Morgunblaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. maí 1954 ÞJGÐLEIKHUSIÐ: ViLL »0 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsyndi : fyrrakvöld eitt af öndvegis- verkunum í leikbókmenntum lieimsins „Villiöndina“ eftir Henrik Ibsen. Margir hafa haldið því fram, «ð ,,þjóðfélagsleikrit“ Ibsens séu að efni til svo tímabundin, að J>au séu af þeim ástæðum ekki í fullu gildi á vorum dögum. En ekki get ég fallist á þessa skoðun. Áð vísu sækir Ibsen efnið í þessí leikrit sín í samtíðina og fjallar l>ar um málefni, sem þá voru of- arlega á baugi, en boðskapur sá, >er skáldið flytur og þær ályktan- ■tr er það dregur af hinum ytri atburðum, eru jafnan grundvall- arsannindi, er halda gildi sínu á öllum tímum. Þannig er það t. d. nm meginboðskap „Brúðuheimil- isins“ og „Þjóðníðingsins“, svo að nefnd séu leikrit, sem margir l>ér munu kannast við, og þá ekki síður „Villiandarinnar11, enda munu allir sammála um að það leikrit sé sízt tímabundið allra J>jóðfélagsleikrita skáldsins. Það er býsna athyglisvert, að Jbsen samdi Villiöndina næst á ^ftir ,,Þjóðníðingnum“, en í því leikriti segir hann, sem oftar, samtíð sinni vægðarlaust til synd ■anna, flettir ofan af spillingunni í þjóðfélaginu, þröngsýninni, sér- gæðingshættinum og lítilmennsk- ainni á öllum sviðum og hlýtur að Jaunum hatur og ofsóknir, eða íyrirlitningu og tómlæti. Sú ofstækisalda er reis gegn Ibsen út af „Þjóðníðingnum" og ^kki síður „Afurgöngunum" mokkru áður, varð honum beizk xeynsla og vakti hjá . honum xnargskonar hugsanir pg efasemd- ir. Var það ekki í raun og veru iilgangslaust að boða' smámenn- unum sannleikann? Þéir meðtaka bann ekki, heldur flýja hann og leita sér athvarfs og fulltingis í lífslygi og sjálfblekkingu. Og þó að hægt sé að opna augu þessara manna —, hvað stoðar það? Verða þeir hamingjusamari við það, eða betri? ‘ Þessum spurningum svarar skáldið á sinn hátt ogýafdráttar- laust í Villiöndinni. Leikritið hefst á mikilli veizlu í hinum glæslegu salarkynnum á heimili Werle’s stórkaupmanns. Haiui er mjög veraldlega sinnað- vr maður, er hefur ekki látið sér «illt fyrir brjósti brenna um dag- •ana. Hann er auðugur og hefur aflað fjár síns á glæpsamlegan jhátt. Honum tókst þó að forða sér undan dómi og refsingu, en vin- ur hans og samverkamaður, Ekdal gamli liðsforingi var dæmd ur í hans stað í tugthús. Werle stórkaupmaður er nú ekkjumað- ur, en konu sína hafði hann leikið svo grátt 1 hjónabandinu að hann lagði líf hennar í auðn. Allt þetta veit sonur stórkaupmannsins, <Jregers Weríe og hefur hann af þeim ástæðum lagt megna fæð á íöður sinn er verður síðar að al- geru hatri. — Eftir að kona stór- kaupmannsins dó hefur hann átt vingott við þjónustustúlkuna á beimilinu, Ginu Hansen, en kem- ur því þannig fyrir að hún gift- ist æskuvini Gregers Werle og syni Ekdals gamla, Hjálmari Ekdal og jafnframt hjálpar hann 3>eim til að setja á stofn ljós- xnyndastofu. Ekdal liðsforingi býr á heimili sonar síns og Ginu tengdadóttur sinnár, en þau eiga eitt barn, clótturina Heiðveig, fjórtán ára. Ekdal gamli var á yngri árum xnikill veiðimaður og á loftinu bak við Ijósmyndastofuna hefur bann með aðstoð sonar síns, búið sér tyl heilan gerfiheim. Nokkur visin jólatré tákna þar allan Há- HaLsakóginn, fáein hænsni eru þar viltir: fuglar barrskóganna og jiokljrar kaníriur bangsarnir „sem ijallámaðurinn á í höggi við.“ — Auk þess er þarna villiönd, sem Gína (Regína Þórðardóttir), Heiðveig (Katrín Thors) og Hjálmar Fkdal (Gestur Pálsson). hefur verið skotin til skemmda, boð sitt um skipti föður síns og en er nú orðin spök og feit og lætur sér nægja vatn í litlum stampi. í þessum gerfiheimi lifir Ek- dalsfjölskyldan lífi sínu í algerri sjálfsblekkingu, en glöð og ánægð með hlutskipti sitt eins og villi- öndin á loftinu. Ekdal gamli læt- ur sér nægja að skjóta kanínurn- ar og hænsnin og Hjálmar Ekdal, sem eitt sinn dreymdi um að verða mikill listamaður, lifir nú í hálfum draumum um einhverja uppfinningu, sem hann telur sér og öðrum trú um að hann sé að