Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. apríl 1954 MORGVTSBLAÐIÐ 7 „Þai, iíiii ég só i heiminum 66 Horaldir iSöndul MEÐ sumarkomunni er væntan- leg á markaðinn ný bók, sem flestum mun þykja fengur og fróðleikur að. Það er íslenzk út- gáfa af „Hvad verden viste meg“, hinni glæsilegu bók Per Höst náttúrufræðings og kvikmynda- höfundar, en nafn hans mun vera orðið flestum íslendingum kunn- ugt, af hinni ágætu kvikmynd hans, „Noregur í ]itum“, sem frú Guðrún Brunborg sýndi víða hér um land 1948. GLÆSILEG BÓK Nú hefur frúin ráðizt í að gefa út íslenzka þýðingu af bók Per Hösts. Þar verður um glæsilega bók að ræða, bæði að efni og ytra frágangi. Allar hinar ágætu myndir, sem- voru í frumútgáf- unni verða í þessari, og hafa ver- ið gerð ný mót af þeim, vegna þessarar útgáfu, því að farið var að bera á sliti í þeim mótum, sem notuð höfðu verið í norsku útgáfunni, og höfðu þau þó verið endurnýjuð. Norska útgáfan hafði gem sé verið prentuð í fjórum upplögum fyrir síðustu jól og var sú bók í sínum flokki, sem mesta athygli vakti á árinu sem leið. HÖFUNDURINN — PER HÖST Það væri ekki úr vegi að segja íslenzkum lesendum dálítið frá höfundi þessarar merku bókar. Per Höst er fæddur í Osló 1907 og lagði stund á náttúruvísindi við Oslóarháskóla, er hann var orðinn stúdent. En aðalgrein hans var dýrafræði. A námsárum sín- um gaf hann út ýmsar ritgerðir vísindalegs efnis, í sambandi við sjávardýralif, sem þá var aðal- viðfangsefni hans, en síðar sneri hann sér að fuglum og spendýr- um. Lifnaðarhættir selsins í norðurhöfum hafa verið eitt af uppáhalds viðfangsefnum hans. Líka lagði hann stund á athug- anir á dýralífinu til fjalla í Noregi, og athugaði meðal annars ástæðurnar til þess hve mikil áraskipti eru að rjúpunni þar. Þá freistaði hann einnig að finna ástæðurnar til þess, að læmingj- ar vaða stundum yfir landið í stórhópum, en á öðrum árum sjást þeir ekki. Þetta smádýr, sem er minna en mús, hefur aðal- bækistöð sína í Norður-Noregi, en syðra vita menn varla af því nema í einstaka árum, þegar torfurnar vaða yfir landið. — Loks gerði hann rannsóknir viðvíkjandi ránfuglunum og fjölgun þeirra' eða fækkun. Og 1931 stjórnaði hann vísindaleið- angri í norðurhöfum til þess að athuga selinn, og fór eftir það í margar ferðir norður í höf. KYNNISFÖR VESTUR UM HAF Árið 1938 hefst nýr þáttur í starfi Per Höst. Hann fer í kynnis ferð vestur um haf og gerist starfsmaður „American Museum of Natural History" í New York, og stjórnaði um skeið lífeðlis- fræðistofnuninni í Florida. En hvernig atvikaðist það að þessi vísindamaður fór að taka iivikmyndaliöfundurinn Per Höst ritar minningabök, sem frú GuÖrún Brunborg gefur út i ísienskri þýðingu Nokkur minmnprorð HINN 22 okt. s.l. andaðist hér í Reykjavík ágætismaðurinn Har- aldur Blöndal. Var hann fæddur 10. sept. 1882 og því rösklega 71 árs, er hann lézt. Að Haraldi stóðu traustir stofn- ar, enda brást dugur hans ekki á langri og oft torsóttri ævibraut. Hann var eins og nafnið bendir til, kominn af hinni þróttmiklu og mætú Blöndalsætt, sem rekur rætur norður í Húnavatnssýslu. Var Haraldur sonur Lárusar sýslu manns á Kornsá Björnssonar sýslumanns í Hvammi. Haraldur Blöndal var yngstur 11 systkina. Þegar í bernsku var hann eftirlæti foreldra sinna og hvers manns hugljúfi. Æsku- heimilið var lika með þeim myndarbrag, að ekki varð ung- lingi kosinn betri staður í upp- vexti. Voru foreldrar hans og þjóðkunn vegna