Morgunblaðið - 27.05.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.05.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. maí 1954 MORGUNBLAÐHt 9 Hæstiréttur Bandankjunna úrskurðar aðskilnað hvítm og svartra í skolum landsins einróma ólögmætan ÞEIR eru margir hérlendis, sem lesið hafa bók bandarísku skáld- kounnar Harriet Beecher-Stowe, „Kofi Tómasar fraenda“, en hún kom út í íslenzkri þýðingu fyrir nokkrum áratugum. I bókinni lýsir skáldkonan á áhrifaríkan hátt þjóðlífsmyndum frá suður- ríkjum Bandaríkjanna fyrir rúmri öld og dregur fram í skýr- um og skörpum dráttum við hve aum ævikjör blökkumennirnir áttu að búa. Grunntónn bókar- innar er rík samúð með hinum þjökuðu þrælum, sem lifðu við algjört réttleysi; áttu sér hlut- skipti bandingjans, sem þrælaði myrkranna á milli á baðmullar- og sykurekrum í brennandi sól- arhitanum við hin frumstæðustu lífsskilyrði. Það hefur verið sagt, að fáir atburðir hafi lagt stærri skerf til þess, að svertingjum í Bandaríkj- Unum var gefið frelsi, en ritun þessarar bókar. Hvað sem sann- gildi þess líður, þá er það þó víst, að bókin vakti alþjóðarathygli á gvipstundu og sveípti upp stórum öldum andspyrnu gegn þeim ævi- kjörum, sem svertingjarnir áttu við að búa á þessum árum, eink- um í suðurríkjum Bandaríkj- anna. Kjarni ádeilu Beecher- Stowe fólst í þeim einföldu sann- sndum, sem hún túlkaði svo snilldarlega, að svertingjarnir eru hinir einu og sömu menn og þeir, sem náttúran hefur gefið ljósara litaraft í vöggugjöf; í brjósti blökkumannsins slær engu ógöf- Ugra hjarta en í barmi hins auð- uga, hvíta ekrueiganda; þrællinn er ekki af óæðra kynstofni þótt svartur sé, heldur á óhamingju sína að sækja til þess, að skömmu áður hafði hann lifað að hætti frummannsins í myrkviðum Súdanlanda, en verið seldur það- an mansali vestur um haf. ♦ • ♦ EFTIR því sem árin liðu breytt- ist þetta ástand mjög til batnað- ar. Borgarastyrjöldin 1861—64 var háð að meginstefnu til þess að veita svertingjum frelsi, og hefur ekki að ástæðulausu verið nefnd Þrælastríðið. Því lyktaði svo sem kunnugt er meg því, að þeir voru leystir úr ánauð og veitt þjóðfélagslegt jafnrétti á við hinn Ijósari hluta bandarísku þjóðarinnar. Lengi framan af var það jafnrétti þó lítið meira en iynþáHamismunurmn far óðum minnkandi orðin ein, seint sóttist með raun- I hæfar umbætur, enda er það aug- ljóst, að aldagömlum venjum og umgengnisháttum verður ekki breytt á fáum árum með heilli þjóð. Jafnt og þétt hefur þó próun- in á undanförnum árum gengið í þá átt, að bilið milli svartra og hvitra hefur æ þrengzt. Svert- ingjar hafa smám saman öðlast bæði verklega og vísindalega menntun á borð við hvíta menn, þeir hafa skipað æ fleiri stöður í æðri stigum þjóðfélagsins og orðið hlutgengir á borg við hinn hvíta mann. Þannig hefur marka línan smám saman óskýrzt og segja má, að í Norðurríkjunum njóti negrar nú í öllum efnum raunhæfs jafnréttis á við hvíta samborgara sína. I Suðurríkjun- um hefur aftur á móti nokkuð eimt eftir af hinu gamla mis- rétti, þau ríki eru vagga íhald- seminnar í Bandaríkjunum og þröngsýn þjóðfélagssjónarmið ráða þar meiru. Fyrir skömmu komst negra- vandamálið á fremstu síður allra stórblaða veraldar, og vakti al- heimsathygli, í ríkari mæli en oftast áður. Tilefnið var líka þess virði, þar sem segja má, að þar hafi kynþáttaskilunum í Bandaríkjun- um verið greitt rothöggið á eftir- minnilegan hátt. ♦ • ♦ HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna kvað 17. maí upp dóm, sem féll á þá leið, að aðskilnaður hvítra og svartra skildi afnuminn að fullu og öllu í skólum Suðurríkjanna, þar sem hann var enn við lýði. í dómnum fólst jafnframt ský- laust bann við því, að greina að skólabörn og námsmenn eftir lit- arhætti í öllum bandarískum skólum, sem njóta einhvers styrks af opinberu fé. Dómur þessi kemur til með að hafa víðtæk áhrif í þá