Morgunblaðið - 27.05.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1954, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐ19 Fimmtudagur 27. maí 1954 j ( 4 Þdrscafé Gðmlu og nýju dansarnir að Þórscafé í kvöld klukkan 9. Jónatan Olafsson og hljómsveit. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 5—7. Finnska iðnsýningin í Listamannaskitlanum er opin í dag frá kl. 10—22 I Sýningargestir, athugið, að í dag verða þrjár ókeypis kvkmyndasýningar á Finnlandsmyndum kl. 1,30, 2,30 og 3,30. 6 lj íl Aðaliundar r Reykjavíkurdeildar RK.I. verður haldinn í Tjarnarcafé niðri, föstudaginn 4. júní klukkan 8 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN € £ N ár grei ðshad ama óskast í hárgreiðslustofu á Keflavíkurflugvöll. Upplýsingar í síma 2462 í áag. ÍBÚÐ 4 til 6 herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu er til leigu. Tilboð senaist-í póstpox 573, fyrir laugardagskvöld. t" JBB Stevpuþéttiefni og steinmáEning _ 'límanna hycýcjincja^c'íacji! 1 Borgartúni 7 — sími 7490. Ilott fyrirtæki til sölu Tilvalið fyrir 2 samhenta menn. — Vélar og áhöld ca. 150 þús. — Útborgun minnst 100 þús. kr. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 31. maí, merkt: „Sælgælisiðnaður — 308“. Hef kaupauda að 3—4 herbergja íbúð * á hitaveitusvæðinu eða EINBÝLISHÚSI, sem má vera í í einhverju úthverfanna. — Hagstætt greiðslutilboð ef samið er strax. Ingi R. Helgason lögfræðingur Skólavörðustíg 45 — Sími 82207 D u b ó k — Gerfisamskof kommúnisia GERFISAMSKOT kommúnista ganga eftir áætlun, og safnast á hverjum degi sú upphæð, sem fyrirfram hefur verið ákveðin, Að því er Þjóðviljinn hermir, berast stærstu framlögin frá þeim, sem ekkert eiga. Já, samskotin hjá kommunum, þau ganga bara greitt. Menn gefa tugi þúsunda — en borga ekki neitt. Því Rússinn hefur ákveðið, hvað safnast hverju sinni. Hann setur það á kostnað — af Fimmtu herdcildinni. ! En samt er flokknum vitanlega vandi á höndum enn: Hann verður sýknt og heilagt að „bremsa“ sína menn, 1 svo öreigarnir gefi bara mátulega mikið, því Malenkov — hann bannar þeim að fara yfir strikið. X. í dag er 14. dagur Uppstigningardagur. 6. vika sumars. Árdegisflæði kl. 01,27. Síðdegisflæði kl. 14,04. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. Næturvörður er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Bjarni Kon- ráðsson, Ingólfsstræti 21, sími 3575. I.O.O.F. 1 = 1365288 V4 = □-----------------------□ . Veðrið • I gær var yfirleitt austan átt hér á landi, víða skúrir og þoka á miðunum austan lands og norðan. í Reykjavík var hiti 14 stig kl. 15,00,’9 stig á Akureyri, 5 stig á Galtarvita og 5 stig á Dalatanga. Mestur hiti hér á landi í gær kl. 15,00 mældist í Reykjavík, 14 stig, og minnstur 5 stig, á Galtar- vita og Dalatanga. I London var hiti 15 stig um hádegi, 22 stig i Kaupmannahöfn, 22 stig í París, 20 stig í Osló, 20 stig í Stokkhólmi, 24 stig í Berlín, 13 stig í Þórshöfn og 15 stig í New York. □-----------------------□ • Messur • Lágafellskirkja. Messað á sunnu- dag, 30. niaí, kl. 2 e. h. Bjarni Sigurðsson, cand. theol., predikar. — Safnaðarfundur að aflokinni messu. — Séra Kristján Bjarna- son. • Afmæli • Sjöiugur er í dag Guðmundur Jóhannsson, Framnesvegi 56. Silfurbrúðkaup áttu 25. þ. m. hjónin Jakob Jónasson rithöfundur og frú María Jónsdóttir Guðrúnargötu 1. • Hjónaeíni • Föstudaginn 21. maí opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóhanna Sveinsdóttir frá Borgarfirði eystra og Jón Kristinsson frá Norðfirði, háseti á Varðskipinu Óðni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína í Stavangri ungfrú Erla A. Hannesdóttir og Kaare Toftevaag, trésmiður frá Bergen. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Erla Þórðardóttir, Rauðarárstíg 23, og Sigfreð Ólafs- son, Flókagötu 21. • Brúðkaup • 1 dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Kjaran, Flókagötu 7 (Ingvars Kjarans skipstjóra) og Raymond Steinsson sjómaður (Þorkels Steinssonar lögregluþj.). Heimili ungu hjón- anna verður á Holtsgötu 14 A. