Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. apríl 1954 MORGVISBLAÐIÐ 11 Hðllgrímur Krisfpusson málarameistari - n HINN 10. apríl var á Akureyri til snoldar borinn Hallgrímur Krist- jánsson, málarameistari frá Hrafnsstöðum í Svarfaðardal. — Hann andaðist hér í sjúkrahúsinu 3. þ. m. á 74. aldursári. Hallgrímur var af sterku og traustu bergi brotinn, fæddur að Hrafnsstöðum 30. október 1880, sonur búandi hjóna þar, þeirra Krisíjáns Hailgrimssonar og Guð rúnar Halldórsdóttur. Fermingar- árið missti hann föður sinn, og turðu þá elztu börnin að aðstoða móður sína, sem bregða varð búi og flytja burtu. Fluttist Hallgrím- ur til Akureyrar innan við tví- tugt, og hugðist nema járnsmíði, en hvarf brátt frá því ráði. Sneri hann sér þá að því að læra húsa- málningu hjá Einari Jónssyni, málarameistara, er hér dvaldi um skeið um og úr aldamótunum, og þótti frábærlega vel að sér í sinni grein. * Máiaraiðn stundaði Hallgrímur síðan alla tíð, og verzlaði jafn- framt með vörur, sem henni til- heyra. Við aðra kaupsýslu fékkst hann og nokkuð um skeið, og einnig tók hann hér all-mikinn þátt í síldarútgerð um mörg ár, og alls staðar þótti hann hygg- inn og traustur atorkumaður. Um fertugsaldur kvæntist Hall- grímur tvítugri, glæsilegri konu, Þórunni Lúðvíksdóttur, þing- eyskri að ætt. En sambúð þeirra varð stutt, aðeins 13 ár, því að frú Þórunn andaðist árið 1933 frá 4 ungum börnum þeirra hjóna, en eitt barn höfðu þau misst. Tók þá Sveinbjörg, systir Hallgríms, við búsforráðum og gekk börnunum í móðurstað. — Ólust þrjú börnin þannig upp hjá þeim systkinum, en eitt hjá móðurfrændum. Mun það almæli, að þessu móðurhlutverki hafi frk. Sveinbjörg gegnt með hinni mestu prýði og fórnarlund, enda hafa börnin mannast ágætlega. Þau eru: Kristján, lyfjafræðing- ur, kvæntur danskri konu, Ásta, gift Jóni Björnssyni, skrifstofu- manni, og Auður, gift Viktor Aðalsteinssyni, flugmanni; og svo Þóra, nú í Noregi, ógift. og lét hann þá oft fjúka gaman- yrði, því hann var að eðlisfari spaugsamur og oft léttur í máli, en þó fremur dulur og fáskiptinn. Og það má vist telja, að margur hafi reynt það, að hann var öðl- ingur í lund og drertgskaparmað- ur. En allra var hann ekki, en trölltryggur þar sem hann tók við. Og nú kveðjum við hann, gaml- ir félagar og vinir frá fyrstu ár- um aldarinnar, þökkum honum gömul og ný kynni, og biðjum honum blessunar. Sn. S. Ekki spurðir. VÍNARBORG — Austurríska stjórnin hefir borið fram and- mæli vegna þess, að heimsfriðar- ráð kommúnista hefir flutt bæki- stöðvar sínar frá Prag til Vínar- borgar. Hvorki voru austurrísk yfirvöld spurð leyfis né þe’m tilkynnt um vágestinn. Breytingar á rúm- ensku sfjóminni BÚKAREST, 20. apríl — Rúm- enska stjórnin hefur nú verið endurskipulögð að rússneskum sið, þar sem kommúnistaflokkur- inn er aðskilinn frá ríkisstjórn- inni. Breytingin hefur það í för með sér að Georgy-Dej forsætis- ráðherra verður ekki lengur framkvæmdastjóri kommúnista- flokksins. Flokkurinn veðrur nú settur undir stjórn fjögurra manna ráðs. —Reuter. Bandaríkin færa út æfingasvæði WASHINGTON, 20. apríl — Yfir- stjórn flugmála í Bandaríkjun- um, hefur ákveðið að færa út æfingarsvæði sitt fyrir fjarstýrð- ar flugvélar, frá Florida til brezku evjunnar Ascension, sem liggur hálfa vegu milli Brasilíu og Afríku. Núverandi æfingar- svæði er 1600 km og er á svæð- inu milli Florida og Puerto Rico. Þegar æfingasvæði þetta hefur verið fært til Ascensioneyjar verður það 5100 km. —Reuter. Þjóðdansafélagið heimsækir SeKoss SELFOSSI, 27. apríl: — Á laug- ardaginn komu hingað aufúsu- gestir frá