Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 29. apríl 1954 ' 14 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOM ij F ramhaldssagan 24 l>eðið marga ósigra. Hann von- aði að enginn sæi til hans þar scm hann stóð þarna í tunglsljós- inu og þóttist vera að rannsaka "blað á einum runnanum. Ekki var það víst mikið sem hann hafði lært. Að minnsta kosti virt- ist hann ekki hafa lært hvað vásri viðeigandi og hvað ekki. — líann hafði ekki lært það að skóla Jtennari sýnir ekki næstum blá- ■ókunnugri stúlku ástleitni á miðri skólalóðinni. Hann komst að þv að þessi hugmynd hans var Ineð öllu óframkvæmanleg og þegar hann hafði ákveðið það með sjálfum sér létti honum stór- iim. Hann var orðinn dauðuppgef- iim af öllum vangaveltunum þeg- ar hann kom heim til sín. Hann sótti rommflösku og glas inn og fór með Það út á svalirnar. Þar settist hann í stól og lét fara vel ■um sig. Hann var feginn því núna að hann hafði ekki farið upp og barið að dyrum hjá Judy. Hann þráði hana ekki eins mikið nú og mikill vafi lék líka á því að hún kærði sig nokkuð um hann. Hún mundi sennilega þó ekki álíta að hann væri genginn af göflunum, en hún mundi hlæja að honum og kannske neita að koma. j Kannske hefði hún líka sagt honum að hún elskaði Louis enn- þá jafnheitt. Ekki svo að skilja 4-ð hún hefði ekki viljað koma þess vegna. Eða hvað? Það var ekki gott að segja. Hann hellti í glasið hjá sér og hafði drykkinn að minnsta kosti helmingí sterkari en þann sem ]&ann hafði fengig hjá Duffield. l>að var heitt í veðri. Tunglið var í fyllingu. Langt fyrir neðan hiikuðu ljósin í höfninn í Kingston eins og stórar stjörnur. Hann minntist þess hvernig hon- um hafði liðið þar niður frá um dáginn. Honum var það svo í fersku minni, að honum fannst jafnvel hann í rauninni vera þar cdnþá, en hann gæti þó horft á .sjálfan sig ofan úr hæðunum, eihs og hánn væri einhvers konar guð — eða hann væri leikari, sem hafði skilíð eftir skel sína á leiksviðinu og farið upp í stúkuna til að sjá hvernig hann liti út þaðan. Það Var skrítið hvernig hægt var að horfa á sjálfan sig Irá ýmsum hliðum. Ekki svo að skilja að það skipti nokkru máli. Að lokum var maður bara maður Igjálfur. Annað hvort þótti manni ^óðar gráfíkjur eða manni þótti þær ekki góðar. Annað hvort jjrúði maður á að gott væri að Jiegna börnum með líkamlegum Sfcfsingum eða maður trúði því ekki. Annað hvort var maður frá- ^kilinn eða ekki. Stundum var þægt að klæða meðalmennsku kjálfs síns í gullna skikkju, en að %norgni varð maður að fleygja íicnni. Hann mundi eftir því að hann átti vindil inni og fór inn til að .iækja hann. Hann settist niður áftur og kveikti í honum. Svo fór hann að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að fara með Judy. Hann hugsaði um grönnu fótleggina hennar og brosið. — Sennilega var hún frekar léttlynd og mundi leyfa honum að sína sér ástleitni. Og svo mundi hann iðrast, vegna þess að hún mundj vilja fara. Honum var hætt við að verða ástfanginn af þeim stúlkum, sem hann sýndi ást- leitni. Að því leyti var hann eins og kvenmaður. Hann hafði jafn- Vé! komizt úr jafnvægí ut áf kíil- versku stúlkunni í Penang, en hún hafði elskað hann aðallega vegna þess að hann átti sígarett- ur, sem hægt var að selja og fá 8 dali fyrir boxið. Og ekki höfðu þau getað gert sig skiljanleg hvort við annað nema með lát- bragði. Verst var þó að hann gat ekki losnað við umhugsunina um Caroline. Kannske gæti Judy orðið honum hjálpleg í því .... það var að minnsta kosti góð af- sökun. Vindillinn var ágætur og ódýr vegna þess að hann var keyptur á Jamaica. Honum fór að líða vel. Klukkan var orðin hálf tíu og hann fékk sér aftur í glasið. Um leið og hann stakk tappan- um í flöskuna aftur velti hann því fyrir sér, hvort hann mundi hugsa á sömu leið á morgun — hvort hann mundi ákveða að láta Judy í friði og eftir nokkra daga mundi hún fara og þá væri sú saga úti. Hann var enn að hugsa um Judy þegar hann heyrði þrusk í runnunum og augnabliki síðar komu hundar frú Pawley á harðahlaupum eftir stígnum upp að húsinu og þarna stóðu þeir fyrir framan hann með tunguna lafandi út úr sér. Nokkrum mín- útum síðar kom frú Pawley sjálf í ljós á stígnum. Hún nam staðar og horfði