til hægri. Er Staruss að flytja forseta skýrslu um árangur af vetnisprengjutilraunum í Kyrrahafi. Myndin er tekin í Hvíta húsinu. Enginn samdráftur austurs og veslurs í Kóreumálinu Vinsamlegar viðræður um Indó-Kína í Genf í gær. GENF, 28. apríl. — Reuter-NTB HELDUR virtist draga saman í Indó-Kína málinu í dag, en aftur á móti voru deilur heiftarlegar um Kóreumál. Þeir ræddu Indó-Kína málið einslega Molotov og Bidault, en á fundi ráð- stefnunnar töluðu þeir Dulles og Sjú en Lai um Kóreumálið. I samtali sínu við Molotov sagði Bidault, að ná yrði_samkomulagi um brottflutning 1000 særðra hermanna frá Dien Bien Phu áður en gengið yrði frá, hvaða þjóðum skyldi heimiluð aðild að um- ræðum um málefni Indó-Kína. Formælandi Rússa segir, að Molotov hafi ekki tekið málinu óvinsamlega, og væri eðlilegast, að full- trúar beggja aðila ræddu málið Bidault ræddi og við þá Dulles og Eden áður en fundur hófst í dag. SAMÞYKKT S. Þ. FRÁ 1950 Dulles tók fyrstur til máis á fundinum í dag. Hann vísaði á bug tillögu Norður-Kóreu- manna um sameining lands- ins, sem Nam II bar fram í gær. Kvað hann tillöguna miða að því að kollvarpa yfirráðum Suður-Kóreustjórnar og fá kommunistum stjórn alls landsins í hendur. Sameining landsins hlyti að fara fram í samræmi við samþykkt S.Þ. um málið frá 7. okt. 1950. Þar er kveðið svo á, að sett skuli á iaggirnar hlutlaus nefnd, er hafi umsjá með frjálsum kosn ÍQ>gum í Norður-Kóreu. TVENNS KONAR FRELSI Dulles benti á, að orðin frelsi og lýðræði hefðu alls ólíka merk- ingu í lýðræðis- og einræðisríkj- unum, og hélt því fram, að þjóð- skipulag kommúnista krefjist sí og æ nýrra landvinninga. „Þeir láta ekki undan síga nema and- spyrnan sé óbilug, og það er hlut- verk vort að efla svo viðnámið, að kommúnistum þyki hall- kvæmt að fallast á frelsi og sam- eining Kóreu“, sagði Dulles. LÍKT MEÐ SKYLDUM Hann benti enn fremur á, að tillögur Nams Ils um sameining landsins væru í auðsærri frænd- semi við tillögur Molotovs um sameining Þýzkalands á Berlín- arfundinum. SJÚ EN LAI REIÐUR Sjú en Lai tók næstur til máls. Hann réðst hastarlega á Banda- ríkin. Sagði hann, að áhrifamenn vestra reyndu að tálma baráttu Asíuríkja fyrir frelsi „Asíuþjóð- irnar hafa verið undirokaðar og þrælkaðar svo lengi, að barátta þeirra fyrir friði og frelsi er sann arlega orðin tímabær.“ í Genf. ÖFLUGT RÍKI f KÍNA „Ekkert afl getur hindrað, að komið verði á fót öflugu og frjálsu ríki í Kína. í Bandaríkj- unum eru þó uppi öfl, sem róa öllum árum að því að slæva þessa baráttu“, sagði Sjú en Lai í ræðu sinni. Málfi ekki veiða með hollenzkum OSLÓ, 28. apríl: — Mál norsku hvalskyttunnar Beckmanns er komið fyrir hæstarétt. í héraði var hann dæmdur fyrir að hafa tekið þátt í hvalveiðum með Hollendingum, en í norskum lög- um frá 1946 segir, að hvalskyttu skuli óheimilt að starfa hjá er- lendum hvalveiðifélögum, sem stofnug voru meðan á styrjöld- inni stóð. Verjandi Beckmanns heldur því fram, að þessi lög brjóti í bága viö þjóðréttarreglur. Hljóti það að vera grundvallarréttindi að mega fara tilannarra landa og vinna þar. — NTB - Fonetiim Framh. af bls. 1 íslandsmála. Hann var gerður