höfuðborginni. Þjóð- dansafélag Reykjavíkur skemmti hér í Selfossbíói og sýndi þjóð- dansa frá 15 löndum undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur. Einnig sungu þeir einsöng Ólafur Magn- ússon frá Mosfelli og Guðmundur Guðjónsson. Skemmtun þessari var afar vel tekið, enda var hún ósvikin og ánægjuleg í alla staði. — kik. Islandsmótið í Badminton var fjölsótt og skcmmtilegt En áður en Hallgrímur kvænt- ist, hafði Sveinbjörg jafnan séð Um heimili hans af mikilli rausn og myndarskap, og var mjög kært með þeim systkinum alla tíð, enda studdu þau hvort annað með ráðum og dáð. Hallgrímur Kristjánsson var ekki borinn til fjár. Foreldrar hans voru fátæk, en sjálfbjarga. Hann varð því snemma að treysta á sjálfan sig og bjargast á eigin spýtur. Ekki var hann „lærður . í skólum“, fremur en flest börn þeirra tíma. En svo greindur var hann, svo menni- Jega vaxinn að skapgerð og inn- ræti, að óhætt má fullyrða, að hann hafi verið mörgum lang- skólagengnum manni mannaðri i hugsun og athöfn, reglusemi og prúðmennsku. Og framkoma hans öll var jafnan stillileg og hátt- vís. Hann var sjálfmenntaður menningarmaður. Og Hallgrímur var einnig list- hneigður að eðlisfari. Minnumst við þess, vinir hans og söngbræð- ur á sinni tíð, þegar „Hekla‘.‘ var hér sigjósandi, hve innilega hann skemmti sér við söng og hljóm- list á þeim árum, og hve glaður hann var og góður féiagi í Heklu- förinni nafnkunnu til Noregs 1905. — Við minnumst þess nú, að á þeim árum logaði oft glatt á gleðinnararni heimilis hans í Brekkugötunni. Vig gleymum heldur ekki gestrisni hans og þeirra systkina, og það hafa raunar fleiri fengið að reyna, sem þeim hafa kynnst. Hallgrímur Kristjánsson talaði aldrei mikið um það, sem hann gerði vel. Hitt lá honum stund- um nær, að narta í sjálfan sig, DAGANA 17. og 19. þ. m. var haldið íslandsmót í badmin- ton. Leikið var í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg. Fjögur félög tóku þátt í mót inu, Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi, Ungmennafé- lag Selfyssinga, Selfossi, íþróttafélag Reykjavíkur og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Keppni í ýmsum greinum var mjög skemmtileg, og á tölu áhorfenda mátti sjá, að áhuginn glæðist óðum á þess- ari fögru íþrótt. Fimm verð- launapeningar féllu í skaut þátttakenda frá TBR, en Stykkishólmarar unnu þrjá. í úrslitum keppninnar, sem er útsláttarkeppni, fóru leikar þannig í einstökum greinum: Einliðaleikur karla: Vagn Ott- ósson (TBR) vann Geir Oddsson (TBR) með 18:13 og 15:2. Vagn vann til eignar bikar þann, er Kaupfélag Stykkishólms gaf og keppt var um í fyrsta skipti árið 1950. Tvö fyrstu árin vann Ágúst Bjartmarz frá Stykkishólmi, grip þennan, en síðan hefur Vagn unnið hann þrisvar í röð. Enginn vafi er á því, að Vagn Ottósson er bezti badmintonleikari lands- ins, þótt nokkrir gpðir leikmenn frá Stykkishólmi og Reykjavík veiti honum jafnan harða keppni. Geir Oddsson er ungur og efni- legur badmintonleikari, sem flutt ist nýlega frá Stykkishólmi til Reykjavíkur. Fyrri lotan i úr- slitaleiknum milli hans og Vagns var 'rrijög vel leikin af beggja hálfu og spennandi. Af öðrum góðum leikjum í einliðakeppn- inni má t.d. nefna leik Vagns Ottóssonar og Ágústar Bjart- marz, sem Vagn vann (18:13 og 15,8) og leik Ólafs Guðmundsson- ar og Þorgeirs Ibsen frá Stykkis- hólmi. Þorgeir vann með 18:15, 8:15 og 17:16. Einliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir frá Stykkishólmi vann Júlíönu Isebarn frá TBR meg 11:6 og 11:9. Er það í þriðja sinn í röð, sem Ebba verður Is- landsmeistari í þessari grein og vann hún til