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Ingibjörg Jóns- dóttir, Ægisgötu 2, Akureyri, og Kjartan Steingrímsson, útgerðar- maður í Kefiavík. S. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Jóhanni Briem, Melstað í Miðfirði, ungfrú Sigríður Árný Kristófersdóttir frá Finnmörk í Miðfirði og Skúli Ax- elsson frá Valdárási, Víðidal. — Heimili þeirra er að Bergsstöðum í Miðfirði. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þriSju- daginn 1. júní n. k. kl. 10—12 f. h. í síma 2781. Bólusett verður í Kirkjustræti 12. Ferðalag fermingarbarna Oháða fríkirkjusafnaðarins. Fyrirhugað er, að fermingar- börn mín fari í skemmtiför um helgina, ekki aðeins fermingarb. þessa árs, heldur og börn, sem ég hef fermt á liðnum árum og vilja taka þátt í ferðinni. Öll börn, sem hafa hug á að fara, þurfa að koma til viðtals að Laugavegi 3 kl. 8 í kvöld og taka þá endanlega ákvörðun. Séra Emil Björnsson. Sumarfagnað halda kvenfélag og bræðrafélag Óháða fríkirkjusafnaðarins í Skátaheimilinu n. k. laugardags- kvöid. Þar verða ýmis skemmti- atriði og dans. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Heit- ið er á safnaðarfólk að fjölmenna og taka með sér gesti. Handavinnusýning verður í St. Jósepsskóla í dag frá kl. 1—7 e. h. Bifreiðaskoðunin. Engin skoðun í dag. — Á morg- un, föstudaginn 28. maí, eiga bif- reiðar nr. R-2701—2950 að koma í skoðun. Frá Herskálabúum Fulltrúar á ráðstefnu Herskála- búa! Síðari kvöldfundi ráðstefn- unnar er frestað til miðvikudags- ins 2. júní. Ráðstefnan verður á sama stað og tíma og sú fyrri. Kvennaskólinn í Reykjavík. Skólauppsögn fer fram á morg- un, föstudag, kl. 2 e. h. Kvenréttindafélag íslands hefur kaffisölu til ágóða fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna í Sjálfstæðishúsinu í dag. Húsið verður opnað kl. 2. — Á undanförnum árum hefur sjóður- inn getað styrkt margar efnilegar konur til náms, en alltaf hefur þó orðið að synja umsóknum fjölda kvenna, s.em sjóðstjórnin hefði gjarnan viljað hjálpa. — Reykvík- ingum gefst nú kostur á að efla sjóðinn. — Drekkið kaffi Menn- ingar- og minningarsjóðs kvenna í Sjálfstæðishúsinu og styrkið þannig íslenzkar konur til menntaí Flugmálafélag íslands heldur aðalfund sinn mánudag- inn 31. maí næst komandi kl. 8,30 e. h. í Tjarnarcafé, niðri. Venju-i leg aðalfundarstörf. —- Svifflugsj kynning, Agnar K. Hansen flug-i málastjóri o. fl. j • tJtvarp « 9.30 Morgunútvarp (fréttir og- tónleikar). 11,00 Morguntónleikar (plötur). 15,15 Miðdegistónleikar (plötur). 17,00 Messa í Fossvogs-i kirkju. 19,30 Tónleikar (plötur)]4 20,20 Náttúrlegir hlutir: Spurn- ingar og svör um náttúrufræði (Guðm. Þorláksson cand. mag.)j 20,40 Dagskrá frá Húsavík (kór-i söngur og erindi). 21,00 Upplest-i ur: Valdimar V. Snævarr les frumorta sálma. 21,25 Tónleikar (plötur). 21,40 Úr heimi mynd-i listarinnar. Björn Th. Björnsson listfræðingur sér um þáttinn. 22,10 Symfónískir tónleikar (plötur)’. 23,05 Dagskrárlok. Fösíudagur 28. maí: 19.30 Tónleikar Harmonikulög (plötur). 20,20 Erindi: Sjórann- sóknir; II: Sjávarstraumar og selta (Unnst. Stefánsson efnafræð- ingur). 20,40 Einsöngur: Richard Tauber syngur þýzk þjóðlög (plöt- ur). 21,05 Upplestur: Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les kva?ði eftir Stephan G. Stephanssonv 21,25 Tónleikar (plötur). 21,45 Frá útlöndum (Þorsteinn Thor- arensen blaðamaður). 22,10 -Út- varpssagan: „Nazareinn". 22,33 Dans- og dægurlög (plötur), 23,00 Dagskrárlok. 4 Þjóðleikhúsið sýnir „Villiöndina", hinn ágæta sjónleik Ibsens, í kvöld (uppstigningardag) kl. 8. — Hefir Ieikurinn hlotið mjög góða dóma. Á myndinni eru: Jón Aðils (Gregers Werle) og Gestur Pálsson (Hjalmar Ekdal).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.