heiðursfélagi þess félags, sem og fleiri menningarsamtaka í borg- inni. SKOÐUÐ ÍSLENZK HANDRIT í dag skoðuðu forsetahjónin íslenzk handrit í Uppsölum, þar á meðal merkasta íslenzka hand- ritið í borginni, sem er ellilegt og all-ormsmogið handrit af Snorra- Eddu frá því um 1300. Var forseta afhent að gjöf bók með myndum af 5 íslenzkum handritum, m. a. af Ólafs sögu Tryggvasonar. Forsetahjónin fara til Kaup- mannahafnar í nótt. Fimmtudagur 29. apríl 1954 Flotti Petrovs hefir áhrif á ulerverð KANBERRA, 28. apríl. — í þann mund er rússnesku embættis- mennirnir við sendjiráðið í Kan- berra höfðu lokið við að ganga frá föggum sínum áður en þeir hverfa heim, tóku þeir aftur pönt un þá á ull, sem Rússar eru van- ir að kaupa í Ástralíu. Er Rússar hættu um stundar- sakir ullarkaupum í Ástralíu fyrir nokkrum mánuðum féll ull- arverð um 15 af hundraði. - Þannig er ekki ólíklegt, að flótti Petrovs sendiráðsritara hafi áhrif á ullarverð í heiminum. Rússnesku leyniþjón ustunni var það áður kimnugt BONN, 28. apríl: — Koklov ]ög- regluforingi, flugumaðurinn, sem Rússar sendu til Vestur-Þýzka- lands, átti tal við fréttamenn í dag. Sagði hann þeim hvers vegna hann hefði skýrt frá því, að kona sín hefði ráðið sér frá að drepa rússneska flóttamann- inn, eins og honum hafði verið fyrirskipað. • Kvaðst hann þess fullviss, að rússnesku ieynilögreglunni hefði áður verið kunnugt um, að þau hjón hefðu haft samráð um þetta. „Á fundi mínum með frétta- mönnum í s.l. viku, ljóstraði ég engu upp, sem rússnesku leyni- þjónustunni var ekki kunnugt um fyrirfram", sagði hann. — Reuter-NTB Systir Farúks kvikmyndadís KAIRÓ, 28. apríl. — Systiv Farúks, fyrrum konungs, Faiza að nafni, kvað nú ætla að gerast kvikmyndaleikkona í Hollywood. Hefir hún að sögn verið ráðin til að leika austurlenzka þjónustu- stúlku eftir boði Sam Goldwyns, Faiza prinsessa býr í Tyrklandi í svip, og einmitt þessa daga er verið að selja listaverk hennar og aðrar eigur suður í Kairó. Að boði byltingarráðsins hefir ríkið slegið eign sinni á höll Faizu, eií í henni eru hér um bil eins dýr- mætar eignir og í höll sjálfa kóngsins. HVER KEIM TÍL SÍN KANBERRA, 28. apríl: — Eins og kunnugt er hafa Rússar slitið stjórnmálasambandi við Ástralíu vegna Petrov-málsins. í dag gaf rússneska ríkisstjórn- in starfsliði ástralska sendiráðs- ins í Moskvu 'orottfararleyfi, en á því hefir staðið um sinn. Leggur 48 manna starfslið sendiráðsins af stað á morgun, fimmtudag, með járnbrautárlest. Samtímis leggur skipið New Australia úr höfn í Ástralíu, en það flytur starfsmenn rússneska sendiráðs- ins til Southampton. — Reuter-NTB. Hrin^s- O £ i happdrætti BARNASPÍTALASJÓÐUR, Hringsins hefur nú efnt til happ- drættis, sem dregið verður í hinn 10. maí næstkomandi. í þessu j skyndihappdrætti sjóðsins er margt góðra muna og má sér- staklega minnast á málverk eftir vorn ágæta listmálara Jóhannes Kjarval. Alls eru 10 vinningar í happdrættinu. Sala miðanna hefst í dag og ei u sölubörn og fullorðnir beðnir að taka miða til sölu, en þeir verða afhentir að Hótel Borg, í suðurdyrum, kl. 2—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.