vinna að, en veit þó í rauninni Ekdal gamli (Lárus Pálsson). engin deili á. — En þá kemur vinur Hjálmars, Gregers Werle til sögunnar. Allt það böl sem hann heíur séð á æskuheimili sínu hefur haft djúp áhrif á sálar- líf hans. Hann hatar lygi og yfir- drepsskap eins og pestina og þeg- ar hann verður þess áskynja hversu er í pottinn búið um hjú- skap Hjálmars vinar síns og þá fjárhagslegu aðstoð sem Werle stórkaupmaður hefur látið Ekdals hjónunum í té, fer hann að gruna margt. Hann telur það því heilaga skyldu sína að segja Hjálmari allt af létta, leiða hann í allan sann- leika, svo að hann lifi ekki lengur í lygi og blekkmgu um hjúskap sinn, en að þau hjónin geti saman byrjað nýtt líf, sem reyst er á sannleika og gagnkvæmum'trún- aði. Hann lætur því til skarar skríða og segir Hjálmari allt hug- Ginu konu Hjáknars Með þess- um „sannleika“ kippir Gregers stoðunum undan lífshamingju Ekdalsfjölskyldunnar, svo að hún r'iðar við og Heiðveig litla skýtur sig í örvænting sinni og sorg. Verður hún þannig sú dýra fórn, sem færa verður til þess að sam- búð Ekdalshjónanna geti haldið áfram. „Um leið og þér sviftið vana- legan mann blekkingunni, sviftið þér hann aleigunni", lætur Ibsen doktor Relling, eina af fáum heil- brigðum persónum leiksins, segja við Gregers Werle og hann lætur Relling lækni beina þessum orð- um til Gregers í leikslok: „O, sei, sei, það væri vel hægt að lifa lífinu ef maður hefði einhvern- tíma frið fyrir þessum blessuðum rukkurum, sem leggja okkur kotungana í einelti til að heimta hugsjónakröfuna greidda." — Þetta er hinn veigamikli boð- skapur skáldsins, — boðskapur, sem á erindi til alíra á öllum tímum. Til þess að menn átti sig til fulls á þessu mikla meistaraverki Ibsen, verða menn að gæta þess, að skáldið notar hér symbolik meira en í öðrum eldri leikritum sínum. Allsstaðar má hér greina gerfiheiminn á bakloftinu og villiöndina, er skotin var til skemmda. Persónurnar lifa í þessum gerfiheimi og eru eins og hin úrætta villiönd er lætur sér nægja vatnsstampinn í stað hins víðáttumikla hafs raunveru- leikans. — En þó að leikritið sé symbólskt, þá stendur höfundur- inn þar engu að síður föstum fót- um í raunveruleikanum. Frú Gerd Grieg hefur sett leik- inn á svið og annast leikstjórnina. Var það mikið happ að Þjóðleik- húsið skyldi fá þessa frábæru listakonu til þessa vandamikla verks. Heildarsvipur sýningar- innar er með þeim ágætum að á betra verður ekki kosið. Er auð- séð á öllu að unnið hefur verið af nákvæmni og þekkingu, hvert atriði verið þrauthugsað og hver persóna ítarlega yfirveguð og henni gefinn réttur svipur innan heildarinnar. Árangurinn er líka sá, að hin mikla tækni skáldsins nýtur sín til fulls og ádeila þess rís vægðarlaus og slær með öllum sínum þunga. Gestur Pálsson leikur Hjálmar Ekdal, aðalhlutverk leiksins og erfiðasta, þó að mörg séu hlut- verkin veígamikil og vandasöm. Gerfi Gests er ágætt og fellur prýðilega persónunni og leikur hans er afbragðsgóður. Tekst honum á mjög sannfærandi hátt að sýna hina barnalegu sjálfs- blekkingu Hjálmars, ístöðuleysi hans, sjálfsálit og sjálfsaumkvun, sem allt á heimilinu verður að eftir Hendrik Ebsen Leikstjóri: Gerd Grieg lúta og hlúa að. Gestur hefur margt vel gert á löngum leikferli, en ég hygg að aldrei hafi hann unnið öllu meira leikafrek en að þessu sinni, nema ef vera kann í hlutverki Lövborgs í Hedda Gabler. Lárus Pálsson leikur Ekdal gamla, hinn niðurlægða liðsfor- ingja, er lifir í draumum um gamla velgengni en ber merkin eftir skemmdarskotið í sál sinni. Lárus gefur okkur áhrifamikla og sanna mynd af þessum hrjáða manni, bæði hið ytra og innra. Gerfi hans er gott og svipbrigði hans og hinar hermannlegu hreyf ingar, sem greina má þrátt fyrir þung örlög, tala sínu máli. Jón Aðils fer með hlutverk Gregers Werle, mikið hlutverk og vandasamt. Þessi mikli bölvald- ur og boðberi hins miskunnar- lausa sannleika á venjulega ekki miklum vinsældum að fagna hjá leikhúsgestum. Jón Aðils túlkar þessa persónu af glöggum skiln- ingi svo að hún er jafnan