eignar bikar þann er Sigurður Ágústsson, alþm., gaf og keppt var um í fyrsta skipti árið 1950. Halla Árnadóttir frá Stykkishólmi hafði áður unnið bikarinn tvisvar sinnum. Júlíana er tvímælalaust bezti badminton- leikarinn úr hópi kvenna í Reykjavík. Tvíliðaleikur karla: Sigurveg- arar urðu Vagn Ottósson og Ein- ar Jónsson frá TBR og unnu úr- slitaleikinn vig Geir Oddsson og Pál Andrésson frá TBR með 15:7 og 15:0. Þeir Einar og Vagn hafa löngum verið sigurstrang- legir, enda afburða badminton- leikarar, hvort sem þeir leika saman eða sitt í hvoru lagi. Einar mun sjaldan hafa leikið jafnvel og í móti þessu. Tvíliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir og Ragna Hansen frá Stykkishólmi unnu þær Júlíönu Isebarn og Unni Briem frá TBR í úrslitaleiknum með 15:13 og 15:5. Tvenndarkeppni: Islandsmeist- arar urðu Vagn Ottósson og Unn- ur Briem frá TBR. Unnu þau Einar Jónsson og Júlíönu Isebarn í úrslitum með 13:15, 15:7 og 15:10. Síra Hólidan Helgasan prófastur ó Mostelii Minningarorð j ÞAÐ er sagt, að þegar Jónas Hallgrímsson spurði lát ástvinar | síns, síra Tómasar Sæmundsson- j ar, hafi hann mælt fyrst í stað aðeins þessi tvö orð: „Dáinn, horf inn“. Söknuðurinn batt tungu 1 hans. En síðan orkti skáldið hið gullfagra erfiljóð, sem allir kann- j ast við og sígilt er talið. Þegar harmafregnin um hið óvænta og skyndilega fráfall prófastsins á Mosfelli, síra Hálf- dans Helgasonar, niðja sira Tóm- | asar, barst út um landið fyrra ' föstudag, hygg ég, að mörgum hafi farið ekki ólíkt Jónasi forð- um. Og þar var rík ástæða til: Kunnur atgervismaður allt í einu fallinn í valinn, frá ótal verkefn- um og áhugamálum, góður félagi ekki framar í hópnum, trúfastur vinur kvaddur burt. Já, „dáinn, horfinn“ — er það ekki í rauninni hið eina, sem hægt er að segja oft í þessum j sporum? En hversu grátfegin sem vér vildum bæta þar síðar við, j þá er það sjaldnast á valdi voru. j Ekki það, er vér helzt kysum. Það finn ég svo vel, nú, þar sem ég sit langt fjarri fornum slóðum og rek minningaþráðinn aftur í tímann, er leiðir okkar síra Hálfdans lágu fyrst saman. Ég þekkti hann raunar áður en eiginleg kynni okkar hófust og var undarlega hlýtt til hans, ókunnugs manns. Ég gekk fram hjá biskupshúsinu í Tjarnargötu nærri daglega í mörg ár, og ég mætti honum oft á þeirri leið. Stundum þarf ekki meira til að vekja traust vort og vináttu- kennd. Svo varð hann kennari minn í Menntaskólanum, vetrarlangt, — og við vorum bezti bekkurinn hans, sagði hann einhverntíma seinna. Að vísu var kennslu- greinin, kristin fræði, ekki jafn dáð af öllum, og ungi guðfræð- ingurinn stillti þá líka í hóf kröf- um sínum og lærdómi. En tím- arnir hans iðuðu af fjöri og glað- værð, þó að viðfangsefnið væri alvarlegt. Og í staðinn röðu^ðum við okkur öll með tölu á ferm- ingarbekkina í Dómkirkjunni, þegar kandídatinn steig þar í stólinn. Og þá held ég, að hann hafi í fyrstu átt erfitt með að verjast brosi, er hann leit yfir þessa hæversku, hljóðu hjörð. En kynni okkar náðu lengra. Skömmu síðar varð Hálfdan Helgason prestur á Mosfelli, og i Brautarholti átti hann sumar eftir sumar, fastan kirkjugest og góðan áheyranda í gömlum nem- anda sínum úr Menntaskólanum. Ég gleymi aldrei þessum sunnu dögum, þegar síra Hálfdan kom þeysandi á gæðingi sínum út með Esjunni, sem „skein þá öll svo skínandi breið“, eins og Matthías kvað. Einkum er mér þó minnis- stæður fyrsti sunnudagur í vetri 1927, þegar svo langt var komið, að ég átti sjálfur að stíga í stól- inn hjá sóknarprestinum. Ég veit ekki, hvor okkar var kvíðnari daginn þann á leiðinni út að