Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 6
6 MO RGVTSBLAÐÍÐ Fimmtudagur 29. apríl 1954 Rabbað við ræktunarsamböndin: MIK!Ð VILL MEIRA Margskonar rafmagns- heimilistæki í miklu úrvali. HEKLA h.f. Austurstræti 14. Sími 1687. íbúð — Ldn Sá, sem gæti lánað 10—12 þúsund kr. í næsta mánuði, getur fengið leigða 2ja her- bergja ibúð nýju húsi um næstk. áramót, á bezta stað í Kópavogi. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn ■ sín á afgr. blaðsins fyrir hád. n. k. laugardag, merkt: „Ibúð — lán — 787“. EGGERT CLAESSEN o« gCstav a. sveinsson hæstaréttarlögmenn. Þúrshamri við Templarasund. Simi 1171. TÖkum líipp í dag Telpuregnkápur með hett- um, ýmsar stærðir og litir. — Verð kr. 85,00. Einnig rayon-gaberdine- bútar, heppilegir í barnaklæðnaði. VERZLUNIN HRÍSLAN, Bergstaðastræti 33. Öxlar með hjólum fyrir aftanívagna og kerr- ur með fólks- og vörubíla- felgum: 900X16, 750X20, 825X20, 900X18, 900X20, 1100X20, til sölu hjá Krist- jáni, Vesturgötu 22, Reykja- vík, e. u. Hafnarfjörður Hef kaupanda að góðu ein- býlishúsi eða hæð í stein- húsi. Einnig litlu einbýlis- húsi; má vera timburhús. G.uSjón Steingrímsson lögfr. Strandgötu 31, Hafnarfirði. Símar 9360 og 9783. MALFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmtmdsson Guðlaugur ÞoriákesoD Guðmundur PéturMon Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstof utími: Ó að enn „snuggi snælega" annað veifið, segir bæði sól og tími og veðurfar yfirleitt til um það, að vorið er í aðsigi. — Vorverkin eru framundan, bæði þau verk, sem unnin eru árlega, sem föst starfsatriði í búskapn- um, óháð breytingum, og eins hin, sem til breytinga horfa. Viðamest hinna síðartöldu verka eru nýræktarstörfin. Sem betur fer eru þau nú orðinn fast- ur starfsliður á velflestum býl- um. Hitt verður ekki með fullum sanni sagt, að þau séu alls staðar unnin sem heimilisstörf. Mjög mikill hluti slíkra starfa er unn- inn sem félagsvinna í höndum ræktunarsambandanna. RÆKTUNARSAMBÖNDIN ERU VIRK FÉLÖG Ræktunarsamböndin eru nú virkasta grein allra búnaðar- samtaka í landinu. Þau eru 65 að tölu og ná til flestallra hreppa landsins. Er fljótlegast að telja þá hreppa, sem ekki eru í neinu ræktunarsambandi, og sem ekki hafa komið neinu ræktunarfélagi á laggirnar. — Það eru þessir hreppar: Patreksfjarðar Grímseyjar Hríseyjar Flateyjar í S.Þingeyjars. Skeggjastaða Seyðisfjarðar Eskifjarðar Leiðvalla Skaftártungu Álftavers Grafnings Þingvalla Selvogs Grindavíkur Hafna Miðnes Gerða v Njarðvíkur Vatnsleysustrandar Kópavogs og Seltjarnarnes-hreppur. Af kaupstöðunum munu það vera Akranes, Sauðárkrókur, Ól- afsfjörður, Neskaupstaður og Reykjavík, sem 'aðild eiga að ræktunarsamböndum. Vorönn ræktunarsambandanna er nú framundan, mikið hefur verið gert undanfarin ár og í vor og sumar verður mikið gert, ef ekkert ófyrirséð tefur. Sambönd- in eiga mikinn vélakost og að mörgu leyti góðann. Beltatrakt- ora, kílplóga, plóga og herfi margs konar, flutningatæki nokk ur o. s. frv. Nokkur þeirra eiga einnig skurðgröfur, en önnur taka þær á leigu frá Vélasjóði. — Á miklu veltur að vélar og tæki séu nú í góðu lagi þegar vor- vinnan hefst. Hver tafardagur í vor er ef til vill meira tap en vikuvinna við aðgerðir í vetur. Því ber að vona, að veturinn hafi verið notaður til viðgerðar og yfirlits. Ekki aðeins siðustu vikur vetrarins, þegar ef til vill var orðið of seint að ná í sumt, er til viðgerðar þurfti, heldur veturinh allur. Oftast er bezt fyrir séð að yfir- fara v élarnar snemma vetrar, svo að nægur tími sé til að nálg- ast varahluti er í Ijós kemur að vantar, og fá unnið nýsmiði. Vor- viðgerð á síðustu stundu, þegar allt er komið í eindaga