sjálfri sér samkvæm í sjúklegri og ofsa- legri trú sinni á það hlutverk sitt í lífinu að boða sannleikann án undandráttar hvar og hvenær sem er. Gerfi Jóns hæfir persón- unni vel og augnatillit hans og svipur lýsa vel ofstæki mannsins. Ginu konu Hjálmars Ekdals leikur Ilegina Þórðardóttir. Gina er hversdagsleg kona, en sönn og heilbrigð. Frú Regina leikur hana að miklu raunsæi og lætur með réttu í það skína á örlagastund- um leiksins að hún þekkir manns sinn betur en hann þekkir sig sjálfur. Heiðveig dóttur þeirra E':dals- hjóna leikur Katrín Thors. Er það eitt af Vandamestu hlutverk- um leiksins, en Katrín leysti það afbragðsvel af hendi. Hin barns- lega en jafnframt ofsalega til- beiðsla hennar á föðurnum lýsir sér í hverju augnatilliti og hverri hreyfingu þessa sérstæða og til- finningaríka barns og átakanleg sorg hennar og sálarstríð í síðasta þætti eru túlkuð á innilegan og áhrifaríkan hátt. Leikur Vals Gíslasonar er heil- steyptur í hlutverki Werle’s stórkaupmanns og Arndís Björns- dóttir fer einkar vel með hlut- verk frú Sörby. Þá er og ágætur leikur Indriða Waage, er fer með hlutverk Rellings læknis, er taiar máli höfunarins í leiknum. Gerfið er gott og hann segir, sem vera ber, það sem honum er lagt í munn, með hispurslausri festu. Önnur hlutverk eru smá og gefa ekki tilefni til sérstakrar umsagnar. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru ágætlega gerð í stíl þeirra tíma er leikurinn gerist á og ljósa meðferð Hallgríms Bachmanns er mjög góð. Halldór Kiljan Laxness hefur þýtt leikritið. Víða er þýðing hans afbragðsgóð en margt I henni virðist mér þó orka tví- mælis, svo sem öndin vilta í stað villiöndin og útlenzkusletturnar sem lagðar eru Ginu í munn. Leiknum var afbragðsvel tek- ið og voru leikstjóri og leikendur ákaft hylltir að leikslokum, Ávarpaði þjóðleikhússijóri frú Grieg frá leiksviðinu og þakkaði henni komuna og hið ágæta starf hennar nú og áður í þágu ís- lenzkrar leiklistar. Sigurður Grímsson. Um 200 knattspyrmileikir hér í Reykjavík í sniiar ISUMAR er tekið upp nýtt fyrirkomulag á knattspyrnumótum sumarsins og allir leikir í öllum aldursflokkum ákveðnir fyrir- fram, þeim ætlaður sérstakur dagur, tími, völlur og dómari. Er þetta í samræmi við tillögu, er samþykkt var á 1000. fundi knattsprnuráðs Reykjavíkur s. 1. sumar og síðar á aðalfundi ráðs- ins og Ársþingi Knattspyrnusambands íslands um fyrirkomulag knattspyrnumótanna á komandi sumri. Hefur knattspyrnuráðið í þessu tilefni gefið út sérstakan bækling um öll mót sumarsins. Samkv þeirri skrá fara fram 18 opinber knattspyrnumót hér í bænum í sumar í mismunandi aldursflokkum og er leikjafjöldi þeirra samtals 190. — 101 flokk- ur taka þátt í mótum þessum eða u. þ. b. 1000 einstaklingar. Höfuðbreytingin á mótafyrir- komulaginu er sú, að í mótum þar sem eingöngu félög í Reykja- vík eru þáttakendur, er aðeins keppt um helgar, þ. e. á laugar- dögum og sunnudögum eða sunnudögum og mánudögum. Er vonast til, að með þessu á- vinnist það m. a., að knattspyrnu menn hafi nægari og reglulegri tíma til æfinga auk þess sem auðveldara ætti að vera að skipu- leggja allt félagslegt starf, þeg- ar hinir einstöku flokkar þurfa ekki að keppa nema á vissum fyrirfram ákveðnum dögum. í landsmótum er hinsvegar ekki unnt að framkvæma mótin á þennan hátt, þar sem í þeim eru meðal þátttakenda félög ut- an af landi, er ekki geti dvalizt í bænum nema takmarkaðan tíma. Fara því leikir landsmót- anna fram á ýmsum dögum vik- unnar. Akranes tekur eitt utanbæjar- félaga þátt í íslandsmóti meist- araflokks, en fimm utanbæjar- félög verða með í íslandsmóti i, flokks. Eru það auk Akraness, Suðurnes, Vestmannaeyjar, Hafn arfjörður og ísafjörður. Barnaskemmtim SjélbfæSisiélagaiina SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík halda barnaskemmtun á morgun, sunnudag, í Sjálfstæð- ishúsinu og hcfst hún kl. 2,30 e.h, Verða þar mörg ágæt skemmti- atriði. Það sém eftir er af að- göngum. verður selt á morgun,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.