Brautarholti, eh ég hef aldrei síðan getað gleymt ýmsu því, sem síra Hálfdan sagði við mig þenna minnisstæða, fagra haust- dag. Og ég held, að mér hafi kannske sjaldan þótt vænna um hann en einmitt þá. Annars lærði ég margt af sírar Hálfdani þessi ár. Hann leið- beindi mér við nám mitt og lest- ur og fræddi mig um prestsstarf- ið, skyldur þess og alvöru, unað þess og yndisstundir Og þó var það mest um vert, að ég eignað- ist vináttu þessa heilsteypta, holl- ráða, gáfaða, glaða manns og góða, drengs, vináttu, er ég mat því meir, sem árin liðu og ég reyndi hana betur. Því þó að fundum fækkaði að vonum, þegar vegir skildu, hitt- umst við furðu oft engu að síður, beggja megin jökla. Og ýrois atvik lágu til þess, að við urðum, í bókstaflegum skilningi, oftar cn. einu sinni samferða seinustu ár- in, og gafst þá óvenjulegt tæki- færi til að treysta hin gömlu. kynni. En þó var hvergi betra en heima hjá honum sjálfum. — A'ð Mosfelli var unaðslegt að koma á glaðri og góðri stund og njóta þar vináttu hans og þeirra beggja, síra Hálfdans og hans elskulegu konu. Minningarnar þaðan geym ast eins og dýrir dómar. En hér skal staðar numið. Ég veit, að það verða svo margir til að mæla eftir síra Hálfdan. Og þetta átti aðeins að vera lítill kveðjusveigur á gröf hans, kveðja suður yfir fjöllin, frá fjarlægum vinum, því að við bæði hjónin áttum þessum fágæta manni svo óendanlega mikið að þakka. — í ferskustu minni er það vinar- bragð, sem hann sýndi okkur fyrir tæpu ári, þegar hann brá á skyndiför hingað norður, í mesta annriki sínu, aðeins til að fagna með okkur einum einasta minningardegi. Og er hann sá. undrun okkar við þessa óvæntu gestkomu, sagði hann, rétt eins og hann væri ekki síður forviða á því, að við skyldum ekki þeg- ar átta okkur á svo einföldum hlut: „Ég kom bara, af því mér þykir vænt um ykkur og mig langaði til þess“. Morguninn eftir var hann óðar allur á burt, heim til skyldustarfanna. Þannig var síra Hálfdan. Hann var engum öðrum líkur. Og þess vegna bindur treginn tungu við fráfall hans: „Dáinn, horfinn“. En samt er hér ekki aðeins harður harmur og óseygj- anleg eftirsjá. Hér eiga þeir, sem syrgja góðan vin, allt að þakka. Og heilög trú heldur vörð um þá minning, því „hvað væri ella guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða?“ Birta páskanna fell- ur í þessi þungu spor, sem í dag verður að ganga, og bendir í sumar og sólarátt. En við þá feginssýn vil ég' horfa eftir mínum góða, ógleym- anlega vini og bróður inn til hins eilífa austurs og blessa minningu hans. Möðruvöllum í Hörgárdal, á útfarardaginn 17. 4. 1954. Sigurður Stefánsson. Amerískur háskóli helgar Islandí skemmtiskrá SKEMMTISKRÁ, sem sérstak- lega var helguð íslandi, fór fram á allsherjar samkomu kennara og nemenda háskólans Midland. College, í Fremont, Nebraska,;v mánud. 22. marz. Flutti prófessor Herman Gimmestad, forseti enskudeild- ar skólans, erindi um íslahd, landið, þjóðina og menningu hennar, og sér í lagi um íslenzk- ar bókmenntir, en hann er lær- dómsmaður mikill og ber hinn hlýjasta hug til íslands. Á hann ekki langt að sækja það, því að faðir hans, er var norskur prest- ur í Bandaríkjunum, var mikill íslandsvinur. Inn í erindi sitt fléttaði pró- fessor Gimmestad upplestur á völdum köflum úr Njáls sögu og Laxdælu sögu og af kvæðunum „Norðurljós“ eftir Einar Bene- diktsson og „Ég sigli í haust“ eftir Davíð Stefánsson, sem dr. Richard Beck hafði talað á seg- ulband að sérstakri beiðni pró- fessorsins, er jafnframt las les- ■ kaflana og kvæðin í enskri þýð- . ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.