mannkosta eins og margan roskinn mann mun reka minni til. í þessu umhverfi drakk Har- aldur í sig drenglund Blöndal- anna. Og honum var glaðværð ásköpuð og að vera öllum góður, Per Höst og frú Brunborg blaða í bók Hösts. Bókin hefir verið þýdd á fjölda tungumála og kemur nú út á íslenzku. kvikmyndir? mun einhver spyrja. Þegar styrjöldin hófst gaf hann sig fram sem flugmannsefni í norska hernum, sem hafði sett á stofn æfingaskóla fyrir flugmenn í „Little Norway“ í Canada. Þar Innfæddur höfðingi féll það í hans hlut að taka kvik- myndir. Hann gerði fjölda stuttra kvikmynda fj'rir sjóherinn og fiugherinn norska, þar á meðal kennslukvikmyndir, fyrir sam- eiginlega nefnd bandamanna. VÍSINDASTARF OG KVIKMYNDAGERÐ Eftir striðið gat hann sameinað þetta tvennt: vísindaþekkingu sína og tæknikunnáttu í kvik- myndun. Og nú tók hann hverja kvikmyndina eftir aðra, náttúru- fræðilegs og landfræðilegs eðlis, þar sem efnið var sett fram á þann hátt að allir geta fylgst með og haft skemmtun af um leið og þeir fræðast. Hann gerði út kvikmyndaleiðangra til Mið- og Suður-Ameríku, meðal annars, og kynntist þar frumbyggjum, sem eigi höfðu haft nein kynni af menningu hvítra þjóða. En þarna átti að leggja nýja vegi, svo að Höst sá fram á, að þessi ævaforna Indíánamenning væri í hættu. Afréð hann því að gera kvikmynd af lifsháttum þessara kynkvísla, áður en þeir breyttust fyrir áhrif hvítra manna. Hann samlagaði sig fólkinu, lifði að háttum þess. í marga mánuði dvaldi hann meðal Choco-Indíán- anna í fíumskógum Panama og Colombia Þrjá leiðangra fór hann í þessum erindum og árang- urinn varð kvikmynd, sem orðin er fræg um víða veröld, og er talin fyrirmynd að því, sem slík- ar myndir eiga að vera. ÁGÓÐINN TIL ÍSLENDINGAHERBERGIS Eftir það gerði Höst út leið- angra til Svalbarða og Norð-aust ur Grænlands. Hann heldur aldrei kyrru fyrir en er sífelt á ferð og flugi, ýmist suður undir miðjarðarbaug eða norður I ís- hafi — við vísinda-athuganir, kvikmyndatöku og til að full- nægja ferðalöngun sinni. Vafa- laust er hann víðförlasti Norð- maðurinn, sem nú er uppi. í fyrra fór hann í leiðangur til Galapagoseyja ásamt samlanda sínum Thor Heyerdal (Kontiki). Þar var hann staddur samtímis því, sem hin fræga mynd hans frá Ecuador-fjöllunum gekk fyrir fullum húsum í Osló og víðsveg- ar um veröldina. íslenzka útgáfan af bók Hösts er gefin út af frú Brunborg og rennur allur ágóðinn sem verða kann af bókinni í sjóð þann, sem frúin er nú að starfa fyrir, til að kaupa stúdentaherbergi handa Islendingum í nýja stúdentagarð- inum á Sogni við Osló. sem á vegi hans urðu. Söngvinn var hann í bezta lagi eins og hann átti kyn til og lék á hljóðfæri. Ungur var Haraldur settur til mennta, en margt fer öðru vísi en ætlað er. Faðir hans féll frá. skömmu eftir að hann hóf námr og gat þá ekki orðið af frekari skólagöngu. Seinna lærði hann ljósmyndun. vestur á ísafirði og stundaði þá. iðn um margra ára skeið ýmist þar vestra, austur á Eyrarbakba. eða í Reykjavík. Það má með sanni segja, að til ísafjarðar hafi Haraldur Blöndal sótt mikla gæíu, þar kynntist hann konu sirmi, er síðar varð, Margrétu Auðunsdóttur. Þa» hjón eignuðust 6 börn, 5 sýni og eina dóttur. Einn sonanna dó > bernsku; þau, sem upp komust- eru Lárus landsbókavörður, Kirstin hjúkrunarkona í Kaup- mannahöfn, Sölvi hagfræðingur og tvíburarnir Björn og Gunnar. Ýmsir beztú kostir mannsins- koma aldrei glögglegar í ljós en. í erfiðleikum, eldskírn