og vinna á að fara ag hefjast, er oftast nær léleg viðgerð. En ekki eru öll ræktunarsam- bönd svo vel búin að vélakosti að þau þurfi ekki við að bæta. Mörg sambönd hugsa til þess. Um sum er svo ástatt, að þau þurfa að auka vélakost sinn, önnur þurfa að endurnýja hann að nokkru. Það er eðlilegt þegar þess er gætt, að nú eru elztu ræktunarsamböndin 9—10 ára og elztu vélarnar, sem þau eiga, jafngamlar eða lítið eitt eldri. Traktor, sem er orðinn 10 ára og mikið hefur verið notaður, getur verig íartnn að verða við- haldsfrekur. Það þarf styttri tíma til þess að taka það bezta úr slíkri vél. AUKIN VÉLAKAUP Það, sem mest um munar, er að nú ætla nokkur ræktunarsam- bönd að kaupa nýja beltatrakora með ýtu, þó dýrir séu orðnir. Það, sem athygli vekur, er að nokkur af þessum ræktunarsam- böndum ætla sér að kaupa stærri beltatraktora heldur en þau hafa áður átt og notað. Mikið vill meira. Nú dugir ekkert minna en hið „stærsta“ og viðamesta. Menn vilja fá 60—65 hestafla vélar, TD-14 og D-6, 10— 11 smálestir að þyngd. Er rétt stefnt í þessu? Ég efast stórlega um að svo sé, og tel meira að segja ljós rök mæla gegn því að þetta sé rétt ráðið. Ég tel fulla reynslu fengna um það, að vélar af stærðinni um 40 hestölf, 6,5—7 smálestir að þynd, svo sem Caterpiller D-4 og Inter- national TD-9, séu hentugastar við jarðvinnslu, sem unnin er í umferðavinnu, eins og gengur og gerist hjá ræktunarsamböndun- um. Stærri véla er ekki þörf við jarðvinnslu og ekki við ræktun- arstörfin nema við kílræsluna. — Til þess að framkvæma það sér- staka verk þarf að vera kostur nokkurra 60—65 hestafla véla hér og þar og þær eru til nægilega víða og nægilega stórar. Sumar í eign sýslufélaga og annarra slíkra aðila, aðrar í eigu ræktun- arsambanda, sem eiga meira en eina og meira en tvær vélar hvert. Þá getur verið fært að ein vélin sé þetta stór. Ræktunar-- samband Skagfirðinga er ljóst dæmi, það á 5 beltatraktora með ýtu, af þeim er einn TD-14. „Við notum hann við kílræslu og vegagerð og þess háttar, en látum hann ekki vinna nema sem allra minnst að jarðvinnslu, það er of dýrt að nota svo stóra vél til þess“ — segja forráðamenn ræktunarmála í Skagafirði. Kílræslan er fljótgerð, hún er aðeins átak og íhlaup. Það- er því óréttmætt með öllu að hún ráði vali véla við jarðvinnsluna. Hvað er það þá sem rekur á eftir, að lítil ræktunarsambönd, sem ekki geta átt nema einn, í mesta lagi tvo, beltatraktora, vilja nú ólm kaupa TD-14 eða D-6? RÆKTUN OG VEGAGERÐ Fleira fer hér saman, skortur á þekkingu, vöntun á raunhæf- um leiðbeiningum, stórhugur og trú á að hin stærri og sterkari vél verði mikilvirkari, meira fáist gert og fljótar og að framkvæmd- in verði því ódýrari. Að mestu er þetta sem sagt misskilningur. En svo rekur ennþá eitt á eftir, það eru vegagerðirnar. Slíkt er nokkur vorkun, því að það er rétt að mjög víða eru hinar stærri vélar hentugri og afkastameiri við vegavinnuna, þó að um 40 hestafla vélar séu full boðlegar til slíkra verka og með þeim hafi verið unnin stórvirki í vega- gerð. í þessu mega bændurnir ekki sjá ofsjónir og skaða sjálfa sig. Það er fjarri mér að mæla gegn því að beltatraktorar ræktunar- sambandanna séu notaðir við vegagerð í hlutaðeigandi héruð- um, eftir því sem kringumstæður leyfa. Sú var tíðin að ég lagði hönd að verki að koma fyrstu belta- traktorunum með jarðýtu út í strjálbýlið, og hlaut jafnVel að- finnslur fyrir, þó að þá væri þarft verk unnið. En það á ekki að velja rækt- unarsamböndunum vélar af þeirri stærð og gerð sem best henta við vegagerð, ef það er óhentugt fyrir jarðvinnslu og jarðrækt. Það er ekki að misnota lögin um jarðræktarsamþykktir til framdráttar