átt, að af- nema kynþáttamismuninn og brjóta niður síðustu hindranirn- ar á þeim vegi. Forsaga þessa máls er all- athyg'lisverð og sýnir glöggt hve föstum tökum stjórnvöld Banda- l I nokkrum suðurrikjanna hafa verið sérskólar fyrir börn blökku- manna og þeim meinað að ganga í skóla með öðrum börnum. Hæsti- réttur tók einróma málstað blökkumanna og batt enda á þennan aðskilnað. Tvær og hálf milljón þeldökkra barna hljóta nú fullt og endanlegt jafnréttl I uppeldismálum. Myndin sýnir þeldökk böm við hlið hvítra félaga sinna á leikvellinum. Lögfræðingurinn, sem vann mál- ið af hálfu blökkumanna fyrir hæstarétti, er sjálfur sveríingi, Thurgood Marshall að nafni. ríkjanna taka kynþáttavanda- málið og hve fjarri sanni frá- sagnir kommúnistablaða víðs veg ar um heim um þau mál eru. Málið kom fyrir hæstarétt frá undirréttum í fjórum suðurríkj- anna, og _yar upp tekið og rekið af hálfu Framfarafélags blökku- manna (National Assosiation for áhrif í huga þeirra og hjarta, er ógjörlegt reynist oft að uppræta .... Aðskilnaður hvítra unglinga og svartra í skólum er því ský- laust byggður á ólögmætum for- sendum“. Þau ríki sem svo stendur á fyrir verða því að hefjast handa um að breyta löggjöf sinni í þessum efnum, svo þau brjóti ekki í bága við dóminn og stjórn- arskrána. A dóm þennan hefur verið litið sem einn stærsta áfangann síðan 1808 að innflutningur blökku- manna til Bandaríkjanna var bannaður. Sérlega áthyglisvert þykir, að rétturinn skyldi vera samróma í álitsgjörð sinni um málið, þar sem kynþáttamálin eru viðkvæm og hafa jafnan verið mikil deilu- mál vestanhafs. Sýnir það ljós- lega afstöðu, sem óvíst er, að hefði orðið hin sama fyrir nokkr- um áratugum. í r.okkrum Suðurríkjanna, sem þurfa nú að breyta skólakerfi sínu sætti ákvörðun dómsins nokkurri gagnrýni, einkum þó frá ríkisstjóra Georgíu. — Hann hefur lýst því yfir, að enn sem fyrr munu blökkumannabörn vera skilin að frá hvítum í skól- Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað 17. maí s.l. upp dóm, sem valdið hefur þáttaskilum í kynþáttamálum landsins. Frá þeim degi var bannað að aðskilja livíta nemendur og svarta í skólum landsins og blökkumönnum veitt fullt jafnrétti á við aðra í kennslu og fræðslu- málum. — Dómendur voru allir sammála um úrskurðinn. the Advancement of Colored People), sem hefur um áraskeið verið framvörður í baráttunni fyrir bættum kjörum hins þel- dökka manns. í tuttugu og níu af ríkjunum voru sérstakir skólar fyrir blökku menn en engin greinarmunur gerður á í hinum ríkjanna. Dóminn kvað hæstiréttur upp í einu hljóði og sýnir það hve sjálfsagt réttlætismál var talið, að hér væri á ferðinni. Afleiðing hans verður m.a. sú, að tvær og hálf milljón blökkumannabarna, sem áður sóttu sérskóla sina mega nú eftir vild innritast í þá skóla, sem þau lystir. Skóla þá sem hér um ræðir í Suðurríkjun- um sækja alis um 21 millj barna og unglinga og er því ekki ofmælt þótt sagt sé, að grundvallarbreyt- ing í fræðslumálum hafi hér átt sér stað. í dómsorðinu komst forseti réttarins, Earl Warren, áður ríkis stjóri í Kaliforníu, m.a. svo að orði: „Nú á tímum má telja það vafasamt, að það barn, sem ekki getur öðlaM þá menntun, sem hugur þess stendur til, verði far- sælt í lífí sínu og starfi. Á þeim sviðum, sem ríkið hefur tekið að sér að sjá um menntun barna og unglinga, verða allir að eiga rétt til skólagöngu á fullum jafflrétt- isgrundvelli. Ef að börn blökku- manna eru skilin frá jafnöldrum sínum, eingöngu vegna þess, að þau eru vaxin af öðrum kyn- stofni, þá hlýtur það að vekja með þeim skaðlega minnimáttar- kennd, sem skilur eftir sig þau um ríkisins, og muni ákvörðun réttarins ve’-ða höfð að engu.Talið er þó vestanhafs, að lítil líkindi séu á, að sú hótun verði fram- kvæmd, enda er hún í andstöðu við lög og rétt, eins og málum er nú komið. Bandaríska vikuritið Time hef- ur fagnað dónmum og