skal hann. skírast til að fullreynt verði, hva«S í honum býr. Það var mikill missir föður og börnum, þegar elskuleg móðir féll frá 1936, enda voru tveir yngstu synirnir þá enn í æsku. Heimilisfaðirinn sýndi þá betor ep nokkru sinni þrek sitt og n^anj* kosti. Eðli sínu samkvæmt brást hann við þungum örlögum meS drenglund og karlmennsku. Ham\ stóðst eldskírnina, lét ekki bug- ast, heídur tók byrði sína ótrauð- ur. Þessi góði faðir tók nú líka á sig skyldur móðurinnar við drengina sína. Með fágætri fórn- arlund sinni, næmleika og skiln- ingi var hann þeim í senn faðir og móðir þar til þeir voru orðnir sjálfbjarga og stúdentar, þrátt fyrir lítil efni og margvíslega erf- iðleika. Um Harald Blöndal verðor sama sagt og aðra beztu landsins- syni, að hann var drengur góður. Af hólmi lífsins ber hann hreinan skjöld. Það er gæfa hverjum þeim, sem fær kynnzt svo vamm- lausum hal. Alþjóðabankiim lánar stór- upphæðir fil þriggja lancla Milljónir doiSara !i! skynsamlegrar fjárfesiingar ALÞJÓÐABANKINN hefur nýlega ákveðið að veita þremur löndum verulegt lán til gagnlegrar fjárfestingar. Fær Brazilía 18,7 milljón dollara lán, Tyrkland 3,8 miljónir og Ástralía 54 milljónir dollara. Eins og jafnan þegar Alþjóðabankinn veitir lán hefur verið gengið úr skugga um það, að lánsfénu sé varið tít skynsamlegrar fjárfestingar, sem gefi af sér góðan arð og sé þjóðhagslega mikilvæg fyrir þau lönd, sem lánið taka. Dætur gestgjafa höfundarins við matseld. FJÓRTÁN menn frá eynni Tan- imber, sem liggur á milli Nýju Guinea og Ástralíu, lentu í tveggja mánaða hafvillu á litl- um opnum seglbáti. Þeir komu fyrir nokkru síðan til Darwin mjög aðframkomnir. Mennirnir höfðu haldið í sér lífi með þvi að fiska og borða kókóshnetur, en þeir höfðu upphaflega verið með talsverðan kókóshnetufarm. R AFORKUFR AMKV ÆMDIR í BRASILÍU Lánið til Brasilíu nefnur 18,7 milljón dollurum og verður varið til að byggja mikla raforkustöð hjá stórborginni Sao Paulo, sem nú er í örum vexti. Alþjóðabank- inn hefur áður veitt 90 milljón dollara til raforkuframkvæmda í Brasiliu. HAFNARBÆTIJR í TYRKLANDI Tyrkir frá 3,8 milljón dollara, sem er viðbót við 12,5 r»illjón dollara, sem þeir fengu árið 1950 og fer aílt þetta fé í stórkostlegar hafnarbætur, sem nú fara fram viða á ströndum Litlu Asíu. En hafnargerðin er einn liður í enn þá víðtækari framförum í sam- göngumálum Tyrkja. Þeir byggja nú góða vegi og brýr um öll hér- uð landsins og koma sér upp góðum flota strandferða og milli- landaskipa. Með auknum sam- göngum hefur tæknin innreið sína í sveitir landsins. Þetta lán sem nú er veitt. fer til hafnar- gerðar í eftirtöldum borgum: Samsun við Svartahaf, Salipasar og Haydarpasa við Hehusund, Izmis á vesturströnd Litlu Asíu> og Iskenderun. M. a. verður kom- ið upp stórum kornskemmum í sumum bessara hafna. NÝSKÖPUN í 1 ANDBÚNADI Lánið til Ástralíu er stærst eða. um 54 milljónir dollara. I.ánsfé þessu verður varið til nsupa á vélum og verkfærum í landbún-( aðinn, skógræktina, vegagerð,- járnbrautarlagningu, flugsam- göngur, til raforkuvera og til margs konar iðnaðar. Gengur það bæði til fyrirtækja einstoklinga og til opinberra atvinnufyrir- tækja. Er lánið veitt meg tilliti til. víðtækra óætlana um aukna ræktun og er kveðið svo á, að fjórðungurinn skuli fara til land- búnaðar. Bankinn lánaði Ástral- íu 100 milljónir dollara árið 1950 og 50 milljónir árið 1952. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.