vegamálum, þó góð séu, en til óþurftar fyrir jarðræktina. Ræktunarsamböndin eru fyrst jafngamlar eða líti ðeitt eldri. Traktor, sem e rorðinn 10 ára og fremst ræktunarfélög en ekki deild af Vegagerð ríkisins. Gjald- ið keisaranum það sem keisaran- um er o. s. frv. Hér getur átt sér stað mikil og góð samvinna á milli ræktunar og vegagerðar og svo á að vera, en látið ekki ræktunarsamböndin og hagsmuni bændanna líða við þá samvinnu. í næstu grein mun ég rekja hvað við liggur og fleira um vinnsluna í vor. 13. apríl 1954. Árni G. Eylands. Vart við óhreysfi í ié vegna létfs ióðurs BORGARFIRIÐI eystra, 19. apríl.: Framúrskarandi góð veðrátta hefur verið hér að undanförnu. Jörð er alauð, og þegar farið að votta fyrir gróðri, hlaðvarpar, veggir og aðrir skjólríkir staðir hafa þegar tekið á sig grænan lit. Klaki er orðinn mjög lítill í jörð á láglendi. Veturinn, sem nú er nær á enda, hefur allur verið með ein- dæmum mildur, svo að gamlir menn muna vart svo lítig frost og snjóalítinn vetur. Eins og að lík- um lætur hefur fénaður verið léttur á fóðrum. En þar sem beit hefur verið mjög létt, eftir að á veturinn leið, hafa menn almennt gefið töluvert meg henni. — Hey reynast létt til gjafar í vetur, þó vel verkuð séu og kvarta ýmsir yfir að fóðra á þeim. Nokkuð hefur borið á óhreysti í fé. Einkum hefur lungnaveiki víða gert vart við sig og hafa ýmsir ekki getað beitt -fé hennar vegna, eins og annars hefði verið hægt. Algerlega hefur reynst fiski- laust þegar róið hefur verið. En töluverð loðnuganga hefur verið í firðinum, og hefur nokkuð ver- ið veitt af henni og seld fryst til beitu. — Lítilsháttar hefur veiðst af hrognkelsi. Undanfarna daga hafa farfuglarnir verið að byrja að láta sjá sig og mjög var allt hér að verða vorlegt. En í nótt snerist veðrátta til norðaustan- áttar og í dag er föl á jörðu og fjúk í lofti. En veðurspá er nú batnandi og vonandi verður þetta aðeins lítils háttar páska- og sumarmála hret. •—I.I. Líii! atvinna í Höiðakaupstað HÖFÐAKAUPSTAÐ, 20. apríl Fjórir bátar hafa verið gerðir út héðan á vertíðinni í vetur, sem eru 21—35 tonn að stærð. Afli hefur yfirleitt verið tregur. Fyrst er loðnu var beitt hér um miðjan marzmánuð, var veiði mjög sæmi leg eða ágæt, í vikutíma. Fiskuðu bátarnir þá allt upp í 15 tonn í róðri. Þessi stutta aflahrota varð til þess að bjarga útgerðinni hér að allverulegu leyti, því síðan hafa bátarnir lítið fiskað. Bát- arnir hafa þó verið á sjó hvern einasta dag sem hefur gefið. Tilfinnanlegt atvinriuleysi hef- ur verið hér í vetur, og atvinna engin önnur, en sú sem skapast hefur með vertíðinni við bátana og að vinna aflann í landi. ■—Eréttaritari. kl. 10—12 og 1—5. • Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Aðalfundur F.Í.B. verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut í kvöld (fimmtudag) kl. 8,30 e. h. DAGSKRA: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar. STJÓRNIN Veðskuldabréf með ríkisábyrgð til sölu. — Uppl. gefur Hörður Ólafsson hdl. Laugavegi 10 — Sími 80332. Röskur drengur óskast til sendiferða hjá stórri skrifstofu hér í bæ. — Reiðhjól lagt til. — Upplýsingar, merkt: „Sendisveinn — 794“, sendist blaðinu fyrir hádegi n. k. iaugardag. 2—3 herbergi og eldhús óskast 14. maí. — Gæti verið hjálplegur við ýmsar viðgerðir. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. maí, merkt: „Barnlaus — 782“. Vélaverkstæði óskar eftir meðeiganda. — Nauðsynlegt er að viðkom- andi geti lagt fram allt að kr. 100,000, sem rekstrarfé í viðkomandi fyrirtæki. —- Tilboð sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir 8. maí merkt: „Framtíð — 793“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.