heim að húsinu, en sá hann auðsjáanlega ekki í myrkr- inu á svölunum. Svo hélt hún áfram og gekk upp þrepin. Hann stóð á fætur. ,,Ó, ég sá yður ekki, Douglas“, sagði hún. „Ég ætlaði bara að fara út til að viðra hundana. Mér datt í hug að færa yður þessa bók, sem yður langaði til að lesa“. Hún rétti honum bókina, eins og hún væri að afhenda eitt- hvað, sem hún hefði ekki hinn minnsta áhuga á. Hann mundi ekki eftir því að hann hefði nokkru sinni langað til að lesa nokkuð af hennar bókum. Hann leit á titilblaðið. Þetta var skáld- saga, sem hún hafði einhvern tímann spurt hann hvort hann hefði lesið og hann hafði svarað því, að það hefði hann ekki. — Hann þakkaði henni fyrir. „Mér datt ekki í hug að þér væruð heima“, sagði hún. „Sæki ég illa að?“ „Alls ekki“. Hann leit á borðið og velti því fyrir sér, hvort hann gæti losnað við að bjóða henni glas. Jtiún sá hvert hann leit og hló við. ,.Það er allt í lagi“, sagði hún. „Þér þurfið ekki að bjóða mér neitt“. „En mig mundi langa til þess ....“ sagði hann aálitið kjána- lega. „En þér eruð hræddur um að manninum mínum mundi mislíka það. Nei, Douglas, það er ekki orðið svo áliðið“. Hún reyndi að tala með stríðnislegum hreim, en tókst það illa upp. „Við erum ekki eins siðavönd og þér haldið". JNU var vrst ekki undankomu auðið. „Ég á ekkert nema romm“, sagði hann. „Ég drekk einmitt alltaf romm, en það er víst bezt að ég fari. Ég vil ekki koma yður í nein vandræði“. „Ég skal sækja annað glas“, sagði hann. Honum féll þetta alls ekki. „Eruð þér viss um að samvizk- an láti bjóða sér það, að sitja á tali við skólastjórafrúna eftir klukkan níu að kvöldi?“ „Ég held að engin hætta sé á því“. Hann fór inn og sótti glas og þegar hann kom út aftur kveikti hann Ijósið á svölunum. „Til hvers eruð þér nú að þessu?“ spurði frú Pawley. „Ég sé betur til við að hella í glasið“. „Og þá verður þetta allt eins og um hábjartan dag og engin hætta á að nokkur misskilningur geti af hlotist", sagði hún og þótt- ist vera að gera að gamni sínu. „Já, einmitt“. Hún settist í annan körfustól- inn. Hún var í síðbuxum. Hann KÖTLU-DRAUMUR 8. En er hún var gengin út, tóku bræður hennar upp. orð sveinanna og reiddust ákaflega, er systir þeirra væri þvílík ættarskömm, og kváðust skyldu hefna þess. ef hún hefði verið smánuð af nokkrum, því að sveinninn kynni ekki að Ijúga. Már bað þá ekki henda slíka markleysu eftir börnum, og væri það ósvinna. En þeir bræður reiddust svo mikið við það, að þeir urðu óstöðvandi, og kváðu þau Már hafa leynt þessu með slægsmunum, en orðrómurinn hefði ríkt hjá þeim bræðrum. Már kvaðst aldrei hafa lagt þar orð að við konu sína. „En segið mér, bræður,“ sagði hann, „hvers er sá verður, sem óviljandi ratar í vandræði eða þótt hann sjái sjónhverfingar í draumi?“ Gekk hann svo burt úr veizlusalnum og í loft það, er Katla lá í, og mælti: „Nú er það eitt til, að þú segir þeim bræðrum upp alla sögu. Má það bæði vinna bót á böli þínu og stilla vandræði og manndráp, sem annars er viðbúið.“ Katla kvað sér hans ráð hollust mundu, þótt heldur vildi hún bana bíða en segja öllum sorgir sínar. — Síðan gengu þau Már á fund þeirra bræðra og voru þeir allreiðir. Már skoraði þá á konu sína að inna þeim allt af högum sínum, og gerði hún svo. En er þeir höfðu hlýtt sögu hennar, drap hljóð úr þeim, því að þeim þótti systir sín vera saklaus. Gengu þeir þá allir fyrir Má og þökkuðu honum með virktum, hversu vel hon- nm hefði farizt í öllum þessum málum og hétu honum vin- 'áttu sinnl með fastmælum. AMERÍ8KIR borðlampar í miklu úrvali, fyrirliggjandi. JUL Lf'. Austurstræti 14 — Sími 1687 ■ EIGENDUR REIDHJÓLA MEÐ HJÁLPARVÉL ■ Vér viljum vekja athygli yðar á því, að enda þótt > skyldutrygging sé ekki lögboðin á hjólum þessum, getum j vér tekið að oss bæði ábyrgð svo og kaskotryggingar á ■ þeim. Athugi, að við fjölgun farartækja í bænum, eykst slysa- ! hættan til mikilla muna og er því öruggara að tryggja strax í dag. Allar upplýsingar um iðgjöld og skilmála góðfúslega i veittar. ! 1 Almennar tryggingar h.f. Austurstræti 10. Sími 7700. I .................••■........................... .................................. ■■■•■•■n*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.