talið hann einn stærsta sigurinn í 90 ára frelsisbaráttu negranna i Banda- ríkjunum og í sama streng taka önnur áhrifamestu blöð landsins, hvort sem þau eru gefin út af demókrötum eða republikönum. ♦ • ♦ AF BLÖÐUM kommúnista, hér á landi sem annarsstaðar, hefur mátt skilja, að bandaríski svert- inginn væri enn á sama undir- okunarstiginu, sem hinn rétt- lausi þræll, er Harriet Beecher- Stowe ritaði hina nafntoguðu bók sína um. Það líður varla svo vikan, að Þjóðviljinn birti ekki einhverja voðasöguna um svertingjamorð og aftökur án dóms og laga* og önnur slík nýheit í svipuðum stíl. Slíkur fréttaflutningur hefur jafnan verið notaður til þess að ráðast að Bandaríkjunum og bor- ið þar niður, sem óneitanlega var snöggan blett að finna. Það er þó jafn ljóst, að meiri- hluti svertingjamorðsagna þeirra, sem gleðja blaðamenn Þjóðvilj- ans, eru uppspuni frá rótum og frásagnir þeirra af Hfskjörum blökkumannanna voru e.t.v. sanni nær fyrir hálfri öld, en eru það ekki lengur. Ekki þarf að fara lengra en í hagskýrslur stjórnarinnar og til- kynningar sem Framfarafélag blökkumanna gefur sjálft út til þess að sannfærast um að svo sé. Árið 1870 var aðeins þriðjung- ur svertingja læs og skrifandi. 1950 voru 94% þeirra læsir og skrifandi borið saman við 97.5% af allri þjóðinni. Barnafræðsla er öllum veitt ókeypis jafnt svert- ingjum sem öðrum og sækja nú um tvær og hálf milljón svert- ingja barnaskóla. — Svertingjar gegna prófessorsstöðum við há- skóla í öllum ríkjum Bandaríkj- anna, hafa getið sér prýðilegt orð sem vísindamenn og skarað fram úr á flestum sviðum lista og bókmennta. ♦ • ♦ í efnahagsmálum er hlutur blökkumanna enn heldur siðri, en á því hefur þó orðið mikil breyting. I þeim launastéttum, sem hafa í árslaun frá 1000—1500 dali er 14% af blökkumönnum, en jafnframt rúm 13% af hvítum mönnum. Þótt blökkumenn séu ekki nema tíundi hluti banda- rísku þjóðarinnar gegna þeir þó 11% af iðnaðar- og tæknistörf- um, sem einhverja sérþekkingu þarf til og um ein og hálf milljón þeirra starfa í verklýðsfélögum. Laun blökkumanna_eru hin sömu og hvitra fyrir sömu vinnu. Nokkra ályktun má og af því draga, að þriðjungur allra svert- ingjafjölskyldna á eigið hús til íbúðar. 150 dagblöð eru í eign blökkumanna í suðurríkjunum og er stjórnað af þeim. Mörg þfiú vandamál, sem erfið- ast hefur gengið að leysa í Banda ríkjunum á liðnum árum hafa átt rætur sínar að rekja til kyn» þáttavandamálsins. Smám saman hafa kjör blökkumannanna batn- að, þeir öðlast æ aukið jafnrétti á við hina hvitu íbúa landsins og verðugan framgang í vísindum og tækni. Jafnréttisbaráttu blökku- manna lýkur brátt. með fullum sigri og ein órækasta sönnunin um að svo verður er dómsorð hæstaréttar, það er hann kvað' upp hinn 17. maí. —G. 50 ér síðan lífibú Lamlsbsnkans á isaflrSi !óh t!l slarfa ÍSAFIRÐI, 15. maí. — í dag eru 50 ár liðin siðan útibú Lands- banka íslands tók til starfa. — Stjórnarráð íslands hafði staðfest reglugerð fyrir útibúið 20. febr. 1904, en útibúið tók til starfa 15. maí sama ár. Voru fyrstu húsakynni bankans í húsi Sparisjóðsins við Banka- götu, sem nú heitir Mánagata. — Bankastjórar útibúsins hafa verið þeir Þorvaldur Jónsson læknir 1904—14, Jón Auðunn Jónsson, 1914—23, Helgi GuðmundssOn. 1923—26, Sigurjón Jónsson 1926 —37, Guðjón Jónsson 1937—51 og Einar B. Ingvarsson 1951 Og síðan. Starfsemi útbúsins hefur vaxið jöfnum skrefum, og er saga þess, samtvinnuð sögu atvinnu og við- skiptalífsins hér á Vestfjörðum, Fyrsta starfsár bankans var heild arumsetning hans 846 þús. kr. en á s.l. ári var hún 281 millj. kr. Á sama tíma hafa útlán bankans aukizt úr 309 þús. kr. í árslok 1904 í 34 850 þús. í árslok 1953. Innlánsfé útibúsins hefur hækk- að úr 299 þús. kr. í 15.800 þús. kr. á sama tímabili. — f útibúinu. á ísafirði vinna nú sex starfs- menn. —J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.